Morgunblaðið - 05.07.2009, Page 30

Morgunblaðið - 05.07.2009, Page 30
30 Sprotafyrirtæki MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Brennandi áhugi á bílum ogeinskær uppfinningasemi erlíklega kveikjan að sprota-fyrirtækinu Jökum ehf. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega fjallabíla fyrir ferðaþjónustuna á Ís- landi. Sem kunnugt er sækja erlendir ferðamenn mikið í hina óblíðu ís- lensku náttúru. Það getur hinsvegar verið þrautin þyngri að aka með ferðamenn um Ísland þar sem veg- irnir fara hvorki vel með farþega né farartæki. Ari Arnórsson hjá Jökum ehf. hefur tekið það að sér að þróa heildstæða lausn fyrir ferðaþjón- ustuna. Í meginatriðum felst hún í því að laga ferðatækin að vegakerfi landsins því í vegakerfinu og náttúru landsins eru verðmætin falin. Það er með öðrum orðum mikil áhætta falin í því að bæta vegakerfið í kringum ís- lenskar náttúruperlur því þá er hætt við því að aðdráttaraflið, t.d. sú til- finning að ekið sé í óbyggðum, hverfi. Ari segir að framleiðsla Jaka sé mikilvæg á þrenna vegu. „Smíðin á Íslandi er gjaldeyrissparandi, hún hjálpar líka fyrirtækjum sem eiga undir högg að sækja um þessar mundir og í þriðja lagi eru tekjurnar sem koma af notkun bílanna í gjald- eyri og því er smíðin gjaldeyrisskap- andi. Við útflutning gæti svo gjald- eyrissköpunin aukist til muna,“ segir Ari. Að sögn Ara sækja ferðamenn mikið í lúxus-jeppaferðir og oft er viðskiptahópurinn efnað eldra fólk sem ekki getur brölt upp í mikið breytta bíla. Ari segir að þetta sé vandamál allsstaðar í heiminum og bílarnir frá Jökum ehf. svari kröfum um betra aðgengi og meiri þægindi. „Ég spyr, hversvegna á fólk að geta notið þæginda innanbæjar í skoð- unarferðum, en ekki utanbæjar, ein- mitt þegar náttúran er gróf. Þessi bíll sem við erum með sannar að það er hægt að njóta náttúrunnar á auðveld- an og ódýran hátt.“ Ari vill ekki fara þá leið að bæta vegakerfið til að auðvelda aðgang ferðamanna að náttúruperlum lands- ins. Hann segir að einn helsti kostur landsins í augum ferðamanna sé ein- mitt hversu torfært það er. Það væri þannig óðs manns æði að bæta að- stæður of mikið þar sem nóg er af þesskonar ferðaþjónustu allsstaðar í heiminum. Pantanir frá útlöndum Ari segir að gríðarlegur skortur sé á farartækjum af þessu tagi, ekki bara á Íslandi heldur allsstaðar í heiminum. Í dag séu tveir kostir í boði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, annarsvegar rútur sem eru byggðar á vörubílahönnun og því hastar og erfiðar í torfærum, og hinsvegar eru til svokallaðir kálfar eða breyttir jeppar, sem hafi betri eiginleika en takmarkaðan farþegafjölda. Jakar leysa þetta vandamál með torfæru- tæki sem hefur fengið heitið AlVeg en það farartæki tekur yfir tuttugu manns í sæti, en býr bæði yfir þæg- indum og torfærugetu. Niðurstaðan er bíll sem Ari segir að sé mun hag- kvæmari fyrir ferðaþjónustuna enda sé hægt að ná verulega niður verðinu á því sem kallað er farþegakílómetri. Ari segir ennfremur áhuga vera fyrir hendi erlendis. „Mikið breyttir bílar hafa verið seldir úr landi í tals- verðum mæli t.d. á vegum Arctic Trucks og hafa þeir náð miklum ár- angri við að selja úr landi þessa þekk- ingu. Það sem við gerum núna hins- vegar er að í stað þess að breyta t.d. Ford bílum þannig að þeir henti ferðaþjónustunni betur þá hönnum við nýjan bíl sem hentar fullkomlega og um leið sköpum við möguleika fyr- ir hærri framlegð.“ Til að koma framleiðslunni af stað hefur sú leið verið valin að finna sér- hæfð fyrirtæki til samstarfs. Jakar eru þannig í samstarfi við Íslenska NýOrku svo unnt verði að knýja bíl- ana áfram með innlendri vistvænni orku, Háskólann í Reykjavík en það- an fæst hjálp í frumkvöðlastarfsemi, Háskóla Íslands og einnig er verið að leita samstarfs við Listaháskóla Ís- lands. Hálendið í hásæti Morgunblaðið/Golli Stór Eins og sjá má af farangursgeymslu bílsins þá er hann engin smá smíði. Sprotastarfssemi Auðunn Arnórsson, meðstjórnandi í Jökum ehf., hefur aðstoðað við ýmis verk í gegnum árin, Ari Arnórsson stofnandi Jaka, Ásgeir Eiríksson rekstrarhagfræðingur og MBA, fyrrum forstjóri Strætó og meðeigandi í Jökum og Birgir Grímsson frá V6 sprotasetri í Mosfellsbæ. Útbúnaður Ari Arnórsson vinnur við afþreyingarkerfi bílsins. Verkefni Smíði AlVegs var samtarfsverkefni nokkurra fyrirtækja. Þægindi Það fer vel um fólk í AlVeg fjallarútunni enda góð sæti og pláss. Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Ódáðahraun, Brúar- og Vest- uröræfi, Lónsöræfi og Land- manna- og Síðuafréttur eru allt vinsælir staðir á hálendi Íslands og auðvitað Þórsmörk og Land- mannalaugar sem lengi hafa ver- ið vinsælir áfangastaðir erlendra ferðamanna sem íslenskra. Þessir staðir eiga það allir sameiginlegt að vera nokkuð torsóttir, í það minnsta ef þangað á að ferðast í fullkomnum þægindum. Það er hinsvegar hluti aðdráttaraflsins að erfitt ferðalagið til nátt- úruperlanna sé viðburður út af fyrir sig og þessvegna eru ofur- jeppaferðir á Íslandi vinsæl grein innan ferðaþjónustunnar. Með sérhönnuðum bílum, hönnuðum sérstaklega fyrir útsýnisakstur í torfærum, þarf ekki að hossast um á 15 kílómetra hraða. Það má spyrja sig að því hvort Þórsmörk héldi sínu aðdráttarafli ef öll leið- in væri t.d. brúuð. Umhverfið í fyrsta sæti AUKAKRÓNUR 2 gallabuxurá ári fyrirAukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur keypt þér nýjar Diesel gallabuxur að vori og hausti hjá fjölmörgum verslunum NTC fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 4 2 2 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.