Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 30
30 Sprotafyrirtæki MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Brennandi áhugi á bílum ogeinskær uppfinningasemi erlíklega kveikjan að sprota-fyrirtækinu Jökum ehf. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega fjallabíla fyrir ferðaþjónustuna á Ís- landi. Sem kunnugt er sækja erlendir ferðamenn mikið í hina óblíðu ís- lensku náttúru. Það getur hinsvegar verið þrautin þyngri að aka með ferðamenn um Ísland þar sem veg- irnir fara hvorki vel með farþega né farartæki. Ari Arnórsson hjá Jökum ehf. hefur tekið það að sér að þróa heildstæða lausn fyrir ferðaþjón- ustuna. Í meginatriðum felst hún í því að laga ferðatækin að vegakerfi landsins því í vegakerfinu og náttúru landsins eru verðmætin falin. Það er með öðrum orðum mikil áhætta falin í því að bæta vegakerfið í kringum ís- lenskar náttúruperlur því þá er hætt við því að aðdráttaraflið, t.d. sú til- finning að ekið sé í óbyggðum, hverfi. Ari segir að framleiðsla Jaka sé mikilvæg á þrenna vegu. „Smíðin á Íslandi er gjaldeyrissparandi, hún hjálpar líka fyrirtækjum sem eiga undir högg að sækja um þessar mundir og í þriðja lagi eru tekjurnar sem koma af notkun bílanna í gjald- eyri og því er smíðin gjaldeyrisskap- andi. Við útflutning gæti svo gjald- eyrissköpunin aukist til muna,“ segir Ari. Að sögn Ara sækja ferðamenn mikið í lúxus-jeppaferðir og oft er viðskiptahópurinn efnað eldra fólk sem ekki getur brölt upp í mikið breytta bíla. Ari segir að þetta sé vandamál allsstaðar í heiminum og bílarnir frá Jökum ehf. svari kröfum um betra aðgengi og meiri þægindi. „Ég spyr, hversvegna á fólk að geta notið þæginda innanbæjar í skoð- unarferðum, en ekki utanbæjar, ein- mitt þegar náttúran er gróf. Þessi bíll sem við erum með sannar að það er hægt að njóta náttúrunnar á auðveld- an og ódýran hátt.“ Ari vill ekki fara þá leið að bæta vegakerfið til að auðvelda aðgang ferðamanna að náttúruperlum lands- ins. Hann segir að einn helsti kostur landsins í augum ferðamanna sé ein- mitt hversu torfært það er. Það væri þannig óðs manns æði að bæta að- stæður of mikið þar sem nóg er af þesskonar ferðaþjónustu allsstaðar í heiminum. Pantanir frá útlöndum Ari segir að gríðarlegur skortur sé á farartækjum af þessu tagi, ekki bara á Íslandi heldur allsstaðar í heiminum. Í dag séu tveir kostir í boði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, annarsvegar rútur sem eru byggðar á vörubílahönnun og því hastar og erfiðar í torfærum, og hinsvegar eru til svokallaðir kálfar eða breyttir jeppar, sem hafi betri eiginleika en takmarkaðan farþegafjölda. Jakar leysa þetta vandamál með torfæru- tæki sem hefur fengið heitið AlVeg en það farartæki tekur yfir tuttugu manns í sæti, en býr bæði yfir þæg- indum og torfærugetu. Niðurstaðan er bíll sem Ari segir að sé mun hag- kvæmari fyrir ferðaþjónustuna enda sé hægt að ná verulega niður verðinu á því sem kallað er farþegakílómetri. Ari segir ennfremur áhuga vera fyrir hendi erlendis. „Mikið breyttir bílar hafa verið seldir úr landi í tals- verðum mæli t.d. á vegum Arctic Trucks og hafa þeir náð miklum ár- angri við að selja úr landi þessa þekk- ingu. Það sem við gerum núna hins- vegar er að í stað þess að breyta t.d. Ford bílum þannig að þeir henti ferðaþjónustunni betur þá hönnum við nýjan bíl sem hentar fullkomlega og um leið sköpum við möguleika fyr- ir hærri framlegð.“ Til að koma framleiðslunni af stað hefur sú leið verið valin að finna sér- hæfð fyrirtæki til samstarfs. Jakar eru þannig í samstarfi við Íslenska NýOrku svo unnt verði að knýja bíl- ana áfram með innlendri vistvænni orku, Háskólann í Reykjavík en það- an fæst hjálp í frumkvöðlastarfsemi, Háskóla Íslands og einnig er verið að leita samstarfs við Listaháskóla Ís- lands. Hálendið í hásæti Morgunblaðið/Golli Stór Eins og sjá má af farangursgeymslu bílsins þá er hann engin smá smíði. Sprotastarfssemi Auðunn Arnórsson, meðstjórnandi í Jökum ehf., hefur aðstoðað við ýmis verk í gegnum árin, Ari Arnórsson stofnandi Jaka, Ásgeir Eiríksson rekstrarhagfræðingur og MBA, fyrrum forstjóri Strætó og meðeigandi í Jökum og Birgir Grímsson frá V6 sprotasetri í Mosfellsbæ. Útbúnaður Ari Arnórsson vinnur við afþreyingarkerfi bílsins. Verkefni Smíði AlVegs var samtarfsverkefni nokkurra fyrirtækja. Þægindi Það fer vel um fólk í AlVeg fjallarútunni enda góð sæti og pláss. Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Ódáðahraun, Brúar- og Vest- uröræfi, Lónsöræfi og Land- manna- og Síðuafréttur eru allt vinsælir staðir á hálendi Íslands og auðvitað Þórsmörk og Land- mannalaugar sem lengi hafa ver- ið vinsælir áfangastaðir erlendra ferðamanna sem íslenskra. Þessir staðir eiga það allir sameiginlegt að vera nokkuð torsóttir, í það minnsta ef þangað á að ferðast í fullkomnum þægindum. Það er hinsvegar hluti aðdráttaraflsins að erfitt ferðalagið til nátt- úruperlanna sé viðburður út af fyrir sig og þessvegna eru ofur- jeppaferðir á Íslandi vinsæl grein innan ferðaþjónustunnar. Með sérhönnuðum bílum, hönnuðum sérstaklega fyrir útsýnisakstur í torfærum, þarf ekki að hossast um á 15 kílómetra hraða. Það má spyrja sig að því hvort Þórsmörk héldi sínu aðdráttarafli ef öll leið- in væri t.d. brúuð. Umhverfið í fyrsta sæti AUKAKRÓNUR 2 gallabuxurá ári fyrirAukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur keypt þér nýjar Diesel gallabuxur að vori og hausti hjá fjölmörgum verslunum NTC fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 4 2 2 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.