Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 umhverfi, af því það hentaði þeim ekki. Þennan málflutning keypti Ingibjörg Sólrún þegar hún var utanríkisráðherra og fundaði með einhverjum evrópusambandsmönnum og hún sagði eftir þann fund að þetta væri ekki lagalegt spursmál, heldur pólitískt. Það taldi ég alltaf og tel furðulegt, því það var þeirra sjónarmið og hagur, ekki okkar sem réð þessari afstöðu þáverandi formanns Samfylk- ingarinnar. Við hljótum alltaf að velta því fyrir okkur hvort við erum skuldbundin að lögum til að greiða annarra manna skuldir. Vitanlega eru það lögin sem eiga skera úr um það með hvaða hætti eigi að skera úr um ágreining á milli þjóða.“ Davíð finnst það sæta nokkurri furðu að sérstök skýrsla, sem íslensk stjórnvöld hafi undir höndum, um tryggingamál og inn- stæðutryggingasjóði, sem hafi verið unnin af evrópskri nefnd á vegum OECD undir stjórn núverandi seðlabankastjóra Seðlabanka Evr- ópu, hafi ekki verið gerð opinber. „Þessi nefnd á vegum OECD, sem Jean- Claude Trichet, sem nú er orðinn seðla- bankastjóri Seðlabanka Evrópu stýrði, segir í skýrslu sinni að innstæðutryggingakerfið gildi ekki ef um algjört bankahrun er að ræða í við- komandi landi. Ég veit til þess að íslensk stjórnvöld hafa þessa skýrslu og mér finnst með ólíkindum að þetta skuli ekki hafa verið birt og þetta notað efnislega í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði. Vit- anlega er þetta atriði sem skiptir mjög miklu máli. Það sem er alvarlegast í þessu máli, af hálfu viðræðunefndarinnar íslensku og ríkisstjórn- arinnar, er að Íslendingarnir skuli hafa byrjað á því að segja við hina erlendu viðsemjendur sína: Við ætlum að líta þannig á, að við séum skuldbundin til að borga. Skuldbundin þýðir það að við séum að fara að lögum. En um leið og menn segja þetta, þá er þeirra samnings- staða náttúrlega farin veg allrar veraldar. Segjum nú svo að Íslendingar vildu vera góðir við Evrópusambandið, eins og Ingibjörg Sólrún og Jóhanna, þó það kosti þjóðina mikið, þá ættum við að nálgast viðfangsefnið með því að segja: Það er bersýnilega uppi lagalegur ágreiningur og allar líkur sem standa til þess að við séum ekki skuldbundin til þess að borga. En við viljum samt leggja okkar af mörkum til þess að stuðla að stöðugleika í bankaumhverfi evrópskra banka og þess vegna erum við reiðubúin að ganga til við- ræðna við ykkur, þótt okkur beri engin skylda til þess. En um leið og við segjum, eins og sagt hefur verið, að þetta séu skuldbindingar okkar, sem við ætlum að standa við, þá erum við búin að eyðileggja samningsstöðu okkar. Þetta er staðreynd, eins dapurlegt og það nú er.“ Þarf enga ríkisábyrgð Davíð spyr hvort menn hafi ekki velt því fyrir sér hvaða ástæður eru fyrir því að rík- isstjórnin leggur nú ofurkapp á það að fá Al- þingi til þess að samþykkja ríkisábyrgð á skuldbindingum vegna Icesave-samningsins. „Ef ríkið er skuldbundið að lögum til þess að greiða þessar upphæðir, hverjar sem þær svo verða að lokum, til Breta og Hollendinga, þá þarf enga ríkisábyrgð, svo einfalt er það. Það að sækjast eftir ríkisábyrgð að kröfum Breta og Hollendinga, sannar svo ekki verður um villst að þessir aðilar trúa því ekki að nokk- ur hlutlaus dómstóll myndi dæma okkur í óhag.