Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 28
Peningar eru Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is S létt 90 ár eru um þess- ar mundir frá því að Haraldur Júlíusson opnaði samnefnda verslun við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki. Haraldur hóf sinn eigin rekstur sumarið árið 1919, eftir að hafa verið versl- unarstjóri hjá Kristni P. Briem kaup- manni í sjö ár. Keypti Haraldur hús við Aðalgötuna sem áður hafði m.a. hýst úra- og gullsmíðaverkstæði Franks Michelsens, Gistihúsið Baldur og þar áður barnaskólann á Sauð- árkróki. Haraldur reisti nýtt hús á lóð- inni á árunum 1929-1930 og hefur það staðið að mestu óbreytt síðan, að við- bættri íbúð á efri hæðinni, þar sem fjölskylda hans ól manninn, eig- inkonan Guðrún Bjarnadóttir og börn þeirra; Bjarni og María, sem fæddust 1930 og 1931. Lipurð og greiðasemi Haraldur verslaði jöfnum höndum með álnavöru, matvöru og búsáhöld, auk annars varnings. Tók Guðrún virkan þátt í rekstrinum með manni sínum fyrstu áratugina en af- greiðslufólk var síðar ráðið til starfa í skemmri og lengri tíma. Í bókinni Sögu Sauðárkróks III seg- ir Kristmundur Bjarnason svo frá: „Hann [Haraldur] byrjaði með lítið, enda ekki auður í garði; átti 20 ær í stríðslokin og seldi þær, er verðið var hæst, fyrir tvö þúsund krónur. Annan höfuðstól átti hann ekki, en bjargaðist á lánsfé frá vinum sínum á Akureyri og gat keypt dálítið inn fyrir gengisfallið.“ Haraldur var ekki eingöngu í kaup- mennsku heldur kom hann einnig ná- lægt útgerð og var meðal stofnenda Útgerðarfélags Sauðárkróks. Þá var hann virkur í félagsstarfi og var meðal frumkvöðla í Verzlunarmannafélagi Sauðárkróks og Náttúrulækninga- félagi Íslands. Var hann löngum til í að taka þátt í verkefnum sem gætu skap- að einhver störf. Í Sögu Sauðárkróks segir einnig um Harald: „Gengi sitt á Haraldur Júl- íusson trúlega mjög að þakka lipurð í viðskiptum og greiðasemi við náung- ann. Svo átti að heita í upphafi, að verzlun hans væri staðgreiðsluverzlun, en hann var óragur við að lána, er hann vissi, að viðskiptavinum var fé- skylft. Þess má geta, að á kreppuár- unum reyndist mörgum fjölskyldum einkar erfitt að fata sig. Kvað svo rammt að því, að dæmi eru þess, að vermenn sóttu um fatastyrk til sveit- arstjórnar, svo að þeir kæmust suður til róðra. Þótti þá mörgum fatasnauð- um gott að leita til Haraldar. Hann dubbaði margan vermanninn upp, þótt greiðslu væri vant.“ Friðaður kaupmaður Verslun H. Júlíussonar er enn á sín- um stað við Aðalgötuna og líkast til með allra elstu starfandi krambúðum eða nýlenduvöruverslunum landsins, þar sem vörurnar eru að mestu leyti afgreiddar yfir búðarborðið. Bjarni tók við rekstrinum árið 1959 og hefur á þeirri hálfu öld sem síðan er liðin tek- ist að halda uppi merki föður síns hvað lipurð í viðskiptum og greiðasemi við náungann varðar. Gagnkvæmt traust hefur ríkt í viðskiptunum og jafnan verið hægt að taka út vörur í versl- uninni út á reikning, þó minna sé um slíkt nú til dags. Litlu sem engu hefur verið breytt í versluninni, vöruúrvalið er mikið og fjölbreytt og innréttingarnar nánast þær sömu og þegar Bjarni tók við. Þar má nefna skúffur, sem höfðu áður að geyma mjölvörur, og tvær vogir. Sú eldri er frá árinu 1919, með merki Danakonungs, en sú yngri er enn í notkun, árgerð 1941. Því kom það fáum á óvart að Byggðasafn Skagfirðinga tók upp samstarf við verslunina fyrir sex árum um að varðveita hverfandi viðskipta- og verslunarhætti 20. aldar í Skaga- firði. Enda segja gárungarnir á Króknum að Bjarni sé líkast til eini nú- lifandi kaupmaður landsins sem hefur verið friðaður! Með ólæknandi bíladellu Verslunin var ekki aðeins vett- vangur innkaupa á matvörum og fatn- aði, heldur einnig nokkurs konar um- ferðarmiðstöð. Upp úr 1930 tók Haraldur að sér afgreiðslu fyrir far- þegaflutninga milli Akureyrar og Borgarness fyrir Bifreiðastöð Ak- ureyrar, BSA, sem var með áætl- unarferðir á þeirri leið og sá um far- þegaflutninga milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Síðar stofnaði Haraldur Bifreiðastöð Skagafjarðar, í samstarfi við Sigurð Björnsson, og var