Morgunblaðið - 08.08.2009, Page 27

Morgunblaðið - 08.08.2009, Page 27
Umræðan 27BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 HELGA Jónsdóttir bæjarstjóri hefur skrifað greinar í Morgunblaðið og bent á að ekki hafi tekist að gera Ice- save-málið skiljanlegt fyrir Íslendinga. Það er rétt. Til þess þurfa allir, ekki síst þeir sem vegna mennt- unar og reynslu eru í bestu færum til þess, að ræða málið á grundvelli raka, skynsemi og málefnalegrar gagnrýni. Helga setur fram fullyrðingar, sem hún byggir á „rökstuddum ábendingum … frá viðurkenndum lögmönnum“ án þess að þau rök séu tilgreind eða rædd. Helga hefur aðallega gert tvennt að umræðuefni. Annars vegar að samið hafi verið um minni endurheimtu íslenska tryggingasjóðsins úr þrotabúi LÍ en lög standa til og hins vegar að samið hafi verið um að greiða vexti af lánum Hollendinga og Breta frá óeðlilegum upphafs- degi. Hvort tveggja er rangt. Hinir viðurkenndu lögmenn hafa haldið því mjög á lofti að samningarnir skerði rétt íslenska tryggingasjóðsins til forgangs að endurheimtu úr þrotabúi LÍ. Þessi skoðun hefur ekki verið studd neinum ákvæðum íslenskra laga en byggist fyrst og fremst á því hvað þessir lögmenn telja að ætti að vera reglan. Slíkt er ósk- hyggja en hefur ekki lagastoð. Aðrir lögfræðingar sem skoðað hafa þetta, hæstaréttarlögmenn, reyndir skiptastjórar og háskóla- kennarar á þessu sviði, hafa rak- ið ákvæði íslenskra laga um þetta og bent á að engin heimild er í þeim til að gefa íslenska trygg- ingasjóðnum þann forgang sem um ræðir. Þvert á móti kveði þau skýrt á um jafnan forgang allra innstæðueigenda. Álitsgerðir og greinar þessara aðila má finna á vefnum island.is. Fullyrðingar um sérstakan for- gang tryggingasjóðsins voru og studdar tilvísunum í reglur um þetta efni í öðrum löndum. At- hugun sem gerð var á þessu í Danmörku og Noregi leiðir í ljós að þetta er tilhæfulaust. Norskar reglur í þessu efni eru eins og þær, sem gengið er út frá í samningunum, og í Danmörku er því öf- ugt farið við það sem fullyrt var. Þar hafa eftirstöðvar inn- stæðna í hendi inn- stæðueigenda for- gang umfram kröfur tryggingasjóðsins. Sama er upp á ten- ingnum í Bretlandi. Gögn sem sýna þetta eru einnig á vefnum island.is. Að mati prófessors í lögum, sérfræðings í Evrópurétti, við há- skóla í Belgíu myndi forgangur íslenska tryggingarsjóðsins um- fram aðra tryggingasjóði vera brot á EES-samningunum. Álits- gerð hans er að finna á island.is. Íslensk stjórnvöld undirrituðu á síðasta ári yfirlýsingu þess efn- is að gætt yrði jafnræðis og eng- in mismunun yrði milli kröfuhafa og innstæðueigenda við úthlutun úr þrotabúi íslensku bankanna. Yfirlýsingu þessa er að finna í 9. tl. viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda vegna aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta má t.d. finna á vef forsætisráðu- neytisins og á vef AGS (imf.org). Af þessu má ljóst vera að eng- ar lagalegar forsendur eða laga- leg rök eru fyrir fullyrðingum um sérstakan forgang tryggingasjóða í þrotabú. Þær standast ekki gagnvart ákvæðum íslenskra laga, eiga sér enga samsvörun hjá öðrum þjóðum að vitað sé, brjóta í bága við EES-samning- inn og samrýmast ekki yfirlýs- ingum sem íslensk stjórnvöld hafa gefið á alþjóðavettvangi. Síðara atriðið sem Helgu er hug- leikið er sótt í sömu smiðju. Það er fordæming á því að greiddir skuli frá 1. janúar 2009 vextir af því láni sem tekið var hjá Hol- landi og Bretlandi. Það ætti ekki að vera ókunnugt að venja stend- ur til og annað er nánast óþekkt en að vextir séu reiknaðir frá því að lán er tekið og það er greitt út. Í því tilviki sem um ræðir