Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 49
Menning 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Litla sviðið) Spennandi leikár kynnt í ágúst Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 11/7 kl. 19:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö BRÁK eftir Brynhildi Guðjónsdóttur (Söguloftið) BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR) Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Fim 23/7 kl. 21:00 Tónleikar Sun 12/7 kl. 16:00 Lau 18/9 kl. 16:00 Sun 26/9 kl. 16:00 Lau 8/8 kl. 20:00 Sun 16/8 kl. 16:00 Lau 22/8 kl. 20:00 Sun 30/8 kl. 16:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 landnamssetur@landnam.is Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is VEFSÍÐA vikunnar er kvikind- isleg í garð Japana, það verður að segjast. En hún er samt drepfynd- in! Við verðum bara að vona að Japanarnir nái að hefna sín á þeim sem eru sleipari í ensku, t.d. þeim sem halda að þeir kunni japönsku en kunna hana engan veginn. Vefsíðan er helguð ýmsum þeim misritunum eða mismælum sem finna má í Japan á enskri tungu en eins og alkunna er þá eiga Japanar það til að ruglast á r-um og l-um og þaðan er „engrish“ komið, þ.e. english eða enska. Á vefsíðunni má skoða ógrynni slíkra mistaka og eru þau flokkuð eftir efni, t.d. í bækur, byggingar, tölvur, drykki, matseðla og skilti. Sem dæmi um það síðastnefnda má sjá mynd af skilti fyrir sjáv- arréttastað sem á stendur: Main Hall of Seafool Restaurant, eða Aðalsalur sjávarfíflaveitinga- staðar. Oft verður misskilning- urinn, eða öllu heldur hin mis- heppnaða þýðing, til þess að merk ljóð líta dagsins ljós, t.d. þetta fengið úr rjómaísauglýsingu: „Taste smooth/ [Aoyagi’s soft ice cream]/and soft is the feature. If it stuffs into its mouth, substance and a taste will spread/ to the limit of a mouth./ It is infatuation once it eats!“. Kirkja fyrir ávexti Öllu styttri en ekki síður skemmtileg skilaboð má t.d. finna í flokki farartækja, t.d. leigubíl sem á stendur: „For rent dead body freezer box“, þ.e. „frystikista fyrir lík til leigu“ eða „church of fruits“, þ.e. „kirkja fyrir ávexti“. Vefsíðu þessari hefur verið hald- ið úti í ein 13 ár og því ættu áhugasamir að geta hangið á henni dögum saman. Þá má lesa blogg áhugasamra um „engrish“ og kaupa ýmsan varning með þessu skemmtilega tungumáli, m.a. drykkjarkönnur og nærboli. Ensk tunga vefst um japanska tönn Varúð, fótur! Eins gott að menn vari sig á týnda fætinum. Ein af mörgum bráðfyndnum ljósmyndum á vefsíðunni Engrish.com. VEFSÍÐA VIKUNNAR: ENGRISH.COM» S vo var því til að mynda farið með fyrstu plötu Matt Jones sem mér barst sem prufuútgáfa fyrir nokkrum mán- uðum. Hún hljómaði eins og hver önnur þjóðlagapoppskífa, og af slíkum plötum er meira en nóg, en svo þegar ég mundi skyndilega eft- ir einni textahendingu á plötunni („And one night a year / You think back to your marble dream“) og tók skífuna í spilun að nýju áttaði ég mig á að hér var komin plata sem myndi lifa árið. Ragtime er málið Matt Jones, sem fæddur er og upp alinn í Ypsilanti í Michigan, er kominn af tónlistarfólki, því afi hans og amma í aðra ættina voru sirkusmúsíkantar og móðir hans líka, auk þess sem faðir hans ku vera liðtækur harmonikkuleikari. Hann sýndi líka snemma tónlist- arhæfileika og átta ára gamall var hann kominn í píanónám hjá nunnu í næsta bæ. Píanóið átti líka hug hans allan, en hann var ekki sáttur við músíkina sem lögð var fyrir hann, því enga tónlist kunni hann betur að meta en ragtime og linnti ekki látum þar til kennslan snerist um það eitt að spila slíka músík. Þegar hann var búinn að koma málum svo að aðeins var kennt rag- time og þá aðallega með því að spila lög eftir Scott Joplin, bætti hann við sig hljóðfærum meðfram píanóspiliríi, næst lærði hann á saxófón, svo túbu, gítar, trommur og bassa og eiginlega öll hljóðfæri sem hann komst yfir. Sem ungling- ur var hann síðan í ýmsum hljóm- sveitum og spilaði allskyns músík þó mest hafi það verið misjafnlega eldað rokk. Í ljósi þess hve mörg hljóðfæri léku í höndum hans var Jones au- fúsugestur í fjölda hljómsveita því hann gat alltaf hlaupið í skarðið. Hann lét þó vera að syngja, en þeg- ar hann hafði fengið fylli sína af að spila með öðrum