Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Golli sama tíma þyngdist róðurinn í Hol- landi. Mátti öllum vera ljóst að eft- irlitin í löndunum bæru saman bækur sínar. Breska fjármálaeftirlitið sendi fulltrúa sinn á fund FME í byrjun ágúst, sem hafði starfað með Jóni Sigurðssyni hjá Alþjóðabankanum, og voru þeir á einu máli um mikilvægi þess að breyta útibúinu í dótturfélag. Fjármálaeftirlitið í Hollandi gerði fyrstu alvarlegu athugasemdina 12. ágúst um að lengja þyrfti binditíma innstæðna í Icesave. Landsbankinn brást við með því að bjóðast til þess að hægja á ferðinni, hætta með há- vaxtareikninga og „að leggja evru á móti evru“. Icesave stóð þá í 1.150 milljónum evra og bauðst Lands- bankinn til að leggja inn í Seðlabanka Íslands allt sem kæmi inn umfram það. Þetta gekk ekki eftir, nýrri þjón- ustu var ekki hleypt af stokkunum um mánaðamótin ágúst/september, eins og ráðlagt hafði verið, og Lands- bankinn hætti að auglýsa í Hollandi. Fyrir vikið fór ný og kostnaðarsöm auglýsing fyrir Icesave aldrei í loftið, sem sýna átti fyrst í Hollandi og síðan í öðrum löndum þar sem Icesave var á boðstólum. Auglýsingin var tekin upp í íslenskri náttúru og snerist um það hversu gagnsætt hugtak Icesave væri; aðalpersónan rakst sífellt á veggi í glerhöll, enda sást í gegnum allt, og í lokin spurði hún einfaldrar spurningar – hvar klósettið væri. „Röggsamur og ágætur“ Hugur íslenskra stjórnvalda stóð til þess að koma Icesave í skjól dótt- urfélags í Bretlandi og til marks um það sótti Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra fund með Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í London 2. september, þar sem í fylgdarliði Björgvins var formaður stjórnar FME, ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins og ráðuneyt- isstjóri fjármálaráðuneytisins, sem kippt hafði verið með á síðustu stundu, þar sem fundað væri með breska fjármálaráðherranum. Fundurinn var örstuttur, Baldur Guðlaugsson og Jón Sigurðsson töl- uðu máli hópsins, og Darling virkaði að sögn ágætlega vel á íslensku við- semjendurna – „röggsamur og ágæt- ur“. Lögð var áhersla á það hjá Ís- lendingum að lækka þröskuldinn, þannig að fjármagnsflutningar færu fram í tveimur skrefum en ekki einu. Svo gerist það tæpum tveim vikum seinna að Lehman fellur og þá ganga Evrópuríkin af göflunum, ekki síst viðsemjendur Íslendinga, enda log- uðu bankakerfin stafnanna á milli í öllum þessum ríkjum. Í bréfi sem sent var úr við- skiptaráðuneytinu 20. ágúst í breska fjármálaráðuneytið segir orðrétt í ís- lenskri þýðingu: „Ef svo ólíklega færi, að okkar mati, að stjórn Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda og fjár- festa tækist ekki að afla nægilegs fjár á fjármálamörkuðum viljum við full- vissa yður um að íslenska rík- isstjórnin mun gera allt sem ábyrgar ríkisstjórnir myndu gera í slíkri stöðu, þar á meðal að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár til að hann geti uppfyllt kröfur um lág- markstryggingu.“ Afstaðan var svo ítrekuð í bréfi 5. október. Bréfið var samið af ráðuneyt- isstjóra og fjórum ráðherrum, Geir H. Haarde, Árna Mathiesen, Björg- vin G. Sigurðssyni og Össuri Skarp- héðinssyni. Allir lágu þeir yfir bréfinu og orðalagi þess. Í fyrri drögum hafði ‘‘„VIÐ VILDUM AÐ ÞETTAYRÐI DIPLÓMATÍSKTMÁL, EKKI INNHEIMTU-MÁL FJÁRMÁLARÁÐU- NEYTANNA.“ AGS Skuldaþolið á að duga. kil sorgarsaga“ 2023202220212020201920182017201620152014 Áætlaðar árlegar endurgreiðslur til Breta og Hollendinga. Upphæð fer eftir endurheimtum á lánasafni Icesave. Miðað við 60% endurheimtur á lánasafni Miðað við 75% endurheimtur á lánasafni Miðað við 83% endurheimtur á lánasafni Miðað við 95% endurheimtur á lánasafni 53.399 Ma. ISK 51.347 Ma. ISK 49.295 Ma. ISK 47.242 Ma. ISK 45.190 Ma. ISK 43.137 Ma. ISK 41.085 Ma. ISK 39.033 Ma. ISK Samtals: 369.728,1 milljarður króna Samtals: 480.052,9 milljarðar króna Samtals: 553.602,8 milljarðar króna Samtals: 691.508,7 milljarðar króna 69.334 Ma. ISK 66.669 Ma. ISK 64.004 Ma. ISK 61.339 Ma. ISK 58.674 Ma. ISK 56.009 Ma. ISK 53.345 Ma. ISK 50.680 Ma. ISK 79.956 Ma. ISK 76.883 Ma. ISK 73.810 Ma. ISK 70.737 Ma. ISK 67.664 Ma. ISK 64.591 Ma. ISK 61.518 Ma. ISK 58.444 Ma. ISK 99.874 Ma. ISK 96.035 Ma. ISK 92.197 Ma. ISK 88.358 Ma. ISK 84.519 Ma. ISK 80.681 Ma. ISK 76.842 Ma. ISK 73.003 Ma. ISK Hvað er hægt að gera fyrir... 691.508.700.000 kr. • Það væri hægt greiða öll útgjöld ríkissjóðs í meðalári og splæsa tónlistarhúsi á þjóðina í ofanálag. 553.602.800.000 kr. • Þaðværi hægt að sleppa því að senda reikning fyrir útfluttumsjávar- afurðumtil Bretlands næstu 13árin eða Hollandsnæstu50árin. 480.052.900.000 kr. • Það væri hægt að standa straum af fjárframlögum hins opinbera til leikskóla næstu 48 árin. 396.728.100.000 kr. • Það væri hægt að reka allt heilbrigðiskerfið næstu þrjú árin. 48ár 3ár 13/50ár 1ár+ Endurgreiðsla hefst á Icesave- skuldbindingum ríkissjóðs. Lauslegir útreikningar, byggðir á forsendum úr gögnum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. 17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.