var lánið tekið í október 2008 þegar íslensk stjórnvöld viðurkenndu skulbindingu sína og lánveitend- urnir, Hollendingar og Bretar, greiddu út innstæður við- skiptavina LÍ. Eðlilega gerðu þessir aðilar kröfu um að fá vexti af fé sínu samkvæmt venjulegri reglu , þ.e. frá útgreiðsludegi lánsins. Rök fyrir síðari upphafs- degi vaxtareiknings eru þau helst að ekki hefði verið skylt að greiða innstæðurnar út fyrr en eitthvað seinna. Það er tæknilega rétt en ekki mjög frambærileg rök við þær aðstæður sem ríktu á þessum tíma. Flestar þjóðir heims gripu á þessum óróatíma til þess ráðs að tryggja inn- stæður, m.a. að gera þær að- gengilegar strax og eftir þeim væri leitað. Íslendingar gerðu það einnig með því að færa inn- stæður hér á landi í nýjar banka- stofnanir. Sá maður er trúgjarn sem heldur að það hafi verið raunhæfur möguleiki að draga það fram á vorið 2009 að borga hátt á fjórða hundrað þúsund innstæðueigendum í Hollandi og Bretlandi út fé þeirra, sem ís- lensk stjórnvöld höfðu þegar við- urkennt að þeim bæri að borga. Til að forðast þá ólgu sem því hefði fylgt og einnig hefði beinst að Íslendingum ákváðu bresk og hollensk stjórnvöld að greiða inn- stæðurnar út þegar í stað en þau höfðu fallist á að lána fé til þess. Eigi að síður var því sjón- armiði að heimilt hefði verið að fresta greiðslu ásamt því að ákvarðanir í þessu efni hafi verið teknar án aðildar íslenska trygg- ingasjóðsins haldið fram með þeim árangri að sæst var á að fara millileið og miða upphaf vaxtareiknings við 1. janúar 2009. Bókstafstrú á reglugerð í þessu efni hefði ekki verið skyn- samlegri en sanngjörn mála- miðlun. Rökstutt svar Eftir Indriða H. Þorláksson » Af þessu má ljóst vera að engar laga- legar forsendur eða lagaleg rök eru fyrir fullyrðingum um sér- stakan forgang trygg- ingasjóða í þrotabú. Indriði H. Þorláksson Höfundur er aðstoðarmaður fjár- málaráðherra og sat í samninganefnd um Icesave-samningana. RÍFA þarf sal gamla Sjálfstæð- ishússins þar sem skemmtistað- urinn Nasa er nú rekinn. Salurinn er í upprunalegu horfi, er meira en hálfrar aldar gamall og þrunginn sögu. Tilgangurinn er að koma fyr- ir fimm hæða hóteli við Vall- arstræti. Einnig á að færa tvö gömul hús, Vallarstræti 4 og Að- alstræti 7, inn á Ingólfstorg sem er samkomustaður almennings. Þetta kemur fram í tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nú er í kynn- ingu. Hafi undirrituð skilið kynning- argögnin rétt kemur ekki fram til hvers kjallari nýja hótelsins er ætl- aður, hvort þar eigi að vera bíla- kjallari eða annað. Innakstur í kjallarann er heldur ekki sýndur á nýju tillögunni, hvorki á teikn- ingum né í texta. Því verður að gera ráð fyrir að aðkoman sé óbreytt frá eldri tillögu sem kynnt var í fyrra. Það þýðir að innakstur í bíla- kjallara verði gegnt hinu lágreista húsi Innréttinganna í Aðalstræti 10, sem telst elsta hús Reykjavík- ur. Svæðið liggur í hjarta gamla bæjarins. Þar er upphaf byggðar og þar liggur elsta gatan. Í ná- grenninu hafa fjölmörg hús verið gerð upp fallega og fagmannlega. Þar hafa einnig því miður í gegnum árin verið teknar vondar ákvarð- anir, m.a. um niðurrif húsa sem áttu ómetanlega sögu. Einnig um nýbyggingar sem ekki falla að svip- móti heildarinnar og eiga þar ekki heima. En hvað segir þessi tillaga okk- ur? Erum við enn að feta braut samhengislausra verktakaóska? Skilaði hún engu sú almenna og kröftuga umræða síðustu ára sem fram fór um skipulag gamla bæj- arins, og vernd hans frá ofríki byggingaspekúlanta? Er Minjasafn Reykjavíkur sammála tillögunni? Nær það einhverri átt að rífa upp- runalegar byggingar og innviði eins og