Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 29. Þann vanda höfum við öll að bera, að líkamleg augu okkar sjá ekki Guð. Engin þau dýrmætu skyn- færi, sem okkur eru gefin til þess að skynja jarð- neskan veruleik, gagnast okkur beinlínis, þegar við leitum sambands við hann. Við erum börn jarðneskrar moldar. Það er auð- sætt. En að við erum börn himneskrar náðar er ekki í augum uppi. Það er Guð einn, sem getur séð það. Og til þess að við getum séð það með honum þarf hann að gefa okkur þá innri sjón, sem heitir trú. Það getur hann gert og það vill hann gera. En mikið athugaleysi er það að gleyma því, að við erum á allar síður umkringd af ósýnilegum veruleik, jarðneskum undrum, sem augun sjá ekki og engar greipar góma. Þetta vitum við öll en hugsum ekki út í það. Ekki er loftið sýnilegt, lífsloftið, sem við öndum að okkur og værum dauð um leið og það hyrfi. Ekki er ljósið áþreifanlegt, við getum ekki fest hendur á því. Það eru áhrifin, sem við þreifum á. Að loka á ljós og loft er að opna fyrir dauðanum. Og hvar sérðu dauð- ann? Glyrnur og greipar hans sér enginn. En verk hans og áhrif blasa við. Öll sjáum við skuggana af honum, áverkana, sárin eftir hann. Og öll eigum við það víst að mæta honum og verða að horfast í augu við hann. Og um leið bresta augun okkar, við gef- umst upp skilyrðislaust fyrir ósýnilegu valdi hans. Hvað af því, sem skiptir okkur mestu, er ekki ósýni- legt? Hvað um lífið í æðum, gleðina og sorgina í hjart- anu, ástina, sem þú berð í brjósti eða átt í barmi ann- arar manneskju? Hvað um þær kenndir hugans, sem fá vald yfir þér, þegar þú verður fyrir áfalli, ert lost- inn harmi, bugaður af vonbrigðum? Ellegar þær, sem taka þig tökum, þegar þú verður hrifinn, gagntekinn af góðum áhrifum, uppnuminn af fegurð í náttúrunni eða í listaverki og listrænni tjáningu? Eða gagntek- inn af manngöfgi, sem þú kynnist, drengskap, ástríki, uppörvandi viðmóti og gjöfulli útgeislun frá huldum hjartaslögum í barmi annars manns? Skelfing væri tilveran tómleg og snauð, ef ekkert væri þar nema það, sem mannleg augu sjá og mann- leg hönd verður á fest! Hugsun þín og hjartalag eru eins ósýnileg og Guð. En þinn innri maður verður raunverulegur fyrir hverjum þeim hug öðrum, sem opnar sig fyrir áhrif- unum þaðan. Mannshugurinn birtist, þegar hann tjá- ir sig í orðum og verkum. Hann verður áþreifanlegur þegar hann er tekinn alvarlega. Hann getur ekki snortið neinn annan hug eða gert sig raunverulegan fyrir neinum nema þeim, sem tekur tilveru hans og nærveru gilda og vill blanda geði við hann. Hugir manna sjást ekki. En þeir geta snortið með ósýni- legri nánd sinni. Þeir geta opnast hver fyrir öðrum. Þegar það gerist mætast tveir ósýnilegir hugir með því móti, að ósýnilegir þræðir myndast á milli þeirra. Þræðir, sem engin vísindi geta þreifað á með neinum vélabrögðum. Þessa hluti er ég að nefna, þótt sjálfsagðir séu, af því að í bænum okkar erum við að leita eftir hugar- sambandi við sjálfan Guð. Allt hugarsamband er ósýnilegt. En hvað er raun- verulegt í mannheimi ef ekki hugartengsl manna, geðblöndun, sálufélag? Við eigum innri skynfæri, sjón hjartans, innri hlustir, næmi í sálinni, sem er stillt inn á Guð. Því ættum við ekki að gleyma. Við eigum að leggja rækt við þetta, sem við eigum dýrmætast, þá gáfu, þá gjöf Guðs náðar að geta tengt huga sinn við huga hans. Að mega biðja. Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Hugsun þín og hjartalag erueins ósýnileg og Guð. Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morgunblaðið birti á sunnudögum á síðasta ári, vöktu mikla ánægju meðal lesenda. Um það samdist, milli sr. Sigurbjörns og Morgunblaðsins, að hann héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. HVERS eigum við borgarbúar og Sunn- lendingar að gjalda? Eftir að hafa eytt lunganum úr fallegum sunnudegi í bílaröð frá Ingólfsfjalli og í bæinn þá velti ég því fyrir mér. Í sífellu heyrðust í útvarpinu tilkynn- ingar þess efnis að umferð væri hæg, bíl- stjórar yrðu að vera þolinmóðir, sýna skilning, taka tillit til annarra bílstjóra og forðast framúrakstur. Á meðan ég sat í bílnum þá gafst mér mjög góður tími til að hugsa um niðurskurð í ríkisfjármálum, gjaldþrot heimilanna, gengi krón- unnar og síðast en ekki síst slaka ríkisstjórn sem nú situr á Alþingi og virðist engan dug eða skilning bera í brjósti sér til að taka virki- lega á vandamálum íslensku þjóð- arinnar. Þá kemur í fréttum viðtal við ráðherrann, Kristján Möller. Hann telur að því miður séu Vaðla- heiðagöng líklega komin það langt á teikniborðinu að þau hafi forgang á tvöföldun Suðurlandsvegar. Það lá við að ég keyrði útaf, sem er erfitt á 35 km hraða. Ég velti því fyrir mér hvort maðurinn sé ekki alveg í lagi, nýbúinn að keyra framhjá fjölda hvítra krossa til minningar um þá sem hafa látist í umferðinni á margfrægum einnar akreinar vegi sem liggur frá Hvolsvelli til Reykjavíkur í gegnum Hellu, Sel- foss og Hveragerði. Hvað þurfa margir að látast í umferðinni til þess að ráðherra vakni? Sefur hann kannski bara í heimahéraði, sem er að verða eins og svissneskur ostur, allt kjör- dæmið meira og minna útborað og svo á að bora meira? Það er mál að linni! Við Reykvíkingar ásamt öll- um Sunnlendingum verðum að fá að njóta einhvers af því veggjaldi sem á okkur er lagt, ekki bara Norðlendingar eða Austfirðingar, með fullri virðingu fyrir þeim. Það er kominn tími til að við rís- um upp og látum í okkur heyra! Það er ekki okkur, sem keyrum þennan veg mörgum sinnum í viku, bjóðandi að láta einn mann, þótt ráðherra, sé, ítrekað tala um hvað mikið sé lagt til vegamála án þess að fá einhverjar breytingar í gegn. Meirihluti skattatekna kemur af þessu svæði, þ.e. Reykjavík og Suð- urlandi. Af hverju fáum við ekki notið þeirra í formi tvöföldunar á margumræddum vega- kafla? Er ráðherra kannski svo upptekinn við að standa við kosn- ingaloforð í sínu heimahéraði að ekkert annað kemst að? Það tók Keflvíkinga mörg ár að fá tvöföld- un á Keflavíkurvegi í gegn. Sú framkvæmd hefur nú heldur betur sannað gildi sitt. Al- varlegum slysum hefur fækkað sem auðvitað ber að fagna. Þvílíkur munur er að keyra eftir veginum í dag, ljós að kveldi og bíl- stjórar afslappaðir því hægt að keyra á sínum hraða og svo þeim hraða sem vegurinn býður upp á. Ég legg það til að við fáum að njóta sannmælis og að áhersla verði lögð á tvöföldun Suðurlandsvegar. Núna strax en ekki eftir tvö ár eða þegar einhver vegaáætlun verður endurskoðuð. Notum peningana okkar úr