Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, HJALTI HEIMIR PÉTURSSON, Hringbraut 136b, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 28. júní. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 8. júlí kl. 13.00. Guðný Adolfsdóttir, Hulda Klara R. Hjaltadóttir, Jóhann Helgi Eiðsson, Þóra Kristín Hjaltadóttir, Davíð Fannar Bergþórsson, Ásthildur Margrét Hjaltadóttir, Carmen Lena Ribas, Ómar Þröstur Hjaltason, Katrín Arndís Magneudóttir, Pétur Friðrik Hjaltason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Þór Hauksson, Ólavía Lúðvíksdóttir, og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁRNI JÓHANNES HALLGRÍMSSON, Breiðuvík 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 28. júní. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 6. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og Hjartaheill. Ásdís Ásgeirsdóttir, Ása Árnadóttir, Sigurdór Friðjónsson, Kristjana Vilborg Árnadóttir, Hannes Björn Friðsteinsson, Guðrún Árnadóttir, Ásgeir Óskarsson, Ásgeir Þór Árnason, Karlotta Jóna Finnsdóttir, Hallgrímur Árnason, Sigurður Árnason, Kari Anne Østby, Dagný Árnadóttir, Hafsteinn Hróbjartur Hafsteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 1. júlí. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sæunn Andrésdóttir, Guðrún Andrésdóttir, Konráð J. Andrésson, Margrét Björnsdóttir, Guðleif B. Andrésdóttir, Ottó E. Jónsson, Anna María Andrésdóttir, Arnheiður G. Andrésdóttir. ✝ Okkar ástkæri JÓN A. VALDIMARSSON, Heiðarvegi 4, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi þriðjudaginn 30. júní. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13.00. Bjarni Valtýsson, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Viðar Pétursson, Ásdís Jónsdóttir Schultz, Donald Schultz, Guðbjörg Jónsdóttir, Þórður Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR M. KRISTJÁNSSON fyrrv. skólastjóri og bóndi frá Brautarhóli, Svarfaðardal, sem lést fimmtudaginn 25. júní, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 11.00. Kristján Tryggvi Sigurðsson, Gunnar Þór Sigurðsson, Sólveig Lilja Sigurðardóttir, Friðrik Arnarson, Sigurður Bjarni Sigurðsson, Þórunn Jónsdóttir og barnabörn.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% og má segja að hún hafi aldrei náð sér á strik eftir það. Hún hafði af miklu að taka þar sem umhyggja var, og umhyggjan óx því meira sem af henni var tek- ið. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Við hjónin vottum fjölskyldu hennar einlæga samúð okkar. Kristín Þorkelsdóttir. Veg minn varða konur miklu fremur en karlar. Fjórar eldri vörður ber hæst á síðustu áratug- um: þær eru móðir mín, Sigríður; tengdamóðir mín, Anna; eiginkona mín, Kristín; og sú sem hér er kvödd, Ragna Klara Björnsdóttir. Ég sit við tölvuna og reyni að koma böndum á hugsanir mínar, en aftur og aftur hverfur lyklaborðið mér sjónum. Það er tæknilegt vandamál sem veldur, augu mín fyllast söltu vatni sem byrgir mér skýra sýn. „Hún Ragna okkar“ er farin af sviðinu og mér er brugðið. Sár harmur sækir að mér; á liðnum áratugum hefur þessi kona eignast innistæðu í hjarta mínu og huga og mér er brugðið. Mér er sem ég sé að missa móður öðru sinni. Tvær náðargjafir náttúrunnar verða mér æ hugstæðari með aldr- inum: þögnin og svefninn. Að sofna inn í þögnina og hvílast. Nú hefur örþreyttum líkama „hennar Rögnu okkar“ hlotnast þessi náðargjöf, svefn og hvíld og er það vel. Á móti kemur að sé líf að loknu þessu þá mun ekki líða á löngu þar til Ragna Klara Björnsdóttir ættuð úr Mýrdalnum verður farinn að taka til hendinni á nýjum vett- vangi. Og það munar um glaðsinna dugnaðarforkinn. En njóttu hvíldarinnar, Ragna okkar, þú átt það margfalt skilið. Hörður Daníelsson Þín verður sárt saknað, elsku amma mín. Ég minnist þess nú á þessum erfiðu tímum þegar við átt- um svo oft góðar stundir saman. Það var yndislegt að fá þig í heim- sókn til okkar þegar við bjuggum í Noregi og eyða með þér sumrinu þar öll saman. Við Ingibjörg hlæj- um oft að þeirri tilhugsun þegar við sáum þig eitt sinn á beygjuljósi, eldsnemma um morgun á rauðu þrumunni þinni á leið til mömmu, þegar skyndilega kemur rautt ljós og í staðinn fyrir að stöðva hefur amma gamla gefið allt í botn og brunað