Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson                          ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞURÍÐUR HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit, lést á Kristnesspítala fimmtudaginn 2. júlí. Kristján Baldursson, Þórey Eyþórsdóttir, Benjamín Baldursson, Hulda M. Jónsdóttir, Guðrún Baldursdóttir, Ingvar Þóroddsson, Snorri Baldursson, Fanney Baldursdóttir, Björn Rögnvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku besta amma mín, sökn- uðurinn er mikill að missa svona góða ömmu eins og þú varst mér. Vil ég þakka þér fyrir þá góðu tíma sem við áttum saman. Efst í huga mínum er þegar ég var að læra hárgreiðslu, þá komstu alltaf einu sinni í viku ef ekki tvisvar niður í skóla til að leyfa mér að æfa mig á þér. Alltaf komstu, sama hvernig viðraði, það var alltaf hægt að treysta á þig, elsku amma, þú varst alltaf komin fyrr en þú áttir að koma því að þú vildir að allir mættu á réttum tíma. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ég mun sakna þín mikið. Hvíli í friði. Kristín Sif. Elsku amma mín, núna ertu far- in. Eftir þessa erfiðu baráttu ertu komin aftur til afa. Þú ert nú á betri stað, ég veit það vel, en samt er það svo sárt að þú sért farin. Ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur að eilífu. Ég elska þig, amma mín, og sakna þín. Hvíldu í friði. Kveðja, Ragna Klara Björnsdóttir ✝ Ragna KlaraBjörnsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 31. maí 1924. Hún andaðist á Vífilsstöðum 19. júní sl. og var jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík 30. júní. Guðrún María. Elsku amma mín. Nú ertu búin að fá hvíldina góðu og hitta afa og mína yndislegu mömmu. Þú varst kjarnakona, svo sterk, dugleg, ákveð- in og sjálfstæð enda valdir þú 19. júní, kvenréttindadaginn, til þess að kveðja. Það var alltaf svo gott að leita ráða hjá þér því þú sagðir alltaf það sem þér fannst og varst hrein og bein, maður gat alltaf treyst því sem þú sagðir. Margar af mínum bestu æsku- minningum eru um þig og afa, þar sem ég varði öllum mínum fríum og eru það mér algjörlega ógleym- anlegir tímar. Mér fannst svo gam- an að vera hjá ykkur, þar var mað- ur svo velkominn og ég gleymi aldrei þegar afi bjó til búð fyrir mig í geymslunni og þú passaðir alltaf að allt væri til og helst þrennt af öllu, svo komuð þið til mín að versla; takk fyrir þetta amma mín, þetta var yndislegur tími. Það var alltaf gestkvæmt hjá ykkur afa á sunnudögum, þá varst þú með kaffi og kökur, þar sem all- ir voru velkomnir og var þá oft mikil gleði þegar börnin ykkar fjögur og öll barnabörnin voru samankomin. Það var þér erfiður tími fyrir fimm árum þegar þú misstir mömmu mína en þú varst svo dug- leg amma mín, stóðst við hliðina á henni eins og klettur og ég veit hvað þetta var þér erfiður tími, þetta lýsir þér svo vel, svo traust og trú og stóðst við bakið á þeim sem þú elskaðir, þannig þekkti ég þig. Þú mættir alltaf til Bjargar á hverjum virkum morgni klukkan níu að hjálpa henni að passa, það bjargaði lífi þínu, það sagðir þú mér, að vakna og gera eitthvað og veit ég að það var bæði henni og þér mikils virði. Þú komst alltaf í lagningu einu sinni í viku og lit á fjögurra vikna fresti, þetta merktir þú inn á daga- talið þitt og varst alltaf með það á hreinu. Það var yndislegt að fá þig. Við drukkum kaffi og ræddum mál- in um allt á milli himins og jarðar. Þú varst alltaf svo fín og vel til höfð og það var yndislegt að hitta þig og er ég þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman. Nú er ég búin að missa tvær kjarnorkukonur úr lífi mínu sem hafa leiðbeint mér í gegnum lífið og hefði ég ekki getað orðið heppn- ari með fyrirmyndir. Elsku amma, takk fyrir