Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 47
Velvakandi 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009
Grettir
ÉG ÞURRKAÐI SOKKANA
MÍNA Í ÖRBYLGJUOFNINUM...
NÚNA LYKTA ÞEIR EINS OG
ÖRBYLGJUPÍTSAN FRÁ ÞVÍ Í GÆR
FLOTT
MMMMM
SVONA ER
AÐ VERA
PIPARSVEINN
Kalvin & Hobbes
EKKI GERA ÞAÐ, MAMMA.
EF MUMMI KEMST AÐ ÞVÍ
AÐ ÉG KLAGAÐI ÞÁ
DREPUR HANN MIG
ÞAÐ GENGUR EKKI AÐ
HANN KOMIST UPP MEÐ AÐ
RÆNA SAMNEMENDUR SÍNA
HÉRNA ER
LISTI YFIR
ÞAÐ SEM ÉG
VIL VERA Í.
SJÁUMST Í
LÍKHÚSINU
Kalvin & Hobbes
HÉRNA ER TVÖHUNDRUÐ-
KALLINN ÞINN, KALVIN
EINHVER KJAFTAÐI. EF
ÉG KEMST AÐ ÞVÍ HVER
ÞAÐ VAR ÞÁ LÚBER
ÉG HANN
ÉG ÆTTI AÐ NOTA
TVÖHUNDRUÐKALLINN
MINN TIL AÐ HRINGJA Í
TRYGGINGARNAR
Kalvin & Hobbes
HÆ,
PABBI! ÉG ER UPP-TEKINN, KALVIN.
HVAÐ ER ÞAÐ?
PABBI, GETURÐU NÁÐ Í
HAUG AF MOLD OG VÆNAN
SKAMMT OF GRASI Á
LEIÐINNI HEIM?
SJÁLFSAGT!
ÉG ÆTLA
AÐ HRINGJA
Í SKÓLA-
STJÓRANN
Hrólfur hræðilegi
HRÓLFUR LÍTUR ÚT
FYRIR AÐ VERA
NIÐURLÚTUR JÁ...
HANN ER
HRÆDDUR UM
ORÐSPORIÐ SITT
UM DAGINN KALLAÐI
EINHVER HANN, „HRÓLF
EKKI-SVO-HRÆÐILEGA“!
Gæsamamma og Grímur
USS... ÉG
ER AÐ SKRÓPA
Í HEIMA-
KENNSLU!
Ferdinand
ÞA{ var kátt á hjalla í Skallagrímsgarði í Borgarnesi um síðustu helgi en
þar fóru fram hátíðarhöld til heiðurs fyrstu hetju Íslendingasagna, Þor-
gerði Brák. Hlaupið var Brákarsund og digurbarkalegir víkingar brugðu á
leik eins og þessi mynd sýnir glöggt.
Morgunblaðið/Eggert
Brákarhátíð í Borgarnesi
Aldrei aftur
ÞÁ ER hið rétta eðli
Vinstrihreyfingarinnar
Græns framboðs og
Samfylkingar komið í
ljós, þrátt fyrir „fal-
legar“ ræður á hátíð-
isdögum eins og á
þjóðhátíðardaginn um
að það ætti að stuðla að
jafnrétti og réttlæti í
þessu landi. Ræðan var
ekki fyrr búin en farið
var í það að skerða kjör
öryrkja og aldraðra svo
um munar.
Fjármálaráðherra
sagði í sjónvarpsviðtali
fyrir aðgerðinar að aðeins þeir með
breiðu bökin í landinu þyrftu að taka
á sig skattahækkanir og niðurskurð.
Mikil ósköp vildi ég að Ríkissjón-
varpið eða Stöð 2 myndu spila þetta
viðtal aftur. Breiðu bökin í augum
stjórnarflokkanna eru öryrkjar og
aldraðir. Um síðustu áramót skertu
flokkarnir kjör lífeyrisþega um 10%
og nú aftur og það jafnvel 20-30%.
Þetta kalla þeir jafnrétti og réttlæti.
Forystumenn stjórnarflokkanna
hæla sig nú af því að öryrkjum og
öldruðum með 180 þúsund kr. og
minna í heildartekjur yrði hlíft. Ja
hérna hér. Nokkrum dögum áður
fullyrtu þau að kjör lífeyrisþega
yrðu varin og þeir sem væru með
300 þúsund á mánuði í heildartekjur
yrðu ekki fyrir neinum niðurskurði.
Skerðingarhlutfallið hækkar úr 38%
upp í 45% og grunnlífeyririnn verður
skertur líka. Þetta á að gilda næstu
fjögur árin. Öryrkjar og aldraðir
munu standa í stað
næstu fjögur árin – á
sama tíma hækka laun
á vinnumarkaði áfram
og verðlag hækkar í
kjölfarið.
Vinstri græn skiptu
um grímu frá því er
þau voru í stjórnarand-
stöðu. Sama tuggan
glymur aftur og aftur
hjá fjármálaráðherra
sem kennir Sjálfstæð-
isflokki um allt. Stað-
reyndin er sú að þrátt
fyrir ræðusnilld hans
verða öryrkjar og aldr-
aðir nú fyrir mestu
kjaraskerðingum sög-
unnar. Það er stóra staðreyndin og
ekki einn einasti þingmaður Vinstri
grænna sá ástæðu til að standa gegn
aðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir yf-
irlýsingar um að nú væri stund til að
tala eftir eigin sannfæringu.
Orð eins og stöðugleikasáttmáli,
breið samstaða og þjóðarsátt eru
mikið notuð af stjórnvöldum þessa
dagana. Þau gleyma því hins vegar
aða 40 þúsund lífeyrisþegar geta
ekki með nokkru móti tekið undir
með þeim. Dómur lífeyrisþega í
næstu kostningum, sem vonandi
verða fljótlega, verður nefnilega á þá
leið að hugsa sig ekki einu sinni um,
þeir hugsa sig alls ekkert um að
kjósa núverandi stjórnarflokka.
Aldrei aftur.
Lífeyrisþegi.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Reykjavík
Sími 588 9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Vandað 265,3 fm parhús á mjög góðum stað. Húsið skiptist m.a. í
4-5 svefnherbergi, þrjár stofur, arinn. Endurnýjuð baðherbergi.
Sérhönnuð lýsing. Hiti í gólfum. Falleg lóð með stórri verönd í suður
og heitum potti. Góður bílskúr með millilofti. Mjög áhugaverð eign á
einstaklega góðum og skjólsælum stað. V. 69 millj.
Upplýsingar gefur Þórarinn lögg.fs. sími 899-1882
Eiðismýri Seltjarnarnes
– glæsilegt parhús