Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 26
26 Veitingahús MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 www.veggfodur.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 79.990 Ótrúlegt sértilboð - Principito ***+ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í 2 vikur. Verð m.v. 2 saman kr. 89.990. Sértilboð 14. júlí. Aukalega fyrir hálft fæði í 2 vikur kr. 44.000 fyrir fullorðna og kr. 22.000 fyrir börn. Verð kr. 64.990 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í 2 vikur. Stökktu tilboð 14. júlí. Verð m.v. 2 saman kr. 74.990. Aukalega fyrir hálft fæði í 2 vikur kr. 44.000 fyrir fullorðna og kr. 22.000 fyrir börn. Aðeins örfá sæti og íbúðir á þessum kjörum! Costa del Sol 14. júlí frá kr. 64.990 - 2 vikur - með eða án fæðis Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til Costa del Sol þann 14. júlí í 2 vikur. Í boði er stökktu tilboð, með eða án fæðis, þar sem þú bókar sæti (og fæðisvalkost) og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Bjóðum einnig frábært sértilboð, með eða án fæðis, á Aguamarina íbúðahótelinu, einum af okkar allra vinsælustu gisti- staðnum á Costa del Sol. Ath. aðeins örfáar íbúðir í boði. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í sumarfríinu á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga á ótrúlegum kjörum. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eldofninn ehf. Pizzeria í Grímsbæ viðEfstaland neðan við Bústaðaveg íReykjavík hefur ekki fengið vínveit-ingaleyfi vegna hugsanlegra mistaka við skiptingu borgarinnar í íbúðasvæði og önn- ur svæði, að sögn eiganda staðarins. Hann er samt bjartsýnn á að leyfið fáist. Hjónin Ellert A. Ingimundarson og Eva Karlsdóttir tóku við húsnæðinu í Grímsbæ í febrúar. Þar hafði verið söluturn en þau vildu reka pizzustað og hófu þegar breytingar með það í huga. Þegar kom að því að sækja um vín- veitingaleyfi rákust þau á vegg. Ekki við sama borð Ellert segir að fyrir um áratug hafi verið sett löggjöf sem heimilaði ekki vínveitingar í íbúða- hverfum. Í kjölfarið hafi Reykjavíkurborg skipt borginni í íbúðasvæði og önnur svæði. Á síðarnefndu svæðunum megi veitingastaðir vera með vínveitingaleyfi en ekki hinum. „Glæsibær og Sprengisandur falla til dæmis undir önnur svæði en Grímsbær undir íbúða- svæði,“ segir hann og undrar sig á að sömu reglur gildi ekki um öll þessi svæði. „Grímsbær er í svipaðri fjarlægð frá íbúðabyggð og Glæsi- bær og Sprengisandur en þeir sem skiptu borginni í svæði 2002 hafa ekki áttað sig á því að Grímsbær hefði átt að falla undir annað svæði á sömu forsendum og hin nefndu svæðin, þar sem hann tengist opnu svæði eins og þau.“ Eftir að Ellert fékk synjun um vínveit- ingaleyfi hjá sýslumanni vegna neitunar hjá Reykjavíkurborg segir hann að sér hafi verið bent á að hann hefði átt að spyrja fyrst hvort hann fengi ekki vínveitingaleyfi áður en hann réðst í umfangsmiklar framkvæmdir. „Fram að því hvarflaði ekki að okkur eða öðrum að við fengjum ekki vínveitingarleyfi ef við færum eftir skilyrðum byggingarfulltrúa, heilbrigð- iseftirlits og slökkviliðs,“ segir hann. Ellert bendir ennfremur á að öll orkan hafi farið í að fá önnur tilskilin leyfi. Tíminn kosti peninga og hvorki þau né aðrir hafi efni á því til lengdar að leigja húsnæði án reksturs. „Við reiknuðum samt ekki með því að við þyrftum að flytja Grímsbæ út í sveit til þess að fá vínveiting- arleyfi.“ Ekki allt í 101 Þrátt fyrir þetta segist Ellert hafa mikla trú á stjórnmálamönnum borgarinnar og að málið fái farsælan endi. „Þeir sjá að þetta er mein- gölluð löggjöf sem þarf að laga,“ segir hann. „Af hverju þarf allt að vera í 101 Reykjavík eða á sér afmörkuðum svæðum? Af hverju mega ekki vera litlir veitingastaðir í hverfunum? Ég finn fyrir miklum áhuga hjá nágrönnum á því að geta gengið út og fengið sér pizzu og rauð- vínsglas og til þess er leikurinn gerður. Þetta er spurning um að fólk hafi val um hvort það fari niður í bæ og taki síðan leigubíl heim eða gangi á litla veitingastaðinn í sínu hverfi til þess að fá það sama.