Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009  40 ára afmæli Stonewall- uppþotanna var fagnað víða um heim í síðustu viku og þar á meðal í New York þar sem borgaryfirvöld hrintu af stað mikilli herferð sem hvetja á samkynhneigða ferðamenn til að bregða sér til New York og fara í „regnboga-pílagrímsgöngu“ um hverfið. Á sama tíma eru mörg baráttumál samkynhneigðra þar í borg, og víða vestan hafs, áþekk og fyrir fjörutíu árum eins og samtök samkynhneigðra hafa bent á. Þau segja þannig að enn séu samkyn- hneigðir beittir tilefnislausu ofbeldi af lögreglumönnum, enda sé grunnt á fordómunum og eins sýni yfirvöld lítinn áhuga á að liðsinna samkynhneigðum ungmennum sem búi á götunni. Sérstaklega eigi transgender blökkufólk erfitt upp- dráttar, ekki síst í fangelsum borg- arinnar, þar sem það sé beitt harka- legu ofbeldi af föngum og fangavörðum. Því til viðbótar segja þau að borgaryfirvöld í New York hafi sett af stað sérstakt átak til að fækka skemmtistöðum og krám samkynhneigðra sem sé óneit- anlega ankannalegt í ljósi þess að þau freisti þess að laða að fleiri samkynhneigða ferðamenn. Umdeild regnboga- pílagrímsganga  Ein af þeim, sem þátt tóku í Stonewall upp- þotunum og voru síðar áberandi í transgender- samstökum var Marsha P. John- son. Hún varð fræg fyrir vask- lega framgöngu í uppþotunum og fleygt varð svar hennar við spurn- ingu dómara um fyrir hvað P-ið í nafninu stæði: „Pay it No Mind“ eða „spáðu ekkert í það“. Lík Johnson fannst í Hudson fljóti í New York skömmu eftir gleðigöngu þar í borg 1992 og leik- ur grunur á að hún hafi verið myrt, en lögregluyfirvöld í New York töldu ekki ástæðu til rannsóknar. Enski tónlistarmaðurinn Antony Hegarty, sem hefur þrívegis komið fram á tónleikum hér á landi, tvisv- ar með hljómsveit sinni og einu sinni með Björk Guðmundsdóttur, nefndi hljómsveit sína The John- sons til heiðurs Marsha P. Johnson. „Spáðu ekkert í það“ Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is A ðfaranótt 28. júní 1969 ruddist lög- regla inn í óhrjálega búllu í Green- wich Village í New York í leit að samkynhneigðum. Viðstaddir, um 200 manns, þurftu að sýna skilríki og karlar sem voru of kvenlegir voru handteknir og eins konur sem ekki voru nógu kvenlega klædd- ar. Álíka aðgerðir lögreglu voru alsiða á þessum tíma, en að þessu sinni gerðist það sem menn áttu ekki von á – hinir handteknu streittust á móti og fólk sem safnast hafði að til að fylgjast með fór líka að skipta sér af því sem fram fór. Áður en varði voru lögreglumennirnir innikróaðir á barn- um og sérsveit á leiðinni til að frelsa þá, en sú sveit þurfti að glíma við íbúa hverfisins, sam- kynhneigða og aðra, fram eftir nóttu. Þessi at- burður hefur verið kallaður Stonewall-uppþotin eftir heiti staðarins og í kjölfar hans komst mannréttindabarátta samkynhneigðra í sviðs- ljósið vestanhafs og síðar um allan heim. Á þeim tíma sem Stonewall-uppþotin hófust var samkynhneigð talin geðsjúkdómur vestan- hafs, alríkislögreglan hélt skrá yfir samkyn- hneigða, póstþjónustan skráði nöfn þeirra sem fengu sendar bækur og blöð sem fjölluðu um samkynhneigð og nöfn þeirra sem sóttu krár samkynhneigðra voru birt í blöðum. Einnig var algengt að menn sem grunaðir voru um samkyn- hneigð væru reknir úr starfi og hjá opinberum stofnunum var það for- takslaus brott- rekstrarsök. Þrátt fyrir þessar þrengingar voru starfandi í Bandaríkj- unum samtök sem börðust fyrir réttindum sam- kynhneigðra, þeirra helst Mattachine-samtökin og Dætur Bilitis, sem voru samtök lesbía og stofnuð upp úr Mattachine-samtökunum að hluta. Mattachine-samtökin voru hommasamtök og skipulögð eins og neðanjarðarhreyfing, enda skipti miklu fyrir félagsmenn að ekki yrði ljóstrað upp um kynhneigð þeirra, en samtökin áttu sér líka rætur í hreyfingu kommúnista sem áttu einn- ig undir högg að sækja vestanhafs á þeim tíma. Í kjölfar Stonewall-uppþotanna reis ágrein- ingur milli nýrrar kynslóðar homma og