Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 23
Tvær frægar Sum- um þótti vel við hæfi að nefna fyrsta klónaða spendýr heims eftir banda- rísku sveita- söngkonunni Dolly Parton. 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Klónun sauðkindarinnar Dolly-ar komst ekki í heimsfrétt-irnar fyrr en í febrúar 1997, fimm mánuðum eftir að hún leit dagsins ljós í Roslin-stofnunni í Edenborg 5. júlí 1996. Þar ól hún allan sinn aldur og eignaðist sex lömb, það elsta Bonnie, borið 1998, tvíburarnir Sally og Rosie 1999 og þríburarnir Lucy, Darcy og Cotton árið eftir. Dolly varð þó ekki langra lífdaga auðið, a.m.k. ekki í samanburði við aðra af hennar sauðahúsi, því hún var svæfð svefninum langa rúmlega sex ára, illa farin að heilsu. Síðar var greint frá því að þótt hún hefði fæðst fullkomlega heilbrigð hefði hún verið á sig komin eins og mið- aldra ær. Árið 2001 tók hún að haltra vegna liðagigtar, en hjarnaði þó við í það skiptið eftir meðhöndl- un með bólgueyðandi lyfjum. Al- gengur lungnasjúkdómur hjá kind- um, sem haldið er innandyra, varð henni svo að aldurtila 14. febrúar 2003. Siðferðispurningar vakna Dolly varð þannig til að breski vísindamaðurinn doktor Ian Wil- mut og samstarfsmenn hans við Roslin-stofnunina fjarlægðu kjarna úr eggfrumum kindar og settu í staðinn tvílitna kjarna úr líkams- frumum kindar af öðru kyni. Fruman var tekin úr júgri sex ára finnskrar Dorset-kindar og var Dolly eina tilraunin af 277, sem heppnaðist hjá þeim Wilmut og fé- lögum til að klóna spendýr – það fyrsta í heiminum. Klónun eða einræktun, eins og sá gjörningur er jöfnum höndum kallaður, þegar nákvæm eftirmynd er gerð af frumu eða lífveru hafði um nokkurt skeið verið notuð í erfðafræði plantna án þess að vekja sérstaka athygli umheimsins. Hins vegar varð uppi fótur og fit þegar tilvist Dollyjar var lýðum ljós og var hún upp frá því stöðugt í sviðs- ljósi fjölmiðla um allan heim. Ýms- ar siðferðilegar spurningar vökn- uðu og margir óttuðust að næst yrði farið að klóna menn. Dr. Wil- mut varaði eindregið við slíkum til- raunum. Í höfuðið á Dolly Parton Upphaflega gekk Dolly undir því ókindarlega dulnefni 6LL3, en einn þeirra sem aðstoðaði við burð hennar stakk upp á að nefna hana Dolly eftir hinni brjóstastóru sveitasöngkonu Dolly Parton. Þótt fruman sem varð að fyrstu klónuðu kind heims væri tekin úr júgri, þótti sumum uppástungan frekar ósmekkleg. Engu að síður varð hún ofan á og ekki er ólíklegt að nafn- giftin hafi vakið meiri athygli á báðum en ella. Frá því hin fjórfætta Dolly var upp á sitt besta hafa orðið miklar framfarir í einræktun og m.a. hefur tekist að einrækta mýs, nautgripi, geitur og svín. Í slíkum til- raunum hafa þó oft aðeins örfá prósent fósturvísa lifað til fæðingar og algengt er að fædd afkvæmi hafi ekki þroskast eðlilega. Dolly var stoppuð upp og stendur nú keik á sínum bás í Kon- unglega safninu í Edinborg. Á þessum degi … 5. JÚLÍ 1996 LEIT FRÆGASTA KIND HEIMS DAGSINS LJÓS Reuters Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board ÍSLAND Á EIGIN VEGUM SUMARIÐ 2009 Kynntu þér möguleikana á www.re.is Vesturvör 34 200 Kópavogur 580 5400 main@re.is www.re.is Hjalteyrargötu 10 600 Akureyri 550 0700 sba@sba.is www.sba.is @ Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.