“ Til langs tíma hefur Ellert verið fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið en síðastliðið haust sagði hann upp samningnum. Skömmu síðar missti Eva vinnuna og þá ákváðu þau að gera það sem þau hafði lengi langað til þess að gera – að reka lítinn veitingastað í góðu hverfi. Eldofninn hefur fengið góðar viðtökur, en Ellert segir það mikil vonbrigði að hafa ekki fengið vínveitingaleyfið. Fyrir bragðið sé reksturinn öðruvísi en að hafi verið stefnt. „Samt gengur alveg rosalega vel og við höfum ekki yfir neinu öðru að kvarta, en vonandi leys- ist þetta mál fljótlega,“ segir hann. Vínveitingaleyfi ekki sjálfgefið Morgunblaðið/Jakob Fannar Leiga Hjónin Ellert Ingimundarson og Eva Karlsdóttir leigja húsnæði fyrir Eldofninn í Grímsbæ. Fyrir skömmu skipaði borg-arráð nefnd sem á að endur-skoða reglur um vínveitingar í borginni og staðsetningu vínveit- ingahúsa. Nefndin á fyrst og fremst að skoða ástandið í miðborginni og hvernig læra megi af reynslunni af lengri opnunartíma vínveitingahúsa. Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi og formaður nefndarinnar, segir að mál Eldofnsins og sambæri- leg mál falli jafnframt undir vinnu nefndarinnar. Júlíus segir að Ellert A. Ingimund- arson hafi haft samband við sig vegna málsins 10. júní sl. og þá hafi hann beðið lögfræðing skipulags- og byggingasviðs og lögfræðing borg- arinnar að fara yfir það. Skilgreint íbúðasvæði Veitingastaðir flokkast í staði án áfengisveitinga, umfangslitla áfeng- isveitingastaði og umfangsmikla áfengisveitingastaði. Ekki er hægt að breyta úr umfangslitlum í um- fangsmikinn áfengisveitingastað nema sækja sérstaklega um slíka breytingu. Í sumum tilfellum getur slík breyting kallað á nýja umsókn um byggingarleyfi, meðal annars vegna hljóðvistarkrafna. Grímsbær er staðsettur innan skilgreinds íbúðasvæðis samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur og samkvæmt málsmeðferð- arreglum borgarráðs um veit- ingastaði og gististaði er óheimilt að veita áfengisveitingastöðum á slíku svæði rekstrarleyfi. Við fyrstu sýn virðist því ekki heimilt að setja vín- veitingahús í Grímsbæ, en Júlíus bendir á að í reglunum sé að finna undantekningu ef um er að ræða svæði þar sem gert er ráð fyrir versl- un og þjónustu innan íbúðasvæða. Því hafi hann óskað eftir því að skoðað yrði hvort hún ætti ekki við í þessu tilviki, þar sem um versl- unarkjarna væri að ræða. „Þetta er fjölskipað stjórnvald en mér sýnist vera prýðilegar líkur á því að þetta mál geti fengið jákvæða nið- urstöðu.“ Auk borgarinnar veita umsögn heilbrigðisnefnd, slökkvilið, vinnu- eftirlit, byggingarfulltrúi og lög- regla. „Óheimilt er að gefa út rekstr- arleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum“, segir m.a. í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (nr. 85/2007). Júlíus segir að við aðstæður eins og í sambandi við Eldofninn geti ver- ið eðlilegt og jafnvel sjálfsagt að fólk geti keypt vín eða bjór með pizzu. Hins vegar sé ekki útilokað að nágrannar hafi eitthvað um málið að segja og fara þurfi yfir þeirra at- hugasemdir ef einhverjar eru. Hafa þurfi í huga að ákvörðunarvaldið sé ekki eingöngu hjá borgarráði en það sé umsagnaraðili og það vegi þungt geri það ekki athugasemdir við að veita leyfið. Prýðilegar líkur á jákvæðri niðurstöðu Morgunblaðið/Jakob Fannar Grímsbær Eldofninn er í verslunarmiðstöð og á slíkum stöðum má heimila vínveitingaleyfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.