lífeyrissjóðunum til þessa verkefnis, við eigum heimtingu á því. Það liggur ekki lífið á Vaðla- heiðagöngunum, það er verið að klára Héðinsfjarðargöng sem kosta nú ófáar krónurnar. Því skora ég á ráðherra sam- göngumála, sem eflaust hefur feng- ið fréttir af mikilli umferð um helgina á umræddum vegi, að taka þetta stórmál strax upp og setja í algjöran forgang. Við eigum það skilið að tvöföldun Suðurlandsvegar verði kláruð innan tveggja ára með góðum styrk okkar lífeyrissjóða. Að lokum langar mig að minna á mikilvægi þess að hanna íslenska vegakerfið fyrir hjólreiðar. Alþing- ismenn standa í pontu og lofa vist- vænum farartækjum, minni meng- un og meiri grænum kostum. En hvað með efndir? Eitthvað virðist vanta þar upp á! Það er ekki vega- samgöngum að þakka að ekki hafi farið verr fyrir hjólreiðamönnum á þjóðvegum okkar ylhýra lands, heldur tillitssemi bílsjóra og heppni. Hvað með tvöföldun Suðurlandsvegar? Eftir Jón Pétur Jónsson » Það er mál að linni! Við Reykvíkingar ásamt öllum Sunnlend- ingum verðum að fá að njóta einhvers af því veggjaldi sem á okkur er lagt... Jón Pétur Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Í SÍÐASTA pistli sínum „Agnes segir“ heldur Agnes Braga- dóttir áfram að fjalla um alla spillinguna sem hún fullyrðir að hafi viðgengist hjá stjórn- endum lífeyrissjóð- anna. Umfjöllun um þessi mál hefur verið fyrirferðarmikil hjá Agnesi og er það gott að verið sé að halda á lofti öllum þeim spillingarmálum sem viðkomandi telur sig vita um. Hins- vegar vantar í þennan málflutning að Agnes birti lista yfir þær ferðir sem hún er að tala um og hverjir tóku þátt í þeim. Ég vil allt fram í dagsljósið Ástæða þess að ég kalla eftir slík- um upplýsingum er að 29. janúar 2009 skrifaði ég Gildi og Sameinaða lífeyrissjóðnum, tveimur stærstu líf- eyrissjóðum félagsmanna VM – Fé- lags vélstjóra og málmtæknimanna, þar sem ég kallaði eftir greinargerð um allar boðsferðir og gjafir sem framkvæmdastjórar, forstöðumenn eignastýringar og stjórnarmenn hefðu þegið af aðilum sem sjóðirnir fjárfestu í. Eftir því ég best veit var það krafa beggja stjórna sjóðanna að í svörum sjóðanna yrði ekkert dregið undan. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum og á vef VM var í báðum svarbréfum sjóðanna gefinn upp fjöldi boðsferða og veiðiferða á Ís- landi. Þegar stjórn VM tók svörin fyrir voru ferðirnar skoðaðar og metnar með tilliti til þess hvers eðlis þær væru, þ.e. vinnuferðir til að skoða fjárfestingarkosti eða hreinar boðsferðir. Ég hef talið að Agnes sé að tala um seinni flokkinn. Við litum m.a. til þess að samkeppni lífeyr- issjóða og þrýstingur á að halda niðri rekstrarkostnaði hafi verið hvati fyr- ir stjórnendur til að þiggja boð aðila um að borga fyrir vinnuferðir sem eru annars eðlilegur þáttur í starfi stofn- anafjárfesta á borð við lífeyrissjóði. Hvað boð í veiðiferðir varðar taldi stjórn VM að þótt slíkt hafi á tímabili verið við- tekin venja í fjármála- lífinu hafi stjórnendur lífeyrissjóðanna mis- stigið sig með því að þiggja þær og boðið upp á tortryggni. Ekki þótti þó ástæða til að krefjast afsagna vegna þess. En hvergi kom fram að einhverjar óhófs-boðsferðir hefðu verið þegnar af stjórnendum sjóðanna eins og þeim hefur verið lýst. Sameinumst