Morgunblaðið - 21.07.2009, Page 13

Morgunblaðið - 21.07.2009, Page 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ICESAVE-samningarnir breyta í engu stöðu íslenska innlánstryggingasjóðsins gagnvart breska sjóðnum eða hollenska seðlabankanum, að sögn Indriða H. Þorláks- sonar, aðstoðarmanns fjár- málaráðherra en hann var í samninganefnd Íslands í Icesave-málinu. Staða kröfuhafa ráðist af lögum og ákvæðum laga sé ekki breytt með samningum. Í Morgunblaðinu í gær gagnrýna Ragnar H. Hall og Eiríkur Tómasson Ice- save-samningana harðlega og mæla gegn því að Alþingi samþykki hann. Indriði sagði að vel kunni að vera að Bretar og Hollendingar séu jafnsettir varðandi kröfur í þrotabú Landsbanka og íslenski trygginga- sjóðurinn sem ábyrgist aðeins lágmarksinni- stæðutryggingu, þ.e. 20.887 evrur. „Það er ekki stakt orð í samningunum og samning- arnir hafa engin áhrif á það. Sé það svo að þeir séu jafnsettir, sem vel má vera, er það ekki vegna samninganna heldur samkvæmt gjald- þrotaskiptalögum. Enda breyta menn ekki lögum með svona samningsákvæðum,“ sagði Indriði. Allan rökstuðning og tilvísanir í lög og greinar samninganna vantaði hjá þeim Eiríki og Ragnari sem væri sérlega bagalegt þar sem fullyrðingar þeirra væru alvarlegar. Indriði sagði að í samningnum væri svokallað jafnréttisákvæði sem fjalli eingöngu um að ef ís- lenski tryggingasjóðurinn ákveði að greiða inni- stæðueigendum hærri fjárhæð en 20.887 evrur þá skyldi það ganga jafnt yfir alla. „Það hefur ekkert að gera með ákvarðanir Hollendinga eða Breta um að greiða hærri fjárhæð hjá sér. Þann- ig að mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig þeir komast að þessari niðurstöðu.“ „Bjartsýni að ætlast til þess“ Hvort íslenski tryggingasjóðurinn myndi standa breska tryggingasjóðnum og hollenska seðlabankanum framar í kröfuröðinni, enda greiðir íslenski sjóðurinn aðeins lágmarkstrygg- inguna, sagðist Indriði ekki geta sagt um það. „Það væri hið besta mál ef svo væri, en samning- urinn breytir engu.“ Indriði var spurður hvort ekki hefði mátt semja um að eignir búsins myndu fyrst ganga upp í lágmarkstrygginguna sem íslenski sjóð- urinn ber ábyrgð á. Indriði sagði að í sjálfu sér væri lánasamningarnir og kröfurnar á þrotabúið óskyld mál. „Ég set allavega spurningamerki við það að Bretar eða Hollendingar eða hvaða aðili sem er hefði verið tilbúinn að afsala sér hags- munum eða rétti í gegnum svona samning, hafi þeir átt hann fyrir. Ég held að það sé dálítið mikil bjartsýni að ætlast til þess.“ Uppgjörssamkomulag milli íslenska innláns- tryggingasjóðsins og þess breska hefur ekki ver- ið gert opinbert. Indriði sagði að efnislega væri samkomulagið nákvæmlega það sama og væri í samningnum við Hollendinga og er birt í frum- varpi um ríkisábyrgð á Iceasave-greiðslum. Þing- menn hefðu haft aðgang að breska samkomulag- inu og verið væri að reyna að fá takmörkunum á dreifingu aflétt. Samningar breyta ekki stöðu  Indriði H. Þorláksson segir að kröfuröð innlánstryggingasjóða ráðist af lögum en ekki Icesave-samn- ingunum  Finnst vanta rökstuðning með harðri gagnrýni Eiríks Tómassonar og Ragnars H. Hall Indriði H. Þorláksson Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is NIÐURSTÖÐUR rannsóknar Sig- ríðar Rutar Franzdóttur, vísinda- manns við læknadeild Háskóla Ís- lands, á taugakerfi ávaxtaflugunnar