Nasa-salinn, og smíða strax eft- irlíkingar? Nær það einhverri átt að þröngva allt of stóru húsi niður í gamla miðbænum? Nær það ein- hverri átt að bæta fleiri hótelum á þennan teig með aukinni bílaum- ferð við birgðaöflun, losun úrgangs og farþegaflutninga? Í viðkvæmum bæjarhlutum í Evrópu er reynt að draga úr bílaumferð og auka mögu- leika fyrir gangandi vegfarendur. Stóð ekki til að marka stefnu fyrir umhverfisvernd borgarinnar? Heildarstefnu sem tengist skipu- laginu? Stefnu sem felur í sér skýra sýn og hefur óvírætt lög- formlegt gildi? Hvað varð um hana? Allar ákvarðanir um niðurrif, byggingar og breytingar á inn- viðum og húsum, mannvirkjum og skipulagi í elstu hverfum Reykja- víkurborgar eiga að sjálfsögðu að falla undir slíka stefnu. Þeir sem vilja gera athugasemdir við ofan- greinda tillögu um breytingar á deiliskipulagi þurfa að senda þær til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir 14. ágúst nk. Þeir sem gera það ekki teljast nefnilega samþykkir tillögunni. GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR, atferlisfræðingur, býr í Reykjavík. Á að rífa Nasa-salinn? Frá Guðríði Öddu Ragnarsdóttur: Í SAMTÖLUM við grunnskólakennara kemur fram að þeir upplifa sumir að kennslan sé streitu- valdur í þeirra lífi. Sumum þeirra finnst þeir ekki valda sínu starfi þegar einn eða fleiri einstaklingar með ADHD (athygl- isbrest og ofvirkni) eru í hópnum. Þeim finnst þeir ekki hafa þekkingu til að sinna börnum með ADHD og aðstæður í skólanum geri þeim heldur ekki kleift að sinna sínu starfi eins og best verður á kosið. Hjá for- eldrum grunnskólanema koma fyr- ir kvartanir vegna „hinna“ sem eru með ADHD. Aldrei sé friður í bekknum, kennarinn geti ekki sinnt nemendum sem vilja læra því hann eigi fullt í fangi með að hafa hemil á snarvitlausum krökk- um, sérstaklega strákum, sem engu hlýði. Börnin þeirra líði fyrir ástandið. Foreldrar barna með ADHD hafa margir kvartað sáran undan augljósum þekkingarskorti og úrræðaleysi starfsfólks grunn- skólanna. Þeir hafa margir mætt fordómum, bæði frá starfs- mönnum grunnskól- anna og öðrum for- eldrum. Því miður er það þannig að nem- endum með sérþarfir, eins og t.d. ADHD, hafa verið gerð lítil skil í námi grunn- skólakennara. Fyrir nokkrum árum var myndaður hópur undir forystu ADHD- samtakanna en eitt aðalverkefni hans hef- ur verið að hanna og bjóða fram námskeið til að bregð- ast við þörf skólasamfélagsins fyr- ir fræðslu um ADHD. Með því styrkjum við kennara og annað starfsfólk grunnskólanna svo það sé betur í stakk búið til að takast á við sitt starf í samfélagi þar sem reikna má með að allt að 7% nem- endanna séu með ADHD. Nám- skeiðið var fyrst haldið haustið 2006 undir heitinu Skólaganga barna með athyglisbrest og of- virkni. Námskeiðið byggist upp á fimm fyrirlestrum helstu sérfræð- inga landsins á þessu sviði en mik- ill tími er ætlaður fyrir spurn- ingar og athugasemdir frá þátttakendum. Hópurinn sem stendur að námskeiðinu hefur ver- ið skipaður fulltrúum frá ADHD- samtökunum, Símenntun, Rann- sóknum og ráðgjöf á mennta- vísindasviði Háskóla Íslands, Félagi grunnskólakennara, SAM- FOKi, Heimili og skóla, Skóla- stjórafélagi Reykjavíkur, Kenn- arafélagi Reykjavíkur og sérfræðingum. Námskeiðið hefur verð haldið árlega í Reykjavík en einnig á landsbyggðinni, t.d. á Höfn í Hornafirði, Egilstöðum og Akureyri. Alls hafa á fimmta hundrað manns tekið þátt í nám- skeiðinu og hefur það hlotið mjög góða dóma þátttakenda. Það er von okkar að þeir sem ekki hafa enn setið námskeiðið nýti tæki- færið og takist glaðari í bragði á við verkefni vetrarins, öllu skóla- samfélaginu