Morgunblaðið - 08.08.2009, Side 47
Menning 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009
Í„Sextándu sónötu Svanhvítarí C-dúr fyrir sextán sítara“(sem er vitanlega rangnefniog einungis gáskafullur leikur
að ofstuðlun) er rakin saga af stráki
sem rekst á hóp úlpuklæddra ung-
linga og fer með þeim á tónleika í
Norðurkjallara MH. Það sem er svo
undarlegt við þennan hóp er að allir
sem honum tilheyra eru frábrugðnir
öllum öðrum – en nákvæmlega eins
innbyrðis. Allir í hópnum kyrja sem
einn „við erum svo indie / við erum
svo indiesleg“ – þeir lýsa sem sagt
yfir sjálfstæði sínu og einstaklings-
eðli (indie er stytting á independ-
ent), allir á sama hátt – með sama
laginu, íklæddir eins úlpum. Þessi
þverstæða er beitt píla til indírokk-
ara og krútta sem elta vitanlega
tískusveiflur eins og hver annar,
þeir sækja tískuna bara ekki á
FM957 eða í Séð og heyrt, heldur á
Pitchfork og Facehunter.
Í týpískri póstmódernískri kald-
hæðni er hljómsveitin <3 Svanhvít
hins vegar langt í frá einstök – þau
eru sjálf úlpuklæddu krakkarnir –
og sveitin minnir ekki lítið á ýmsar
vinsælar indípoppsveitir; Andhéri
sálugi er þarna einhversstaðar og
hin sænska I’m from Barcelona
kemur upp í hugann þótt frum-
burður Svanhvítar minni kannski
mest á hina stórgóðu Los Campes-
inos! frá Wales. Platan sú nefnist
Partí á Ísland [sic] og er nýkomin út
hjá Braki hljómplötum sem hafa
dælt út fínum skífum síðustu vikur
og mánuði.
<3 Svanhvít leggur talsvert upp
úr því að vera fyndin og tekst það
oft. Mörg laganna eru þó helst til
menntaskólaleg – pottþétt stöff á
árshátíðarplötu MR en missir svolít-
ið sjarmann inni í stofu hjá þeim sem
þekkir ekki til. Svo við höldum okk-
ur við „Sextándu sónötu Svanhvítar“
þá minnir flutningur söngvarans/
lesarans í versunum til dæmis held-
ur mikið á léttan inngangskafla í
ræðu í átta liða úrslitum Morfís. Það
er synd því textinn er snjall og við-
lagið næstum óhuggulega grípandi í
einfaldleika sínum. Saxófónn og fiðla
ljá laginu enn fremur skemmtilega
hljómræna breidd umfram hin hefð-
bundnu rokkhljóðfæri eins og í lang-
flestum lögum plötunnar.
Ég veit ekki
hvort „Heiðar“ á
sér hliðstæðu í
veruleikanum en
textinn málar
engu að síður
flotta mynd af
þeirri óafvitandi grimmd sem börn
grípa til þegar þau raða vinum sín-
um og kunningjum í röð. Ljóðmæl-
andi er með Heiðar efstan á listan-
um en heyrir síðan að hann sé ekki
nema númer átta hjá Heiðari. „Heið-
ar“ er líka dúndurlag eins og gildir
raunar um öll fyrstu lögin á skífunni.
Líklega stendur lagið „Við = indí“
upp úr með blíðum laglínum sínum,
hæglátum gítarslætti, fallega hljóm-
andi píanói og töffaralegum tromm-
um, þótt leikþáttur þar sem aðal-
persónan Nanna á í samræðum við
strangan dyravörð fái kjánahrollinn
til að hríslast niður eftir bakinu. Hér
stendur söngvarinn sig líka með
stakri prýði, en það vantar svolítið
upp á það víða annars staðar á plöt-
unni. Það verður heldur ekki sagt
um <3 Svanhvít að bandið sé það
þéttasta í bænum, en sveitin skilar
sínu og hrár hljómurinn hentar efni-
viðnum jafnframt vel.
Frá og með „Labbdansi“ fer svo-
lítið að halla undan fæti, laginu tekst
ekki að grípa mann og textinn er
óttaleg steypa. „BBC“ á að skopast
að tilvistarlegum ljóðum en minnir á
endanum sjálft á mjólkurfernu-
skáldskap, og lagið nær ekki að
halda athygli eitt og sér. Platan nær
sér ekki nægilega á strik eftir það
þótt „Systir Svanhvítar er skatt-
stjóri“ eigi mjög fína spretti.
Partí á Ísland er full af fínum hug-
myndum þó að frumleikanum sé
ekki fyrir að fara. Lögin eru á heild-
ina litið góð og textahöfundarnir eru
hnyttnir. Verði næsta plata samin
með stærri áheyrendahóp í huga má
vel vera að Íslendingar hafi eignast
frábæra skandinavíska indípopp-
sveit.
Fjandi fínn frumburður
Geisladiskur
<3 Svanhvít - Partí á Ísland
bbbnn
ATLI
BOLLASON
TÓNLIST
GLAMÚRFYRIRSÆTAN Katie
Price, einnig þekkt sem Jordan, hef-
ur ákveðið að trúlofast um leið og
skilnaður hennar og tónlistarmanns-
ins Peters Andres gengur í gegn.
Formlegt skilnaðarferli Price og
Andres er ekki farið í gang en þau
eiga saman þrjú börn.
Price mun þegar hafa valið sér
bleikan brúðarkjól og látið kærasta
sinn, Alex Reid, máta kjólföt. Parið
planar að gifta sig í nóvember næst-
komandi en það var á miðvikudaginn
sem Price og Reid opinberuðu áform
sín. Reid sendi vini símaskilaboð þar
sem hann sagði að þeim væri full al-
vara með að giftast.
Nýja parið hélt matarboð fyrir
nánustu vini í vikunni, rétt áður en
þau héldu í rómantískt frí til Spánar.
Talið er að þau hafi tilkynnt vænt-
anlega trúlofun sína þar, en fyrir
Spánarferðina keypti Price par af
svokölluðum vinahringjum sem þau
ætla að byrja að ganga með þegar
þau koma heim.
Skötuhjú Myndir af parinu eru enn
sem komið er af skornum skammti.
Þessi náðist í gegnum bílrúðu.
Brúðkaup
á borðinu