Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 20
20 Knattspyrna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Þ að er létt yfir Aroni Einari Gunnarssyni þegar fund- um okkar ber saman á Valsvellinum þetta sólríka hádegi. Hann er að leika listir sínar fyrir Eggert ljósmyndara en kemst að raun um að það er hæg- ara sagt en gert að gera knattþrautir í klofsíðum gallabuxum. Láttu ekki svona maður, segi ég við landsliðs- manninn. Eru knattspyrnumenn ekki alltaf að biðja um nýjar áskoranir? Aron glottir. „Það er rétt.“ Hann er að klára sumarfríið og skaust upp á skerið til að vera við- staddur brúðkaup vinar síns, Grétars Rafns Steinssonar. Ég nota tækifær- ið til að mæla mér mót við þessa stjörnu vonar í íslenskri knattspyrnu og spyrja hana spjörunum úr. Hlíð- arendi verður fyrir valinu en þar starfar bróðir Arons, Arnór Þór Gunnarsson handboltamaður. Þeir bræður eru miklir mátar en eins og góðra bræðra er siður er metingur í þeim. „Sjáðu karlinn,“ segir Aron og bendir á bróður sinn úti á túni. „Hann er ber að ofan. Sérðu einhverjar stelpur að horfa á hann?“ Nei. „Einmitt. Það væri annað mál stæði ég þarna ber að ofan!“ Dátt er hlegið. Fann strax að ég gæti þetta Óhætt er að segja að Aron hafi slegið í gegn á sinni fyrstu leiktíð í Englandi. Hann renndi þó blint í sjó- inn þegar hann mætti á fyrstu æf- inguna hjá B-deildarliði Coventry City fyrir réttu ári. Hafði bara komið inn á í einum leik á tveimur árum með AZ Alkmaar í Hollandi þannig að sjálfstraustið var ekki upp á marga fiska. Hann var ekki lengi að end- urheimta það. „Ég fann strax á fyrstu æfingunni að ég átti fullt erindi í þetta lið – að ég gæti þetta. Enska knattspyrnan hentar mér mjög vel og ég efldist jafnt og þétt á undir- búningstímabilinu. Ég náði mér síðan mjög vel á strik í fyrsta deild- arleiknum og eitt leiddi af öðru. Þetta gekk vonum framar og tímabilið var í einu orði sagt æðislegt,“ segir hann. Síðasta sumar stóð Aroni til boða að fara til nokkurra liða, m.a. í ensku úrvalsdeildinni, Hollandi, Danmörku og Svíþjóð. Hann er ekki í vafa um að hann hafi valið rétt. „Ég efast ekki um það eitt augnablik. Eftir tvö ár í varaliðinu hjá AZ þráði ég að spila í aðalliði og hjá Coventry hef ég fengið það tækifæri. Fyrir það er ég mjög þakklátur.“ Chris Coleman stýrir liði Coventry og segir Aron hann hafa reynst sér ákaflega vel. „Hann sá mig ekki spila áður en hann keypti mig en fékk góð ráð frá útsendurum félagsins. Ég fann strax á fyrstu æfingunni að hann hafði mikla trú á mér. Okkar sam- starf hefur verið afskaplega gott.“ Enda þótt árin í Hollandi hafi verið strembin sér Aron síður en svo eftir þeim. AZ hafi verið góður skóli. „Mér brá dálítið þegar ég kom þangað fyrst, ég stóð öðrum leikmönnum langt að baki tæknilega. Baráttan var allt sem ég hafði að vopni. Á þessum tveimur árum tókst mér hins vegar að bæta tæknina verulega og það hef- ur komið sér vel í Englandi. Ég vissi alveg að ég gæti tæklað þessa karla en það er ekki verra að geta látið bolt- ann vinna fyrir sig líka,“ segir hann og brosir. Aron segir hraðann mesta muninn á Hollandi og Englandi. Hann sé svakalegur í Englandi. Coventry City er fornfrægt félag. Þegar það féll úr úrvalsdeildinni síð- ast, vorið 2001, hafði það verið þar samfleytt í 34 ár. Aðeins Arsenal, Everton og Liverpool höfðu á þeim tíma verið þar lengur í beit. Síðan hefur flest gengið á afturfótunum hjá félaginu og minnstu munaði að það færi í greiðslustöðvun fyrir tveimur árum. Strangt til tekið aðeins þrjátíu mínútum. Kaupsýslumaðurinn og gamla knattspyrnukempan Ray Ran- son kom því þá til bjargar en svo skemmtilega vill til að Ranson var einmitt í liði Manchester City sem glímdi sællar minningar við Þór, uppeldisfélag Arons, á Ak- ureyrarvelli sumarið 1981. Þeir liggja víða þræðirnir í þessu lífi. Coventry slapp naumlega við fall í C-deild vorið 2008 og enda þótt það næði aðeins sautjánda sæti á liðnu tímabili þóttu sparkvísir menn sjá greinileg batamerki á liðinu, ekki síst vegna frammistöðu Arons. Það kom því fáum á óvart þegar stuðnings- menn Coventry völdu hann leikmann ársins í vor. Eins og hver önnur vinna Aron tekur undir það að liðið sé á réttri braut en fólk verði að gefa því tíma. Hópurinn sé á heildina litið ung- ur og þurfi svigrúm til að stilla saman strengi sína. „Stuðningsmennirnir voru lengi góðu vanir og eiga vont með að viðurkenna að félagið hafi verið í basli. Það tekur alltaf tíma að vinna sig út úr fjárhagserfiðleikum og byggja upp nýtt lið.