yfir á tveimur dekkjum á eldrauðu ljósi. Það var ekki að sjá þá að þessi eldhressa 84 ára kona myndi stuttu seinna yfirgefa okk- ur. Ég er þakklátur fyrir alla þá ást og hlýju sem þú hefur deilt með okkur í gegnum tíðina. Það eru fáir sem komast með tærnar þar sem þú hefur haft hælana. Gott er að hugsa til þess að þú sért komin á góðan stað til hans afa og Birnu frænku. Ég elska þig, amma mín, og þín verður ávallt saknað. Kristinn. ✝ Sigríður Eyjafæddist í Kaup- mannahöfn 20. októ- ber 1923. Hún lést í Flórída í Bandarík- unum 8. maí 2009. Foreldrar hennar voru Sigríður G. Eyj- ólfsdóttir húsmóðir, f. 15. ágúst 1895, d. 13. desember 1993 og Þorvaldur Óskar Jónsson járn- smíðameistari, f. 10. september 1892, d. 25. apríl 1970. Systkini Sigríðar Eyju eru Lárus Óskar, f. 15. júní 1926, d. 9. desember 2004, Mar- grét Ágústa, f. 14. apríl 1929 og Ólöf, f. 10. janúar 1934. Sigríður Eyja ólst upp í Reykjavík. Árið 1944 giftist hún Frank Henderson frá Flór- ída, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Börn þeirra eru Anne Mar- ie, f. 1944, Frank Wil- son, f. 1946 og Bruce Steven, f. 1951, hann er látinn. Þau fluttu búferlum til Flórída 1945 og síð- an til New York 1951, þar sem þau störfuðu við viðskipti og verslun í eigin fyrirtæki. Útför Sigríðar Eyju fór fram ytra. Móðursystir mín, Eyja, er látin eftir erfið veikindi. Þessi forkur sem hikaði ekki við að taka erfiðar ákvarðanir, stjórna því sem þurfti að stjórna og byggja upp fyrirtæki í Bandaríkjunum. Líf hennar er að mörgu leyti merkilegt. Ung að ár- um kynnist hún eiginmanni sínum, Frank Henderson, sem var hér við herþjónustu á stríðsárunum. Hún flyst með honum út til Bandaríkj- anna, fyrst til Flórída og síðan byggðu þau sér heimili í New York. Í New York byrja tengsl þeirra hjóna við Lofleiðir og sjá þau um hluta innkaupa félagsins í Bandaríkjunum. Loftleiðir höfðu á þeim tíma ekki mikla fjármuni milli handanna og því mikilvægt að ná sem bestum viðskiptasambönd- um. Þar voru Eyja og Frank á heimavelli og tókst með þeim við- skiptasamband sem stóð í áratugi. Jafnframt áttu áhafnarmeðlimir Loftleiða og ekki síður skipafélag- anna Eimskips og Sambandsins greiðan aðgang að þessum góðu viðskiptasamböndum þeirra hjóna. Enn þann dag í dag hittir maður fólk sem, þegar upp kemst um ættartengsl okkar, segir: Ég keypti þetta og þetta og síðan að Eyja frænka hafi verið frábær. Sem frænkan í Ameríkunni var hún á mínum uppvaxtarárum ein- stök. Í minningunni spyr maður hver átti t.d. tyggjó í bunkum á ár- unum 1950 til 1965, auk svo margra hluta sem sjálfsagðir voru í Bandaríkjunum en ekki til hér. Þetta kom hún með og naut þess að láta mann hafa enda gjafmildin endalaus. Vegna tengslanna við Loftleiðir var hún oft hér sem varð til að við kynntumst vel. Það var mikill sam- gangur fjölskyldnanna á þessu ár- um og börn Eyju komu reglulega til Íslands, Annie, Wilson og Bruce. Bruce er látinn, Annie býr í Kaliforníu og vinur minn Wilson á Long Island NY. Eftir að dóttir mín flutti til NY hefur verið mikill samgangur milli okkar fjölskyldu og Wilsons og er farið í sameig- inlegar skemmtiferðir bæði í Bandaríkjunum og hér á Íslandi. 1970, 19 ára, fór ég til Banda- ríkjanna til að kanna heiminn. Flutti að sjálfsögðu inn til Eyju frænku og var þar með annan fót- inn næstu mánuði. Kannaði heim- inn þess á milli og kom svo til baka og hafði alltaf á tilfinning- unni að ég hefði aldrei farið. „Kemurðu bara ekki með okkur út á völl (Kennedy), við þurfum að láta passa bílinn.“ Að passa bílinn fólst í því að þekkja allar lögg- urnar á svæðinu og vera með smá pakka fyrir börnin eða barnabörn- in þeirra. Annars var ekki lagt á þessum stað enda einstakt, enginn annar komst upp með þetta. Þessi tími í NY gaf mér mikið, sem ég er ævarandi þakklátur fyr- ir. Fjölskyldutengslin í gegnum ár- in hafa verið sterk. Systkinin héldu vel saman þó búið væri á ýmsum stöðum. Eyja í Bandaríkj- unum, mamma Margrét hér heima ásamt Lárusi og Óla, fyrst í Bandaríkunum og síðar í Noregi. Elsku frænka, hvíl í friði. Þorvaldur K. Þorsteinsson. Sigríður Eyja Þor- valdsdóttir Henderson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verð- ur birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.