öll árin fjörutíu og þrjú sem ég átti þig að og allar okkar yndislegu stundir sem ég geymi nú í hjarta mínu og eru þær margar og fallegar. Allir sem þig þekktu vita hvað þú pass- aðir vel upp á að öllum liði vel og að allir fengju heimsóknir, bæði ættingjar og vinir. Það var þér mikið kappsmál að hugsa vel um leiðin hjá þínum nánustu og það kenndir þú okkur, og gerðir með mikilli prýði, kenndir okkur hvern- ig ætti að setja niður blómin svo leiðin yrðu sem fallegust, þetta skipti þig svo miklu máli. Þú varst svo falleg kona bæði að utan og innan, amma mín. Ég elska þig og á eftir að sakna þín mikið. Ég bið að heilsa engl- unum okkar á fallega staðnum. Elsku Sæja, Kalli, Björg og Halldór, guð gefi ykkur styrk í dag og faðmi ykkur í sorginni. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Sigrún Ragna Skúladóttir. Elsku amma. Nú ert þú horfin á braut og laus við þau erfiðu veik- indi sem þú hefur verið að kljást við undanfarna mánuði. Þegar við hugsum til baka minn- umst við þín sem unglegrar, huggulegrar, drífandi, duglegrar og hreinskilinnar konu. Ávallt var gaman að hitta þig og sterkar minningar eigum við um þig frá því á Nýbýlaveginum þegar mamma gekk með okkur frá Breiðholtinu með tvíburana í vagninum og stelp- urnar þrjár í eftirdragi. Þar um- turnuðum við búrinu því það var búðin okkar og við afgreiddum hvort annað með þeim matvælum sem þú áttir til, endalaus var þol- inmæði þín til þessara verka okkar. Veitingarnar voru ekki af skornum skammti þegar fólk sótti þig heim, enda margar leyniuppskriftir til í fjölskyldunni. Alla tíð varstu heilsuhraust og sjálfbjarga kona, fórst í leikhúsið, ferðaðist til út- landa, ræktaðir samband við vin- konur þínar, bræður þína, börnin þín og barnabörn. Ásamt því að hugsa vel um þá sem í kringum þig voru, gleymdir þú aldrei þeim sem kvöddu þennan heim og sást til þess að hugsað var vel um leiði þeirra í krikjugörðunum. Ekki má gleyma því að þú varst dóttur þinni, Þorbjörgu, mikil aðstoð í dagmæðrahlutverkinu alveg fram að veikindum þínum. Þó erfitt sé að kveðja þig þá vitum við að nú líður þér vel hjá Óla afa og mömmu og án efa hafa verið miklir fagn- aðarfundir þegar þú komst til þeirra. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér allar þær góðu stundir sem þú áttir með okkur. Ragnhildur, Anna María, Óskar Dan, Ólaf- ur Guðbjörn og fjöl- skyldur. Ég man ekki eftir mér í æsku án þess að Ragna komi þar inn í myndina. Hún var ráðskona á æskuheimili mínu og tók ríkan þátt í uppeldi mínu. Í minningunum rumska ég alltaf af nætursvefni þegar Ragna kemur í húsið snemma morguns og ég veit að þá er tími til kominn að fara á fæt- ur … alla vega kominn tími til að hugsa um að fara á fætur. Og síðan að fá sér morgunmat með foreldr- um mínum og Rögnu – mínum helstu uppalendum – áður en farið var í skólann. Síðan skildu leiðir í nokkra tíma og í hádegishléinu hentist maður heim til að hitta Rögnu og foreldrana og til að borða hádegismatinn sem hún hafði eldað handa okkur milli þess sem hún gerði heimilið spikk og span. Eftir á að hyggja var þetta góður grunnur að byggja á, að hafa átt þessar föstu stundir, hvern ein- asta virka dag fyrstu 2 áratugina eða svo, og mér líður vel þegar ég rifja þetta upp núna, þegar Ragna hefur hlotið hvíldina eftir langan slag að berjast við krabbameinið sem hafði að lokum betur. Eftir að hafa flutt að heiman og hoppað á hringekju lífsins bæði heima á Íslandi og annarsstaðar í heiminum minnkaði sambandið við Rögnu, en ávallt bjó ég að því að hafa átt þetta nána samband við hana. Stundum þegar ruslið og óreiðan var að bera mann ofurliði eftir að sjálfstæðið tók við, þurfti ég að taka mér tak og þá ímyndaði maður sér bara hvernig Ragna hefði farið