Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 einfaldlega betri kostur Komdu og njóttu góðra veitinga Ekta danskt smurbrauð m/rækjum og kaffi 499,- laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is E nginn sem ég þekki er sáttur við laun- in. Flótti úr stéttinni hefur verið vandamál í nokkur ár en nú er fólk fangar í sínu starfi og enginn þorir að hreyfa sig. Á að nýta sér ástandið í þjóðfélaginu til þess að ná fram óviðunandi vinnu- umhverfi af hálfu yfirmanna og ríkisstjórn- arinnar?“ Að þessu spyr lögreglumaður sem Morg- unblaðið ræddi við. „Helst vil ég að vinnuskylda vaktavinnufólks minnki, frekar en launahækkun, bara svo við náum að hlaða rafhlöðurnar. Það slær mig að áður reyndu menn að fá alla aukavinnu sem gafst til að drýgja tekjurnar. Unga fólkið sem er núna fæst varla til að bæta við sig vinnu. Það er einfaldlega uppgefið.“ Að sama skapi er æ algengara að lögreglumenn leiti úr vaktavinnunni og inn í deildirnar, þar sem áreitið er minna en launin lægri. Álagið á götunni er gríðarlegt og streitan í kringum starfið hefur magnast, „stressið yfir útkallinu sem er á leiðinni“. Fáum er það betur ljóst en lögreglumönnum að þarna úti er harður heimur, sem hefur orðið beitt- ari með árunum samhliða aukinni neyslu fíkniefna. „Lögreglumenn upplifa óöryggi enda getur maður hæglega lent í þeim aðstæðum að þurfa liðsauka en vita að það er langt í næsta bíl.“ Einn lög- reglumaður segir sögu af útkalli á Álftanesi um miðjan dag. Þegar hann kallar eftir aðstoð er næsti lausi bíll í Ártúnsholti. Þannig getur staðan verið á vaktinni. Annars staðar hefur lögreglan verið efld Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar er Lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) gert að skera niður um 130 milljónir á þessu ári og 320 á því næsta. Við því er lítið annað í boði en að lækka launakostnað, sem er um 80% af útgjöldunum. Það þýðir lækkun launa og fækkun starfsmanna. „Okkur þykir þetta undarleg ráðstöfun hjá rík- isstjórninni. Í öðrum löndum þar sem þrengt hefur að hafa yfirvöld gætt þess að hreyfa ekki við lög- reglunni, hún hefur frekar verið efld því menn vita að vandamálunum í samfélaginu fjölgar,“ segir Ar- inbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Aldrei fyrr hafi lögreglumenn verið á atvinnuleysisskrá, en engir nýir eru ráðnir um þessar mundir, ekki heldur í stað þeirra sem hætta vegna aldurs. Hvorki Arinbjörn né Snorri Magnússon, formað- ur Landsambands lögreglumanna, eru bjartsýnir yfir vetrinum sem er framundan. Verði ekki bakk- að með niðurskurðinn mun fækka í lögregluliðinu og hér er ekkert þjóðvarðlið eða annað afl til að taka á móti vaxandi ólgu í þjóðfélaginu. „Við óttumst því miður að ástandið sem var hér í febrúar endurtaki sig í einhverri mynd,“ segir Snorri. Í því samhengi má ekki gleyma óeirða- kostnaði sem stjórnvöld hafa þurft að leggja til lög- reglunnar á þessu ári. Við nýja uppreisnaröldu gæti hann slagað hátt í 200 milljónir. Löggæsla kostar peninga enda sinnir lögreglan margvíslegum störfum. Lögreglumaður sem stend- ur með skjöld á Austurvelli einn dag getur verið kallaður út seinna í vikunni vegna kvartana yfir há- vaða hjá nágrannanum. Þegar skera á niður um 320 milljónir á einu ári hjá einu lögregluembætti, LRH, hvernig á að forgangsraða? Hverju á lögreglan að sinna og hvenær er útkallið ekki á hennar verk- sviði? Kostnaðurinn aldrei verið metinn „Það þarf að skilgreina hlutverk lögreglunnar frá grunni og kynna það svo fyrir borgurum, hverju verður sinnt og hverju er ekki hægt að sinna,“ segir Snorri. „Í raun hefur aldrei verið metið hvað lög- reglan kostar, heldur er slumpað á upphæð sem yf- irstjórninni er svo gert að ráðstafa. Þetta er auðvit- að óþolandi staða sem forstöðumenn eru settir í. Fjárveitingarnar eru skornar niður og svo þurfa þeir að standa frammi fyrir íbúum sinna hverfa og segja að þeir geti ekki sinnt þessu.