Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Eftir langa mæðu finnur hún loks sjálf líkhúsið … 30 » SÍÐASTI dagur miðaldahátíð- arinnar að Gásum við Hörg- árósa er í dag. Gásir voru um aldaraðir mesti kaupstaðurinn á Norðurlandi og blómatími hans var á árunum 1150-1350. Fornminjarnar eru þær merk- ustu sinnar tegundar á Íslandi. Í heiminum eru ekki þekktar sambærilegar minjar frá svo löngum tíma. Á miðaldahátíðinni er kaup- staðurinn endurskapaður og um 60 manns í hlut- verkum kaupmanna, iðnaðarmanna, munka, mat- sveina og bardagamanna, konur, karlmenn og börn, skapa heildarmyndina. Allir eru velkomnir í miðaldaþorpið að Gásum. Saga Miðöldum lýkur að Gásum í dag Frá Gásum „EINU sinni er …“ er yfirskrift sýningar Handverks og hönn- unar sem opnuð verður í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Þar eru til sýnis verk 24 listamanna. Hugmyndin var að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar með því að stefna saman tveimur ólíkum listamönnum. Tólf einstaklingar voru valdir af Handverki og hönnun og hver þeirra valdi sér samstarfsaðila. Lagt var til að hver einstaklingur veldi sér samstarfsaðila af öðru sviði og af annarri kynslóð. Sýningin stendur til 9. ágúst og er opin virka daga frá kl. 16 til 18 og kl. 15 til 18 um helgar. Hönnun Handverk og hönnun á Ísafirði Edinborgarhúsið STUTTMYNDIN Eldmessan, sem fjallar um Skaft- árelda 1783-84 og móðuharðindin sem í kjölfar þeirra fylgdu, er sýnd daglega á Kirkjubæjarklaustri í sumar. Myndin var frum- sýnd vorið 2009. Stuttmyndin er unnin af marg- miðlunarfyrirtækinu Gagarín fyrir Skaftárelda ehf., félag stofnað á Kirkjubæjarklaustri til kynn- ingar á þessari hamfarasögu. Blandað er saman tölvugerðu efni, ljósmyndum og leiknu efni sem tekið var upp í héraðinu í tengslum við verkefnið. Hægt er að sjá kvikmyndina hvort heldur sem er með ensku tali eða íslensku í Kirkjuhvoli á Kirkju- bæjarklaustri daglega frá kl. 09-10 og 17-19.30. Kvikmyndir Eldmessan sýnd daglega á Klaustri Úr Eldmessunni Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is DYRUM Start Art á Laugavegi var lokað í júní. Þar höfðu sex listakonur rekið gallerí, en hár rekstrarkostnaður varð m.a. til þess að þær ákváðu að hætta. Start Art lifir þó enn sem eining listamannanna sem að galleríinu stóðu. Þórdís Alda Sigurðardóttir er einn þeirra. „Jú, við höfum í hyggju að starfa áfram sem hópur, en við ætlum auðvitað líka að sýna hver fyrir sig. Það myndar ákveðið flæði að geta verið bæði sundur og saman. Ef okkur verður boðið að sýna saman, tökum við því.“ Þátttaka í Art Vilnius kann að skapa tækifæri Start Art-hópurinn er nýkominn frá Vilnius í Litháen, þar sem hann tók þátt í stórri alþjóðlegri myndlistar- kaupstefnu sem gallerí víðs vegar úr heiminum tóku þátt í. „Við ákváðum að taka fleiri með okkur til Vilnius og vorum tíu. Við sem sýndum saman í Vilnius kölluðum sýninguna Tides eða Sjávarföll, og við vorum með góðar kynningar- möppur og annað prentað efni þar að auki.“ Þórdís Alda segir að vel hafi verið að kaupstefnunni stað- ið, hún hafi verið vel kynnt og fjölsótt. Hún segir að í Lithá- en sé málarahefð sterk og að þær hafi þótt fremur óhefð- bundnar í framsetningu verka sinna. Þær settu upp inn- setningu þar sem sólstólar mynduðu einskonar grunn, og Þórdís var með gjörning í einum þeirra. „Það var ekki mikið um gjörninga þarna, og hann þótti það fréttnæmur að hann var sýndur í litháíska sjónvarpinu.“ Að sögn Þórdísar munu sýningar Start Art-hópsins í framtíðinni ekki verða bundnar ákveðnum stað heldur stað- ur valinn hverju sinni eftir aðstæðum. Þá væri mögulegt að leigja húsnæði til skamms tíma og eins að sýna meira úti á landi. „Staðsetningin á Laugaveginum var frábær, ekki síst fyrir það að þangað kom fólk inn af götunni sem átti leið hjá. Við erum allar myndlistarmenn og rákum þetta með því að sjá um allt sjálfar. Það var auðvitað mikil vinna og binding, en lærdómrsríkt og skemmtilegt. Það var erfitt að þurfa að loka, því við fundum vel hversu nauðsynlegur svona vett- vangur er fyrir myndlistarmenn, þar sem hægt er að sækja um og það með stuttum fyrirvara, en fyrir starfandi mynd- listarmenn er erfitt að starfa um leið á fullu í gallerírekstri.“ Start Art lifir í listakonunum  Hópurinn hyggst starfa áfram saman að myndlist og sýna saman  Start Art- hópurinn tók nýverið þátt í alþjóðlegri myndlistarkaupstefnu í Vilnius í Litháen Gjörningur Þórdís Alda vafin eins og múmía á sólstólnum á kaupstefnunni Art Vilnius í Litháen. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞESSI mynd á sér sérstaka sögu,“ segir Sverrir Kristinsson fasteignasali og listunn- andi um málverkið Lesið á gullbók eftir Jó- hannes Kjarval, en það er eitt af listaverk- unum úr safni Sverris á sýningunni Safnarar sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sverrir þekkir söguna um tilurð verksins. Sumarið 1959 var Kjarval austur á Héraði. Honum hafði verið gefinn bátur, og ákvað hann að sigla honum norður í Borgarfjörð. Hann sigldi Selfljót frá Hjaltastað niður að sjó, og sem leið lá fyrir nes og tanga á Borg- arfjörð. Kjarval var 74 ára þegar þetta var og róðurinn því talsvert afrek. En bátinn var ekki hægt að skilja eftir í Borgarfirði, og fékk Kjarval hann þá fluttan aftur upp á Hérað. Hann hafði gefið honum nafnið Gullmávurinn og þótti vænt um bátinn. Um veturinn stóð báturinn í hlaðinu að Ketilsstöðum hjá vini Kjarvals. Andrés Björnsson bóndi í Snotrunesi skrifaði í tíma- ritið Múlaþing árið 1970 og sagði: „Þar í hlaði stóð svo íturskapaður Gullmávurinn eins og illa gerður hlutur svona langt upp í sveit. Hann minnti helst á sjófugl sem hefur villst svo langt inn til landsins að hann, á flugi, sér ekki lengur til sjávar og gleymir að fljúga …“ Næsta sumar, 1960 fór Kjarval aftur aust- ur á Hérað í bústað sinn og undi sér við að mála. Hann var snortinn af fegurð landsins og langaði að mála stórt málverk og hófst handa, byrjaði á fjöllunum og ánni, og eins og hans var háttur málaði hann einhvers konar himingúur í skýjabólstrana, andlitslausar og loftkenndar fígúrur. Þegar þarna var komið rennir vörubíll að og staðnæmist á veginum skammt frá. Út úr honum koma fjórir menn gangandi til Kjar- vals, Einar Stefánsson byggingameistari á Egilsstöðum þar fremstur í flokki. Erindi þeirra var að færa Kjarval hús sem þeir höfðu smíðað yfir Gullmávinn, en húsið vildu þeir setja upp og sækja svo bátinn, svo hann gæti verið nær eiganda sínum. Svo fór að Kjarval sýndi þessum velgjörðarmönnum sín- um þakklæti í verki og málaði þá alla í miðja myndina, og er Einar þar fremstur á miðri mynd. Ætli það sé ekki gaman að eiga verk með sögu? „ Jú, það er það og þessi saga er skemmtileg,“ segir Sverrir. „Kjarval málaði fleiri fallegar myndir af þessu svæði, en þetta finnst mér ákaflega fallegt verk.“ Velgjörðarmenn í mynd Málverk Kjarvals, Lesið á gullbók, á sér sérstaka sögu sem hófst með því að góðvinur gaf honum bát Lesið á gullbók Velgjörðarmennirnir fjórir í fegurð landsins. KÍNAMÚRINN – eða öllu heldur bútur úr honum – hefur gert sig heimakominn meðfram Stórasíki í Feneyjum. Múrinn er verk kín- verska listamannsins Shan Shan Sheng, gert úr gleri og kallast Opni múrinn. Nýr tími og gamall togast á Verkið þykir kallast á við nú- tímann í Kína, þar sem tilburðir í átt til opins og gegnsæs samfélags tog- ast á við gamla tímann með alvöru múrinn sem sitt helsta tákn. Opni múrinn er eitt af stórverkum Feneyjatvíæringsins sem nú stend- ur yfir. Opni múrinn er hlaðinn úr gler- hellum og er nákvæm eftirmynd búts úr fyrirmynd sinni. Á hann slær öllum litbrigðum regnbogans eftir birtu umhverfisins hverju sinni og getur hann því verið jafnt gegnsær sem ógegnsær allt eftir því hvernig vindar blása, og þykir það líka tákn- rænt fyrir samskipti Kína við Vest- urlönd. Ein hella fyrir hvert smíðaár Listamaðurinn, Shan Shan Sheng notaði 2.200 glerhellur í verkið, eina fyrir hvert ár sem tók að byggja raunverulega Kínamúrinn. Shan Shan Sheng fæddist í Sjanghæ og ólst þar upp, en fluttist til Bandaríkjanna þar sem hún býr nú. Hún er þekkt fyrir risastór mál- verk sín og stóra skúlptúra sem standa í heimaborg hennar, Sjanghæ, í Hong Kong og Peking. Mörg verka sinna byggir hún á kín- verskum mótívum. Glermúr hennar stendur í Fen- eyjum til októberloka. Kínamúr úr gleri Þykir táknrænn fyrir Kína nútímans Kínamúrinn Glermúr í Feneyjum. Í StartArt eru auk Þórdísar Öldu: Þuríður Sig- urðardóttir, Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir og Ása Ólafsdóttir. Með þeim í Vilnius voru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jeannette Castioni, Hrafnhildur Inga Sigurð- ardóttir og Þórdís Jóhannesdóttir. Um þessar mundir sýna þær Þórdís Alda og Ragnhildur með þýskum og lettneskum listamönnum í gamla kaupfélaginu á Skagaströnd. Listamiðstöðin Nes á Skaga- strönd setur sýninguna upp í samvinnu við Neues Kunsthaus Ahrenshoop og Künst- lerhaus Lukas og er hún samsýning lista- manna frá Íslandi, Lettlandi og Þýskalandi, en í vetur var sýningin sett upp í Þýska- landi. Listamennirnir vinna verk sín út frá ljóðum skálda frá löndunum þremur. Frá Þýskalandi á Skagaströnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.