Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 enta, 1965-1967, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1973-1977, í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1969- 1977 og 1981-1999. Hann var varafor- maður Sjálfstæðisflokksins 1981-1989 og 1991-1999. Hann starfaði lengi í skátahreyfingunni og er félagi í Knatt- spyrnufélaginu Val. Eiginkona hans er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra og eiga þau saman dótturina Sigríði Fransisku. Hann á þrjár dætur með fyrri konu sinni, Áslaugu Maríu (f. 1969), Gabríelu Krist- ínu (f. 1971) og Helgu Guðrúnu (f. 1981), og eignaðist tvo syni áður, Stefán Bald- vin (f. 1963) og Halldór (f. 1967). Þá á hann tvo stjúpsyni, Jóakim H. Reynisson (f. 1961), sonur Helgu Jóakimsdóttur, og Ragnar Hjálmarsson (f. 1978), sonur Sigríðar Dúnu. Samtals eru barnabörnin 15 og barnabarnabörnin tvö. Friðrik: „Á sömu stundu og Áslaug kom í heiminn fyrir tæplega 40 árum stigu Bandaríkjamenn fyrstir manna fæti á tunglið og því var hún kölluð Luna á fæðingarheimilinu. Frá fyrsta degi var hún mjög róleg og yfirveguð og virtist búa yfir miklu jafnaðargeði. Þannig er hún enn og það einkennir hana að hún sýnir ætíð mikla þol- inmæði. Hún og Gabríela, systir hennar, hafa alltaf verið mjög samrýndar enda aðeins tvö ár á milli þeirra. Þeg- ar Áslaug lærði að lesa las hún strax mjög mikið. Einhverju sinni fengu þær veggkort af fuglum Íslands og þá orti Áslaug vísu en Gabríela sagði mér einhvern tíma að í æsku hefði hún öfundað Áslaugu af því að vera skáld. En vísan er svona: Heill og sæll, lóuþræll. Þú ert líkur spóa. Ég veit að þú ert vaðfugl hér í ísköldum flóa. Þegar Gabríela lærði svo að lesa sá hún að vísan var samin úr upplýs- ingum á kortinu. Systurnar voru oft í Hnífsdal á sumrin hjá skyldfólki sínu í móð- urætt og á unglingsárunum unnu þær þar í fiski. Þessi vinna mótaði unglingsárin. Áslaug var líka í sveit í Steingrímsfirði og þar var harla lítið um aðrar skepnur en kindur. Þess vegna hafði hún með sér naggrís, sem hún átti, og búr og þótti sveita- fólkinu það undarlegt, en hún færði búrið reglulega á hlaðinu svo hann fengi örugglega nóg gras að éta. Dýr- in hafa fylgt henni síðan og hún er til dæmis með villikött, sem hún tók að sér, þegar hún bjó við Ingólfsstræti. Hann týndist en kom síðar í leitirnar og unir sér vel hjá henni á Skóla- vörðustígnum enda hefur hún alltaf haft gaman af dýrum. Áslaug er líka mjög vinaföst. Hún hefur til dæmis alltaf haldið tengslum við vinahópinn frá því við bjuggum á Öldugötunni og á trausta vini sem hún kynntist þegar við bjuggum í Smáíbúðahverfinu.“ Staðfesta „Áslaug vill ná sínu fram en gerir það ekki með neinum látum og snemma sýndi hún mikla staðfestu í ákvörðunum sínum. Þegar hún var átta eða níu ára sagðist hún hafa ákveðið að læra á píanó. Nokkrum árum áður hafði eldri bróðir hennar, Jóakim, byrjað að læra á hljóðfæri og mér féll það vel að hann lærði á munnhörpu enda er hún miklu um- fangsminna hljóðfæri en píanó. En það var ekki nokkur leið að hreyfa við Áslaugu. Munnharpa kom ekki til greina og þaðan af síður blokkflauta. Hún hafði talað við píanókennarann áður en hún ræddi málið við foreldr- ana og sagðist ætla að læra á píanó. Fyrir vikið urðum við að kaupa píanó og hún hélt áfram píanónámi í mörg ár. Áslaug er afskaplega róleg. Hún á sérstaklega auðvelt með að sinna mörgum viðfangsefnum í einu, hafa mörg járn í eldinum, og ekki hvað síst felst styrkur hennar í því. Þegar vinna þarf fyrir marga er það kostur að geta skipt úr einu verkefni í annað eins og ekkert sé og það vefst ekki fyrir Áslaugu. Það virðist ekki hafa mikil áhrif á Áslaugu þótt ekki sé allt í röð og reglu í kringum hana. Hún er ákaf- lega skilningsrík og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún sýnir frumkvæði, kjark og áræði sem sést best á því að með vinkonum sínum stofnaði hún fyrirtæki í einkageir- anum. Það eru ekki mjög margar konur sem gera það og síst háskóla- konur, því það virðist oft vera þannig að þeim mun lengur sem fólk er í skóla því meiri líkur eru á því að vinnuvettvangurinn sé hjá hinu op- inbera. Mér finnst það sérstaklega