Morgunblaðið - 08.08.2009, Side 10

Morgunblaðið - 08.08.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 Það er eins og seinheppni og lán-leysi þeirra sem völdust í skila- nefndir föllnu bankanna þriggja, sem nú eru ríkisbankar, ríði ekki við einteyming. Augljóslega eru mönnum mislagðar hendur, ekki síst vegna þess að í kunningja- og vinasamfélaginu gæta menn ekki hófs og fara ekki með gát.     ÍDV í gær varumfjöllun um að Lögfræðistofa Reykjavíkur hefði lagt fram innheimtureikn- ing upp á litlar 250 milljónir króna vegna inn- heimtu krafna á hendur Exista.     Þar var einnig greint frá því aðLárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, sem situr í skilanefnd Landsbankans, væri einn eigenda Lögfræðiskrifstofu Reykjavíkur.     Skilanefnd Landsbankans sáástæðu í gær til þess að senda frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að Lárentsínus Krist- jánsson hefði vikið sæti þegar skila- nefndin tók til umfjöllunar ítar- legan verksamning við ónafngreindan lögmann hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur vegna krafna á hendur Exista.     Er það nóg að Lárentsínus hafivikið sæti? Skipta eigenda- tengsl skilanefndarmannsins við Lögfræðistofu Reykjavíkur engu máli? Eru það ekki einmitt svona vinnubrögð sem kynda undir tor- tryggni og vantrausti í garð þeirra sem sitja í skilanefndunum?     Skilanefndarmenn, starfsmennFjármálaeftirlits, sérstaks sak- sóknara og stjórnvöld verða að átta sig á því að almenningur á Íslandi lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er. Þolinmæðin er á þrotum. Lárentsínus Kristjánsson Seinheppni og lánleysi Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 14 skúrir Lúxemborg 29 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Bolungarvík 14 skýjað Brussel 23 skýjað Madríd 32 heiðskírt Akureyri 17 skýjað Dublin 18 skýjað Barcelona 27 léttskýjað Egilsstaðir 16 léttskýjað Glasgow 18 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað London 19 skýjað Róm 31 léttskýjað Nuuk 13 skýjað París 24 léttskýjað Aþena 31 léttskýjað Þórshöfn 13 skýjað Amsterdam 23 heiðskírt Winnipeg 16 skúrir Ósló 24 heiðskírt Hamborg 29 heiðskírt Montreal 17 alskýjað Kaupmannahöfn 24 heiðskírt Berlín 28 heiðskírt New York 24 léttskýjað Stokkhólmur 24 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Chicago 23 alskýjað Helsinki 21 heiðskírt Moskva 16 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 8. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.44 0,5 7.43 3,7 13.48 0,5 19.57 3,9 4:59 22:09 ÍSAFJÖRÐUR 3.50 0,3 9.36 2,0 15.49 0,4 21.47 2,2 4:46 22:32 SIGLUFJÖRÐUR 0.01 1,4 6.15 0,2 12.29 1,2 18.10 0,3 4:28 22:15 DJÚPIVOGUR 4.53 2,0 10.59 0,4 17.11 2,1 23.23 0,5 4:24 21:43 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Hægviðri og skúrir á víð og dreif. Hiti 10 til 16 stig. Á mánudag Hæg austlæg eða breytileg átt og stöku skúrir í flestum lands- hlutum, en norðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning sunn- anlands um kvöldið. Fremur milt í veðri. Á þriðjudag og miðvikudag Norðlæg átt og skúrir, en bjart með köflum og síðdegisskúrir SV-lands. Hiti 8 til 14 stig. Á fimmtudag Hægviðri og skúrir, þó síst NA- lands. Hiti breytist lítið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með köflum og síðdeg- isskúrir á Norðaustur- og Aust- urlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýj- ast á Norðausturlandi. EINN stærsti lax sumarsins, hrygna, veiddist í Breiðdalsá þann 8. júlí. Það var Þröstur Elliðason sem fékk hann á spún við Gljúfra- hyl. Segja má að þetta hafi verið óvæntur fengur, enda var Þröstur þar á silungsveiðum. Hrygnan var ósködduð eftir löndun og var ætl- unin að ná henni lifandi og nota til klaks. Hún lifði hins vegar ekki bíl- ferðina af og var því mæld og vigt- uð. Reyndist hún vera sléttir 100 sentimetrar á lengd og tólf kíló. Hún var feit og pattarleg, enda um- málið 53 cm um kviðinn. Á með- fylgjandi mynd sést erlend veiði- kona halda á henni við veiðihúsið Eyjar. Önnur 11 kílóa og 98 senti- metra hrygna veiddist í ánni, í Eyjakrókum þann 20. júlí og um miðjan mánuðinn veiddist í Sveins- hyl 101 cm löng hrygna sem var gefið líf. 240 laxar hafa veiðst í ánni í sumar. onundur@mbl.is Risahrygnur veiðast í Breiðdalsá í sumar Ljósmynd/Þröstur Elliðason JAFNRÉTTISSTOFA hefur gefið út handbókina Jöfnum leikinn en hún fjallar um kynjasamþættingu. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er kveðið á um í 1. gr. að unnið skuli að jafnrétti kynjanna hér á landi með því að beita kynjasamþættingu. Kynjasamþætting felur í sér að spurt sé ákveðinna spurninga og ákveðinni aðferðafræði beitt við alla ákvarðanatöku og stefnumótun, hvort sem um er að ræða stjórnvöld eða atvinnulíf. Þróaðar hafa verið ýmsar aðferðir, svo sem gátlistar og greiningarmódel til að beita við kynjasamþættingu. Handbókin er mjög hagnýt við framkvæmd kynja- samþættingar en í henni er farið í gegnum skilvirk- ar aðferðir auk þess sem dæmi eru gefin um ís- lensk samþætt- ingarverkefni. Dæmin sýna hvernig stuðla má að auknum gæðum í þjón- ustu og öllum starfsháttum stofnana og fyrirtækja með jafnrétti að leiðarljósi. Útgáfa handbókarinnar er hluti af verkefninu Samstiga eða Side by Side sem styrkt er af ESB. Bókina má nálgast á vef Jafnréttisstofu, jafnretti.is og á heimasíðunni www.samstiga.is. Leikurinn jafnaður Kynjasamþætting lögbundin og útgangs- punktur í nýrri bók Jafnréttisstofu ÍSLANDSMÓT í siglingum kjölbáta er haldið á Skerjafirði um helgina. Fyrsta umferð fór fram í gær en ætlunin er að sigla sex umferðir; þrjár í dag en tvær á morgun. Umsjón með mótinu hefur sigl- ingafélagið Ýmis í Kópavogi en hægt verður að fylgjast með siglingaköpp- unum í nýrri og glæsilegri aðstöðu félagsins við Naustavör í Kópavogi. Til kjölbáta teljast bátar sem eru 7- 12 metrar á lengd, með áföstum kili. Í áhöfn eru þrír til sjö, allt eftir stærð bátsins. Skerjafjörður og Fossvogur eru krefjandi sigl- ingasvæði og því mun reyna á kænsku og útsjónarsemi keppenda, segir í tilkynningu. Kjölbátar etja kappi á Skerjafirði um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.