Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Viðvarandi varp- kreppa hjá lundum FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is L undavarp í Vestmanna- eyjum er um mánuði síðar á ferðinni nú en í hefðbundu árferði. Varpinu er lokið í sum- ar og er talið að einungis um helm- ingur varpstofnsins hafi orpið, að sögn Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. Varphlutfallið er breyti- legt milli staða en Erpur telur með- altalið liggi nálægt 50% nú. Sam- bærilegt varphlutfall í fyrra var 62%. Pysjurnar klekjast úr eggjum á 42 dögum að meðaltali. Erpur telur að klakið muni standa sem hæst undir lok júlí. Í hefðbundnu árferði þrosk- ast pysjurnar á 34-44 dögum (mið- gildi 39 dagar) þar til þær yfirgefa lundaholuna. Vaxtarhraðinn fer eftir ætisframboði. Ætisskortur undan- farin sumur hefur valdið því að pysj- urnar hafa þroskast seint. Sumarið 2007 tók það pysjurnar 49 daga að verða fullgerðar en 58 daga í fyrra að meðaltali. Í hefðbundnu árferði hafa fyrstu pysjurnar sést í Vestmannaeyjabæ skömmu eftir þjóðhátíð. Í sumar er hætt við að lítið verði um pysjur í ágúst. Þær sem komast upp taka ekki fyrstu vængjatökin fyrr en ötul- ir pysjusafnarar verða löngu byrj- aðir í skóla eftir miðjan september. Merkingar og mælingar á pysjum í Vestmannaeyjabæ frá 1971 sýna að þegar pysjurnar eru seint á ferðinni koma færri pysjur í bæinn og eru mikið léttari en þegar þær eru fyrr á ferðinni. Endurheimtur á síðbúnum pysjum eru miklu verri, um 4%, en á þeim sem eru fyrr á ferðinni, 14-18%. Það bendir til þess að síðbúnar pysj- ur lifi síður af fyrsta veturinn. Erpur segir að svo virðist sem lundinn þurfi að leita langt frá Eyj- um til að komast í æti. Uppistaðan í fæði lundans er marsíli, en brestur hefur orðið í viðkomu þess und- anfarin sumur kringum Eyjarnar. Lunda hefur orðið vart á Selvogs- banka og telur Erpur líklegt að um Eyjalunda sé að ræða enda ekki öðr- um stórum lundabyggðum til að dreifa nær svæðinu. Hátæknimerki á lundum Lundar eiga víðar erfitt upp- dráttar en í Vestmannaeyjum. Breskir fjölmiðlar, m.a. Guardian og BBC, fjölluðu nýlega um lundarann- sóknir sem stundaðar eru á Farne- eyjum við strönd Norðhumbralands. Þar hrundi varpstofn lunda um þriðj- ung í fyrra. Raunar hafa fleiri sjó- fuglastofnar við Norðursjó farið minnkandi. Það þótti fréttnæmt við lunda- rannsóknirnar á Farne-eyjum að notuð eru hátæknimerki sem sett eru á lundana til að fylgjast með við- gangi stofnsins. Miðað er við að merkið megi ekki vega meira en 4% af þyngd fuglsins. Lundi er um 400 grömm svo merkið má mest vega 16 grömm. Annars vegar eru notuð merki sem skrá GPS staðsetningu fuglsins á mínútufresti. Merkin eru límd á fuglana og losna af þeim eftir fjóra daga. Þá er merkjunum safnað og lesið af þeim. Einnig eru notaðir hnattstöðuritar (geolocators) sem eru miklu minni. Þeir skrá birtutíma hvers dags og út frá honum má reikna hnattstöðu fuglsins. Morgunblaðið/RAX Fagur Lundinn hefur verið vorboði í Vestmannaeyjum og sett mikinn svip á fuglalífið. Undanfarið hafa fáar pysjur komist upp og veldur það áhyggjum. Lundavarp í Vestmannaeyjum er nú mánuði síðar á ferð en í venju- legu ári. Búast má við að eggin klekist undir þjóðhátíð og að pysjurnar verði ekki fullgerðar fyrr en um miðjan september. VEIÐITÍMI lunda í Vestmanna- eyjum verður styttur í fimm daga í sumar úr hefðbundnum 55 dögum. Ákvörðun um styttingu var tekin í ljósi slæmrar stöðu lundastofnsins. Vestmannaeyjabær, Nátt- úrustofa Suðurlands og Félag bjargveiðimanna í Eyjum hafa und- irritað samkomulag um nytjar og rannsóknir á lunda í Vestmanna- eyjum. Í því felst m.a. að Náttúru- stofan, sem gerði tillögu um veiði- stopp, mun veita lundarannsóknum forgang í sumar. Einkum verða gerðar rannsóknir á varpi og af- komu pysja. Einnig verður horft til fæðuöflunar og annars sem hefur áhrif á viðkomu stofnsins. Þá