aðdáunarvert þegar konur ákveða með þessum hætti að standa á eigin fótum. Ég held að einkarekstur eigi vel við hana enda er hún sérlega dug- leg og með báða fætur á jörðinni. Við höfum verið svolítið saman í veiðiskap og hún hefur gaman af því. Guðrún Kristmundsdóttir, mágkona mín, tók hana í tíma og mér sýnist Ás- laug vera lagin laxveiðikona. Henni finnst líka gaman að ferðast og hún gengur á Esjuna af og til til þess að halda sér í formi og til þess að slaka á. Hún er því ekki keppnismanneskja í þeim skilningi að hún geri hlutina með miklum látum, en hún heldur þétt á sínu, er staðföst og gefur ekk- ert eftir þegar því er að skipta. Hafi Áslaug fengið eitthvað í arf frá mér er það líklega gráglettni og stríðni, sem berst með húnvetnskum genum og fellur fólki misvel í geð.“ Sköpunargáfa og stjórnmál „Þegar Áslaug og Gabríela voru litlar voru þær oft með brúðuleikhús, bæði fyrir fjölskylduna og nágrann- ana. Þær voru báðar gæddar ágætri sköpunargáfu til þess að búa til leikrit og sýna með tilheyrandi tilburðum. Gabríela var uppátækjasamari og ég man sérstaklega eftir því þegar hún og Höskuldur Kári Schram, vinur þeirra, máluðu háaloftið á Öldugöt- unni með grænni málningu og sykri og mjólk í bland. Það málverk er ekki það vinsælasta sem ég hef átt við um ævina enda var það meira en að segja það að ná þessari kornóttu málningu af timbrinu. Hlutverk Ás- laugar var að stilla til friðar, þegar ég lét í ljós skoðun mína á þessari ótímabæru „innsetningu“ listamann- anna. Stjórnmálaþátttaka Áslaugar er hvorki mér að kenna né þakka. Ég hef aldrei troðið stjórnmálaskoð- unum ofan í krakkana mína en það hefur glatt mitt hjarta þegar ég hef séð þá flesta hafa trú á grundvall- arstefnu Sjálfstæðisflokksins. Þegar Áslaug var orðin fullorðin tók hún upp á því að fara að skipta sér af stjórnmálum og gerði það alveg án þess að ég hefði milligöngu þar um. Ég held að hún eigi fullt erindi á þessum vettvangi. Áhuginn er mikill og mér sýnist árangur hennar vera ágætur á þessu sviði sem öðrum. Áslaug er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Í því sambandi langar mig til að rifja upp að eitt sinn þegar hún var lítil kom hún heim eftir að hafa verið hjá ömmu sinnu og alnöfnu. Meðferðis hafði hún forláta stein. Þegar hún var spurð hvar hún hefði fengið steininn, svaraði hún því til að María mey hefði gefið sér hann. Við ef- uðumst um að svo gæti verið, en hún staðhæfði aftur og aftur að hún hefði hitt Maríu mey á spítalanum og hún hefði gefið sér steininn. Þegar ég spurði ömmuna nánar út í þetta kom í ljós að þær höfðu heimsótt Maríu Maack á sjúkrahús og hún hafði gefið stelpunni steininn. María var lands- þekkt kona og sá um rekstur farsótt- arhússins. Hún var innsti koppur hjá „íhaldinu“ og formaður Hvatar í mörg ár. Mér finnst ekkert skrýtið að barnið skyldi rugla þeim saman Maríu mey og Maríu Maack, en ég velti því stundum fyrir mér í ljósi þess að Áslaug er núverandi formað- ur Hvatar, hvort María hafi séð það fyrir, þegar hún gaf þeirri litlu stein- inn.“ Gráglettin og stríðin Taktu flugið! A-hluti samkeppninnar er ætlaður fagfólki og öðrum sem uppfylla tiltekin skilyrði og er í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. B-hluti samkeppninnar er ætlaður almenningi án nokkurra skilyrða um efni, form eða framsetningu hugmynda. Farið nú á flug og skilið okkur hugmyndum í skrifuðum texta, með teikningu, ljósmynd eða jafnvel í ljóði ef svo ber undir! Aðalatriðið er að láta hugann reika þannig að Gamla höfnin fái að njóta þess. • Heildarverðlaun verða fjórtán milljónir króna, þar af tvær milljónir króna fyrir hugmyndir almennings í B-hluta samkeppninnar. • Samkeppnislýsingu má nálgast á faxafloahafnir.is og á ai.is. • Frestur til að skila tillögum rennur út 6. október 2009. • Dómnefnd birtir niðurstöður sínar í lok nóvember 2009. Stjórn Faxaflóahafna sf. kallar eftir hugmyndum frá almenningi til að leggja í púkk í samkeppni sem stendur yfir um heildarskipulag Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í Reykjavík. Hugmyndaflug yfir Gömlu höfnina A T H Y G L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.