Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009
’
Það er sannfæring mín
að þegar farið hefur
verið yfir þessi gögn
muni það sýna að rík-
isstjórninni var nauð-
urgur einn kostur að
gera þessa samninga.
Það var ekki hægt að
víkjast undan því.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna.
Við höfum ekki efni á að láta íslenska
áhugamenn semja við erlenda atvinnu-
menn.
Jón Daníelsson, prófessor við London
School of Economies, telur íslensku Ice-
save-samninganefndina hafa gert af-
drifarík mistök.
Ef Alþingi fer að ráðum Jóns [Daníels-
sonar] og fellir samninginn er gott fyrir
nýja samninganefnd í málinu að vita í
hvaða hús á að leita sérfræðilegrar ráð-
gjafar.
Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og
aðstoðarmaður fjármálaráðherra, í grein í
Morgunblaðinu.
Það má fullyrða að milljarðarnir ellefu
sem fengust fyrir Landsbankann hafi
verið dýrustu milljarðar Íslandssög-
unnar.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra.
Bankahrunið hér er stærra en Enron-
málið, sem árið 2001 var stærsta gjald-
þrotið í sögu Bandaríkjanna.
Helge Skogseth Berg, norskur sérfræð-
ingur, sem Eva Joly, ráðgjafi sérstaks sak-
sóknara í rannsókn á bankahruninu, hefur
fengið til aðstoðar við rannsóknina.
Það er ekkert sem hræðir leikara meira
en að einhver verði betri en hann – og
að hann gleymist.
Benedikt Erlingsson leikari.
Við drekkum meira en á tíunda áratugn-
um, þó að þá hafi tímarnir verið erfiðir.
Við verðum að koma upp áætlun í skref-
um og taka á þessu.
Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands.
Verður bráðum enginn Gvuðmundur til í
mæltu máli, heldur eintómir Guðmund-
ar? Guð gefi að svo verði ekki.
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og rit-
höfundur, í grein í Morgunblaðinu um
framburð í fjölmiðlum.
Ég ætla rétt að vona að ég sé ekki búinn
að smíða mitt síðasta úr.
Róbert F. Michelsen útskrifaðist úr einum
frægasta úrsmíðaskóla heims, WOSTEP í
Sviss, þar sem lokaverkefni hans var að
smíða vasaúr.
Við vildum gjarnan sjá fleiri svona verk-
efni og vonum að þetta skapi fordæmi
því hér er bæði ódýrt og gott vinnuafl
sem vill verkefni.
Jónas Ingi Ragnarsson, formaður Afstöðu,
félags fanga, en fangar á Litla Hrauni
fengu það verkefni að skanna og skrásetja
myndir fyrir Ljósmyndasafn Siglufjarðar.
Á meðan augu heimsins beinast að
átökunum á götum Írans að degi til
gera Basij-sveitirnar hrottalegar árásir
á heimili fólks á næturnar.
Sarah Leah Whitson, yfirmaður mann-
úðarsamtakanna Human Rights Watch í
Mið-Austurlöndum.
Vonandi verður klefinn þinn líkkista.
Eitt fórnarlamba bandaríska fjársvikarans
Bernards Madoffs þegar hann var dæmdur
í 150 ára fangelsi.
En málið er að þú veist ekki hvort þú ert
fíkill fyrr en þú prófar. Er það þess virði?
Stefanía Sigurðardóttir, talsmaður Styrkt-
arsjóðs Susie Rutar.
Ég er eiginlega loksins orðinn vel staðl-
aður í þessu rokki, finnst mér, og fæ að
gera hluti sem ég vil.
Eiríkur Hauksson tónlistarmaður.
Vandinn er þá sá að menn [endurskoð-
endur] freistast til þess að horfa
framhjá einhverju eða skrifa upp á eitt-
hvað til þess að halda viðskiptavinum.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, en
sumir endurskoðendur virðast hafa verið
undir þrýstingi frá stjórnum og fram-
kvæmdastjórum um að leggja blessun sína
yfir tiltekna viðskiptahætti.
Ég las um þetta miðnæturmót í golf-
tímariti fyrir fimm árum og var strax
staðráðin í að hingað yrði ég að koma.