“ Hann segir andann í liðinu góðan en menn hafi lítil afskipti hverjir af öðrum utan æfinga. „Í raun er þetta bara eins og hver önnur vinna. Menn mæta á æfingar og í leiki en fara síð- an hver í sína áttina. Eftir æfingu hjá Þór áttu menn það til að kíkja saman í grill eða sumarbústað en því er ekki að heilsa þarna. Svona er atvinnu- mennskan.“ Hinn nýi og glæsilegi leikvangur Coventry, Ricoh Arena, tekur liðlega 32 þúsund manns í sæti. Þar er þó sjaldan fullt út úr dyrum. Hlýtt er milli Arons og stuðningsmanna liðs- ins. „Þegar ég spilaði með Þór þekkti ég nánast alla áhorfendur persónu- lega og ég nálgast þetta með sama hugarfari úti. Enda þótt það séu 20 þúsund manns á vellinum læt ég eins og ég þekki þá alla. Klappa mikið fyr- ir þeim og veifa til þeirra. Svona er ég bara. Þetta virðist falla þeim vel í geð, alla vega finn ég fyrir sterkum straumum frá þeim í hvert sinn sem ég spila.“ Hann segir aðdáendur stöðva sig reglulega á götu. „Það er bara hluti af þessu lífi. Englendingar eru upp til hópa mjög opnir og margir hafa þörf fyrir að spjalla. Mér finnst það sjálfsagt mál. Ég er ekkert að flýta mér heim í Playstation og get al- veg gefið mér tíma til að ræða við þá. Þetta er nú einu sinni fólkið sem greiðir launin mín.“ Fyrirliðastaðan laus Þegar þessi grein birtist er Aron farinn utan til æfinga hjá Coventry. Hann á ekki von á öðru en að verða áfram hjá félaginu – a.m.k. um sinn. „Ég gerði þriggja ára samning við fé- lagið í fyrra og rætt hefur verið um að framlengja hann um eitt ár. Það er engin græðgi af minni hálfu, bara eðlilegur hlutur eftir velheppnað tímabil. Ég er í allt annarri samnings- stöðu gagnvart félaginu núna en fyrir ári. Vonandi tekst okkur að ganga frá þessu fljótlega. Mér líður vel hjá Cov- entry.“ Scott Dann, sem var fyrirliði liðsins á liðinni leiktíð, var seldur til Morgunblaðið/Eggert Á uppleið „Ég gerði þriggja ára samning við félagið í fyrra og rætt hefur verið um að framlengja hann um eitt ár. Það er engin græðgi af minni hálfu, bara eðlilegur hlutur eftir velheppnað tímabil. Ég er í allt annarri samningsstöðu gagnvart félaginu núna en fyrir ári. Vonandi tekst okkur að ganga frá þessu fljótlega. Mér líður vel hjá Coventry,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Svo sem þér sáið … Hann kom eins og stormsveipur inn í ensku knattspyrnuna á liðnum vetri. Stuðnings- menn Coventry City bera hann á höndum sér og sparkskýrendur eru sannfærðir um að hans bíði verkefni á ennþá stærra sviði í framtíðinni. Eigi að síður hefur Aron Einar Gunn- arsson engin áform um að bregða til miða. Hann er bara tvítugur og liggur ekkert á. „Það er best að gera þetta í þrepum,“ segir hann. Aron er ekki eini íþróttamað-urinn í fjölskyldunni. Faðirhans, Gunnar Malmquist Gunnarsson, lék um árabil hand- bolta með Þór á Akureyri og bróðir hans, Arnór Þór Gunnarsson, sem er tveimur árum eldri en Aron, valdi einnig þá grein. Hann hóf fer- ilinn nyrðra en leikur nú með Val í úrvalsdeildinni. Þá á hálfbróðir Ar- ons, Atli Már Rúnarsson, að baki langan feril í fótbolta og ver í sum- ar mark Þórsara í B-deildinni í hárri elli – 37 ára. Atli lék líka lengi handbolta með Þór. Aron kveðst bera mikla virðingu fyrir bræðrum sínum. Þeir hafi stutt dyggilega við bakið á honum alla tíð. Hann fylgist líka grannt með gangi mála hjá þeim. „Addi hefur tekið miklum fram- förum og er orð- inn lykilmaður í Valsliðinu. Við er- um miklir félagar og ég ætla meira að segja að taka mér númerið hans, 17, hjá Coventry næsta vetur. Ég var númer 12 í fyrra. Bendir það kannski til þess að ég sé farinn að bera of mikla virðingu fyrir Adda?“ spyr hann hlæjandi. Aron segir engan hafa haft meiri áhrif á sig í fótbolta en Atla bróð- ur sinn. Hann og Pál Viðar Gísla- son þjálfara hjá Þór. „Atli var í Þórsliðinu þegar ég byrjaði að spila þar og það var ómetanlegt að hafa hann fyrir aftan sig. Hann er búinn að vera lengi í þessu og veit alveg hvað hann syngur. Hann tek- ur mig ennþá á skotæfingar þeg- ar ég er fyrir norðan og eitt hefur ekkert breyst öll þessi ár – það er gjörsamlega vonlaust að skora hjá Atla maður á móti manni. Hann kann þetta allt ennþá, karlinn.“ Fyrir þá sem ekki vita er Atli líka trommuleik- ari einnar ástsæl- ustu jað- arsveitar íslenskrar rokk- sögu, Helga og hljóðfæraleik- aranna. „Mikið rétt,“ segir Aron. „Ég misnotaði líka aðstöðu mína um daginn og fékk þá til að spila í tvítugsafmæl- inu mínu.“ Ber er hver að baki … Arnór Þór Gunnarsson Atli Már Rúnarsson Fjölhæfur Aron Einar er Þórsari í húð og hár og náði kornungur að leika fyrir meistaraflokk félagsins, bæði í handbolta og fótbolta 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.