Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Ertu að taka þátt í ljósmyndakeppni mbl.is & canon? Prentaðu myndina þína á striga fyrir aðeins 4.950 kr. með heimsendingargjaldi. ÞAÐ er miður að sjá skrif borgarfulltrúans Þorleifs Gunnlaugs- sonar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 28. júní sl., þar sem hann gerir lítið úr jákvæðum skrifum mínum um Strætó. Kjörnir fulltrúar mega til með að tala vel um okkar ágæta strætókerfi, með því móti fáum við fleiri til að prófa og vonandi til þess að finna sína leið í kerfinu og nota það. Strætó bs hefur glímt við erfiðan rekstur undanfarin ár og hefur fyr- irtækið farið langt fram úr áætlunum sem gerðar hafa verið án þess í raun að stjórnendur fyrirtækisins hafi haft nokkuð um það að segja. Ein- hliða ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar sem fólu í sér kostnað sem ekki var bætt inn í reksturinn. Á þeim góðæristímum sem við höfum lifað undanfarin ár náðist ekki að bæta svo fjárframlög sveitarfélag- anna að fyrirtækið gæti aukið og bætt þjónustuna. Að ná nú að endur- fjármagna fyrirtækið með þeim hætti sem lagt hefur verið upp með er sigur á þessum viðsjárverðu tím- um. Það tryggir að ekki þurfi að skerða þjónustuna og gefur okkur vonir um að við getum bætt þjón- ustuna inn í framtíðina. Farið var í byltingu leiðakerfisins 2005 með miklum kostnaði og fækk- un farþega. Þá var fótunum kippt undan notendum strætó í einu vet- fangi og einstaklingar sem jafnvel höfðu keypt sér íbúð m.t.t. þess hvar næsta stoppistöð var, stóðu uppi fjarri næstu stoppistöð og gátu eng- an veginn nýtt sér kerf- ið. Í kjölfar þessara breytinga fækkaði far- þegum mikið með til- heyrandi tekjuskerð- ingu fyrirtækisins. Smartkortakerfið er annað dæmi um einhliða ákvörðun kjörinna full- trúa sem ekki fylgdi framlag og kostaði fyr- irtækið mörg hundruð milljónir. Breyting- arnar 2005 voru þó ekki allar neikvæðar og far- þegum er að fjölga aftur í strætó. Stærsta og besta breytingin var sú að tengja saman leiðakerfi alls höf- uðborgarsvæðisins og setja inn svo- kallaðar stofnleiðir. Í dag erum við að hugsa til fram- tíðar, við erum með gott leiðakerfi sem auðvitað má þó bæta og að því verður unnið áfram. Við leggjum metnað okkar í að bæta þjónustuna með ýmsum aðferðum og viljum mæta þörfum notendanna eins og frekast er kostur. Þorleifur Gunnlaugsson borg- arfulltrúi óskar eftir rökstuðningi varðandi þá fullyrðingu mína að Strætó standist samanburð við þau lönd sem við berum okkur saman við. Um það vil ég segja að gerður var samanburður á þjónustu Strætó bs við sambærileg bæjarfélög í Dan- mörku fyrir u.þ.b. ári síðan og var Strætó bs síst með lakari þjónustu. Samanburðurinn var unninn af Ein- ari Kristjánssyni, sviðsstjóra þjón- ustusviðs Strætó bs, sem hefur yfir 10 ára reynslu af strætórekstri og hönnun leiðakerfa í Danmörku. Grein eftir hann þar sem hann rekur þetta var birt í 24 stundum fyrir u.