Morgunblaðið - 21.07.2009, Page 21

Morgunblaðið - 21.07.2009, Page 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 ✝ Ástríður HólmTraustadóttir, eða Ásta eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Akranesi 9. janúar 1962. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 9. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Agnes Sigurðardóttir, f. á Akranesi 24.10. 1931, og Trausti Ingvars- son vörubílstjóri á Akranesi, f. í Stíflu, V-Landeyjahreppi 15.6. 1926, d. 9.6. 1977. Systkini Ástu eru Ólöf Trausti Már, f. 28.3. 1992. Dóttir Ástu og Jóhanns Einars Guð- mundssonar er Margrét, f. 9.11. 1982, og er hún í sambúð með Haf- þóri Theodórssyni, f. 6.3. 1981. Eiga þau tvö börn, Viktor Blæ, f. 30.8. 2002, og Ástu Maríu, f. 16.11. 2008. Ásta ólst upp í foreldrahúsum á Akranesi en á unglingsárunum missti hún föður sinn. Að lokinni skólagöngu vann hún m.a. við verslunarstörf í Skagaveri. Árið 1984 fluttist hún ásamt móður sinni til Reykjavíkur og stofnaði þar heimili með eiginmanni sínum og dóttur. Starfaði hún fyrst á leikskólanum Bakkaborg og síðan um árabil í Þinni verslun við Selja- braut. Síðustu ár starfaði hún sem sölufulltrúi hjá A. Karlssyni/Besta. Útför hennar fer fram frá Selja- kirkju í dag, þriðjudaginn 21. júlí, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Guðrún Gerstacker, f. 9.7. 1951, d. 4.6. 2008, og Ingvar Hólm f. 30.4. 1954. Hálf- bróðir Ástríðar sam- feðra er Jakob Adolf, f. 18.8. 1946. Ásta giftist Óskari Má Ásmundssyni, f. 17.4. 1959, hinn 4.5. 1985 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Jónína Ágústsdóttir, f. 21.1. 1923, og Ás- mundur Pálsson, f. 20.2. 1915, d. 10.2. 1996. Börn Ástu og Óskars eru Bjarki Már, f. 13.5. 1987, og Það er margs að minnast þegar ég kveð mína elsku dóttur, hana Ástu. Þú varst einstök og öllum sem þig þekktu þótti vænt um þig. Við eigum ekki orð yfir öllum þeim faðmlögum og tárum sem komið hafa frá vinum og ættingj- um. Áður en þú fórst baðstu okkur að brosa. Við getum bara brosað gegn- um tárin elsku Ásta mín. Heimilið þitt var þér allt og börnin þín, þau Margrét, Bjarki, Trausti, tengdasonur og barnabörnin. Elsku Óskar, þú ert búinn að vera einstakur við hana Ástu þína. Það verður erfitt fyrir þig og börnin nú þegar hún er farin. Við erum búin að vera í sama húsi í yfir tuttugu ár og ég lofa þér Ásta mín að passa upp á strákana þína meðan ég get. Minn- ingin um þig verður ljós í lífi okkar. Guð geymi þig, pabba þinn, Lóu og Lee. Þín mamma. „Hlátur, bros, gleðigjafi“. Þessi orð koma fyrst í hugann þegar við hugs- um til baka til hennar elsku frænku minnar. Þegar við lítum til baka öll ár- in góðu sem við áttum með þér; mikið gantast og hlegið, smáskot hvert á annað og mikið hlegið á eftir. Alltaf jafngaman að hitta ykkur Óskar, þið voruð mjög samhent hjón, alltaf talað um Ástu og Óskar samtímis. Börnin ykkar yndisleg og barnabörnin tvö. Nú verða þau Viktor Blær og Ásta María gleðigjafar á erfiðum stundum hjá litlu fjölskyldunni, Viktor Blær á vafalaust eftir að sakna ömmu mikið en litla Ásta María fær bara að heyra hvað amma var góð. Elsku Ásta, þín verður sárt saknað. Biðjum þess að Guð haldi verndar- hendi yfir fjölskyldu þinni. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra elskulega fjölskylda, Adda, Óskar og börn. Gleðigjafi hvar sem hún kom. Hlátur þar sem hún var. Gleði sem hún gaf öðrum. Ásta var einstök manneskja. Margrét og Hjálmur Geir. Í dag kveðjum við yndislega frænku og vinkonu eftir sjö mánaða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ásta, hetjan okkar, var stórbrotin persóna. Mikil fjölskyldukona sem umvafði Óskar sinn, börn, tengdason og barnabörnin tvö, svo ekki sé talað um Öddu móður sína. Mjög oft var farið í sumarbústaðinn norður í Vestur-Hóp með hópinn enda mjög samheldin fjöl- skylda. Það var mikill samgangur á milli bústaða hjá okkur. Oft var mikið hlegið enda var hún Ásta mikill gleði- gjafi. „Sæælaar … hvað segir mín?