Morgunblaðið - 08.08.2009, Page 28

Morgunblaðið - 08.08.2009, Page 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 ✝ Jóhannes EsraIngólfsson (Esra í Lukku) fæddist á Há- steinsvegi 20 (Eyja- hólum) í Vest- mannaeyjum 7. október 1948. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 23. júlí sl. For- eldrar hans voru Jóhanna Hjart- ardóttir, f. 1911, d. 1998 og Ingólfur Guðjónsson, f. 1913, d. 1999. Bróðir Esra er Hjörtur, f. 1945, kvæntur Mar- gréti Helgadóttur, f. 1945. Börn þeirra eru Jóhanna Inga, f. 1966, Jónas, f. 1969 og Hjördís, f. 1978. Esra kvæntist 14. apríl 1968 Báru Jóneyju Guðmundsdóttur, f. 1946. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðjónsson, f. 1911, d. 1969, og Jórunn Ingunn Guðjóns- dóttir, f. 1910, d. 199. Esra og Bára slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Ása Svanhvít, f. 1966, gift Andrési Þorsteini Sigurðssyni, f. 1962. Synir þeirra eru Egill, f. Eydís Tórshamar, f. 1973, unnusti Þórarinn Ólason, f. 1963. Dætur Eydísar af fyrra sambandi eru Ísa- bella, f. 2000 og Saga, f. 2004. c) Finnbogi Eyvindur Þorsteinsson, f. 1978. Esra lauk iðnskólaprófi 1969 og vann við plötu- og ketilsmíði í Magna fram að gosi, 1973. Þá starfaði Esra í Álverinu í Straums- vík áður en hann flutti aftur til Eyja eftir gos og vann þar að lagn- ingu fyrir hitaveitu Vest- mannaeyja. Esra stundaði sjó- mennsku í mörg ár og starfaði einnig sem kjötiðnaðarmaður og á þeim tíma stofnaði hann og rak fyrirtækið Kofareyking. Eftir þetta fór hann aftur á sjó og vann þar eins lengi og heilsan leyfði. Esra var virkur meðlimur í veiði- félagi Elliðaeyinga, var í Kirkju- kór Landakirkju og meðlimur Gí- deon-félagsins. Einnig starfaði Esra í slökkviliði Vestmannaeyja í mörg ár. Esra verður jarðsunginn frá Landakirkju í dag, 8. ágúst, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar 1986 og Hlynur, f. 1993. 2) Guðmundur Ingi, f. 1973, kvæntur Soffíu Baldursdóttur, f. 1974, börn þeirra eru Sylvía, f. 1992, Alexander, f. 1996 og Gabríel, f. 2002. 3) Ingólfur, f. 1976, kvæntur Fjólu Mar- gréti Róbertsdóttur, f. 1973. Synir þeirra eru Jóhannes Esra, f. 2002 og Róbert Elí, f. 2005. 4) Bryndís, f. 1981. Esra kvæntist 12. maí 2007 Guð- nýju Önnu Tórshamar, f. 1953. Foreldrar hennar voru Eyvind Tórshamar, f. 1921, d. 1976. og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar, f. 1919, d. 1997. Dóttir þeirra er Írena Dís, f. 1991, unnusti Marko Manojlovic, f. 1989. Börn Guðnýjar af fyrra sambandi eru a) Helgi Tórshamar, f. 1971. Dóttir hans og Kristínar Guðmundsdóttur, f. 1976, er Guðný Emilíana, f. 2002. Dóttir Kristínar af fyrra sambandi er Ása Elín Helgadóttir, f. 1991. b) Ég sit hér dofinn vegna andláts þíns. Veit ekki hvar ég á að byrja né enda á þessari minningargrein um þig, Esra minn. Þú og mamma kynnt- ust fyrir um það bil 20 árum og eign- uðust svo 1991 gullmolann ykkar hana Írenu Dís. Eftir það gekkstu mér, Eydísi og Bóbó í föðurstað. Fyr- ir áttir þú 4 börn frá fyrra hjóna- bandi. Ég mun aldrei gleyma hversu glaður þú varst þegar þið mamma giftuð ykkur loksins 12. maí 2007 eft- ir langa bið, enda betri konu gastu ekki fundið þér. Hamingjusamari mann hef ég aldrei séð enda sagðir þú þegar athöfnina var lokið „Yes!“ með krepptum hnefa, þú varst eins og unglingur sem hafði loksins unnið fyrsta kossinn frá þeirri heittelskuðu. Ég mun aldrei gleyma hversu op- inn þú varst í samskiptum við aðra, varst bara blátt áfram. Eitt orð er sterkt í huga mér núna, það er orðið „vinur“. Alltaf þegar við kvöddumst og ég sagði við þig við sjáumst þá sagðir þú alltaf „Já vinur“. Eða ef ég hjálpaði þér við eitthvað þá sagðir þú alltaf „takk vinur“ og svona má lengi telja. Þetta orð lærði ég af þér og nota það óspart í dag. Einnig varstu tryggur þeim sem þér þótti vænt um, þá sérstaklega fjölskylduna sem þér var afar kær. