Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Einstakt tækifæri fyrir 14-15 ára unglinga CISV hefur verið starfandi á Íslandi í tæp 30 ár og sent yfir 1.000 þátttakendur út um allan heim. Við erum með laus pláss fyrir tvo stráka í unglingaskipti til Klagenfurt í Austurríki. Unglingaskiptin hefjast 9. júlí standa yfir í fjórar vikur, tvær vikur í hvoru landi og dvelja krakkarnir inn á heimilum jafnaldra sinna. Þann 9. júlí kemur 8 manna hópur frá Austurríki og þann 23. júlí fara svo báðir hóparnir saman til Austurríkis og dvelja þar í tvær vikur við leik og störf. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.cisv.org, www.cisv.is, á netfanginu cisv@cisv.is eða í síma 863 6966 (Edda) Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is STEFNT er að því að byrja að rífa efstu vinnupallana við Hallgríms- kirkju í vikunni. Svokallaður milli- múr er kominn á turninn en eftir er að kústa með hvítum múr. Sú vinna hefst efst og eftir því sem endanleg áferð fæst og múrararnir vinna sig niður, verða vinnupallarnir fjar- lægðir jafnóðum. Toppur turnsins fer því að sjást von bráðar en kústuninni verður ekki lokið fyrr en í haust. Búist er við að síðustu still- ansarnir hverfi í október eða nóv- ember. Að sögn Tómasar Tómassonar, verkfræðings hjá Ístaki, kom í ljós þegar verkið hófst að steypan undir múrhúðinni var ónýt og því hefur framkvæmdin tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað. „Það er í raun komin ný steypt kápa utan á allan turninn.“ Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, bætir því við að gamla múrhúðin hafi verið dönsk en nú hafi einungis íslensk efni verið notuð. „Það er mikið betri steypa en var í boði í „den tid“. Nú er notuð tegund af sér- staklega styrktri steypu sem kölluð er brúarsteypa og er mjög sterk.“ Tómas segir erfitt að spá því hversu lengi nýja múrhúðin muni endast en eflaust lengur en sú gamla. Turninn var tekinn í notkun árið 1974. Bjöllurnar þagna Indriði Níelsson, byggingartækni- fræðingur hjá Verkís, segir viðgerð- irnar snúast frekar um að endurnýja stóran hluta turnsins en að gera við hann. „Í rauninni er ekki forsvaran- legt að gera við of skemmda steypu heldur verður að fjarlægja hana og setja nýja. Maður lagar ekki það sem er ónýtt,“ segir hann. Þar sem afar kostnaðarsamt er að koma upp vinnupöllum meðfram öll- um turninum segir Indriði eins gott að vinna verkið vel svo að viðgerðin endist lengur. Þá verður tækifærið notað til að yfirfara tæknibúnað frá lögreglunni og Útvarpinu, klukkna- verkið og bjöllurnar þar sem tæki- færið mun ekki gefast aftur næstu áratugina. „Það þarf að senda hluta af búnaðinum út til að láta yfirfara hann en að öðru leyti verður allt gert hér heima. Það er mikið veðrunarálag á mótornum og bjöll- urnar þagna í einhvern tíma meðan verið er að yfirfara búnaðinn,“ segir Jóhannes. Fjarlægja þarf bjöllubún- aðinn með krana sökum þess hve þungur hann er en stærsta bjallan, Hallgrímur, vegur 3,8 tonn. Toppur turnsins mun senn sjást Morgunblaðið/Jakob Fannar Endurbætur Mikið hefur mætt á Tómasi Tómassyni, verkfræðingi hjá Ís- taki, og Jóhannesi Pálmasyni, formanni sóknarnefndar, við endurbæturnar á kirkjunni. Verkið reyndist mun umfangsmeira en reiknað var með. Táknið Það geislar af krossinum efst á Hallgrímskirkju, en viðgerð á kirkjunni er nú langt komin. Tækifærið notað til að yfirfara tæknibúnað frá lögreglu og útvarpi, klukknaverkið og bjöllurnar SAMNINGUR um sölu Reykjanes- bæjar í HS orku skilar 13,1 milljarði. Kaupverð bæjarins í HS veitum nem- ur 4,3 milljörðum. Gefur því augaleið að verðviðmiðanir frá 2007 eru bæn- um í hag, en ekki endurreikningur á virði fyrirtækjanna í dag. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. Hann sendi í gær frá sér yf- irlýsingu vegna fréttar blaðsins í gær. Þá segir Árni út í hött að bera sam- an hektaraverð í tilboðum nú og í des- ember, 2,6 milljónir þá og 7,1 milljón nú. Kaupverð á landinu í Svartsengi byggist annars vegar á virði auðlinda- réttar og hins vegar á verðmæti sjálfs landsins. Verðmæti auðlindaréttar, samkvæmt fyrri samningum, tengist aðeins landinu undir virkjununum og rétti til nýtingar jarðhita langt út fyr- ir það. Virði auðlindaréttar sé mun hærra en reiknaðs hektara lands án réttarins. Klaufagangur og aðgerðaleysi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Grindavík, þeir Sigmar Eðvardsson og Guðmundur Pálsson, hafa óskað eftir aukafundi í bæjarstjórn vegna málefna HS Orku. Hafa þeir óskað eftir öllum gögnum í málinu. „Það er okkur Grindvíkingum til vansa hvernig meirihlutinn hefur klúðrað málum með aðgerðarleysi sínu og klaufaskap. Meirihlutinn hef- ur haft sex mánuði til að setjast að samningaborðinu og semja um málin en hefur ekki gert það,“ segir Sigmar. „Við viljum halda þessu landi í eigu opinberra aðila og teljum því mjög æskilegt að Grindavíkurbær eignist það.“ onundur@mbl.is Kaupin í HS orku Reykjanesbæ í hag Vilja fund í bæjarstjórn Grindavíkur Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is UM 400 manns voru við varðeld og brekkusöng á Hólmavík á föstudagskvöldið, en þar ná Hamingjudagar hámarki um helgina. Þá var dansleikur á Kaffi Riis og Gunnar Þórðarson hélt tónleika. Búist er við allt að 1.500 manns á hátíðina og margt við að vera. Magnús Eiríksson og KK héldu uppi stuðinu á laugardagskvöld en um daginn fóru meðal annars fram Furðuleikar, þar sem keppt var í hvers kyns fáránlegum íþróttum, svo sem kvennahlaupi með óhefðbundnu sniði. Humar í hléi, humar í verðlaun Þá voru á að giska 3.500 manns á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði, að heimamönnum meðtöldum. Að sögn Valdemars Einarssonar skipuleggjanda var góð stemn- ing, skemmtidagskrá á hátíðarsviði, varðeldur og hóp- söngur, stórdansleikur í íþróttahúsi og heimsmeist- aramótið í Hornafjarðarmanna á döfinni. Í hvers kyns keppnum var auðvitað humar í verðlaun og humar í boði þegar hlé var gert á átökunum. Umferðin á vegum landsins var ansi mikil og frekar hæg framan af helginni, en gekk þó stóráfallalaust fyr- ir sig, að sögn lögreglu. Dansað í Skvísusundi Ekki var síðri stemning í Vestmannaeyjum, þar sem minnst er 36 ára frá lokum gossins í Heimaey. Helga Björk Ólafsdóttir, formaður goslokanefndar, sagði um 4.000 manns á hátíðinni, en hápunktinum hafði þó ekki verið náð þegar blaðamaður náði tali af henni. Það er dansinn í Skvísusundi, sem fram fór á laugardagskvöld. Margir gerðu sér líka ferð til Akureyrar þessa helgina, enda árlegt fótboltamót N1 í gangi á KA- svæðinu, þar sem ungt og efnilegt knattspyrnufólk reyndi með sér. Að sögn lögreglu var áætlað að a.m.k. um 2.000 manns væru í bænum í tengslum við fótbolta- mótið, en þar að auki fór fram Akureyrarmótið í golfi og hafa eflaust margir kylfingar einnig gert sér ferð. Að sögn Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra á Akra- nesi voru líkast til ekki undir 3.000 manns á Írskum dögum á Akranesi og fóru skemmtanahöldin þar vel fram. Hamingja, írsk menning, goslok, humar og fótbolti Ljósmynd/Kristín Eintóm hamingja Allt fór vel fram á Hamingjudögum á Hólmavík á föstudaginn og gleði að sjá í hverju andliti. Júlí var tekið opnum örmum á héraðshátíðum víða um land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.