gætu komið að gagni við rann- sóknir á tauga- sjúkdómum á borð við MS- sjúkdóminn. Grein um rann- sóknina birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku en hana vann Sigríður ásamt samstarfsfólki sínu við tauga- líffræðistofnun háskólans í Münster. Sigríður rannsakaði samskipti milli taugafrumna og taugastoð- frumna (e. glial cells) en það eru þær frumur sem verða fyrir skemmdum í sjúkdómum eins og MS. Stoðfrumur eru afar mikilvægar en þær sjá m.a. um að einangra taugafrumur, líkt og einangrun utan um rafmagnsvíra. „Það er ýmislegt vitað um þroskun þessara frumna, sérstaklega í mús- um, en það eru víða gloppur í þekk- ingunni, sérstaklega þegar kemur að sameindum sem stýra samskiptum milli taugafrumna og stoð- frumnanna,“ segir Sigríður. Ávaxta- flugan var notuð þar sem hún þykir einföld og auðveld í notkun og margt er sameiginlegt með stoðfrumum hennar og mannsins. Í mönnum eru jafnframt oft til mörg afbrigði af sama próteininu meðan aðeins eitt eða fá afbrigði er að finna í flugunni, sem einfaldar allar rannsóknir til muna. Í rannsókninni voru þær frumur rannsakaðar sem síðar mynda auga ávaxtaflugunnar. Stoðfrumur voru merktar með grænu flúrljómandi próteini og áhrifin af því að auka eða minnka magn á ákveðnum prótein- um skoðuð. „Frumurnar sem um er að ræða myndast á einum stað og fjölga sér og ferðast svo langa leið. Þegar þær komast á áfangastað hitta þær fyrir taugafrumur og fara að vefja þær til að einangra þær hverja frá annarri og umhverfinu,“ segir hún. Um grunnniðurstöður að ræða Sigríður rannsakaði þátt sem kall- ast FGF (Fibroblast Growth Factor) en í því kerfi er um að ræða tvo vaxt- arþætti og einn viðtaka fyrir þá sem stýrir viðbrögðum frumunnar. „Í stuttu máli kom í ljós að FGF- boðferlið stýrði þremur mismunandi stigum í þroskun frumnanna. Fyrst stýrði önnur boðsameindin fjölgun og ferðum frumnanna en hin sam- eindin tók svo við og stýrði því hvernig frumurnar vefja taugafrum- urnar,“ segir Sigríður. „Það er áhugavert að í sömu frumu virkjast sama ferli þrisvar sinnum en nið- urstaðan er mismunandi eftir því hvar og hvenær í þroskaferli frum- unnar þetta gerist. Þetta ræðst bæði af staðsetningunni á vaxtarþátt- unum og viðbragðinu innan frum- unnar sem er ólíkt eftir þroska- stigum.“ Spurð hvort niðurstöðurnar geti haft áhrif á rannsókn ýmissa tauga- sjúkdóma svarar Sigríður að aðeins sé um grunnniðurstöður að ræða. „Það er löng leið frá þessum nið- urstöðum og yfir í eitthvað sem hef- ur þýðingu fyrir menn,“ segir hún en bætir við að niðurstöður úr rann- sóknum á ávaxtaflugunni hafi í gegnum tíðina haft mikil áhrif á þekkingu manna á líffræðilegum ferlum og þroskun í öðrum lífverum, t.d. mönnum. „Rannsóknir á þessum sameindum eru mjög flóknar í mönnum en fremur einfaldar í flug- unni og gætu komið að gagni við rannsóknir á ferlum sem stýra slíð- urmyndun um taugafrumur í mönn- um. Slíkt er mjög mikilvægt í t.d. rannsóknum á sjúkdómum eins og MS-sjúkdómnum.“ Bjartsýn á framtíðina Aðspurð hvað nú taki við segist Sigríður hafa áhuga á því að geta unnið áfram að eigin rannsóknum í þroskunarfræði. „Ég hef þó snúið mér að öðrum rannsóknum þar sem aðstæður fyrir unga vísindamenn til að koma á fót sjálfstæðum rann- sóknum hérlendis eru vægast sagt slæmar. Þótt doktorsnám á Íslandi hafi verið stóreflt undanfarið hefur lítið sem ekkert verið gert til að móta það umhverfi og tækifæri sem taka við að námi loknu.