Morgunblaðið - 21.07.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.07.2009, Qupperneq 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 3 5 9 3 6 8 4 4 5 7 6 8 3 9 2 6 8 9 2 7 4 5 1 6 3 7 7 2 1 5 6 1 5 6 3 9 4 9 2 3 7 8 6 4 1 8 2 9 8 1 3 5 9 4 2 6 7 8 7 4 9 4 1 8 7 7 3 5 3 3 5 1 7 4 6 2 9 8 7 9 2 8 1 5 6 4 3 6 4 8 9 3 2 7 5 1 2 7 5 4 6 3 1 8 9 1 8 6 5 2 9 4 3 7 9 3 4 1 8 7 5 2 6 8 2 9 6 5 1 3 7 4 5 1 7 3 9 4 8 6 2 4 6 3 2 7 8 9 1 5 4 6 1 3 7 5 2 8 9 8 2 3 6 4 9 5 1 7 9 5 7 2 1 8 6 3 4 2 1 9 5 6 4 3 7 8 5 3 6 9 8 7 4 2 1 7 8 4 1 3 2 9 5 6 3 4 2 7 9 1 8 6 5 1 9 5 8 2 6 7 4 3 6 7 8 4 5 3 1 9 2 2 8 1 4 3 7 9 6 5 7 6 4 9 5 8 2 3 1 5 3 9 6 2 1 8 4 7 1 5 3 2 4 6 7 8 9 4 7 6 5 8 9 1 2 3 9 2 8 7 1 3 4 5 6 8 9 2 3 7 5 6 1 4 3 4 7 1 6 2 5 9 8 6 1 5 8 9 4 3 7 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 21. júlí, 202. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar. (Mík. 1, 3.) Hvort ferð þú til Írak eða Íraks?spurði viðmælandi Víkverja sem hafði ekki minnsta grun um að hann væri á leið á þær framandi og róstugu slóðir. Raunar kom í ljós að viðmælandinn var að velta fyrir sér málfræðinni, hvort essið ætti að vera þarna eður ei. Víkverji hallast að essinu enda löngum verið þeirrar skoðunar að beygja eigi landaheiti, alltént falli þau að íslenskum beygingarreglum. Fara menn ekki alveg eins til Íraks og Íslands? Er annars ekki rökrétt að beygja Írak eins og Ísak? Færi Víkverji ein- hvern tíma til Íraks myndi hann þá vonandi snúa aftur heim frá Íraki. x x x Sumum hefur raunar þótt Víkverjiganga fulllangt í þessum efnum en hann vill ólmur fara til Kínu og Kanödu. Það gengur ekki? segja menn. Það er ljótt. Hvers vegna í ósköpunum? spyr Víkverji á móti. Við förum til Ameríku og Ítalíu, hvers vegna ekki til Kínu? Víkverji er líka talsmaður þess að beygja Japan og Kasakstan eins og Kjartan, þ.e. að menn komi frá Jap- ani og Kasakstani. Vel mætti líka hugsa sér að beygja Tógó eins og Gógó. Þá myndu menn vitaskuld fara til Tógóar. Kamerún á auðvitað að beygja eins og Sigrún. Menn myndu þá koma frá Kamerúnu og fara til Kamerúnar. x x x Ef út í það er farið hefur Víkverjialdrei botnað í því hvers vegna Íslendingar hafa þýtt landaheitið Sverige sem Svíþjóð. Svírgía væri miklu tilkomumeira og nær lagi. Sví- ar yrðu þá Svírglar. Eins mætti hæglega kalla Noreg Norgíu og Norðmenn Norgla. Mergjuð orð, Norgill og Svírgill! Þau myndu að sjálfsögðu beygjast eins og Þengill. Ferðasagan gæti þá verið svona: Víkverja langaði til Kínu en vegna veikrar stöðu krónunnar kaus hann að fara frekar til Kamerúnar með bráðhressum Svírgli sem hann kynntist í Kanödu. Næst langar Vík- verja til Tógóar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hljóðfæri, 4 drykkjumaður, 7 ves- almenni, 8 jarðávöxtum, 9 lítinn snáða, 11 heiti, 13 þráður, 14 hvetur, 15 hrörlegt hús, 17 auka- skammtur, 20 ótta, 22 eld- stæði, 23 í átt til baka, 24 syndajátning, 25 venja. Lóðrétt | 1 örin, 2 mót- vindur, 3 fyrirhöfn, 4 brott, 5 doka við, 6 for- móðirin, 10 fiskveiðar, 12 bjargbrún, 13 illgjörn, 15 dramb, 16 skelfir, 18 ger- um við, 19 éta upp, 20 eydd, 21 borgaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 táldregur, 8 flóar, 9 getur, 10 ker, 11 skapa, 13 allur, 15 þvarg, 18 skörp, 21 rit, 22 ferma, 23 uglur, 24 skammdegi. Lóðrétt: 2 ámóta, 3 dýrka, 4 eigra, 5 umtal, 6 ofns, 7 ár- ar, 12 pár, 14 lok, 15 þófi, 16 afrek, 17 gramm, 18 stuld, 19 örlög, 20 pera. