Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 14
ur, einhverja mestu niðurlægingu, sem Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur orðið fyrir.
Þessi skjöl verður að birta.“
– Hefur þú séð þessi skjöl?
„Ég veit að þessi skjöl eru til. Þau eru til í ís-
lenska stjórnkerfinu. Þau þarf að birta op-
inberlega, alveg eins og það þarf að birta
skýrslu nefndarinnar sem Trichet var formað-
ur fyrir. Henni var komið til skila í utanríkis-
ráðuneytið fyrir mörgum mánuðum og hún er
sennilega til víðar í stjórnkerfinu. Hún er
meiriháttar gagn í þessu máli, sem styður mál-
stað okkar tvímælalaust og ég botna ekkert í
því að hún skuli ekki hafa verið gerð opinber
fyrir löngu.
Það eru líka til gögn sem ég tel að ætti að
birta, þar sem kemur fram að Englandsbanki
(Bank of England) taldi ekki að Íslendingar
ættu að greiða fyrir Icesave, vegna þess að í
þeim viðskiptum hafi menn verið að taka eigin
áhættu og Englandsbanki gerði sér grein fyrir
því að engin ríkisábyrgð væri að baki þessum
innstæðum.
Landsbankinn var búinn að fullyrða við okk-
ur í Seðlabankanum í marsmánuði 2008 að
hann væri að koma Icesave í Bretlandi í dótt-
urfélag, en því miður, Landsbankinn dró svo
bara lappirnar og Fjármálaeftirlitið fylgdi því
alls ekki nægjanlega vel eftir, að þetta yrði
gert. Fulltrúar breska fjármálaráðuneytisins
sem hingað komu eftir þetta, gerðu sér fulla
grein fyrir því að það væri ekki íslensk ríkis-
ábyrgð á innstæðum Landsbankans í Bret-
landi. Það má glöggt lesa út úr fundargerðum
sem ætti að birta.“
– Davíð, þú ert í raun og veru að segja, að
ríkisstjórnin sé að reyna að fá Alþingi til þess
að skuldbinda þjóðina til að lofa jafnvel að
greiða 500 til 1.000 milljarða króna vegna Ice-
save, án þess að okkur beri nokkur lagaleg
skylda til þess. Er þetta ekki réttur skiln-
ingur?
„Það er verið að lýsa því yfir, án nokkurrar
heimildar og Jóhanna Sigurðardóttir gerði það
m.a. á Austurvelli í gær, eins sorglegt og það
nú er, að við séum skuldbundin vegna Icesave-
reikninganna. Ef eitthvað er til í því að við
séum skuldbundin, þá er bara ein ástæða fyrir
því, en það eru yfirlýsingar ráðherra eins og
þeirra Jóhönnu og Steingríms í þá veru að við
séum skuldbundin til að borga og þau eru búin
að samþykkja að við leitum ekki með ágrein-
ingsefnið til dómstóla. Það er grundvallarregla
þegar um ágreiningsefni er að ræða, að geta
leitað úrskurðar dómstóla, regla sem enginn
maður ætti nokkurn tíma að semja frá sér.“
Óviðráðanlegar skuldir
– Ef samningum verður hafnað í atkvæða-
greiðslu á Alþingi og þar af leiðandi ríkis-
ábyrgð, hvað á þá að gera, að þínu mati?
„Nú er staðan þessi að það hefur ekki verið
gefið upp hverjar heildarskuldir þjóðfélagsins
eru, en þær eru nú orðnar það háar að með-
töldum Icesave-skuldbindingunum, að þær eru
orðnar hærri heldur en ágiskanir voru um,
sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýsti yfir á
sínum tíma að væru „unsustainable“ eða óvið-
ráðanlegar fyrir Ísland.
Þegar því er haldið fram að það muni hafa
neikvæð áhrif á okkar lánskjör, ef við hlöðum
ekki á okkur Icesave-skuldum, þá er það heila-
spuni. Þegar því er haldið fram að norrænu
þjóðirnar muni ekki veita okkur lán nema við
borgum Icesave-skuldbindingarnar þá er það
ekki rétt, nema hvað varðar Svía.
