Morgunblaðið - 21.07.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 21.07.2009, Síða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Minningarnar eru margar þegar við bræður setjumst niður og hugsum til baka. Fyrsta minningin er ljóð sem amma Sunna kenndi okkur en það var um koppasmiðinn, það var fyrsta ljóðið sem við lærðum. Dótið í Stigahlíðinni er líka eftirminnilegt Súsanna Halldórsdóttir (Sunna) ✝ Súsanna Hall-dórsdóttir (Sunna) fæddist í Vestmannaeyjum 19. maí 1929. Hún lést á líknardeild Landspít- ala, Landakoti, að- faranótt 6. júlí sl. Útför Súsönnu fór fram frá Háteigs- kirkju mánudaginn 20. júlí síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar þó að það hafi ekki verið mikið en bílstýr- ið var vinsælt. Alltaf var spenn- andi þegar amma Sunna var að koma í mat því oftar en ekki kom hún með eftir- réttinn með sér. Ekki má gleyma krumman- um sem er í Álftarhól en við hann vorum við bræður dálítið smeyk- ir þegar við vorum litlir. Við trúum því að ömmu Sunnu líði vel núna og vonum að hún sé búin að hitta Jón Atla aft- ur. Þínir alltaf, Örni Ingi, Björn Andri og Helgi Rúnar. Elsku besti Atli minn, ég kveð þig, elsku vinur minn, með sorg í hjarta. Nú ertu loksins laus við verkina og ég trúi því að nú fáir þú að fljúga eins og þig lystir. Ég hitti þig fyrst í partýi á Sól- vallagötu 6, þú varst með RayBan og áttir heiminn. Ég var reyndar nokkuð viss um að nú hefði Ástu förlast illa í karlamálunum en annað átti heldur betur eftir að koma í ljós. Það var eiginlega merkilegt hvað við náðum fljótt góðri tengingu og eitt mikilvægasta við okkar vinskap var að við tengdum alveg strax húmorslega. Við vorum á sömu bull- bylgjulengd sem er mjög mikilvægt. Flugið átti hug þinn allan. Það var nóg fyrir þig að heyra í flugvél þá vissir þú hvers konar vél það var og jafnvel hver væri að fljúga henni. Ég man þegar þú bauðst mér, með ykkur Ástu, í flugtúr upp á Base í Keflavík þar sem við snæddum á Wendy’s. Ég borðaði auðvitað yfir mig og varð veikur í vélinni á leiðinni til baka, en þú leyfðir mér að stýra vélinni og þá var magapínan horfin „med det samme“. Ég man líka hvað ég varð glaður að uppgötva að þú værir flugstjóri vélarinnar þegar ég flaug til Ísa- fjarðar. Ég hafði heyrt svoddan hryllingssögur af aðfluginu á Ísa- firði. En þú kallaðir í mig fram í til þín þar sem ég fékk að sitja alla leiðina. Í stjórnklefanum varst þú eins og fiskur í vatni, þú varst svo Atli Thoroddsen ✝ Atli Thoroddsenflugstjóri fæddist 29. maí 1970. Hann lést á 11E, krabba- meinslækningadeild Landspítalans, að morgni 7. júlí sl. Útför Atla fór fram í Dómkirkjunni 16. júlí síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar yfirvegaður og róleg- ur og kunnir þitt fag greinilega svo vel að ég slakaði algjörlega á. Meira að segja líka þegar þú tókst U- beygju alveg við fjallshlíðina og lentir listilega á flugvellin- um á Ísafirði. Þú byrjaðir að skrifa blogg um leið og veikindi þín komu í ljós. Í skrifum þínum varstu svo yndislega heiðarlegur og hug- rakkur að greina frá meðferðinni, hæðunum og lægðunum og öllum tilfinningunum sem komu í kjölfar- ið. Allir sem lásu bloggið þitt fengu að taka þátt í rússíbanareiðinni með litlu „fjölskyldunni á fjallinu“ og þar skein húmorinn þinn alltaf svo vel í gegn. Ég veit að skrif þín og „læknaritarans“ Ástu hjálpuðu okk- ur öllum að læra svo ótrúlega margt um lífið, jákvæðni og styrk. Ég veit líka um fólk sem var að glíma við svipaða hluti og þið sem fékk mikið út úr því að lesa um ykkar reynslu. Sú frábæra hug- mynd kom upp að taka saman færslurnar og gefa út á bók. Þessi bók verður yndisleg heimild um þig, Atli minn. Sá sem les hana mun kynnast þér og þínum húmor á ómengaðan hátt. Ég er svo óendanlega stoltur yfir því að hafa verið vinur þinn. Ég dáðist að því hvernig þú tókst á við allar hindranirnar og ég hef lært svo endalaust mikið af baráttu ykk- ar. Þú varst svo yfirvegaður og flottur þegar þú komst fram með gagnrýni þína á samskiptaleysið innan heilbrigðisstéttarinnar að það var ekki annað hægt en að hrífast með og það sem öllu skipti: á þig var hlustað. Ég sakna þín, vinur minn, og ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég fer um borð í flugvél eða bara sé flugvél því þú varst flottasti flug- stjóri í heiminum! Elsku Ásta okkar, megi góður guð leiða þig og fallegu stelpurnar ykkar í gegnum ykkar erfiðu sorg. Gunnar Hansson og fjölsk. Það er átakanlegt að horfa á góð- an vin lúta í lægra haldi fyrir ill- vígum og erfiðum sjúkdómi eftir stranga og hetjulega baráttu. Stórt skarð hefur verið höggvið í náinn vinahóp og sárt að sjá Atla hverfa allt of snemma úr lífi Ástu, Andreu og Júlíönu. Þrátt fyrir sorgina erum við þakklát fyrir þær góðu minningar sem við eigum um þennan trausta og skemmtilega vin sem við vorum svo lánsöm að kynnast. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar hann kom inn í líf Ástu sum- arið ’92. Hann féll fljótt inn í rótgróinn vinahóp með hlýrri og þægilegri nærveru sinni, hnyttnum tilsvörum og einlægum áhuga á því fólki sem hann kynntist. Persóna Atla spannaði ólíkar víddir. Hann var í senn hugsuður og ævintýra- maður sem fékk útrás í rokksöng, alvörugefinn húmoristi, hugljúfur töffari, en fyrst og fremst góður vinur vina sinna, hlýr og traustur faðir Andreu og Júlíönu og góður eiginmaður Ástu, sem hann var svo lánsamur að eignast. Eitt kunni Atli betur en margur annar. Honum var lagið að njóta lífsins, nýta tíma sinn vel, hvort sem var í leik eða starfi. Hann sam- tvinnaði flugið, sitt helsta áhuga- mál, við ævistarf sitt og ferðaðist um heiminn og kynntist þannig ólíkum menningarheimum, hvort sem var í starfi eða á ferðalögum með Ástu og stelpunum. Atli var hugmyndaríkur og lét ekki sitja við orðin tóm þegar góðar hugmyndir voru annars vegar. Skipti þá engu hvort um var að ræða flug, hjólreið- ar yfir hálendið, tónlist og söng, þátttöku í ólíkum íþróttagreinum eða hugleiðingar og skrif um bar- áttuna við sjúkdóminn illvíga. Atli lét verkin tala í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Minningin um Atla og viðhorf hans til lífsins minnir okkur á mikil- vægi þess að leggja rækt við vini og fjölskyldu og njóta hvers einasta dags sem okkur er úthlutað í þessu lífi. Megi góður Guð vaka yfir Ástu, Andreu og Júlíönu á þessum erfiðu tímum og veita fjölskyldum þeirra styrk í sorginni. Minningin um ljúfan og traustan vin lifir. Erna Agnarsdóttir. Már Másson.  Fleiri minningargreinar um Atla Thoroddsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík sími 553 3032 Gsm 866-2747 og 822-6373 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARÍA DANÍELSDÓTTIR, áður til heimilis á Eskifirði, Furugerði 1, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum að kvöldi föstudagsins 17. júlí. Útförin auglýst síðar. Daníel Jónasson, Ásdís Jakobsdóttir, Árni Jónasson, Anna Britta Vilhjálmsdóttir Warén, Örn Jónasson, Helga Jóhannesdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA MAGNÚSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnús Garðarsson, Ingibjörg P. Guðmundsdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Þormóður Jónsson, Ólafur Halldór Garðarsson, Garðar Garðarsson, Guðrún Hulda Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, STEINUNN SNJÓLFSDÓTTIR, Framnesvegi 20, Keflavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 13.00. Jórunn Elsa Ingmundardóttir, Pétur Hartmannsson, Egill Steinar Ingimundarson, Valur Snjólfur Ingimundarson, Guðný Svava Friðriksdóttir, Oddný Ingimundardóttir, Hermann Guðmundsson, Sigurður Þorbjörn Ingimundarson, Halldís Jónsdóttir, Kristinn Ingimundarson, Jónína Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, VILBORG TORFADÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Njálsgötu 20, lést sunnudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. júlí kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hrafnistu í Hafnarfirði. Matthildur Kristjana Jónsdóttir Kelley, Kristinn Pétur Pétursson, Ragnheiður Bragadóttir, Jón Pétursson, Sigfríð Þormar, Hafdís Lilja Pétursdóttir, Ágúst Guðmundsson, Sveinn Kristján Pétursson, Sigurborg Kristjánsdóttir, Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir, Elaine McCrorie, Bjarni Leifur Pétursson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar ástkæri DÚI KARLSSON stýrimaður, Faxabraut 34c, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 19. júlí. Útförin auglýst síðar. Grímur Karlsson, Ásdís og Áslaug Karlsdætur, Hulda Karen, Sigríður Dúa og aðrir aðstandendur. ✝ Kæru vinir og vandamenn. Við þökkum innilega samúð, hlýju og vináttu ykkar við fráfall okkar ástkæra SVAVARS JÚLÍUSSONAR, Lyngbergi 11, Hafnarfirði. Helga Þórðardóttir, Magnea V. Svavarsdóttir, Ólafur Arnfjörð Guðmundsson, Hólmfríður S. Svavarsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, Leifur Steinn Elíasson, Hlynur Ó. Svavarsson, Valgerður Júlíusdóttir, Haukur Ottesen, Selma Júlíusdóttir, Óskar Indriðason og afabörnin öll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.