verða gerðar rannsóknir á afla lunda- veiðimanna. Veiðarnar eru taldar hafa hverf- andi áhrif á lundastofninn og álitið er að viðkomubresturinn sé ekki veiðum að kenna. NYTJA OG RANNSAKA Þ egar Pálmi Matthíasson, prestur í Bústaðakirkju, sagði í útvarps- messu að þjóðin ætti að fyrirgefa útrásarvíkingunum og meira að segja elska þá eins og náungann þá rötuðu orð hans í fréttatíma. Sennilega vegna þess að þau hafa þótt óvenjuleg. Og orðin hafa verið gagnrýnd, enda eru þetta ekki tímar fyrirgefningar. Mánuðum saman hefur hver maðurinn á fætur öðrum krafist þess að eignir útrásar- víkinga séu frystar og auðmönnunum stung- ið í steininn. Það á ekki að taka tíma í að rannsaka mál þeirra, sama hversu umfangs- mikil þau eru, vegna þess að hið glæp- samlega athæfi þeirra er öllum ljóst. Og það á ekki að láta þarna staðar numið heldur á einnig að leita uppi gestalista þessara manna til að kanna hvaða sóðalið hefur þegið af þeim boðsferðir með einkaþotunum. Best væri auðvitað líka að komast að því hverjir mættu í einkasamkvæmi auðmannanna en sennilega er löngu búið að farga þeim boðslistum sem er náttúrlega ógurlega súrt. Þeir sem þangað mættu eiga ekki að fá að losna við fordæmingu heiðarlegs fólks. Og svo stígur fram prestur og segir að það eigi að fyr- irgefa auðmönnum og meira að segja elska þá. Veit hann ekki að þjóðin hefur ekki efni á því að fara í umfangs- mikla fyrirgefningarstarfsemi? Kristilegur þankagangur hentar vel í góðæri þar sem ekkert bjátar á og er líka einkar heppilegur á jólum. Þá er hægt að daðra við Krist og kenningar hans og hafa bara gaman af því. Um leið finnur maður svo greinilega hvað maður er nú ósköp góður í því að láta sér þykja vænt um náungann og elska hann eins og sjálf- an sig. Já, maður er bara ansi göfug mann- eskja. En nú eru sérstakir tímar og þá eiga þessar sætu og krúttlegu kenningar Krists um kærleika og fyrirgefningu bara alls ekki við. Útrásarvíkingarnir voru vissulega mann- eskjur fyrir ári þegar við vorum ekki búin að sjá í gegnum þá. En núna eru þessir menn ómerkilegasti pappír sem til er. Og við ætlum svo sannarlega að láta þá finna fyrir því og það er sko ekkert að því að subba húsin þeirra út í málningu. Já, presturinn er furðulegur. Hann heldur að kærleiksboðskapur Krists eigi við á öllum tímum og við allar aðstæður! Er hann full- komlega utangátta í íslensku samfélagi? Hann sagði reyndar ekki í predikuninni að ekki ætti að rannsaka framferði auðmanna. Hann sagði ekki heldur að ekki ætti að dæma þá fyrir dómstólum, hefðu þeir brotið af sér. En það er alveg sama. Hann sagði að við ættum ekki að hata útrásarvíkingana. Hann talaði meira að segja um fórn- andi kærleika. Eins og við séum ekki nú þegar búin að færa nægar fórnir sem þjóð. Heldur þessi furðulegi prest- ur virkilega að við séum siðað fólk sem sé fært um að sýna mannkærleika við ömurlegar aðstæður? Það eru sann- arlega takmörk fyrir því hvað hægt er að fara fram á. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Er hægt að elska útrásarvíking? 8. júlí 1979: „Það var vel ráðið hjá Benedikt Gröndal utanrík- isráðherra að breyta fyrri ákvörð- un sinni um rýmkun á ferðafrelsi varnarliðsmanna. Það er sjaldgæft að stjórnmálamenn viðurkenni mistök sín. Það hefur utanrík- isráðherra nú gert og með skjótum hætti. Slíka afstöðu ber að virða.“ . . . . . . . . . . 