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa til þegar til þín var leitað. Oft hringdir þú í okkur með engum fyrirvara að bjóða okkur í mat, því eldamennskan var eitt af því sem þú dáðir. Eldhúsið var þitt pláss á heim- ili ykkar mömmu enda varstu besti kokkur sem ég hef hitt. Einnig varstu afar barngóður. Dætur mínar Ása Elín og Guðný Emilíana og dætur hennar Eydísar systir Ísabella og Saga komu til ykk- ar nánast á hverjum degi til að hitta afa Esra og ömmu Dinnu. Það verður ekki það sama fyrir þær að koma þangað núna þar sem þú ert ekki þar til að knúsa þær, gefa þeim nammi eða smá pening. Þetta er mikill missir fyrir þær og mat ég þessa hlið á þér afar mikils. Það erfiðasta sem ég hef upplifað var þegar við fjölskyldan vorum boð- uð uppá spítala vegna veikinda þinna til að kveðja þig. Að standa þarna og horfa á þig, þennan glaðlynda mann, liggjandi fársjúkan, án nokkurrar hjálpar, var afar erfitt fyrir mig að sætta mig við. Þetta var ekki sami Esra sem ég þekkti. Þessum degi mun ég aldrei gleyma. Svona er hægt að halda lengi áfram Esra minn, en það mikilvæg- asta fyrir mig núna er að segja þér sem mig skorti þor að segja þér með- an þú varst á lífi. Ég elska þig, Esra minn. Ég kveð þig með mikla sorg í hjarta og söknuði með ljóði sem Jór- unn amma samdi þegar hún var 12 ára sem heitir Góðan dag, góða nótt. Og vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og mun ég geyma það í hjarta mér. Ylhýrt brosir barnsins auga, berst að eyrum dularlag, sólskinsbros í ljósi lauga lífsins morgun, góðan dag. Falla tár um föla vanga, foldin grætur, allt er hljótt, eftir ævi liðna langa lokast augun, góða nótt. (Jórunn E. Tórshamar.) Sjáumst seinna, vinur. Þinn fóstursonur Helgi. Jæja vinur. Það er ekki mikið sem hægt er að segja á svona stundu. Það er mikill missir að þér og hvað ég sakna þín mikið. Þú gekkst okkur systkinunum í föðurstað og tókst okkur sem þínum eigin þó að við værum hálfstálpuð og flutt að heiman þegar þú og mamma kynntust. Þú varst maðurinn í frakk- anum, maðurinn í símanum og mað- urinn með kærleikann, brosið og glottið. Þú sagðist alltaf eiga 8 börn þó að í raun ættir þú bara 5! Við hin þrjú vorum bara bónus! Mikið var ég stolt af því að fá að vera dóttir þín þegar þú sagðist eiga mig, enda vor- um við mjög lík á ýmsum sviðum. Við vorum einu morgunhanarnir í fjöl- skyldunni og drukkum oft kaffi sam- an og spjölluðum áður en að ég fór í vinnu. Þú varst stór partur af lífi okk- ar mæðgna og ekki leið sá dagur að við töluðum ekki saman. Þú varst með barnshjarta, svo einlægur og hjálpsamur enda sagðir þú oft að nafnið þitt þýddi „hjálpari“ Það kom mér því ekkert á óvart þegar ég vaknaði einn júnímorgun og dró frá stofuglugganum og þar stóðst þú úti við skúrinn hjá mér að mála. Oftar en ekki smalaðir þú krökk- unum í bílinn og allir í ís og bíltúr. Þú varst duglegur, Esra og enda varst stoltur af vinnunni þinni og því sem þú varst að gera. Þú hefur líka kennt mér margt og eitt af því er að fyr- irgefa. Ég þakka þér fyrir það og að hafa átt þennan tíma með þér. Stelp- urnar mínar sakna afa síns og við bú- umst við að þú komir og bankir á gluggann hjá okkur á morgunblaðs- rúntinum þínum. Það er tómarúm í tilveru okkar sem erfitt er að fylla en við minnumst þín með gleði og kærleika og við ætl- um að halda minningu þinni þannig. Þú varst góður maður, Esra og mér finnst sárt að kveðja þig en ég óska þess að nú líði þér vel. Hvernig stóð á því að loginn slokknaði svo fljótt og