Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı www.reykjavik.is/fer Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar auglýsir til leigu hagabeit og hesthús í landi Víðiness á Kjalarnesi. Landið er um 63 hektarar og hesthúsið ásamt hlöðu er um 430 m2. Landið þarfnast áburðar og húsin viðhalds. Til frekari upplýsinga vísast á vefslóðina www.reykjavik.is/fer, þar er að finna samningsdrög og loftmynd. Sendið fyrirspurnir á netfangið olafur.i.halldorsson@reykjavik.is Hagabeit og hesthús Til leigu Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı www.reykjavik.is/fer Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar auglýsir til leigu húseignina Vonarstræti 4. Húsið er þrjár hæðir og kjallari, skrifstofur á 1., 2. og 3. hæð, móttaka á 1. hæð og geymslur í kjallara og risi. Staðsetning hússins býður upp á mikla möguleika. Leigutími er frá 1. september 2009. Áhugasömum er bent á vefslóðina www.reykjavik.is/fer og netfangið olafur.i.halldorsson@reykjavik.is Til leigu Vonarstræti 4 Í VOR var í fyrsta sinn ekki stuðst við niðurstöður sam- ræmdra prófa þegar nemendur voru valdir inn í framhaldsskóla. Í staðinn voru vorpróf sem samin voru í grunnskólunum sjálf- um notuð við valið. Rökin fyrir þessu nýja fyrirkomulagi voru þau að sam- ræmd próf prófuðu úr of einhæfu efni, flokkuðu nemendur einungis eftir námsárangri og orsökuðu streitu. Sagt var að samræmd próf skyggðu á allt skólastarf því eina markmið grunnskólanna væri að búa nemendur sína undir prófin. Nú þegar samræmd próf hafa verið felld niður eru nemendur sem sækja um í framhaldsskóla valdir á grundvelli ósambærilegra grunn- skólaeinkunna. Kennarar eru mis- kröfuharðir og grunnskólar ólíkir, svo fátt eitt sé nefnt, og því er mjög óréttlátt að nemendum sé mismunað með samanburði á ein- kunnum úr ólíkum prófum. Nú hef- ur einnig komið í ljós að einkunnir nemenda hafa snarlega hækkað eftir afnám samræmdu prófanna. Við teljum það sýna tilhneigingu grunnskólanna til að létta prófin svo nemendur þeirra komist frekar í þann skóla sem þeir óska. Í stað- inn fyrir samræmd próf sitjum við því uppi með óréttlátt kerfi sem grefur undan námskröfum í grunn- og framhaldsskólum landsins. Við erum sammála því að sam- ræmdu prófin hafi ekki verið full- komin. Hins vegar teljum við að lausnin sé að bæta þau en ekki gef- ast einfaldlega upp og leggja þau niður. Samræmd lokapróf eru eini sanngjarni mælikvarðinn sem hægt er að nota þegar valið er inn í framhaldsskóla og þau eru mik- ilvæg til að halda uppi sömu náms- kröfum í öllum grunnskólum lands- ins. Þann 18. mars síðastliðinn skrif- uðum við grein í Morgunblaðið þar sem varað var við afleiðingum þess að leggja niður samræmd próf. Því miður virðast þessar áhyggjur hafa verið á rökum reistar og breyting- arnar hafa nú þegar valdið mikilli reiði, bæði hjá nemendum og for- eldrum. Við skrifuðum mennta- málaráðherra bréf og skoruðum á hana að endurskoða niðurfellingu samræmdra prófa. Sú áskorun hafði engin áhrif og höfum við því stofnað hóp á Facebook. Sá hópur ber titilinn „Við viljum samræmd próf í lok 10. bekkjar“ og þar hafa nú þegar yfir 1500 manns skorað á menntamálaráðherra að endur- skoða þessa ákvörðun. Í nafni þessa hóps skorum við því á menntamálaráðherra að aft- urkalla ákvörðun sína um niðurfell- ingu samræmdra prófa. Afnám samræmdra prófa voru mistök Eftir Björn Brynjúlf Björnsson og Sindra M. Stephensen » Við teljum það sýna tilhneigingu grunnskólanna til að létta prófin svo nem- endur þeirra komist frekar í þann skóla sem þeir óska. Björn Brynjúlfur Björnsson Höfundar eru nemar. Sindri M. Stephensen AÐ GEFNU tilefni og í framhaldi af um- ræðum um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) telj- um við undirrituð, sem erum fulltrúar Holl- vinasamtaka HSS og eigum sæti í samráðs- hópi heilbrigðisráðu- neytisins, okkur bæði ljúft og skylt að gera stutta grein fyrir stöðu framtíðar HSS. Heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson fór nýjar leiðir til úrlausnar þeirra vandamála sem steðjað hafa að rekstri heilbrigðiskerfisins og valdi í samráðshópa notendur þjónustunnar, stjórnendur og fulltrúa þeirra bæj- arfélaga þar sem þjónustan er veitt, til þess að koma með tillögur að sparnaði og hagræðingu í rekstri. Hans hugmynd var að þessum að- ilum væri best treystandi til að finna leiðir til þess að unnt væri að veita við- unandi þjónustu með þeim takmörk- uðu fjárráðum sem ríkið hefur nú yfir að ráða. Fallið var frá kröfum um flat- an 10% niðurskurð sem f.v. ráðherra gerði kröfu um, en í þess stað leitað eftir samráði starfsmanna HSS um leiðir til lækkunar á kostnaði. Árangurinn varð sá að aðferðafræði ráðherrans hefur gengið eftir. Náðst