9. júlí 1989: „Tvisvar sinnum á til- tölulega skömmum tíma hafa okk- ur borist fréttir um það frá Lond- on að sami læknirinn, dr. Magdi Yacoub, hafi grætt líffæri í unga Íslendinga. Fyrir hálfu öðru ári græddi hann hjarta og lungu í Halldór Halldórsson og nú fyrir um það bil mánuði bjargaði hann lífi Helga Einars Harðarsonar með hjartaígræðslu. Öll íslenska þjóðin hefur fylgst með framförum þess- ara ungu manna og samglaðst þeim og fjölskyldum þeirra. Vilja- styrkur þeirra og áræði er aðdáun- arvert. Jafnframt höfum við enn einu sinni fengið að kynnast því hve læknavísindin eru orðin háþró- uð og hvílíkir snillingar leggja þar nótt við nýtan dag til þess að bjarga mannslífum með öllum til- tækum ráðum. Magdi Yacoub, frægasti hjarta- læknir Breta og yfirlæknir við Brompton-sjúkrahúsið í London, braut eigin reglu um að ræða aldr- ei við blaðamenn eins og sjá mátti í Morgunblaðinu í gær. Ástæðan er sú, að þessum mikilhæfa lækni er mikið í mun að koma þeirri ósk á framfæri við Íslendinga, að þeir íhugi að setja löggjöf sem geri kleift að gefa líffæri úr látnu fólki. Erindi þessa efnis hefur hann sent til íslenskra lækna. Hvetur hann til þess að læknar, stjórnvöld og al- menningur taki til við að ræða þessi mál hér á landi. Hljótum við að taka þessari hvatningu vel.“ Úr gömlum l e iðurum Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eva Joly,norsk-franski saksóknarinn sem aðstoðar við rann- sókn bankahrunsins, velti upp áhugaverðum fleti á banka- kreppunni á ársþingi Evrópu- samtaka kvenlögfræðinga í fyrradag. Hún sagði nauðsynlegt að hafa sameiginlegt, evrópskt regluverk til að vernda spari- fjáreigendur og fjárfesta. Eft- irlitið með markaðnum þyrfti að vera miðlægt til að draga úr áhrifum tengsla innan elít- unnar í hverju landi. Joly benti á að elítan í hverju landi væri lítill hópur manna sem þekktust, til dæm- is af því að þeir hefðu gengið í sömu skóla. Hún tók dæmi af óeðlilegri sölu fyrirtækis í Frakklandi, sem hefði sloppið í gegn hjá franska fjármála- eftirlitinu vegna vinskapar forstjóra fyrirtækisins og for- stjóra eftirlitsstofnunarinnar. „Þetta hefði ekki gerst ef stýringin hefði verið evrópsk. Og við getum aðeins ímyndað okkur hvað gerðist hér á Ís- landi þar sem tengslin eru enn nánari. Ég held að staðan sem við upplifum hér á Íslandi sé augljóslega vegna þeirrar staðreyndar að hér voru tengsl milli manna of mikil,“ segir Joly. Það er full ástæða til að taka alvarlega vangaveltur Joly um það hvort smæðin og hin nánu tengsl í íslenzku samfélagi hafi átt þátt í bankahruninu. Þegar hefur verið bent á þann þátt málsins, að við einkavæðingu ríkisbankanna var þeim komið í hendur fjár- festahópum, sem tengdust ráðandi stjórnmálaöflum, í stað þess að dreifa eignarað- ildinni. Finnski bankamað- urinn Kaarlo Jännäri gagn- rýnir þetta í skýrslu sinni um íslenzka fjármála- kerfið og segir að fordæmið frá einkavæðingunni hafi þýtt að ekki hafi verið hægt að koma böndum á áhættusækna og ævintýragjarna kjölfestufjár- festa, sem réðu ferðinni í Kaupþingi og Glitni. Jännäri benti sömuleiðis á það í skýrslu sinni að bæði Fjármálaeftirlit og Seðla- banki hefðu reynt fram á síð- asta dag að draga úr áhyggj- um erlendra eftirlitsstofnana af stöðu íslenzka fjármála- kerfisins. „Þetta hefur grafið undan trúverðugleika FME og Seðlabankans í augum koll- ega þeirra,“ sagði Jännäri í skýrslunni. Hugsanlega var þetta til merkis um það, sem Eva Joly nefnir, að á ögur- stundu stóð allt kerfið saman gegn „utanaðkomandi“ í stað þess að eftirlitsstofnanirnar tækju fyrr í taumana. En er samevrópskt reglu- verk lausnin? Fjármálamark- aðurinn hér á landi starfaði samkvæmt evrópsku reglu- verki fyrir hrun. Það var hins vegar í höndum innlendra eft- irlitsstofnana að beita því regluverki gagnvart bönk- unum. Í rannsókn á fjármála- hruninu hlýtur meðal annars að þurfa að skoða hvort smæð samfélagsins og tengsl milli manna hafi haft í för með sér að innlendir eftirlitsaðilar hafi ekki beitt reglunum sem skyldi. Sömuleiðis liggur fyrir að evrópska regluverkið var á mörgum sviðum meingallað, sem átti vafalaust einnig sinn þátt í hruninu. Vegna al- þjóðlegs eðlis fjármálamark- aðarins er hins vegar nokkuð ljóst að þegar honum verða settar nýjar reglur, þurfa þær að vera alþjóðlegar. Áttu náin tengsl þátt í hruninu?}Smæðin og regluverkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.