“ – Nú liggur ekkert fyrir um það enn hversu mikið af Icesave-skuldbindingunum kemur til með að falla á ríkissjóð. Það ræðst af því hversu mikið af útistandandi kröfum Lands- bankans erlendis innheimtist, ekki satt? „Allt er þetta mjög miklum vafa undirorpið, svo ekki sé meira sagt. Það er mjög breitt bil sem rætt er um, þegar talað er um hversu mikið af útistandandi kröfum Landsbankans erlendis muni innheimtast. Þar er rætt um allt frá 40% og upp í 95% sem muni innheimtast. Spursmálið er þetta: Ef Bretar og Hollend- ingar tryðu því að 95% af útistandandi kröfum Landsbankans mundu innheimtast, hvernig stendur þá á því, að þeir heimta að það sé líka ríkisábyrgð á þeim útistandandi fjármunum sem eiga að skila sér? Sú krafa sýnir nú að þeir hafa ekki mikla trú á innheimtunni. Það geta líka komið upp lagaflækjur, sem verður ekki svo auðvelt að greiða úr. Það er ekkert útilokað að kröfuhafar sem eiga aðrar kröfur en innstæðukröfur reyni að fá því hnekkt fyrir dómstólum að innstæðukröfur séu teknar fram fyrir aðrar kröfur. Það er ekkert hægt að segja um það nú, hvort slíkt mál myndi tapast fyrir dómstólum. Þess vegna er það stórundarlegt og reyndar stórhættulegt að enginn fyrirvari sé í samn- ingnum hvað þetta varðar. Það liggur í augum uppi, að fyrirvari ætti að vera í samningnum, í þá veru að ef slíkt dómsmál tapaðist af hálfu ríkisins, að þar með félli ríkisábyrgðin úr gildi.“ Varnarþing er hér á Íslandi – Hvaða dómstóll gæti mögulega fjallað um ágreiningsefni okkar við Breta og Hollend- inga, ef Alþingi hafnar Icesave-samningnum? „Við þurfum ekkert að velta því fyrir okkur. Varnarþingið er hér á Íslandi. Þeir sem vilja rukka okkur, þeir leita til dómstóls hér á landi. Íslenskur dómstóll hefur ekki sýnt sig í því að vera einhver heimadómstóll. Hann bara dæm- ir að réttum lögum.“ Davíð segir að það hafi legið fyrir af hálfu breskra og bandarískra lögfræðiskrifstofa fyr- ir áramót, að sérfræðingar þeirra hafi talið að Íslendingum bæri engin skylda til þess að greiða Icesave-innstæðurnar. „En íslenska samninganefndin og fjár- málaráðuneytið töldu að það væri of dýrt að ráða slíka alþjóðlega sérfræðinga, breska og bandaríska, sér til fulltingis! Of dýrt! Þegar þessir sömu menn voru að skuldbinda Ísland til þess að greiða kannski á milli 500 og 1.000 milljarða króna, sem jafngildir því að dæma ís- lensku þjóðina til eilífrar fátæktar. Að fá slíka alþjóðlega lögfræðilega aðstoð, hefði kostað okkur smápeninga, miðað við það sem þessi skelfing getur kostað okkur.“ Það verður að birta skjöl – En nú hefur því verið haldið fram að ríkis- stjórnin komist hvorki lönd né strönd, ef ekki verður staðið við Icesave-skuldbindingarnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni hætta við fyrirgreiðslu við okkur og endurreisn efna- hagslífsins geti ekki hafist, eins og fjár- málaráðherra hefur orðað það. Hvað segir þú við slíkum röksemdum? „Það er auðvitað með miklum ólíkindum að halda því fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekki veita okkur fyrirgreiðslu nema við klárum samninga við Breta og Hollendinga um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á að sjá til þess, þegar hann veitir fyrirgreiðslu, að ríkið drekki sér ekki í skuldafeni. Það eru til skjöl sem sýna að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telja kröfur Breta, Hollendinga og Þjóðverja og misbeitingu þeirra innan Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins til þess að tengja saman aðstoð Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins við Íslendinga og einkakröfur þessara aðila umfram lagaskyld- til ævarandi fátæktar Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.