um siðbót en ekki söguburð Agnes kallaði eftir því að Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA, birti lista yfir allar þessar svokölluðu lúxusboðsferðir enda væru hæg heimatökin fyrir hann. Ég teldi það faglegra af blaðamanni að birta þær upplýsingar sem liggja að baki fullyrðingum hennar og sögum. Að þeim birtum skal ég taka virkan þátt í því með Agnesi að þeir ein- staklingar sem þegið hafa slíkar óhófsferðir finni sér annan starfs- vettvang en hjá almennu lífeyrissjóð- unum. Ég hef mikinn áhuga á að vita hverjir úr lífeyrissjóðsumhverfinu fóru í lúxusboðsferðirnar. Skemmti- ferð ótengd verkefnum sjóðsins get- ur varla talist annað en mútur. Það á þeim að vera ljóst sem starfa í þessu umhverfi fyrir há laun vegna hæfi- leika sinna og kunnáttu. Flettum ofan af þeim sem sann- arlega tóku þátt í sukki en hreinsum um leið þá sem höfðu dómgreind til að forðast freistingar. Eftir því sem mér skilst var ekki hörgull á gylli- boðum fyrir þá sem vildu þiggja. Í dag er erfitt að ræða hlutlægt hvar draga skuli mörkin, því ef reynt er að fjalla um þessi mál án þess að til- heyra því liðinu sem sér spillingu í öllum hornum, hættir maður á að verða sjálfkrafa dreginn í dilk með þeim sem vilja verja sukkið. Ég vona að orð mín hér verði ekki skilin þann- ig. Fetum meðalveg hlutlægni og sanngirni þegar við metum orð og gerðir síðustu ára og leggjum þannig grunn að endurreisn. Sumstaðar fóru menn yfir strikið en það felur ekki í sér að reka beri alla sem komu að stjórnun og rekstri lífeyrissjóða. Öxlum þá ábyrgð að leggja dóm á það hvar við ætlum að draga mörkin, lærum svo af reynslunni og end- urbætum siðferði og vinnureglur. Það hafa raunir báðir þeir lífeyr- issjóðir sem ég nefndi hér að framan þegar gert. Bætum og verjum besta lífeyr- issjóðakerfið Þessi grein rúmar ekki úttekt á öllu lífeyrissjóðakerfinu en í kjölfar hruns fjármálakerfisins verðum við að fara yfir fjölmarga þætti sem lúta m.a. að stjórnun áhættu, jafnvel á kostnað ávöxtunar og að læra að var- ast hlutabréfamarkað sem blásinn er upp af óskhyggju en ekki verðmæta- sköpun. Jafnvel þeir sem gagnrýna ein- staka þætti í stjórnun og rekstri líf- eyrissjóða á undanförnum árum verða líka að geta viðurkennt að líf- eyriskerfi okkar hefur fjölmarga góða kosti. Við megum ekki rífa nið- ur áratuga uppbyggingu á því lífeyr- iskerfi sem talið er eitt hið besta í heimi og þykir hvarvetna til fyr- irmyndar út af þáttum sem einfalt er að taka á af ábyrgð og festu og færa til betri vegar. Hendum ekki barninu út með baðvatninu. Því vil ég hvetja Agnesi til að birta þegar í næsta pistli sínum lista yfir boðsferðirnar, tilefni þeirra og nöfn þátttakenda. Þá getum við farið að vinna í þessu máli af viti og einbeitt okkur að því að bæta og verja okkar öfluga lífeyr- iskerfi í stað þess að fjalla bara um sögur. Eftir Guðmund Ragnarsson Guðmundur Ragnarsson » Í stað þess að segja stakar dæmisögur af sukki þurfum við að birta upplýsingarnar að baki þeim og sam- einast svo um að verja og bæta lífeyriskerfið. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna og nýkjörinn stjórnarmaður í Gildi lífeyrissjóði Agnes segir spillingarsögur um lífeyrissjóði , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.