“ Morgunblaðið/Júlíus Enn fækkar á vaktinni  Fámenni í lögreglunni leiðir til minna öryggis borgara og lögreglumanna  Oft er langt í næsta bíl  Aldrei hefur verið metið hvað lögreglan kostar né skilgreint hverju hún sinnir Þögn „Lögreglumenn eru hræddir við að tjá sig undir nafni,“ sagði einn lög- reglumaður. „Maður vill ekki lenda í ónáð í vinnunni.“  „Þegar menn bera titla er eins og þeir séu komnir í sitt sæti. Það vantar lögreglu út á göturnar,“ segir lögreglumaður sem rætt var við. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru 164 starfandi að einhverju eða öllu leyti við almenna löggæslu. Það er rétt rúmur helmingur heild- arfjölda starfsmanna. Viðmælendum Morgunblaðsins bar saman um að yfirmönnum inn- an lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu hefði fjölgað í takt við sameinað embætti, ekki fækkað eins og átti að verða. Fleiri yfirmenn og aðeins helmingur á götunum  Veruleg ósátt ríkir meðal lög- reglumanna vegna nýs fyrir- komulags innan LRH. Almennri deild lögregl- unnar hefur verið raðað á fimm lögreglustöðvar í sínu hverju hverfi á höfuðborgar- svæðinu. Sérstak- ar deildir sem sinntu rann- sóknum umferðaslysa, innbrota og þjófnaða hafa verið lagðar niður. „Í þessum málaflokkum þarf ákveðna sérþekkingu, ekki síður en í fíkniefna- eða kynferðisbrotum. Það er ljóst að sérþekking og reynsla í rannsóknum dvínar og kostnaður vegna vaktavinnu eykst,“ segir Snorri Magnússon formaður LL. Markmið breytinganna var að færa lögregluna nær almenningi, sem Snorri segir vissulega göfugt í sjálfu sér og henta ágætlega í sum- um málaflokkum, svo sem fræðslu- starfinu sem lögreglan hefur sinnt. Breytingunni átti líka að fylgja sparnaður en nú sjá menn fram á breytingakostnað. „Við skiljum ekki ávinninginn við hverfaskiptinguna,“ segir lögreglu- maður með áratuga starfsreynslu sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Þeir vilja að við vitum lítið um allt, í stað þess að vinna á okkar sérsvið- um sem við höfum áhuga á. Afleið- ingin er að menn eru ekki vissir hvernig á að bera sig að og allir benda á næsta mann. Ég var mjög fylgjandi sameiningunni sem bjó til LRH á sínum tíma. Nú er verið að fara til baka.“ Sérhæfing fyrir bí Afbrotatölfræði ríkislög-reglustjóra segir sína sögu. Fjöldi innbrota á frá maí til júní er 1.547 sem er hátt í tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Á móti eru færri teknir ölvaðir undir stýri og hraðakstursbrotum hefur fækkað. Þá ber að merkja að undanfarið ár hefur rúmur helmingur fengist með hraðamyndavélum. Fjölgun innbrota og þjófnaða kemur ekki á óvart í því ástandi sem nú ríkir. Á fækkun umferð- arlagabrota er líka einföld skýring og hæpið að hún sé sú að fólk sé hætt að keyra of hratt. „Við höfum ekki bolmagn til að sinna eftirlitinu,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglu- félags Reykjavíkur og vettvangs- stjóri á vaktinni hjá LRH. „Ósam- ræmið milli ólíkra brota segir okkur bara að löggæslan hefur rýrnað.“ Síðan embætti LRH varð til árið 2007 með sameiningu embættanna í Reykjavík, Kópavogi og Hafn- arfirði hefur lögreglumönnum fækkað um 50 manns eða svo. Nú starfa 308 menn hjá embættinu, þar af eru 18 í embættum lög- reglustjóra, varalögreglustjóra, yf- irlögregluþjóns og aðstoðaryfir- lögregluþjóna. Hjá lögreglunni í Reykjavík störfuðu 236 manns árið 1988. Þá bjuggu þar um 100.000 manns. Nú eru yfir 200.000 íbúar undir verndarvæng hinna 308 manna Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Arinbjörn áætlar að um hundrað manns starfi á almennum sólar- hringsvöktum. Á næturvakt á virk- um dögum getur fjöldi slíkra vakt- manna farið niður í tíu manns. Það þýðir að 4-5 bílar sjá um allt svæðið milli Hvalfjarðar og Voga á Vatns- leysuströnd þegar umferðardeildin er farin heim. TÍU MENN MILLI VOGA OG HVALFJARÐAR                                             
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.