Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Þ egar Landsbankinn hóf að safna Icesave- innstæðum í útibúinu í London í árslok 2006, þá voru það viðbrögð við fjármálakreppunni sem skók bankana fyrr sama ár. Þetta voru valin viðskipti ársins 2007 af „hálærðum álitsgjöfum“ og Lands- bankinn fékk besta lánshæfismatið af viðskiptabönkunum þremur hjá al- þjóðlegu matsfyrirtækjunum, þar sem innlán voru stærri hluti af fjár- mögnun bankans. Það rann hinsvegar smám saman upp fyrir ráðamönnum, einkum eftir því sem leið á árið 2008, að gríð- arlegur vandi hafði skapast, sem hélst í hendur við lausafjárkreppu bankanna. Mótsögnin var sú að láns- hæfismatsfyrirtækin hvöttu bankana til að fara í innlánasöfnun, en síðan var það eitt af því sem þau nefndu sem helsta veikleika Landsbankans, því peningarnir gátu horfið á einni nóttu af netreikningunum. „Það sem átti að bjarga Landsbankanum, varð svo til að drepa hann.“ Áhyggjur fjármálaeftirlita Þegar Landsbankinn reyndi að koma Icesave-reikningunum í Lond- on úr útibúi í dótturfélag, þá gerði breska fjármálaeftirlitið mjög stífar kröfur um flutning eigna Landsbank- ans til Bretlands og um tímamörk fyrir eignaflutninginn. Fyrir vikið „stympaðist bankinn við“ að fara þá leið, meðal annars vegna þess að strangari reglur gilda um bindingu fjár í dótturfélögum, auk þess sem erfitt var að mæta kröfum Breta um flutning eigna, þar sem ákvæði í lána- samningum kváðu á um að þá væri hægt að gjaldfella þau. Landsbankinn taldi sig hafa náð samkomulagi við breska fjármálaeft- irlitið 29. maí, sem fól í sér að Lands- bankinn legði inn 5% af öllum Ice- save-innstæðunum, upphaflega átti það að fara inn á bundinn reikning í Englandsbanka, en svo tókst sátt um að hluti af því færi inn í Seðlabanka Íslands. Eftir því var tekið að áhugi Landsbankans á færslunni yfir í dótt- urfélag minnkaði við það. En það reyndist skammgóður vermir. Áhyggjur Breta uxu þegar leið á sumarið og áherslan jókst á að útibú Landsbankans yrði dótturfélag, með tilheyrandi flutningi eigna til Bret- lands. Um mánaðamótin júlí/ágúst var þolinmæðin þrotin hjá breska fjár- málaeftirlitinu, eftir fyrirspurnir um Icesave í breska þinginu í júlí, og á Tekist er á um það á Alþingi og um allt þjóðfélagið hvort Íslendingum beri að greiða mörg hundruð milljarða vegna Icesave. Hér er leitast við að rekja sögu Icesave og greina samningana. Er það byggt á nýjum og eldri heimildum og samtölum við fjölmarga sem að málinu komu. Morgunblaðið/Eggert London Áhugi Landsbankans á færslu yfir í dótturfélag minnkaði. „Allt saman mi 201320122011201020092008200720062005200420032002200120001999 Milliríkjadeilan um Icesave Innstæðurnar fara í útlán til ávöxtunar, að mestu til fyrirtækja, en óvíst er að lánasöfnin fáist greidd nema að hluta til baka. 2 bizLLC Ldt. Stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi greiða innstæðueigendum umfram lágmarkið, að fullu í Bretlandi og upp að 100 þúsund evrum í Hollandi. Samið er um að Ísland taki á sig lágmarks- trygginguna og fái lán til þess frá ríkjunum tveimur. 4Þegar Landsbankinn fer í þrot, lokast Icesave-reikningarnir. Innstæðueigendur krefjast þess að fá fjármunina greidda, en Tryggingasjóður innstæðna dugar ekki til aðmæta lágmarks- ábyrgðinni, sem hljóðar upp á 20.887 evrur. 3 Tryggingasj. innistæðueig.? ? Reiknað er með að lánasafnið innheimtist næstu sjö árin. 53% af heimtum fara upp í lánið til Íslendinga. Það sem út af stendur af láninu í lok lánstímans fellur á íslenska ríkið með vöxtum. 