Svíar hafa gengið fram í þessum málum með
algjörlega forkastanlegum hætti. Þeir hafa al-
gjörlega tekið afstöðu með Evrópusambands-
þjóðunum, Bretum, Hollendingum og Þjóð-
verjum, gegn Íslendingum og hagsmunum
þeirra. Norðmenn og Danir hafa óviljugir
gengið með. Ef almenningur í Noregi og Dan-
mörku vissi að það er verið að misnota svokall-
aða vináttu okkar með þeim hætti að skuld-
binda okkur til þess að taka á okkur
skuldabyrðar sem við getum alls ekki risið
undir, gegn því að fá lán frá þessum löndum,
þá yrði mjög mikil reiði almennings í þessum
löndum í garð eigin stjórnvalda og að sama
skapi samúð með okkur. Nú er reyndar komið
fram í fréttum, að Norðmenn segja að þeir
sem haldi því fram að lánveitingar Norðmanna
til Íslendinga séu tengdar lausn á Icesave-
deilunni, fari með ósannindi.
Svo eru einhverjir kjánar hér að segja að við
eigum endilega að reyna að komast inn í Evr-
ópusambandið á meðan Svíar eru þar í for-
svari. Svíar hafa reynst okkur fjandsamleg-
astir af öllum í þessu Icesave-máli, þannig að
með miklum ólíkindum er og ég held að við
ættum að sækja sem minnst til þeirra.“
Afstaða til Icesave ljós
– En nú skrifaðir þú sem seðlabankastjóri
undir samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
ásamt Árna Mathiesen, þáverandi fjár-
málaráðherra, þar sem Icesave var nefnt, ekki
satt?
„Það er alveg rétt. Þegar samningur er
gerður fyrir hönd ríkis við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn, þá kemur það annars vegar í hlut fjár-
málaráðherrans og hins vegar í hlut seðla-
bankastjórans að undirrita slíkan samning.
Hlutverk seðlabankastjórans með slíkri und-
irritun hefur bara með það að gera að stað-
festa að Seðlabankinn muni sinna þeim skyld-
um sem að Seðlabankanum snúa í samstarfi
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn samkvæmt
samningnum. Hlutverk Seðlabankans hefur
ekkert með það að gera að skuldbinda ríkið til
að greiða peninga. Sá þáttur er algjörlega í
höndum ríkisins, og að lokum Alþingis.
Afstaða mín til Icesave-samningsins liggur
fyrir og kemur fram í bréfi sem ég ritaði þá-
verandi forsætisráðherra, Geir. H. Haarde og
hún er óbreytt frá því það bréf var ritað.
Menn hafa notað misfagrar lýsingar til þess
að lýsa Icesave-samningnum. Landráð er eitt
þeirra orða. Landráð er afar stórt orð og
kannski óþarfi að menn séu að nota slíkt orð.
En það er grafalvarlegt að menn séu að semja
um það, vitandi vits, að þjóðin megi ekki bera
ætlaðar ofurskuldir undir dómstóla. Sér-
staklega ef hún trúir því að hún beri ekki þess-
ar skuldbindingar. Þetta eru ekki skuldbind-
ingar íslenska ríkisins, þetta eru ekki
skuldbindingar íslenskra borgara, þetta eru
skuldir Landsbankans.
Ég sagði á fundi sem við í Seðlabankanum
áttum með Halldóri J. Kristjánssyni og Sig-
urjóni Þ. Árnasyni, bankastjórum Landsbank-
ans, snemma árs 2008, þar sem þeir reifuðu
þau sjónarmið Landsbankans að ríkið bæri
ábyrgð á Icesave-skuldbindingum bankans:
Þið getið út af fyrir sig sett Björgólf Guð-
mundsson á hausinn og þið eruð sjálfsagt
komnir langleiðina með það, en þið hafið ekk-
ert leyfi til þess að setja íslensku þjóðina á
hausinn.
Á þessum fundi í Seðlabankanum var ítrek-
uð sú afstaða Seðlabankans að Landsbankinn
gæti ekki safnað peningum endalaust erlendis
og við þá söfnun skapaðist sjálfkrafa ríkis-
ábyrgð á Íslandi, ríkisábyrgð sem ekki einn
einasti alþingismaður hefði hugmynd um að
verið væri að búa til.“
Þurfa að fara dómstólaleiðina
– Hver er okkar samningsstaða að þínu
mati, ef Icesave-samningurinn verður felldur á
Alþingi?
„Vandamálið hlýtur að vera þeirra, sem vilja
sækja fjármuni til okkar. Þeir þurfa að sanna
að þeir eigi heimtingu á þeim fjármunum, þeir
þurfa að sanna að við séum skuldbundin. Ef
Bretar og Hollendingar geta sýnt fram á það
fyrir dómstólum, að við séum þeim skuldbund-
in, þá gera þeir það og sækja þar með sinn
rétt. Það þarf enga ríkisábyrgð.“
Yfirlýsingar ráðherra skaða
– Gefur þú þá ekkert fyrir staðhæfingar um
það Davíð, að við verðum eins konar Kúba
norðursins, ef samningurinn verður felldur,
enginn vilji lána okkur, enginn vilji eiga í við-
skiptum við okkur, og svo framvegis? Flækir
það ekki málin umtalsvert að íslensk stjórn-
völd hafa viðurkennt að við séum skuldbundin
Bretum og Hollendingum?