að þessu – þá tók þetta ekki nokkra stund og húsið leit út eins og í kennslubók í heimilis- fræðum! Í haust flutti ég aftur úr landi og í einni af ferðum mínum milli Ís- lands og Bandaríkjanna frétti ég hvernig veikindi Rögnu höfðu þróast. Ég skrapp í heimsókn á Vífilsstaði þar sem hún lá og settist hjá henni. Hún var sofandi – en eftir smástund opnaði hún augun og sá mig sitjandi við sjúkrabeðið. Hún þekkti mig strax og var bæði hissa og ánægð að sjá mig svona óvænt. Úthaldið var ekki mikið hjá Rögnu þannig að ég kom aftur nokkrum dögum síðar og voru það fagnaðarfundir hjá okkur. En þetta var í síðasta skiptið sem mér auðn- aðist að hitta hana gömlu fóstru mína og nú hefur hún fengið hvíld- ina eftir sína baráttu við veikindin. Ég er þakklátur fyrir mjög margt í lífinu. Meðal annars er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Rögnu snemma á lífsleið- inni og fengið að njóta hennar áhrifa í uppeldi mínu. Ég er þakk- látur fyrir hennar leiðsögn í lífinu og að hafa borið gæfu til að hlusta á hana. Og ég er líka afar þakk- látur fyrir að hafa fengið að hitta hana aftur áður en yfir lauk og kveðja hana. Hvíl í friði, elsku Ragna mín. Þorkell Sigurður Harðarson. Nú kveðjum við Rögnu, kæra vinkonu okkar. Við erum afar þakklát fyrir að hafa notið um- hyggju hennar svona stóran hluta úr lífi okkar. Ljóshærð, létt á fæti, mætti hún Ragna hjá okkur á morgnana og setti heimilið í gang. Röggsöm, ná- kvæm og glaðleg lagaði hún morg- unkaffið og bankaði létt á svefn- herbergishurðina ef við vorum sein fyrir. Við spjölluðum yfir kaffinu um það sem lá fyrir og um lífið eins og það blasti við okkur þá vik- una. Í stuttu máli sagt þá sá hún um dagleg heimilisstörf. Hún sinnti yngsta drengnum okkar fyrir há- degi frá tveggja ára aldri og þar til skólaganga hófst, gaf okkur fimm í fjölskyldunni góðan hádegismat og fór frá heimilinu snyrtu og hreinu. Það var unun að koma heim eftir langan vinnudag. Já, hún Ragna var nákvæm í störfum sínum. Umhyggja, drift og flinkheit einkenndu hana. Við fund- um að hún hafði til að bera smekk- vísi sem var samtímis jarðbundin og praktísk. Hún kunni meira að segja að ráða sig í vinnu. Setti tak- mörk strax þegar við hittumst í fyrsta sinn. Vildi hafa það á hreinu hvað hún tæki að sér og hvað væri í okkar verkahring. Við skildum að þetta var mikilvægt. Þá yrði þá minni hætta á að við sprengdum hana í álagi daganna. Hún myndi standa við sitt og við standa við okkar. Hún vildi hafa allt frágengið þegar hún fór um miðjan dag, enga óvissu, allt klárt. Vissi sem er, að heimilisstörfin eru endalaus og líka að hægt væri að komast yfir margt, væri umfangið á hreinu. Þetta fór eftir. Ragna var 47 ára þegar hún réð sig til okkar Harðar, Ólafur maður hennar var orðinn heilsutæpur og hún vildi leggja sitt af mörkum í heimilishaldi þeirra með vinnu utan heimilis. Um meira en þrjátíu ára skeið áttum við sam- leið. Síðustu árin minnkaði hún við sig og kom til okkar tvisvar í viku. Ég man mjög vel að hún talaði um hvað hún ætti gott; kæmist allra sinna ferða og gæti unnið smávegis og þætti upplyfting í því. En skömmu síðar varð hún fyrir slysi fyrir utan heimili sitt og átti í lang- vinnum veikindum upp frá því. Það hefti athafnafrelsi hennar verulega Elsku amma mín, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Ég man hvað var alltaf gaman þegar þú komst til Noregs og við biðum á flugvellinum. Þú komst alltaf með nammi og eitthvert góðgæti handa okk- ur. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt eina sanna ömmu sem gerði allt fyrir mig og allt sem ég bað um. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þinn Jón Gunnar. HINSTA KVEÐJA AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.