“ var oft viðkvæðið þegar hringt var á báða bóga. Ég á svo margar góðar minningar um góða konu sem sárt er saknað. Með þessum ljóðlínum kveðj- um við Ástu okkar og biðjum Guð að styrkja Óskar, Öddu, Margréti, Haf- þór, Bjarka Má, Trausta Má, Viktor Blæ og Ástu Maríu á þessum erfiðu tímum. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl þú í friði Ásta mín. Þóra og Aad. Í dag kveðjum við góða frænku og vinkonu. Margs er að sakna og margs er að minnast en það eru minningarn- ar sem við geymum með okkur um ókomna framtíð. Alltaf var stutt í húm- orinn hjá Ástu frænku og það allt fram á hinstu stund. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hennar sem er okkur afar kær. Fjölskyldan var Ástu allt og hún naut sín hvergi betur en í sveitasæl- unni í bústaðnum sínum, umvafin eig- inmanni, börnum og barnabörnum. Við mæðgur erum afar þakklátar fyrir þann frábæra dag sem við áttum með henni, Öddu móður hennar, Margréti dóttur hennar og Ástu Maríu nöfnu hennar og ömmustelpu í maí síðast- liðnum á heimili Hrefnu. Við viljum að lokum þakka allar góðu og dýrmætu samverustundirnar sem við áttum, takk fyrir allt elsku frænkugull. Elsku Óskar og börn, Adda frænka, tengdabörn og barnabörn, Guð veri með ykkur og styrki á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (PÓT) Hvíl í friði kæra frænka, Halla, Daníel, Hrefna, Kári og Aron. Elsku fallega vinkona mín. Nú sit ég hér og skrifa eitt það erf- iðasta bréf sem ég hef þurft að skrifa. Á sólbjörtum degi við veiðar í Vatnsdalsá kom símtalið, sem enginn vill fá … þú varst farin frá okkur. Það var yndislegt þegar ég fékk þig til að vinna með mér. Þá hófst okkar frábæri vinskapur sem var mér svo mikils virði. Við töluðum saman hreint og beint um alla hluti (ekkert hjal und- ir rós), alltaf var svo stutt í kátínu, hlátur og gleði hjá þér. Oft var erfitt fyrir mig að vera töffarinn eftir að þú veiktist, en samt eftir hverja heimsókn varst þú búin að láta mig brosa, þú varst svo mikil hetja, svo ótrúlega sterk. Það er erfitt til þess að hugsa að fyr- ir ári kvaddir þú Lóu systur þína á af- mælisdaginn hennar, hinn 9. júlí. Þennan dag kveður þú okkur. Elsku Ásta mín, við ætluðum að gera svo margt þessa dagana, þú ætl- aðir að drífa þessa spítalavist af, svo við gætum farið að njóta okkar á kaffi- húsum, fara í Heiðmörk og öskra eða bara syngja. Þú sagðir að ég ætti að öskra fyrir okkur báðar þar sem það væri meiri hávaði í mér. Nú fer ég þangað án þín, en ég veit þú ert að hlusta. Ef ég ætti fleiri stundir, fleiri mínútur. Fleiri orð, fleiri nætur fyrir þig. Þó að ævin geymi óteljandi sekúndur, þá er oft eins og tíminn svíki mig. (Sálin hans Jóns míns/ Stefán Hilmarsson) Með sorg og söknuði kveð ég þig mín yndislega vinkona, ég veit að fal- legar, glaðar og brosmiklar minningar hjálpa mér og öllum öðrum þegar fram líða stundir. Þúsund þakkir fyrir allt, Ásta mín. Elsku Óskar minn, Margrét, Bjarki, Trausti, Agnes (mamma), Hafþór og litlu sólargeislarnir, hugur minn er hjá ykkur. Dóra Ingólfsdóttir. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Í dag kveðjum við Ástu sem var okkur góð vinkona. Við sáum Ástu fyrst á ættarmóti og hefur samband haldist síðan. Þú hafðir mjög gaman af barnabörnunum þínum, þeim Viktori Blæ og Ástu Maríu. Okkur þótti mjög leitt að heyra af veikindum þínum og þið Óskar gátuð ekki komið til okkar í afmælisveislu okkar 30. nóvember í fyrra. En við hittumst í veislu í desember og þá varstu hress og kát. Elsku vinkona okkur langar að kveðja þig með þess- um versum: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku Óskar, Margrét, Bjarki, Trausti og fjölskylda. Guð styrki ykk- ur öll. Alda og Bára. Þegar heitustu dagar sumars gengu í garð og geislar sólar lýstu á okkur, féll dimmur skuggi yfir fimmtudaginn 9. júlí. Hún Ásta okkar