Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009
Þetta helst ...
● ÍSLENSKA upplýsingatæknifyr-
irtækið LS Retail var útnefnt „Hugbún-
aðarframleiðandi ársins“ af Microsoft í
liðinni viku. LS Retail komst einnig ann-
að árið í röð í svokallaðan „innri hring“
Microsoft-samstarfsaðila í við-
skiptalausnum, en einungis allra bestu
samstarfsaðilar Microsoft á al-
þjóðavísu fá inngöngu í þann hóp eða
um 1%. Kemur þetta fram í tilkynningu
frá LS Retail.
Meðal lykilatriða sem horft var til við
útnefninguna voru framúrskarandi
árangur í sölu, afbragðsgóð sér-
fræðiþekking á vörum og þjónustu
Microsoft og mikil ánægja við-
skiptavina. Verðlaunin fær fyrirtækið
ekki síst fyrir að hafa vaxið hratt síð-
ustu mánuði þrátt fyrir erfitt efnahags-
ástand. bjarni@mbl.is
Verðlaunað af Microsoft
● FIMM háttsettir
starfsmenn kaup-
hallarfyrirtækisins
Nasdaq OMX hafa
hætt störfum á
undanförnum
fimm mánuðum.
Magnus Böcker
bættist í hópinn í
gær, en hann hef-
ur séð um skráningar hlutafélaga í
kauphöllina. Nasdaq OMX er eigandi
Kauphallar Íslands.
Mun Böcker hefja störf sem for-
stjóri kauphallarinnar í Singapúr.
Áður hafa Chris Concannon, yf-
irmaður Nasdaq OMX Europe, og Dar-
ren Mulholland, yfirmaður tæknideild-
ar, hætt störfum hjá félaginu auk
þeirra Davids Warrens fjármálastjóra
og Böckers.
Fimm háttsettir hættir
hjá Nasdaq OMX
GUÐLAUGUR Gylfi Sverrisson,
stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur (OR), segir að fyrirtæk-
ið muni leitast við að sækja fimm
milljarða króna á innlendum lánfjár-
markaði á næstu vikum með skulda-
bréfaútgáfu: Annaðhvort í gegnum
íslenska banka eða lífeyrissjóði, út-
skýrir stjórnarformaðurinn.
„Það verður ekki erfitt,“ segir
Guðlaugur Gylfi spurður hvað gerist,
takist félaginu ekki að fjármagna
þessa fimm milljarða. „Bara spurn-
ing um hvaða kjör við fáum.“
Hann nefnir að skammt sé síðan
fyrirtækið tók fimm milljarða króna
skammtímalán og segir að það hafi
gengið vel.
Varðandi langtímafjárþörf segir
Guðlaugur Gylfi að OR standi ágæt-
lega. Segir endurfjármagnsþörf litla.
Aftur á móti nefnir hann að fyrir-
tækið þurfi að leita á innlendan
markað með skammtímafjármögn-
un.
Evrópski fjárfestingabankinn
neitaði að ganga frá 170 milljón evra
lánafyrirgreiðslu til OR vegna
óvissuþátta í íslensku efnahagslífi,
sem fyrirtækið hafði fengið vilyrði
fyrir og átti að ganga frá 15. júlí sl.
Lánið átti að nýta til að fjármagna
framkvæmdir við jarðgufuvirkjun
við Hverahlíð á Hellisheiði, sem síð-
an átti að veita Norðuráli orku.
Guðlaugur Gylfi segir að neitunin
hafi lítil áhrif á rekstur OR: Það þýð-
ir að jarðgufuvirkjunin fari sex mán-
uðum seinna af stað en lagt var upp
með. Hann segir að neitunin hafi
engin áhrif fyrir borgarbúa, lánið
var einungis tengt þessari virkjun
sem átti að selja orku til Norðuráls í
Helguvík.
Guðlaugur Gylfi segir að endur-
fjármögnunarþörf bankans sé lítil og
spurður um hvort stórir gjalddagar
séu á lánum segir hann svo ekki
vera.
„Gjalddagar okkar miðast við það
að við séum farnir að selja orku. Og
þá bara kemur tekjustreymi inn á
móti,“ svarar hann.
helgivifill@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Lán Orkuveita Reykjavíkur þarf
skammtíma fjármögnun.
OR vill annað 5
milljarða lán
Fékk fyrir skömmu 5 milljarða lán
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÓVISSA um stýrivaxtastig, verð-
bólgu og þróun efnahagsmála al-
mennt er svo mikil að fjárfestar á
skuldabréfamarkaði eru ragir við að
kaupa lengri skuldabréf ríkissjóðs
nema með ríflegum afslætti.
Er þetta ein af ástæðunum fyrir
því að á föstudag tók Seðlabankinn
engum tilboðum í þrjá skuldabréfa-
flokka, sem þá voru boðnir til sölu.
Önnur ástæða er sú að á stuttum
tíma hefur framboð á skuldabréfa-
markaði verið mjög mikið og getur
verið að suma fjárfesta skorti lausafé
til að taka þátt í nýjum útboðum.
Skammt er síðan Seðlabankinn seldi
fjögurra mánaða ríkisvíxla fyrir 40
milljarða króna.
Gerðu ráð fyrir vaxtalækkun
Umframeftirspurn var eftir þeim
víxlum og þegar sú staðreynd er bor-
in saman við afar dræmar viðtökur
við bréfunum, sem boðin voru til sölu
á föstudag, rennir það stoðum undir
þá kenningu að fjárfestar forðist nú
lengri bréf á því verði, sem Seðla-
bankinn vill fá fyrir þau. Á föstudag-
inn bauð Seðlabankinn til sölu
skuldabréf á gjalddaga á árunum
2011, 2013 og 2025, en engum tilboð-
um var tekið.