hefur fram umtalsverð hagræðing og sparnaður eða um 5,2% af áætluðum útgjöldum án þess að draga úr þjón- ustu eða segja upp starfsmönnun sem hætta var á. Sparnaður þessi hefði ekki náðst nema fyrir frábæran samstarfsvilja og fórnfýsi starfsfólks HSS, sem gef- ið hefur eftir af sínum launakjörum. Fyrir það verður aldrei fullþakkað af samfélaginu sem notar þjónustuna. Rekstur HSS hefur verið tryggður og þeim sparnaði sem eftir var óskað hefur verið náð. Verið er að móta framtíðarstefnu HSS, þar á meðal nýtingu skurðstof- anna, en við teljum að það eigi að nýta skurðstofur HSS fyrir þjónustu við þá sem á Suðurnesjum búa. Sú vinna byggist á því að tryggð verði framtíðarnotkun þeirra skurðstofa sem sjúkrahúsið hefur yfir að ráða í þágu Suðurnesjamanna. Fyrst og fremst er áætlað að efla nærþjón- ustuna og samvinnu við Landspít- alann og kragasjúkrahúsin. Ennþá er vinna nefndarinnar á því stigi að unn- ið er út frá samfélagslegum heildar- hagsmunum og að notendum þjón- ustunnar við Suðurnesjamenn verði í framtíðinni tryggð betri og öruggari heilbrigðisþjónusta, en um leið leitað eftir samstarfi við aðrar heilbrigð- isstofnanir í landinu. Fjárveitingar til HSS eru þær allra lægstu á landinu öllu sé miðað við fólksfjölda og það er baráttumál Suð- urnesjamanna að sá niðurskurður sem nauðsynlegt er í að ráðast verði lagður á af sanngirni. Við undirrituð gerum okkur fulla grein fyrir að verði áfram haldið hvað varðar niðurskurð á fjárveitingum til stofnunarinnar, þá sé farið að skera í beinin og það ætti að vera baráttumál okkar Suð- urnesjamanna að tryggja að svo verði ekki gert. Að skapa sátt og samstöðu um framtíð þeirrar stofnunar sem ætlað er að sinna heilbrigðismálum okkar Suðurnesjamanna. Tryggja verður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Eftir Eyjólf Ey- steinsson og Sól- veigu Þórðardóttur » Við teljum að það eigi að nýta skurðstofur HSS fyrir þjónustu við þá sem á Suðurnesjum búa. Sólveig Þórðardóttir Höfundar eru fulltrúar Hollvina- samtaka í samráðsnefnd um HSS. Eyjólfur Eysteinsson GUÐRÍÐUR Arn- ardóttir, oddviti Sam- fylkingarinnar í Kópa- vogi, telur sig þess umkomna, að segja öðrum til í siðferð- islegum efnum vegna málefna Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Kópavogs, þótt þeir séu ekki einu sinni í sama stjórnmálaflokki og hún. Þegar kemur að samflokks- mönnum hennar, gildir hinsvegar tvöfalt siðgæði. Dómgreind eða dómgreind- arbrestir Jóns Júlíussonar, bæj- arfulltrúa Samfylkingarinnar, sem á sæti í stjórn lífeyrissjóðsins sem nú sætir lögreglurannsókn, kemur Guð- ríði ekki við, því að Jón er í lífeyr- issjóðnum í umboði starfsmanna, ekki flokksins. Það fer eftir því, á hvorri öxlinni hann ber kápuna, hvort hún vill kannast við kauða eða ekki. Hún getur ekki með sama hætti afsalað sér ábyrgð á Flosa Eiríkssyni, sem er hinn bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn lífeyrissjóðsins, því að hann er þar í umboði flokksins. Þá veifar hún frekar röngu tré en öngu. Í Morgunblaðsgrein segir hún, að bréfi til Fjármálaeftirlitsins hafi verið breytt í grundvallaratriðum án vitneskju annarra stjórnarmanna sjóðsins en mín. Það er út af fyrir sig alveg rétt hjá henni, að drögin að bréfinu fóru ekki óbreytt frá lífeyrissjóðnum. Fyrst var tekið tillit til allra athugasemda Flosa um málfar og efni og þeirri einu setningu bætt við, að fjárfest- ingar á árinu 2008 hafi verið í sam- ræmi við lög. Sú breyting á bréfinu skiptir engu máli, hvað þá öllu máli, eins og Guðríður vill vera láta. Auk þess var bréfið lagt fyrir á stjórn- arfundi síðar, án þess, að nokkrar at- hugasemdir kæmu fram. Þar sem Guðríður lætur undir höfuð leggjast að verja bæjarfull- trúa sína með sómasamlegum hætti, skal ég taka að mér að árétta, að lán- veitingar úr sjóðnum til bæjarsjóðs voru ákveðnar með hagsmuni sjóðs- félaga að leiðarljósi. Fjármálamark- aðurinn var hruninn, en bærinn vel rekinn og gat hvenær sem var, án fyrirvara, endurgreitt lánið. Ég hef líkt þessu við að bjarga búslóð úr brennandi húsi. Ég vék sæti sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi, því að mér þótti það rétt siðferðileg ákvörðun meðan á lögreglurannsókn stendur. Ég vék ekki sæti út af neinu öðru. Hinir bæjarfulltrúarnir þrír, sem störfuðu með mér í stjórninni, verða að eiga við sjálfa sig og samvisku sína, hvort þeim finnist að annar siðferðilegur mælikvarði eigi að gilda um þá en mig. Tvöfalt siðgæði Eftir Gunnar I. Birgisson »Hinir bæjarfull- trúarnir þrír verða að eiga við sjálfa sig hvort þeim finnist að annar siðferðilegur mælikvarði eigi að gilda um þá en mig. Gunnar I. Birgisson Höfundur var bæjarstjóri í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.