“ Sigríður segist þó vera bjartsýn á framtíðina og telur að miklu sé hægt að áorka í grunnrannsóknum hérlendis með bættu umhverfi enda sé búið að mennta mikið af hæfileikaríku fólki. Gæti gagnast við rann- sóknir á MS-sjúkdómnum Grein um rannsókn Sigríðar R. Franzdóttur birtist í Nature Sigríður Rut Franzdóttir Sneiðmynd Vafningar taugastoð- frumna sjást sem grænar rendur milli blárra taugaþráða. Ömmubakstur ehf. Kársnesbraut 96a | 200 kópavogi | S: 545 7000 Veljum íslenskt gott í dagsins önn... Ömmu kleinur Ömmu spelt flatkökur Ömmu flatkökur Eiríkur Tómasson, pró- fessor í lögfræði við Há- skóla Íslands, segir það koma sér mjög á óvart að Indriði H. Þorláksson skuli halda því fram að Icesave-samningarnir hafi engin áhrif á hvern- ig fjármunum verði út- hlutað úr þrotabúi Landsbankans. Eiríkur bendir á að í samningnum við hollenska ríkið sé að finna ákvæði um að hinn íslenski tryggingasjóður og hollenski seðlabankinn séu jafnsettir gagnvart kröfum í þrotabú Landsbankans. Með réttu ættu kröfur ís- lenska sjóðsins að ganga fyrir þegar að út- hlutun kemur enda sé honum ætlað að tryggja hverjum innistæðueiganda greiðslu á tiltekinni fjárhæð samkvæmt reglum ESB meðan hollenski seðlabankinn og um leið breski tryggingasjóðurinn hafi bætt eigend- unum tjón þeirra umfram þá tryggingu. Orðalagið í samningnum sé reyndar flókið og tyrfið en sé það rétt sem Indriði haldi fram, að ekkert sé í samningnum um að hol- lenski seðlabankinn og breski trygg- ingasjóðurinn, samkvæmt breska samn- ingnum, sé jafnsettur íslenska sjóðnum, þá sé lítið mál fyrir Alþingi að gera fyrirvara við ríkisábyrgðina þessa efnis. Í grein 3.1.2 í samkomulaginu við Hollend- inga segir m.a. að „ef annaðhvort Trygging- arsjóður innstæðueigenda eða Seðlabanki Hollands endurheimtir, hver sem ástæðan kann að vera (þ.m.t., án takmarkana, ef Tryggingarsjóði innstæðueigenda er veitt hvers konar forgangsstaða samkvæmt ís- lenskum lögum), í kjölfar framsals á hluta tiltekinnar kröfu til Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda, hærra hlutfall vegna þeirrar kröfu en hinn aðilinn skal Tryggingarsjóður innstæðueigenda eða Seðlabanki Hollands (eftir því sem við á) greiða Seðlabanka Hol- lands eða Tryggingarsjóði innstæðueigenda, eftir því sem við á, jöfnunargreiðslur eins fljótt og því verður við komið og eftir því sem þörf er á til að tryggja að hvor aðili um sig, Tryggingarsjóður innstæðueigenda og Seðlabanki Hollands, endurheimti sama hlutfall vegna þessarar kröfu og hinn að- ilinn“. Ábyrgð umfram skyldur Eiríkur segir að ekki verði betur séð en að með þessum ákvæðum séu Hollendingar að tryggja að seðlabanki þeirra verði jafnsettur íslenska sjóðnum þegar úthlutað verður úr þrotabúi Landsbankans þannig að í reynd sé íslenska ríkið með þessu að taka á sig ábyrgð umfram þá ábyrgð sem reglur ESB geri ráð fyrir samkvæmt þeim skilningi sem Bretar og Hollendingar hafi viljað leggja til grundvallar við samningsgerðina. Samsvarandi ákvæði sé ekki að finna í sam- komulaginu við Breta, heldur sé þar, í grein 3.1, vísað til sérstaks uppgjörssamnings sem ekki hefur verið birtur opinberlega. Ætti að vera lítið mál fyrir Alþingi að setja fyrirvara Eiríkur Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.