Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 14
Hnausþykkur Þorsteinn Joð með glæsilegan 91 sentimetra hæng sem hann tók í Hnausastreng í Vatnsdalsá. Ljósmynd/Sigurður Árni STANGVEIÐI Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is „ÞETTA byrjaði eiginlega á þriðju- dagsmorguninn, það var hífandi rok en menn náðu þó tíu fiskum í Hnausastrengnum. Þá var byrjað að kólna eftir langt hitaskeið,“ sagði Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem var við Vatnsdalsá í síðustu viku að taka upp kynningarefni og veiða. Þor- steinn fór síðan ásamt Pétri Péturs- syni leigutaka og Sigurði Árna Sig- urðssyni leiðsögumanni í þennan þekktasta veiðistað árinnar morg- uninn eftir. „Við ætluðum að taka smávídeó og skreppa svo upp á dal,“ sagði Þorsteinn. „Við vorum komnir þarna um hálfníu og Pétur setur strax í fisk sem hann síðan missir en setur strax í annan á Hairy Mary-tvíkrækju á harðastrippi og landar honum. Þá var komið að Sig- urði Árna sem setti strax í fisk og náði honum.“ Þorsteinn sagði gang- inn hafa verið eftir þessu allan morguninn. Hafi þeir félagarnir veitt í Hnausastreng, á Skriðuvaði og í Hólakvörn og samtals sett í nítján laxa á vaktinni og náð fimm- tán þeirra. Gárutúbur góðar í strekkingi Þrátt fyrir þessa frábæru veiði sagði Þorsteinn þá félaga ekki hafa staðið mjög stíft við. Hellt var upp á kaffi á bakkanum og miklum tíma eytt í myndatökur. „Menn lögðust ekki alveg yfir þetta.“ Þorsteinn sagði það hafa komið sér á óvart hvað gárutúburnar virkuðu ótrú- lega vel við þessar aðstæður. „Það var stífur strekkingur. Við þurftum frekar stutt köst þarna við grjót- garðinn og flugan var þokkalega sýnileg í öldudalnum.“ Hann sagði marga laxana hafa tekið með látum og steypt sér á flugurnar meðan aðrir tóku hægar. „Sá stærsti sem ég náði var 91 sentimetra, alveg við grjótgarðinn. Hann velti sér yfir fluguna fjórum sinnum áður en hann tók hana að lokum.“ Þorsteinn sagði að upplifunin hefði verið ótrúleg. Lax hefði ekkert verið að sýna sig en þó verið mjög mikið af honum. „Ég held við höfum séð tvo laxa stökkva þennan morg- uninn. Þessir fiskar sem við fengum voru rígvænir, ofboðslega vel haldn- ir og sterkir. Þetta voru þessir dag- ar þegar Vatnsdalur vaknaði eftir hitakófið.“ Hann sagði fisk kominn víða upp um alla á. „Það var hell- ingur af fiski uppi í Stekkjarfossi og menn voru að ná þeim þar á hitchið líka.“ Hann bætti við að gárutúb- urnar væru langsterkastar á svæð- inu og nefndi Collie dog og Sunray shadow í millistærð. „Þegar áin vaknar úr hitakófinu er fiskur á ferðinni út um allt að finna sér staði í ánni og maður gengur kannski ekki að honum vísum á neinum stað nema kannski í Hnausastreng.“ Mun betri veiði en í fyrra Á heimasíðunni vatnsdalsa.is er haldin mjög nákvæm veiðibók sem sýnir vel hvaða veiðistaðir og veiði- flugur gefa best hverju sinni. Þar segir að hinn 19. júlí hafi verið komnir 210 laxar á land, sem mun vera miklu betri veiði en á sama tíma í fyrra. Á síðunni munu fljót- lega birtast vídeómyndir þær sem Þorsteinn J. tók í síðustu viku. „Vatnsdalur vaknaði“  „Velti sér fjórum sinnum á fluguna áður en hann tók“  Settu í 19 laxa á morgunvaktinni í Hnausastreng Svissneskur veiðimaður, sem ásamt sonum sínum og félögum veiddi í sumum af bestu hún- vetnsku laxveiðiánum í kringum helgina, átti þar frábæra daga. Á tveimur dögum náðu þeir 50 löx- um í Laxá á Ásum á stangirnar tvær. Þeir létu ekki þar við sitja og tóku einnig 30 laxa úr Víðidalsá á fjórar stangir, líka á tveimur dög- um. Hluti hópsins leit einnig við hjá Blöndu og tók þar ellefu laxa. Samtals tóku þeir því 91 lax á rúm- um fjórum dögum. Sonur veiðimannsins á ung- lingsaldri og vinur hans á sama aldri deildu stöng á síðustu vakt- inni í Víðidalsá á laugardaginn. Þegar vinurinn veiddi þann stærsta lax sem hann hafði nokk- urn tímann veitt, 88 sentimetra hrygnu, fór nú aðeins um soninn en hann tók síðan við stönginni og veiddi nákvæmlega jafnstóran lax á sömu flugu og sama stað. Þegar veiðimennirninr ungu komu í hús eftir þessi ævintýri var engin leið að ná af þeim brosinu. Þetta er fimmtánda sumarið sem þessi svissneski veiðimaður kemur hingað til lands að veiða og hefur hann iðulega veitt í Laxá á Ásum. Hann segist aldrei hafa veitt jafnvel og nú í sumar. Um 400 laxar eru komnir á land í Víðidalsá samkvæmt veiðibók. Tóku 91 lax á rúmlega fjórum dögum MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 „ÞAÐ ER full ástæða til að hvetja fólk til að skilja ekki eftir verðmæti þar sem þau sjást í bílunum. Við höfum fengið töluvert af tilkynningum um inn- brot í bíla á almenningsstæðum. Síðast á laugardag var farið inn í fimm bíla á stæðinu við Mógilsá við Esjurætur, hliðarrúður brotnar og verðmæti hreinsuð burt,“ segir Árni Þór Sigmundsson, stöðvarstjóri lögreglu höf- uðborgarsvæðisins í Mosfellsbæ. „Þetta er andvaraleysi, fólk á ekki von á því að svona gerist í alfaraleið en raunin er önnur. Þetta er í raun árvisst. Þjófarnir leita fanga á bílastæð- um við Esjurætur, skóla, Í Heiðmörk, við ylströndina í Nauthólsvík, kvik- myndahús borgarinnar og víðar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, stöðv- arstjóri hjá lögreglunni. Brotist inn í bíla sem lagt er á almenningsstæðum Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? veiðideild Húsgagnahöl l inni , s ími 585 7239. L indir , Skógar l ind 2, s ími 585 7262 efni í lundaháfa Opið 7 dagavikunnar Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.