þ.b. einu ári. Þess má geta að Þor- leifur Gunnlaugsson hefur ekki haft fyrir því að kynna sér þennan sam- anburð, né kynna sér starfsemi fyr- irtækisins yfirleitt og er það miður. Varðandi það að sumarið sé tíminn til að prófa að taka strætó, vil ég ítreka þá skoðun mína að ég tel það vera afar heppilegan tíma til að prófa, burtséð frá því að þjónustan sé skert yfir hásumarið. Að mínu mati er gott að vera ekki mjög tímabund- inn þegar maður er að prófa sig áfram við að nota þjónustuna. Þegar maður er í fyrsta skipti að bíða á stoppistöð er betra að veður sé gott og fleiri ástæður mætti nefna. Þjón- usta strætó er vissulega skert yfir sumartímann, enda minnkar notkun strætó á þeim tíma um 55%. Varðandi kosti og galla þess að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reki saman byggðasamlag eins og Strætó bs þá er það mál til skoðunar á vegum SSH og verður fenginn ut- anaðkomandi aðili til þess að fara yfir stofnsamþykktir samlagsins og meta hvort skiptingin sé með eðlilegum hætti og hvort vægi hvers sveitarfé- lags í stjórn samlagsins sé eðlilegt. Vel kann að vera að út úr þeirri skoð- un komi sú niðurstaða að skyn- samlegast sé fyrir sveitarfélögin að reka hvert um sig sitt strætókerfi, en það er afar mikilvægt fyrir strætó- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel suðvesturhorninu öllu að leiðakerfið sé samræmt, gefin út ein leiðabók, nýjar leiðir séu samræmd- ar þeim sem fyrir eru og hver leið nýtt sem best innan alls kerfisins og geti ekið milli sveitarfélaga þegar svo ber undir með kostnaðarþátttöku þeirra sveitarfélaga sem leiðarinnar njóta. Varðandi eignaskiptingu innan byggðasamlagsins er rétt að leiðrétta það sem fram kemur í máli Þorleifs Gunnlaugssonar. Reykjavík á aðeins um 59% hlut í félaginu á móti hinum sveitarfélögunum en ber hinsvegar ríflega 60% kostnaðarins vegna þess að þjónustustigið er hærra í Reykja- vík en í öðrum sveitarfélögum. Mik- ilvægt er að það komi fram að hvert og eitt sveitarfélag getur aukið þjón- ustu sína án þess að leita samþykkis hinna, enda greiði það fyrir þjón- ustuna að fullu. Þannig getur, og hef- ur, Reykjavíkurborg verið að veita meiri þjónustu, sem skýrir það að borgin greiðir meiri kostnað en sem nemur skiptingu eignarhalds. Eftir Jórunni Frímannsdóttur Jórunn Frímannsdóttir » Gerður var sam- anburður á þjónustu Strætó bs við sambæri- leg bæjarfélög í Dan- mörku fyrir u.þ.b. ári síðan og var Strætó bs síst með lakari þjónustu. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætó bs. Horfum til framtíðar – Þorleifi Gunnlaugssyni svarað SAGT hefur verið að af litlum neista verði oft mikið bál. Það á sannarlega við um íslenska tónlist- arsköpun. Nú fremur en nokkurn tíma fyrr þurfum við á listamönn- um okkar að halda til að skapa já- kvæða ásýnd. Tónlistin er al- þjóðleg og það tjáningarform sem alltaf hefur getað brúað ólíka menningarheima og tengt fólk til- finningaböndum. Ímynd íslenskrar tónlistar, jafnt innanlands sem utan, er sterk þrátt fyrir undangengnar efna- hagslegar hremmingar. Í sívax- andi umræðu um erlenda sam- vinnu, bæði á norræna og evrópska vísu, skiptir sköpum að halda sér- stöðu okkar. Hið séríslenska um- hverfi hefur tvímælalaust blásið hérlendum tónlistarmönnum anda í brjóst og erlendis er rætt um ein- stakan sköpunarkraft sem ein- kennir íslenska tónlist. Íslenskt tónlistarsumar er liður í að hvetja íslenskt tónlistarfólk til dáða á öllum vígstöðvum. Sýnum stuðning okkar í verki. Kaupum, spilum og njótum ís- lenskrar tónlistar. Njótum íslensks tónlistarsum- ars. Gunnar Guðmundsson Í tilefni íslensks tónlistarsumars Höfundur er framkvæmdastjóri Samtóns, samstarfsvettvangs tónlistarrétthafa. Upplýsingaflæði stjórnvalda til þjóðar og erlendra aðila þarf að breyt- ast. Stjórnvöld og fyrirtæki þurfa að nýta sér almanna- tengslin