Þá reyndi Seðlabankinn fyrir
skömmu að selja íbúðabréf að nafn-
virði 20 milljarða króna, en tók að-
eins tilboðum í stysta flokkinn.
Þegar fréttir bárust af því að pen-
ingastefnunefnd útilokaði ekki
vaxtahækkun á næstunni mun það
hafa komið fjárfestum á óvart. Eins
og einn viðmælandi Morgunblaðsins
orðaði það þá hafði markaðurinn
gert ráð fyrir frekari vaxtalækkun-
um í verðlagningu skuldabréfa.
Velta á skuldabréfamarkaði nam
15,7 milljörðum króna og lækkaði
ávöxtunarkrafa allra ríkisskulda-
bréfa. Velta með „lengri“ ríkisbréf,
þ.e. bréf á gjalddaga á árunum 2013,
2019 og 2025 nam alls ríflega 7,7
milljörðum króna í gær og sýnir það
að þeir eru til sem vilja fjárfesta í
þeim bréfum. Þrátt fyrir lækkun
gærdagsins er ávöxtunarkrafa á
þessum bréfum hins vegar á bilinu
8,47-8,83%. Er eðlilegt að Seðla-
bankinn hugsi sig tvisvar um bjóðist
honum tilboð af þessu tagi í
skuldabréfaútboðum.
Vilja síður fjárfesta í
lengri skuldabréfum
Engum tilboðum var tekið í útboði, sem haldið var á föstudag
Stýrivextir Peningastefnunefnd hefur ekki útilokað vaxtahækkun á næsta
stýrivaxtafundi hennar og sló það suma fjárfesta út af laginu.
Morgunblaðið/Ómar
Síðustu tilraunir Seðlabankans
til að selja ríkis- og íbúðabréf
hafa gengið illa. Óvissa er sögð
hluti vandans, en einnig mikið
framboð á skuldabréfum að und-
anförnu.
* *
,
,
* ) -+
,
,
./0 1/2
,
,
45 6
."+
,
,
*+ 7
*+ 89
,
,
ARÐGREIÐSLUR Sjóvár árið 2007,
vegna afkomu félagsins árið 2006,
námu 7,3 milljörðum króna, eða um
61% af hagnaði árs 2006, sem var
um 11,9 milljarðar króna.
Árið 2007 var hagnaður á rekstri
Sjóvár um fjórir milljarðar króna
og var ekki greiddur arður út fyrir
það ár.
Í frétt Morgunblaðsins síðastlið-
inn laugardag var 7,3 milljarða
króna arðgreiðslan fyrir árið 2006
sett í samhengi við afkomu félags-
ins árið 2007 til að varpa ljósi á fjár-
streymi úr félaginu til eigenda þess
og stöðu þess á því ári. Telur Morg-
unblaðið að ljóst megi vera af lestri
fréttarinnar að fjallað var um arð-
greiðslur Sjóvár árið 2007 í þessum
tilgangi.
Vegna
fréttar um
arðgreiðslur
● SIGURÐUR Helgason, fyrrverandi
forstjóri Icelandair Group, verður til-
nefndur í stjórn flugfélagsins á hlut-
hafafundi 6. ágúst og verður stjórn-
arformaður, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Enn eru tvær vikur til
stefnu og mögulega gætu stjórn-
artilnefningar breyst. Heimildarmaður
á þó ekki von á því. Katrín Olga Jó-
hannesdóttir, framkvæmdastjóri hjá
Skiptum, og Pétur J. Eiríksson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri Icelandair
Cargo, verða tilnefnd sem nýir stjórn-
armenn.
Núverandi stjórnarmenn Icelandair
Finnur Reyr Stefánsson og Martha
Eiríksdóttir (stjórnarmaður í Íslands-
banka) verða tilnefnd, samkvæmt
heimildum. Íslandsbanki á um helm-
ingshlut í flugfélaginu eftir veðköll og
er viðskiptabanki þess.
helgivifill@mbl.is
Sigurður Helgason
fer aftur til Icelandair
HLUTAFÉ tryggingafélagsins VÍS,
sem er í eigu Exista, hefur verið auk-
ið tvisvar frá því skömmu fyrir ára-
mót. Nýr hlutabréfaflokkur var
stofnaður sl. vetur, B-flokkur, utan
um 100 milljónir króna að nafnvirði,
líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur
greint frá. Fyrir síðustu áramót var
hlutafé aukið um einn milljarð, í 2,5
milljarða, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Þá var óráðstöfuðu
eigin fé breytt í hlutafé til þess að
styrkja stöðu tryggingafélagsins
gagnvart erlendum aðilum, sam-
kvæmt heimildamanni.
Hlutafé VÍS skiptist í tvo flokka
sem bera mismikið atkvæðamagn;
A-hluta og B-hluta. Exista upplýsir
ekki hvers vegna hlutafé er tvískipt.
Hluthafar B-flokks fara með 75% at-
kvæðismagn í VÍS.
Samkvæmt upplýsingum frá Ex-
ista lagði fyrirtækið dótturfélagi til
fjármuni í síðari hlutafjáraukning-
unni. Ekki fæst uppgefið á hvaða
gengi, því er fjárframlagið óþekkt.
Sláturfélag Suðurlands er þekkt-
asta dæmið um íslenskt fyrirtæki
sem skiptir hlutafé í A- og B-hluta. Í
Skandínavíu og Bandaríkjunum er
þetta fyrirkomulag vel þekkt, þá t.d.
halda fjölskyldur áhrifum sínum í
fyrirtæki við skráningu á hlutabréfa-
markað. Þekkt dæmi er bílarisinn
Ford. helgivifill@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bræður Ágúst og Lýður Guðmunds-
synir hafa farið fyrir Exista.
VÍS eykur
hlutafé