gaf augaleið að hann myndi syngja sjálfur eigin lög með misjöfnum árangri eins og hann lýsir því sjálfur. Myndarlegur menningarkimi Ypsilanti er í Michigan eins og getið er, nánar tiltekið í Washte- naw sýslu, en stærsta borg í þeirri sýslu er Ann Arbor og þar hefur myndast myndarlegur menning- arkimi tónlistarmanna, lagasmiða og söngvara, sem feta áþekka slóð í tónlist, hálfrafmagnað sveitaskotið popp með snúnum og lykluðum textum. Chris Bathgate er sjálf- sagt þekktastur þeirra, enda hefur hann gefið mest út, en það er spá mín að Matt Jones eigi eftir að ná langt. Ragtime er ekki síst sprottið uppúr því er blökkumenn í New Orleans fengu í hendurnar hljóð- færi herlúðrasveita Suðurríkja- manna í kjölfar þrælastríðsins og tóku að hræra saman marsa, sálma og blús. Kemur ekki svo á óvart að þrælastríðið, sem Bandaríkjamenn kalla borgarastríðið, er í miklu uppáhaldi hjá Jones. Hann hefur líka lýst því að sín helsta iðja þegar stund gefst á milli stríða sé að semja ragtime-lög um þrælastríðið. Jones sendi frá sér EP plötu fyr- ir fjórum árum, Right to Arms, og svo kom fyrsta breiðskífan, The Black Path, sem getið er um hér að ofan, út í ársbyrjun. Eins og hann lýsir því sjálfur tók drjúgan tíma að taka plötuna upp, því hann seg- ist hafa verið ár í hljóðverinu meira og minna. Hann fékk ekki marga sér til aðstoðar, en þó sellóleikara, fiðluleikara, básúnuleikara og kontrabassaleikara. arnim@mbl.is Lágstemmd hægfara snilld Það kemur títt fyrir að manni berst plata sem rennt er í gegn einu sinni eða tvisvar og hverfur svo í hauginn í kjallaranum. Ein- hverjum tíma síðar man maður kannski eftir einni hendingu á plöt- unni, viðlagi, textabroti eða jafnvel bara hljóm raddar, grefur plötuna upp og sjá: hér er komið meistaraverk, lág- stemmd, hægfara snilld. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Matt Jones Af sirkusmúsíköntum kominn og hæfileikaríkur mjög. Tónlistina sem Matt Jones fæst við hafa sumir kallað einfaldlega americana, órafmagnaða þjóð- lagatónlist, sem er svo notaður merkimiði að hann er nánast marklaus. Að því sögðu má samt nota hann til að gefa nasasjón af því hvað menn eiga í vændum. Dæmi um slíka tónlist: CHRIS BATHGATE hefur verið að í nokkurn tíma, sendi frá sér fyrstu smáskífuna fyrir sjö árum, en breiðskífurnar eru orðnar fimm. Sú síðasta og besta er A Cork Tale Wake sem One Little Indian gaf út í Evrópu á síðasta ári. BON IVER / JUSTIN VERNON er frá Wisconsin og sló í gegn með sinni fyrstu plötu, For Emma, Forever Ago, sem kom út fyrir tveimur ár- um. Hann tók skífuna upp í fjalla- kofa einn síns liðs og það skilar sé í einkar persónulegri og innilegri plötu. GARETH DICKSON er skoskur og sannar það að ekki er gott að drepa músík í skilgreiningardróma því hann er að spila tónlist sem er mjög lituð af bandarískri þjóðlaga- hefð. Platan Collected Recordings sem kom út fyrir skemmstu sann- ar það. Órafmögnuð þjóðlagatónlist BRESKA leikkonan Emma Watson, sú sem leikið hefur Hermione Gran- ger í kvikmyndunum um Harry Pot- ter, segist hafa kviðið því svo að kyssa mótleikara sinn Rupert Grint í nýjustu myndinni að hún hafi hrein- lega ráðist á hann þegar að tökum kom, í því skyni að ljúka því sem fyrst af. Allt fór þó að lokum vel því kossinn var festur á filmu. Ástin grípur unglingana í Harry Potter. Reuters Emma Watson Kveið því að kyssa. Illu er best af lokið TVÍEYKIÐ Wulffmorgenthaler, þ.e. Danirnir Mikael Wulff og And- ers Morgenthaler, hefur setið sveitt á Hróarskelduhátíðinni við mynda- brandarasmíði þá sem þeir eru kunnir fyrir (sjá wulffmorgentha- ler.com). Hátíðargestir sóttu tjald þeirra félaga í hundraðavís miðviku- daginn sl. og fengu að taka þátt í hugmyndavinnunni. Voru þar m.a. gerðar kröfur um að í brandaranum væri typpi en að lokum varð niðurstaðan sú að gera grín að Chris Martin, söngvara Coldplay, og Jimi Hendrix. Grínið felst í að benda á að rokkið sé orðið heldur leiðigjarnt, Hendrix drukkn- aði í eigin ælu (eða var hann myrt- ur?) en Chris Martin borðar lífrænt tofu. Brandarann má sjá á www.roskilde-festival.dk/uk/ stories_2009/wulff_morgenthaler/ en hann er dagsettur 2. júlí. Svartur húmor Hluti brandarans. Grín á Hró- arskeldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.