og koma upplýsingum sín- um á framfæri og eyða óvissu. Almannatengsl eru mikilvæg og ekki síst á erfiðum tímum. Í eigindlegri rannsókn sem framkvæmd var í byrjun þessa árs var mikilvægi almannatengsla kann- að með hliðsjón af bankahruninu haustið 2008 og þeirri atburðarás sem fylgdi í kjölfarið. Talað var við stjórnmálamenn, þar af fyrrverandi ráðherra, almanna- tengla og stjórnendur og almanna- tengla hjá stórum fyrirtækjum í landinu. Stjórnmálamenn voru sammála um að stjórnvöld þyrftu að nýta al- mannatengslin betur, veita meiri upplýsingar, fara í upplýsinga- herferðir og tala opinskátt. Tala rétt um hlutina og segja þjóðinni satt frá. Sem dæmi hefði mátt veita erlendu fjölmiðlafólki, sem kom til Íslands í kjölfar bankahrunsins, betri upplýs- ingar. Þannig hefði verið hægt að tempra skaðann sem ímynd Íslands varð fyrir, þar sem oft var farið tölu- vert frjálslega með staðreyndir í er- lendum fjölmiðlum. Margir töldu að upplýsingaskortur hefði verið drifkrafturinn í bús- áhaldabyltingunni sem virðist ekki enn vera afstaðin. Mótmælin standa enn. Fyrirtæki sem voru með almanna- tengil sögðu að skuldbinding og skiln- ingur stjórnenda yrði að koma til svo almannatengsl næðu að festa rætur í fyrirtækjum og virka sem skyldi. Í rannsókninni kemur fram að hlutverk almannatengla er að þjón- usta fréttamenn, innri samskipti fyrirtækja, málefnastjórnun, krísu- stjórnun, viðburðastjórnun, stjórnun útgáfu, samskipti við fjölmiðlafólk og þar með almenning um réttar upplýs- ingar og staðreyndir og að viðhalda ímynd fyrirtækis eða þjóðar. Við þurfum að læra af mistökun- um, lagfæra rangfærslur um land og þjóð og markaðssetja þjóðina okkar, því hún er einstök og hér er fullt af tækifærum. Áfram Ísland. HULDA BIRNA BALDURSDÓTTIR, nýútskrifuð með MS próf í stjórnun frá Bifröst. Í gegnum brimskaflinn Frá Huldu Birnu Baldursdóttur Hulda Birna Baldursdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Góð þátttaka í sumarbrids Góð mæting hefur einkennt sum- arbrids í sumar. Undanfarin kvöld hafa að meðaltali 26 pör mætt til spilamennsku á hverju kvöldi. Efstu pör 29. júní Gróa Guðnad. - Unnar A. Guðmss. 47 Sverrir Þóriss. - Guðlaugur Bessason 43 Guðm. P. Arnarson - Ásmundur Pálss. 37 Eðvarð Hallgrímss. - Þorsteinn Berg 37 Miðvikud. 1. júlí urðu úrslit þessi: Guðlaugur Sveinss. - Magnús Sverriss. 67 Hulda Hjálmarsd. - Halldór Þorvaldsson 66 Guðm. Skúlason - Haradur Ingason 57 Efstu menn í bronsstigum : Halldór Þorvaldsson 165 Unnar Atli Guðmundsson 127 Magnús Sverrisson 97 Hulda Hjálmarsdóttir 75 Haraldur Ingason 73 Bergur Reynisson 67 Björn Árnason 67 Sumarbrids er spilað mánudags- og miðvikudagskvöld í húsnæði BSÍ að Síðumúla 37. Spilamennska byrjar kl. 19 hvert kvöld og eru allir spilarar velkomnir, jafnt vanir sem óvanir. Keppnisstjórar eru Sveinn Rúnar og Björgvin Már og hjálpa þeir til við myndun para eins og tök eru á, ef spilarar mæta stakir. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 29. júní. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Auðunn Guðmss. - Björn Árnason 249 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 245 Ægir Ferdinandss. - Þröstur Sveinss. 235 Árangur A-V Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 289 Stefán Ólafsson - Óli Gíslason 253 Jóhann Benediktss. - Pétur Antonss. 243 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.