til heilla. Kvíðir þú kennslunni ? Eftir Bergþóru Valsdóttur » Því miður er það þannig að nemendum með sér- þarfir, eins og t.d. ADHD, hafa verið gerð lítil skil í námi grunn- skólakennara. Bergþóra Valsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SAMFOKs og fulltrúi í samstarfshópi ADHD-samtakanna. ER SPÁNVERJAR litu fyrst aug- um höfuðborg Azteka: Tenochtitl- án, voru þeir furðu lostnir; þeir undruðust glæsileika og hreinleika borgarinnar. En það var eitthvað sem þeir voru ekki vanir heima- fyrir, enda voru evrópskar borgir á síðmiðöldum í flestum tilfellum skítugar og sóðalegar, þar sem úr- gangi og saur var að jafnaði sturt- að á stræti borgarinnar og ekki var óalgengt að sjá mannslík liggja rotnandi á götuhorni. Ástæðurnar fyrir því að við und- irritaðir veltum upp þessari sögu- legu staðreynd er sú að við sjón- deildarhringinn eru kolsvört óveðursský þegar kemur að hrein- lætismálum okkar fallegu borgar. Hvert sem litið er blasir við rusl og drasl, allt frá samankrump- uðum drykkjarumbúðum til ónýtra þvottavéla og yfirgefinna bifreiða. Einnig hefur sprettutíð verið góð og horfur eru á að slíkt haldist. Þess vegna hefur aldrei verið brýnna að leggja ýtrasta metnað í hreinsun og viðhald borgarinnar, svo sem ruslahreinsun, slátt, um- hirðu opinna svæða og allt annað almennt viðhald. Því miður virðast borgaryfirvöld annaðhvort ekki átta sig á umfangi verkefnisins eða þau skortir döngun til að tak- ast á við það. Nú ber svo við að framkvæmda- svið borgarinnar hefur ákveðið að reyra saman pyngju sína þegar kemur að fjárútlátum til viðhalds- verkefna. Gildir það jafnt um starfsmannamál sem og önnur út- gjöld. Sérstaklega þurfa sum- arstarfsmenn að taka stóra sneið af hinni dragúldnu og gallsúru skerðingartertu. Þar sem undirrit- aðir þekkja til stendur til að ráða innan við helming þess fjölda sem var við störf síðastliðið sumar og einnig hefur vinnutími verið skert- ur mjög. Auk þess hafa fast- astarfsmenn borgarinnar þurft að sæta þó nokkrum niðurskurði. Heyrst hafa ýmsar kostulegar hugmyndir um útfærslur á sparn- aðaraðgerðum. Ein sú fjarstæðukenndasta gengur út á það að slá hvern gras- flöt aðeins að hluta til. Minna þessar hugmyndir á nýfram- komnar tillögur um að spara tugi milljóna í bónkostnað í grunn- skólum. Líkjast borgaryfirvöld taflmanni sem gefið hefur skákina áður en öllum mönnum hefur veri raðað upp og skákklukkan stillt. Sú sýn sem mun blasa við borg- arbúum svo og innlendum og er- lendum ferðamönnum verður ekki falleg til afspurnar; umferðaeyjur munu skrýðast úr sér sprottnu grasi í bland við illgresi og alls kyns áfokið drasl. Á opnum leik- svæðum munu sprungnir flug- eldar, notaðar getnaðarvarnir og sprautunálar leynast í faðmi þétt- vaxinna njólabreiða. Leiktækjum mun verða illa við haldið og gæti svo farið að þau yrðu beinlínis hættuleg litlum pottormum. Þó að samlíkingin við evrópskar borgir á síðmiðöldum hafi ef til vill verið fulltilþrifamikil er engu að síður vandséð hvernig borg- aryfirvöld ætla halda borginni sómasamlegri. Skorum við á borg- aryfirvöld að endurskoða sína af- stöðu og blása til sóknar í þeim málum sem snerta nánasta um- hverfi borgarbúa. Það er sorglegt til þess að hugsa að yfirvöld nú- tíma menningarborgar hafi minni metnað hvað varðar hreinlæti og umhirðu en frumbyggjar á miðöld- um. ÁSTVALDUR TRYGGVASON OG DANÍEL FREYR SIGURÐSSON eru miklir áhugamenn um velferð borgarinnar. Þeir stunda háskólanám við HÍ. Verður útlit Reykjavík- urborgar þjóð og landi til skammar? Frá Ástvaldi Tryggvasyni og Daníel Frey Sigurðssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.