Charlotte England frá Kanada, 88 ára, elsti
keppandinn á Arctic Open-golfmótinu á
Akureyri.
Kjörnir forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins síðustu fjölmörg ár: Þér hafið
brugðist vonum vorum.
Grétar H. Óskarsson, verkfræðingur og
flokksbundinn sjálfstæðismaður í hálfa
öld, í grein í Morgunblaðinu.
„Mömmu fannst þetta uppátæki svo
sniðugt að hún skellihló og ýtti mér
þarna um í hjólastólnum hennar.“
Torfi Einarsson, en móðir hans, Torfhildur
Torfadóttir, 105 ára, ýtti honum í „kerru“.
um götur Ísafjarðar.
Ummæli
Reuters
Svikahrappur Teikning úr réttarsalnum í dómshúsinu í New York þegar
fjársvikarinn Bernard Madoff hlýtti á niðurstöðu dómarans, en hann hlaut
hæsta mögulega dóm fyrir svik sem metin eru á 65 milljarða Bandaríkjadala.
>Þú finnur ítarlegar
upplýsingar á
www.tr.is
>Þjónustufulltrúar í
síma 560 4400 og
800 6044 (grænt nr.)
>Sendu okkur
fyrirspurn á
netfangið tr@tr.is
>Netsamtal – beint
samband í gegnum
www.tr.is
>Umboðsmenn TR
á landsbyggðinni
veita upplýsingar
>Tryggur.is
þjónustuvefur
Tryggingastofnunar
Veldu þá leið sem hentar best – fyrir þig!Hafðu samband Ný þjónusta
Við breytingar á lögum nr. 70/2009 um almanna-
tryggingar var leiðarljós stjórnvalda að vernda hag
tekjulægstu lífeyrisþeganna. Samkvæmt því helst
óbreytt sérstök uppbót til framfærslu, sem sett var
með reglugerð á síðasta ári.
Helstu breytingar eru:
Nýjar greiðsluáætlanir
Greiðsluáætlanir eru aðgengilegar á þjónustuvefnum tryggur.is. Í lok júlí, að loknu uppgjöri 2008,
verður send út ný greiðsluáætlun ásamt uppgjörsbréfi.
Mikilvægt er að tekjuáætlanir lífeyrisþega sem Tryggingastofnun miðar útreikninga lífeyris við séu
vandaðar. Starfsfólk Tryggingastofnunar og umboða um allt land aðstoðar gjarnan við endurskoðun
og gerð tekjuáætlunar. Með vandaðri tekjuáætlun er hægt að koma í veg fyrir ofgreiðslur eða
vangreiðslur sem þarf að leiðrétta síðar.
Öll rafræn þjónusta er á www.tryggur.is og nánari upplýsingar eru á www.tr.is.
Upplýsingar og ráðgjöf má fá í þjónustumiðstöð,
Laugavegi 114 í Reykjavík og umboðum hjá
sýslumönnum um allt land.
Ellilífeyrisþegar
Frítekjumark á atvinnutekjur•
ellilífeyrisþega við útreikning
tekjutryggingar lækkar og verður
40.000 kr. á mánuði.
Tekið er upp nýtt frítekjumark á•
lífeyrissjóðstekjur við útreikning
tekjutryggingar, 10.000 kr. á mánuði.
Heimild til að velja á milli frítekjumarks•
og þess að telja 60% af atvinnutekjum
til tekna við útreikning tekjutryggingar
er afnumin.
Lífeyrissjóðstekjur hafa nú áhrif á•
útreikning grunnlífeyris. Frítekjumark
er 214.602 kr. á mánuði.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar•
hækkar úr 38,35% í 45%.
Örorkulífeyrisþegar
Aldurstengd örorkuuppbót skerðist•
vegna tekna.
Heimild til að velja á milli frítekjumarks•
og þess að telja 60% af atvinnutekjum
til tekna við útreikning tekjutryggingar
er afnumin.
Lífeyrissjóðstekjur hafa nú áhrif á•
útreikning grunnlífeyris. Frítekjumark
er 214.602 kr. á mánuði.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar•
hækkar úr 38,35% í 45%.
Breytingar á lögum
um almannatryggingar sem tóku gildi 1. júlí sl.
@
Fréttir
á SMS