kólguský dró fyrir sól? Stórt er spurt, en svarafátt stundum virðist allt svo kalt og grátt. Þá er gott að ylja sér við minninganna glóð, lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð. En það er ótrúlegt hve vindur getur snúist alveg ofurskjótt. Og svo er hljótt. Allt sem var og allt sem er. Eftirleiðis annar heimur hér. Það er sagt að tíminn muni græða hjar- tasár en sársaukinn þó hverfur tæpast alveg næstu ár. Ó, þau sakna þín. En þau þakka fyrir það að hafa fengið að eiga með þér þetta líf. Því fær enginn breytt sem orðið er. Og öll við verðum yfirleitt að taka því sem að ber að höndum hér. Sama lögmálið hjá mér og þér en það er gott að ylja sér við minning- anna glóð lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð. Ó, þau sakna þín. En þau þakka fyrir það að hafa fengið að eiga með þér þetta líf. (S. Hilmarsson.) Kær kveðja, elsku vinur, við sökn- um þín. Eydís. Þegar Gummi hringdi í okkur og sagðir að þú hefðir verið fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi, hugs- aði maður, nú er eitthvert bras á kall- inum, aldrei hvarflaði að manni ann- að en að þetta væri eitthvað sem þú myndir verða fljótur að jafna þig á, koma svo í heimsókn til okkar svona rétt til að athuga hvort ekki vantaði verkfæri í næsta verkefni, en það var varla til það verkfæri sem þú áttir ekki. Það er erfitt að sætta sig við að raunveruleikinn er annar og þú far- inn, mikið á ég eftir að sakna þín Esra minn. Hugurinn leitar til baka og minningarbrotin koma fram, eins og þegar ég hitti þig fyrst, dóttirin kom með kærastann heim í fyrsta sinn, þú sprast á fætur úr sófanum og tókst í höndina á mér, svolítið brugð- ið. Þú áttir greinilega ekki von á tengdasyni strax, en það varð um leið mikil vinátta milli okkar og oft lágu leiðir okkar saman. Það var gott að leita til þín og þurfti það oft á fyrstu búskaparárunum þegar við vorum búin að kaupa hálfkarað hús, allt eftir og ég kunni ekkert, það var gott að geta endurgreitt greiðana og hjálpað þér í seinni tíð, en þér þótti gaman að laga og gera upp alltaf að smíða eitt- hvað, og hugurinn strax kominn á næsta verkefni, það má segja að þú hafir verið alltaf á fullu, þess vegna kom það ekki á óvart þegar þú sagðir að læknarnir hefðu greint þig ofvirk- an, það útskýrði ýmislegt. Það er gaman að rifja upp þegar við vorum saman á sjónum, ég orðinn skipstjóri og þú kokkur hjá mér, ég man hvað þú varst ánægður með að við skyld- um róa saman, stoltur af tengdasyn- inum, og hvað þú varst áhugasamur í kokkaríinu alltaf að reyna að gera öll- um til hæfis og tókst bara vel, en það varst akkúrat þú, góðmennskan í gegn og gaman að hugsa um aðra. Mér er mjög minnisstæður síðasti dagurinn þinn, ég að mála þakskegg- ið og þú að halda stiganum, mikið spjall eins og ávallt, ekki grunaði mann að þetta væri okkar lokaverk saman og síðasta spjall, það er svo óvænt og erfitt að sætta sig við. Það má segja um þig Esra minn að þú hafir verið sérstakur og settir svip á bæjarlífið, það eru ekki margir sem þekkja ekki Esra í Lukku og margar sögur hafa verið sagðar af þér þar sem þú hafðir þá barnslegu trú að all- ir væru góðir og þú trúðir engu slæmu um náungann, það er alveg klárt að þú verður lengi í minnum hafður hérna. Þinn vinur og tengdasonur, Andrés Þorsteinn Sigurðsson. Afi þú varst alltaf svo góður við okkur, þú kenndir okkur margt, þú hjálpaðir okkur með allt, og við þökk- um þér fyrir allt sem þú hjálpaðir okkur með og við munum alltaf muna þig og elska þig. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Alexander, Sylvía og Gabríel. Elsku afi Esra, ég elska þig svo mikið. Mér fannst svo fallegt þegar þú og amma Dinna giftust loksins. Þú horfðir í augu mín eins og sólargeisli sem ég sakna svo mikið. Þú ætlaðir að fara með mig til Danmerkur en núna getum við það ekki. Hjólið sem þú gafst mér var svo fallegt. Ég sakna þín svo mikið og mér er illt í hjartanu að hafa þig ekki lengur hjá mér, en samt ertu í hjarta mínu. Bless afi Esra, ég gleymi þér aldr- ei. Guðný Emilíana. Það er erfitt fyrir okkur að setjast niður og skrifa um þig minningarorð elsku Esra okkar. Margs er að minn- ast þegar við rifjum upp allar góðu stundirnar sem við höfum átt í öll þessi ár. Við Magga áttum yndislegar helgar með ykkur í maí sl. og svo aft- ur í júlí sl. þegar við komum til Eyja og gistum í húsbílnum fyrir utan hús- ið ykkar Guðnýjar. Fyrri helgina sem við komum átti ég afmæli og þið tók- uð á móti okkur eins og við værum kóngafólk og það var veislumatur í hvert mál. Það var mikið spjallað og hlegið þessar helgar og minningarn- ar sem urðu til verða alltaf geymdar í hjörtum okkar. Þið höfðuð verið að endurgera húsið ykkar og þú sást til þess að allt yrði í besta standi fyrst við værum að koma til ykkar. Ferðin sem við bræðurnir fórum á æskuslóð- ir okkar upp í Lukku rifjaði upp margar góðar minningar og það var mikið hlegið. Eins er okkur minnis- stætt þegar við vorum í Noregi og þið Guðný og Írena Dís hittuð okkur og við eyddum þar saman góðum dög- um. Einnig eru margar minningarn- ar um símtölin okkar, ég að siða þig og þú að lesa yfir mér. Það er svo skrýtið að geta ekki hringt í þig oftar. Og ef Möggu langaði í lunda eða fisk þá var nóg fyrir hana að hringja í þig og þú sást um að þetta yrði sent með næstu vél. Þú varst einhvern veginn alltaf hjá okkur þó að fjarlægðin hafi verið mikil. Þú varst svo góður við alla og máttir ekkert aumt sjá. Ég man þegar ég var að læra í Magna og gömul kona kom og tíndi spýtur í poka til að kynda heima hjá sér. Áður en ég vissi af sást þú um að setja spýturnar í poka og bera heim fyrir gömlu konuna. Þetta lýsir þér svo vel, þú réttir öllum hjálparhönd sem hana vildu þiggja. Elsku Esra okkar, mikið er þetta óraunverulegt að þú sért búinn að kveðja okkur. Við munum passa vel upp á Guðnýju og börnin þín. Minn- ingin um þig verður alltaf geymd í hjörtum okkar. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þinn bróðir og mágkona, Hjörtur og Margrét. Elsku Esra frændi okkar, við systkinin sitjum hér með trega og rifjum upp allar góðu minningarnar um þig. Hvert okkar á góða minningu um þig og við upprifjun þessara minninga eða stunda okkar saman þá er stutt í tárin og einnig líka hlát- urinn. Það var gott að hafa þig í kringum okkur og vita af þér sem litla og eina bróður hans pabba. Sím- tölin þín til okkar eru óteljandi og er hægt að segja að þú hafir verið teng- ingin okkar við alla í Eyjum og í gegnum þig fengum við fréttir af öll- um. Það er skrýtið að hugsa til þess að á sl. mánuði hittir þú okkur öll og hafðir töluvert fyrir því að við mynd- um hittast. Í hjarta okkar erum við svo þakklát fyrir þig og allar sögurn- ar sem þú sagðir okkur af ömmu, afa, og pabba og mömmu, og skemmtileg er sagan af brúðkaupsnóttinni hjá pabba og mömmu þegar þú svafst á bedda inni í herbergi hjá þeim á sjálfri brúðkaupsnóttinni. Þú hafðir alltaf svo gaman af því að segja okkur sögur. Mikið þótti okkur vænt um að þú skyldir koma og taka þátt í mik- ilvægum dögum hjá okkur systkin- unum og fjölskyldum okkar. Fyrir það erum við ævinlega þakklát þér. Þetta eru erfiðir tímar fyrir Guðnýju og börnin ykkar, og elsku pabba og mömmu, missir ykkar allra er mikill. Við biðjum góðan Guð að styðja ykk- ur og styrkja. Jóhannes Esra Ingólfsson AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.