lesbía og þeirra eldri kynslóða sem höfðu starfað að því ár- um saman innan Mattachine-samtakanna að auka réttindi samkynhneigðra en miðað hægt. Mat- tachine-kynslóðin lagði mikla áherslu á að homm- ar og lesbíur væru eins og fólk er flest og ættu því að njóta sömu réttinda. Í mótmælaaðgerðum samtakanna máttu menn til að mynda ekki hald- ast í hendur eða klæða sig kvenlega og bannað var að pör héldust í hendur. Unga fólkið vildi aftur á móti fá að vera eins og því sýndist og klæðast eins og það kaus sjálft og sökuðu for- svarsmenn Mattachine-samtakanna um lin- kind gagnvart yfirvöldum. Fyrir vikið spratt upp ný hreyfing, háværari, ágengari og árang- ursríkari og barst um allan heim. Morgunblaðið/Júlíus Hingað og ekki lengra  Samkynhneigð var talin geðsjúkdómur  Karlar voru handteknir fyrir að vera kvenlegir og konur fyrir að vera karlmannlegar  Á júnínótt fyrir fjörutíu árum breyttist allt Barátta Árleg gleðiganga Hinsegin daga á rætur sínar í uppþotum í New York fyr- ir fjórum áratugum. Páll Óskar Hjálmtýsson segir að þótt Stonewall-uppþotin séu merkileg og marki ákveðið upphaf jafnréttisbaráttu samkynhneigðra á okkar dögum megi menn ekki gleyma því að samkynhneigðir hafi staðið í ströngu öldum saman og þannig hafi samkynhneigðir í Þýskalandi verið komnir langt í sinni baráttu áratugum á undan Ameríku. „Ég er svo heppinn að vera af kynslóð sem naut meira frelsis hér á landi en nokkur önnur fram að því. Eftir að ég kom út úr skápnum varð ég aldrei fyrir mismunun, var aldrei laminn eða rekinn úr íbúð eða vinnu fyrir það eitt að vera hommi. Ég þekki samt fólk per- sónulega sem lenti í þessu öllu saman. Það er meðal annars fyrir tilstilli baráttufólks eins og stofn- enda Samtakanna 78 að allt breytt- ist. Þessi barátta kostaði suma lífið og aðrir misstu geðheilsuna. Við hin, sem á eftir komum, megum aldrei gleyma því.“ Gleðigangan sem gengin verður 8. ágúst næstkomandi, er einn helsti viðburður árs- ins á Íslandi, enda fyll- ist þá miðborg Reykjavíkur af fólki. Fyrsta gleðigangan var einmitt farin í kjölfar Stone- wall-uppþotsins, því ári síðar var farin sérstök frelsisganga í hverfinu og sú hefð hefur breiðst út um heiminn. Fyrsta gleðigang- an hér var farin ár- ið 2000, en 1999 var haldin hátíð á Ingólfstorgi til að minnast afmælis upp- þotanna. „Ég gleymi því aldrei hvernig mér leið þegar við gengum frá Hlemmi í fyrstu gleðigöngunni og beygð- um inn á Laugaveg og sáum mannfjöldann sem stillt hafði sér upp meðfram götunni. Það var ótrúlegt að sjá hve margir höfðu komið og við áttum alls ekki von á svo góðum viðtökum. Þessi gleðiganga var staðfesting á árangrinum sem við höfðum náð.“ Páll Óskar bendir á að þó vel hafi miðað í baráttunni, þá sé henni fráleitt lokið. „Við erum ekki að berjast fyrir sérréttindum, viljum bara hafa sömu réttindi og aðrir, en þó við séum búnir að ná ákveðnu frelsi sýnir sagan okkur að það er ekkert mál að taka það frá okkur aftur og getur gerst skyndi- lega. Þess vegna verð- um við alltaf að vera á vakt. Amma vinkonu minnar orðaði þetta svo vel þegar hún frétti að það hefði verið há- vaði í pabba þegar ég kom út úr skápnum: „Ósköp væri huggulegt að búa í heimi þar sem það skiptir engu máli hverjum maður væri skotinn í.“ Baráttunni fráleitt lokið Hýr Páll Óskar tók þátt í að skipuleggja fyrstu gleðigönguna.  Það þótti frétt um allan heim þegar réttur á Indlandi kvað upp þann úrskurð að bann við samkyn- hneigð stangaðist á við almenn mannréttindi. Enn er samkyn- hneigð þó bönnuð víða; í um 80 löndum er samkynhneigð bönnuð með lagasetningu og sumstaðar að viðlagri dauðarefsingu. Alla jafna eru fordómar mestir í Miðausturlöndum og Asíu, en einn- ig í mörgum löndum Afríku. Sam- kynhneigðir njóta mestra réttinda í Kanada, á Spáni, í Benelux- löndunum, Suður-Afríku og á Norð- urlöndununum, að Íslandi og Finn- landi frátöldum. Dauðarefsing við samkynhneigð Gleði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.