lést þá eftir stutta en erfiða baráttu við krabba- mein. Við sem unnum með Ástu vor- um alls óviðbúin þessu þrátt fyrir veik- indin, enda hafði Ásta sannfært okkur með sínum baráttuvilja um að hún kæmi aftur til starfa og myndi hrista þetta af sér. Ásta var duglegur starfskraftur, ósérhlífin, jákvæð og skemmtileg og það verður ekkert eins án hennar. Hún sá um sjoppuna, var í skemmti- nefnd, bakaði vöfflur á föstudögum og var alltaf tilbúin að vinna lengur og leggja meira á sig ef með þurfti. Hún dreif okkur hin áfram og það var ávallt hægt að treysta á kaffibolla og smá- spjall að morgni dags með henni áður en haldið var út í vinnudaginn. Trausti, yngsta barn Ástu, hefur einnig unnið með okkur síðastliðin sumur og hafði Ásta greinilega alið þar upp dugnaðar- fork sem líkist móður sinni hvað varð- ar ástundun, metnað og dugnað. Vinnustaðurinn verður aldrei samur aftur og við stöndum eftir með sorg og söknuð í hjarta. Elsku Ásta okkar, við þökkum þér ánægjulega samfylgd undanfarin ár og munum aldrei yfirgefa minningu þína. Fjölskyldu Ástu og aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð og vonum að sólargeislar sumarsins lýsi ykkur leið um þann erfiða veg sem framundan er. F.h. starfsfólks Besta í Ármúlanum, Inga Hrönn Stefánsdóttir. Ásta okkar er látin í blóma lífsins eftir stutta en mjög harða baráttu við krabbamein. Ásta var „Ásta okkar“ í Besta í fimm ár og á þeim tíma setti hún mikinn svip á fyrirtækið og fólkið í kringum sig. Hún var einstakur starfs- maður sem tók breytingum og nýjum verkefnum með opnum hug. Hún fékk fólk í lið með sér, var hrókur alls fagn- aðar og hreif viðskiptavinina með glað- legu fasi og mikilli þjónustulund. Hún var og verður „Ásta okkar“. Sár er söknuðurinn og við sam- starfsfélagar Ástu erum langt frá því að hafa náð þessum raunveruleika. Það að við komum ekki til með að sjá hana aftur, fá að heyra hlátur hennar, hlusta á góðu hugmyndirnar eða bara njóta samveru hennar – þetta er allt mjög óraunverulegt. Ásta veiktist skyndilega í nóvember eftir að hafa barist við lungnabólgu í einhverjar vikur sem reyndist svo mun alvarlegra en það. Þrátt fyrir mikil veikindi og erfiða lyfjagjöf stóð hún keik og baráttuviljinn og bjartsýn- in var þvílík að okkur samstarfsfólk hennar óraði ekki fyrir öðru en það myndi rætast þegar hún sagði okkur að það styttist í að hún kæmi aftur. Persónulega er ég búin að þekkja Ástu í rúm 20 ár – ég kynntist henni þegar ég og Óskar Már hennar unnum saman. Í huga mínum eru Ásta og Óskar Már algerlega órjúfanleg heild. Þau voru sérstaklega samhent hjón sem gerðu allt saman ásamt börnun- um sínum, tengdasyni og barnabörn- um. Missir fjölskyldunnar er mikill. Við minnumst hennar með tárum um leið og við getum þakkað fyrir að hafa fengið að kynnast Ástu, lært af henni, glaðst með henni, barist með henni, hlegið með henni og dáðst að henni. Elsku Óskar Már, Agnes, Margrét, Bjarki, Trausti, Hafþór, Viktor og Ásta litla, hugur okkar allra er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Við kveðjum þig elsku Ásta okkar – þökkum fyrir samstarfið, stuðninginn og allar góðu stundirnar. Þín verður sárt saknað. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá A. Karlsson og Besta, Linda Björk Gunnlaugsdóttir. Í fáeinum orðum langar okkur að minnast elskulegrar vinkonu. Skemmtilegi félagsskapurinn „Súpu- klúbburinn“ byrjaði þegar við vorum allar að vinna hjá Besta. Markmiðið var bara eitt; það að hittast, hlæja og gleðjast saman sem við svo sannarlega gerðum. Ásta átti að sjálfsögðu heima í þessum hópi, alltaf jafn kát og skemmtileg. Það var alltaf einstaklega gaman hjá okkur hvort heldur það væri smá- hittingur í hádeginu, flottustu gala- kvöld eða vinnutengdar utanlands- ferðir. Við hjálpumst allar að þegar eitthvað stendur til hjá einhverri í klúbbnum og Ásta var þar fremst í flokki. Hinn 5. júní síðastliðinn var súpu- hittingur hjá okkur. Ásta mætti þótt dagurinn hefði verið henni erfiður. Við áttum frábæra stund saman og erum því óendanlega þakklátar fyrir þetta kvöld. Ástu verður sárt saknað í okkar hópi en minning hennar mun lifa með okkur. Fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. Súpuklúbbsins, Kolbrún Sveinsdóttir. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Elsku frænka, ekki bjóst ég við þessu svona fljótt. Við áttum eftir að tala og hlæja svo mikið. Þú varst sannkallað ljós, bros þitt og dillandi hlátur hreif alla. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig, þú vildir hafa líf og fjör, þú naust þín best í faðmi Óskars og barnanna. Sveitin okkar skipaði stóran sess í lífi þínu og var mikið búið að breyta og bæta þar á bæ, og litla húsið orðið að sannkallaðri höll með öllum þægind- um enda varstu mikill fagurkeri Ásta mín. Það er sárt að þú skulir ekki hafa getað notið þess lengur. Ég gæti skrifað heila bók um þig, minningarnar svo ljúfar og góðar. Þið fluttuð á Seljabrautina fyrir um tutt- ugu árum, Adda amma í kjallarann og þið á efri hæðina, það var gott fyrir alla. Samband ykkar mæðgna var ótrúlegt, ljúft og fallegt. Þú varst sannkallaður dugnaðarforkur, það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur; alltaf var því lokið með glæsi- brag. Hafðu hjartans þökk fyrir alla hjálpsemina í gegnum tíðina. Ég kveð þig að sinni elsku besta frænka mín. Þú stóðst þig eins og hetja í snarpri baráttu, sem sigraði þig að lokum. Leiði þig í hæstu heima höndin drottins kærleiks blíð. Ég vil biðja Guð að geyma góða sál um alla tíð. (Friðrik Steingrímsson) Minning um fallega og góða konu lifir í okkur öllum. Elsku fjölskylda, megi Guð og engl- arnir gefa ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Valgerður Sigurjónsdóttir. Ásta hennar Öddu Sig. af Hall- bjarnarættinni er dáin … Þetta voru fyrstu fréttir sem ég fékk að heyra þegar ég kom í lokin á Sæludögum á Suðureyri við Súgandafjörð sunnu- daginn 12. júlí sl. á slóðir forfeðra okk- ar Ástu. Hjartað missti úr slag, ég fékk ónot í magann, fann fyrir ógleði og varð orðlaus um stund. Staldraði við og hugsaði, þetta getur ekki verið satt. Jafnaldra mín, frænka, æskuvin- kona, skólasystir og fyrrverandi vinnufélagi er dáin. Ég á besta aldri á ferðalagi ásamt mínum besta helm- ingi, honum Helga mínum, á slóðum forfeðranna og held að á þessum aldri geri lífið ekkert annað en brosa við okkur. Við, eftir barneignir og það sem þeim fylgir, búin að kljúfa íbúðar- kaupin, komin á jeppa, sumir búnir að byggja sér sumarbústað, aðrir með hann í eftirdragi eða ofan á bílnum og ferðir til útlanda þykja sjáfsagður hlutur. Hvers getum við óskað okkur frekar. Jú, góðrar heilsu og langlífis. En stundum er því ekki til að dreifa eins og mörg okkar þekkja. Hún Ásta mín dó næstum því upp á sama dag og mamma mín, munaði bara einum degi þar um og þær jafn gamlar. En svona er lífið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er, víst erum við ekki ódauðleg. Ég vil í þessum skrif- um mínum þakka Ástu fyrir öll góðu samstarfsárin í Skagaveri á Akranesi, í leikskólanum Bakkaborg í Reykja- vík, fyrir vináttu hennar og Óskars í gegnum árin við okkur Helga, allar góðu jólakveðjurnar og síðast en ekki síst fyrir samveruna á síðasta ár- gangsmóti ’62 módelsins á Skaganum síðastliðið haust. Elsku Adda mín, þú hefur reynt margt á síðustu misserum. Við þig Óskar og börnin get ég bara sagt að hugur minn og Helga er hjá ykkur. Ásta mín, takk fyrir allt. Þín vinkona og frænka, Arna Arnórsdóttir. Ástríður Hólm Traustadóttir Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Óskar, Margrét, Hafþór, Bjarki, Trausti, Adda og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiða tíma. Megi minning góðrar konu lifa. Hvíl í friði elsku Ásta. Ríkey, Margrét og Kristófer. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.