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á opna skoska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Edinborg. Guðmundur Kjartansson (2.356) hafði svart gegn indverska stórmeistaranum Arun Prasad (2.556). 40. … Hxf1! 41. Dh5 svartur hefði einnig unnið eftir 41. Dxf1 Hd1 42. Df2 Dg5+ 43. Kf3 Dxf5+. 41. … Hg1+ og hvítur gafst upp. Frammistaða Guð- mundar á mótinu var frábær og tefldi hann af miklum krafti. Hann lagði þrjá stórmeistara að velli og var óheppinn að vinna ekki þrjá til viðbótar. Hann fékk 6½ vinning af 9 mögulegum og náði stórmeistaraáfanga. Jafnframt var hann á meðal efstu manna á mótinu en nánari upplýsingar um árangur hans er að finna á www.skak.is. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Trompþvingun. Norður ♠D64 ♥K652 ♦Á75 ♣854 Vestur Austur ♠ÁG1085 ♠97 ♥DG97 ♥1083 ♦KD4 ♦G109862 ♣10 ♣73 Suður ♠K32 ♥Á4 ♦3 ♣ÁKDG962 Suður spilar 6♣. Opnun vesturs á 1♠ er pössuð til suðurs. Dobl virðist rétta sögnin, en suður er „Hammanisti“ og stekkur í 3G. Norður hækkar 4G og suður skýt- ur á 6♣. Útspilið er ♦K. Sagnhafi verður að slá því föstu að vestur sé með hjartalengdina. Sé svo, má kreista fram tólfta slaginn með trompþvingun. Talning í láglitnum er gagnleg og sagnhafi trompar því tígul í öðrum slag. Hann tekur trompin og notar innkomuna á ♣8 til að stinga tíg- ul aftur. Sést þá að vestur á þrjá tígla og eitt lauf. Og vonandi fjórlit í hjarta til hliðar við hinn sannaða spaðalit. Suður dælir út trompum um stund og staldrar við þegar eitt er eftir. Vest- ur hefur þá þegar orðið þvinguninni að bráð, annaðhvort farið niður á ♠Á ann- an eða fækkað við sig hjörtum. Sagn- hafi spilar í samræmi við það. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einhverjir vilja efna til óvinafagn- aðar út af fjármálum. Vertu með svörin við algengum spurningum á reiðum hönd- um og þá er allt klárt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fikraðu þig í átt að markmiði þínu með eitt takmark í huga, en þröngt sjón- arhorn. Haltu sambandi við vini þína. Taktu ekki fleiri hluti að þér en þú ræður við. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér tekst einhvern veginn ekki að ná til þeirra sem þú vilt að kynnist málstað þínum. Breyting á þér breytir öllu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér finnst engu líkara en allir séu í hægagangi í kringum þig. Notaðu tím- ann til að anda og íhuga. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Sestu niður með fjölskyldunni til að ræða um framtíðarþarfir. Einhver þér nákominn þarf á upplyftingu að halda. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Frelsi þitt skiptir þig miklu máli og í dag hefurðu þörf fyrir að sinna þínum eigin málum. Ef þú sýnir þolinmæði og heldur þetta tímabil út átt þú eftir að uppskera ríkulega. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það eru allar líkur á því að þér takist nú ætlunarverk þitt, en aðeins ef þú treystir á sjálfan þig. Vertu heiðarleg/ur í öllum tilfellum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Uppfærðu óskalistann, þú ert vaxin/n upp úr því sem þú hélst að þig langaði í. Ef þú hlustar vel gætirðu kom- ist að einhverju mikilvægu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sjálfsöryggi þitt hjálpar þér til að vinna fólk á þitt band. Hreinsaðu út úr skápum, raðaðu í hillur og losaðu þig við það sem þú ert hætt/ur að nota. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er oft betra að geyma hlut- ina hjá sér um stund heldur en að deila þeim strax með öðrum. Reyndu samt að þreyja þorrann því allt lagast þetta að lokum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Búðu þig undir miklar breyt- ingar sem dynja yfir innan skamms. Hafðu í huga að samskipti þín við aðra endurspegla það hver þú ert. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Margar hugsanir sem skýtur upp í kollinum á þér enda sem vangaveltur. Talaðu um þær breytingar sem þú vilt sjá á kringumstæðum þínum og hvernig þið getið unnið saman að þeim. Stjörnuspá 21. júlí 1846 Sigurður Breiðfjörð dó í Reykjavík, 48 ára. Hann var helsta rímnaskáld nítjándu aldar og naut mikillar alþýðu- hylli. 21. júlí 1936 Sverðfisk rak á land við Breið- dalsvík, en fá dæmi voru þess að slíkur fiskur hefði fundist norðar en við Englands- strendur. Fiskurinn var 265 sentimetrar á lengd, þar af var sverðið 78 sentimetrar. 21. júlí 1939 Tveir þýskir kafbátar, U-26 og U-27, komu til Reykjavíkur, rúmum mánuði áður en síðari heimsstyrjöldin skall á. Þetta voru fyrstu kafbátar sem kom- ið höfðu í íslenska höfn og „þótti bregða til nokkurrar nýlundu“, að sögn Morg- unblaðsins. 21. júlí 1959 Hvítur hrafn náðist í Ólafsvík. Hann var til sýnis í Miðbæj- arskólanum í Reykjavík í nokkra daga. Í desember slapp hrafninn úr búri og var skotinn. Fuglinn mun nú vera á Náttúrufræðistofnun Ís- lands. 21. júlí 1963 Skálholtskirkja var vígð við hátíðlega athöfn að við- stöddum áttatíu prestum, pró- föstum og biskupum. „Skál- holt er meira en minningin, hærra en sagan,“ sagði Sig- urbjörn Einarsson biskup í vígsluræðunni. „Heill og bless- un búi hér og breiðist héðan út.“ 21. júlí 1987 Héðinn Steingrímsson varð heimsmeistari í skák á móti fyrir börn, 12 ára og yngri. Hann varð alþjóðlegur meist- ari 1994 og stórmeistari 2007. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Nýirborgarar Akranes Gyða Karen fæddist 30. júní kl. 15.13. Hún vó 3.605 g og var 52 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Árný Rós Böðv- arsdóttir og Guðlaugur Tómasson. Reykjavík Dísa Kristín fæddist 24. mars kl. 14. Hún vó 3.240 g og var 49 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Valgerður Unn- arsdóttir og Hilmar Jens- son. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum á barn@mbl.is Morgunblaðið/Heiðar Við Kaffivagninn Það hefur heldur betur verið veður til að sitja úti við und- anfarna daga, í það minnsta á sunnanverðu landinu. Sumir gestir Kaffi- vagnsins nýttu sér blíðuna einmitt til að eiga unaðsstund úti undir húsvegg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.