5 bizLLC Ldt. 53% / 47% Landsbankinn stofnar Icesave-reikninga, sem Hollendingar og Bretar leggja inn á. 1 Alþingi innleiðir tilskipanir ESB um inn- lánstryggingar og tryggingakerfi fyrir fjár- festa í íslenskan rétt með lögum. Það er samþykkt með 59 samhljóða atkvæðum. MARS Landsbankinn stofnar útibú í Bretlandi. OKTÓBER Landsbankinn byrjar að taka við innlánum undir merkjum Icesave í Bretlandi. Landsbankinn stofnar útibú í Hollandi. SÍÐARI HLUTI MAÍ Landsbankinn ýtir Icesave úr vör í Hollandi. Örfáum mánuðum síðar samþykkir Alþingi neyðarlög og tekur bankana yfir. Fjármálaráðherra leitar eftir heimild Alþingis til að staðfesta ríkisábyrgð á lánum innstæðutryggingasjóðs frá Bretum og Hollendingum, en þeir fjármunir hafa farið í að tryggja lágmarksinnistæðu á reikningum Icesave í Bretlandi og Hollandi. ALÞINGI innleiddi tilskipanir ESB um inn- lánstryggingar og tryggingakerfi fyrir fjár- festa í íslenskan rétt með lögum árið 1999, en frumvarpið var samþykkt með 58 samhljóða atkvæðum. Við það sameinuðust nokkrir trygg- ingasjóðir í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta sem er sjálfseignarstofnun. Í lögunum kemur fram að dugi eignir sjóðsins ekki til fullrar tryggingar skuli krafa hvers tryggðs innstæðueiganda greidd að fullu, að fjárhæð 20.887 evrur, en eftir það skuli greitt hlutfallslega inn á allar kröfur. Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að sjóðnum sé „heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum, hrökkvi eignir sjóðsins ekki til“. Tryggingasjóður hefur verið birtur í ríkisreikningi, en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það, þar sem sjóðurinn sé sjálfs- eignarstofnun en ekki ríkisstofnun. Í því felst að Ríkisend- urskoðun telur að ríkissjóður beri ekki lögformlega ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðsins. Í umræðum í þinginu spurði Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Finn Ingólfsson, þáverandi við- skiptaráðherra, hvort hann myndi beita sér fyrir því eftir einkavæðingu stóru viðskiptabankanna „að ríkissjóður hafi pólitíska og siðferðilega bakábyrgð ef í harðbakkann slær þannig að fólk geti treyst því að þessir fyrrum rík- isbankar, þegar þeir verða einkavæddir, séu traustar stofnanir og muni skila þeim peningum til baka sem fólk hefur treyst þeim til að varðveita og ávaxta?“ Finnur svaraði „að ef sjóðurinn getur ekki staðið fullkomlega undir öllum skuld- bindingum, þá er gert ráð fyrir því að allir þeir sem eiga 1,7 millj. kr. inni í viðkomandi fyrirtæki, viðkomandi bankastofnun, fái það að fullu greitt. En síðan greiddist það sem umfram það er og eftir stæði hjá sjóðn- um hlutfallslega ofan á þá upphæð. Þetta er reglan sem sett er. Síðan er gert ráð fyrir því hvað sjóðurinn þurfi að vera með af peningum hverju sinni og hvað hann eigi að vera með hverju sinni til ráðstöfunar miðað við stærð kerfisins. Og vonandi lend- um við ekki í allsherjar stóru gjaldþroti.“ Ekki var því skilningur viðskiptaráðherra á þeim tíma, að lögin fælu í sér ríkisábyrgð, en þó virðist annað ekki hafa hvarflað að honum en að lágmarksupphæðin fengist greidd. Jó- hanna Sigurðardóttir lagði það hinsvegar til í annarri umræðu að einstaklingar skyldu fá kröfur sínar vegna tryggðra inn- stæðna greiddar að fullu, en sú breytingartillaga var felld eftir að Jóhanna hafði meðal annars rökstutt hana þannig: „Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar.“ „Vonandi lendum við ekki í allsherjar stóru gjaldþroti“ ‘‘„HÉR ER SEM SAGTLAGT TIL AÐ FULLTRYGGINGAVERND SÉHJÁ ÞEIM SEM EIGA INNSTÆÐUR SÍNAR Í INNLÁNSSTOFNUNUM OG BÖNKUM …“ Finnur Ingólfsson Jóhanna Sigurðardóttir Guðmundur Árni Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.