„Yfirlýsingar ákveðinna ráðherra um að við
séum skuldbundin hafa vitanlega stórskaðað
málstað okkar, en eigum við að trúa því að
þjóðir Evrópu muni ekki vilja fara að lögum í
þessum efnum? Við segjum: Við viljum borga
allar okkar skuldbindingar, en við viljum bara
vita að þær séu okkar skuldbindingar.
Ég get ekki hugsað mér að vera þekktur
fyrir að borga ekki mínar skuldbindingar. En
ef maðurinn hér í næsta húsi skuldar eitthvað
og krefst þess að ég greiði hans skuldir, þá get
ég alls ekki hugsað mér að verða við þeirri
kröfu hans. Ég færi með slíkar kröfur fyrir
dóm.
Þetta er ótrúlegt klúður sem stjórnvöld hafa
komið landinu í og við gætum stefnt hér hrað-
byri inn í einhverja eilífðar fátækt.“
Bréfið Davíð ritaði Geir H. Haarde forsætisráðherra harðort bréf 22. október 2008.
Morgunblaðið/Ómar
Klúður Davíð segir að stjórnvöld hafi komið þjóðinni í ótrúlegt klúður og að við gætum stefnt hér hraðbyri inn í einhverja eilífðar fátækt.
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009
Davíð spyr hvernig stjórnvöld ætli að bregð-
ast við að sjö árum liðnum. „Ef það er mein-
ingin að gera okkur að eilífðar fátæklingum
og stappa svo í okkur stálinu á sama tíma og
reyna að telja kjark í fólk, með því að segja að
við þurfum ekki að borga neitt af Icesave-
skuldbindingum næstu sjö árin, þá er það
auðvitað engin huggun harmi gegn.
Tökum dæmi: Strax um mánaðamótin jan-
úar febrúar var tilkynnt um að hér yrði að
skera niður ríkisútgjöld um 20 milljarða króna
á þessu ári. Jóhanna og Steingrímur sátu svo
í tæplega hálft ár og tilkynntu svo aftur að
það þyrfti að skera niður um 20 milljarða
króna. Vitanlega skáru þau lítið sem ekkert
niður, heldur réðust í skattahækkanir, sem
vitanlega hækkar skuldir allra, hækkar vísitöl-
una og er okkur mjög dýrt.
Þessir tuttugu milljarðar króna, sem hefur
tekið allan þennan tíma að ákveða hvernig
verður aflað, eru bara helmingurinn af vöxt-
unum sem hlaðast upp á einu ári vegna Ice-
save-skuldbindinganna.
Þetta eru einhver hryllilegustu mistök í
samningsgerð sem hafa verið gerð frá því árið
1262. Ég ætla ekki að nota orðið landráð.“
Hryllilegustu mistök frá 1262
Davíð vitnaði í bókina Forsætisráðherrar Ís-
lands, þar sem Sigurður Líndal prófessor ritar
kaflann um Jón Magnússon, sem sumir sögðu
að hefði ekki verið mikill skörungur:
„Sveinn Björnsson segir frá viðræðum Jóns
Magnússonar í Kaupmannahöfn við sendi-
herra Svía um ullarmálið... Fóru þær vinsam-
lega fram. Allt í einu stendur Jón Magnússon
upp, slær í borðið og segir: „Það þýðir ekki að
halda þessum viðræðum áfram. Íslenzka
stjórnin hefur ekki skyldur til að greiða ullar-
eigendum neitt. Á meðan ég er í stjórninni
skal ég sjá um að þeir fái aldrei grænan eyri.“
Þetta kom sýnilega flatt upp á sendiherr-
ann og viðræðunum lauk rétt á eftir. Svíar
fengu aldrei eyri samkvæmt úrskurði gerð-
ardóms sem skipaður var til að leysa úr deil-
unni.“
Davíð segir: „Þarna héldu menn öðru vísi á
málum, heldur en nú er gert í Icesave-málum.
Það væri nú munur ef einhver töggur væri í ís-
lenskum stjórnvöldum.“
Fengu aldrei grænan eyri