stöðin með tvo áætlunarbíla og tvo leigubíla um tíma. Fékkst sérleyfi fyrir farþega- flutningum milli Varmahlíðar, Sauð- árkróks, Haganesvíkur og þaðan til Siglufjarðar með bátum, eða þar til vegurinn um Siglufjarðarskarðið var opnaður 1946. Einnig þjónaði versl- unin flóabátnum Drangi sem sá um vöruflutninga á eyfirskar og skagfirsk- ar hafnir. Sjálfur segir Bjarni að ólæknandi bíladella hafi orðið til þess að hann fór ekki að skipta sér af verslunarrekstr- inum fyrr en að verða þrítugur að aldri. „Ég á að hafa verið byrjaður að aka bíl átta ára, er ég greip í bíl hjá Árna Rögnvaldssyni. Það er æði snemmt en ég er ekki frá því að þetta sé rétt, þegar ég hugsa til baka,“ segir Bjarni brosandi í upphafi spjalls okkar á kontórnum inn af búðinni. Þar hefur fáu verið breytt gegnum tíðina, enga tölvu að sjá eða annan nútíma skrif- stofubúnað, aðeins forláta ritvél og reiknivél af gamla skólanum. Árið 1948 tók Bjarni bílpróf og fékk í afmælisgjöf frá foreldrunum Int- ernational vörubíl með vélsturtu, sem hann vann á í vegagerð um nokkurra ára skreið. Á árunum 1950 til 1954 ók hann rútum fyrir Norðurleið á milli Akureyrar og Reykjavíkur og 1954 stofnaði hann eigið fyrirtæki, Vöru- flutninga Bjarna Haraldssonar, sem sinnti flutningum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Það var ekki sjálf- gefið að fá sérleyfi til flutninga á þeim tíma, það var hálfgert happdrætti,“ segir Bjarni en þetta fyrirtæki rak hann samhliða versluninni allt til árs- ins 2001. Hann hélt eftir litlum flutn- ingabíl sem hann tekur ennþá í. „Ég stelst annað slagið til að aka suður á bílnum, mér til gamans, og einnig hér  VERSLUN HARALDAR JÚLÍUSSONAR Á SAUÐÁRKRÓKI FAGNAR 90 ÁRA AFMÆLINU UM NÆSTU HELGI  OPIÐ Á MEÐAN EINHVER VILL LÍTA VIÐ, SEGIR BJARNI HARALDS- SON KAUPMAÐUR  KRAMBÚÐIN HANS HEFUR VERIÐ VIÐURKENND AF BYGGÐASAFNI SKAGFIRÐINGA SEM MINNISVARÐI UM HVERFANDI VIÐSKIPTAHÆTTI Við vigtina Bjarni Haraldsson hefur staðið vaktina í níræðri krambúðinni í 50 ár. Umboðsmaðurinn Verslun Haraldar Júlíussonar hefur verið með umboð fyrir Olís og þar áður BP frá 1930. Mynd af Óla heitnum í Olís er á kontórnum. 28 Verslun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Fjölmargir hafa unnið í Verslun Haraldar Júl- íussonar gegnum tíðina við afgreiðslustörf og sem „byssuguttar“, eins og þeir voru nefndir forðum sem dældu bensíni á bílana. Meðal þeirra eru Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dóttursonur Haraldar, og Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur var um tíma á þingi líkt og Einar og í gamansömum tóni hefur verið talað um að þeir feðgar, Haraldur og Bjarni, hafi gert tvo byssugutta að þing- mönnum. Báðir minnast þeir starfans í versluninni með hlýhug og eru stoltir af því að hafa verið hluti af merkri sögu hennar. „Þetta var mikið ævintýri. Verslunin var eins og undraheimur, rúturnar stoppuðu fyrir utan, Bjarni frændi gerði út flutningabíla, og þeir feðgar, afi og Bjarni, önnuðust olíuafgreiðsluna fyrir BP, sem nú heitir Olís. Svo seldi afi Deutz-traktora um allan Skaga- fjörð. Það voru því mikil umsvif á þessum tíma og gaman að fá að hrærast í þessu öllu. Stundum fengum við bræðurnir far með olíu- bílnum fram í sveit, eða upp á Hveravelli, sátum aftur í kassanum á flutningabílnum þegar Bjarni var að sækja eða losa vörur, sent- umst suður í pósthús, eða í bankann, afgreiddum bensín og þótt- umst vera búðarmenn í versluninni hjá afa,“ segir Einar. Hann seg- ist hafa fljótt tekið eftir því að Bjarni var vinmargur og menn sóttust eftir félagsskap hans. Margt hafi örugglega ráðið því en ekki síst sögurnar sem renna upp úr honum, græskulausar gam- ansögur sem fyrir löngu hafa gert Bjarna ódauðlegan. „Þetta var dásamlegur tími og lærdómsríkur. Þarna voru manni innprentaðir góðir siðir, sem hafa komið að gagni á lífsleiðinni. Þarna var manni líka innprentað að bera virðingu fyrir vinnunni. GERÐI „BYSSUGUTTA“ AÐ Ungur bílstjóri Einar K. Guðfinnsson tveggja ára við flutningabíl frænda síns, Bjarna Haraldssonar. Einar K. Guðfinnsson Vilhjálmur Egilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.