Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009
Grímuklæddur maður skaut 26 ára
karl og 17 ára stúlku til bana og
særði fimmtán aðra fyrir utan sam-
komustað samkynhneigðra í mið-
borg Tel Aviv í Ísrael 1. ágúst sl.
Byssumaðurinn reyndi síðan að ráð-
ast til atlögu á öðrum stað samkyn-
hneigðra í nágrenninu en var stöðv-
aður af öryggisvörðum. Samtök
samkynhneigðra í Tel Aviv telja að
árásarmaðurinn sé öfgafullur and-
stæðingur samkynhneigðra.
Árið 1924 var Guðmundur Sig-
urjónsson Hofdal dæmdur af und-
irrétti Reykjavíkur til átta mánaða
betrunarhússvistar fyrir brot á
þeirri grein hegningarlaga sem
bannaði „samræði gegn nátt-
úrlegu eðli“. Greinin lagði að
jöfnu kynmök einstaklinga af
sama kyni og mök við dýr. Guð-
mundur var glímukappi, sem m.a.
keppti á Ólympíuleikunum árið
1908. Hann játaði fúslega að hafa
átt holdlegt samræði við aðra
karla. 11 árum eftir að dómurinn
féll fékk Guðmundur uppreisn æru
með konungsbréfi.
Samkynhneigðir hafa víða sótt það
fast að fá sambönd sín viðurkennd
til jafns við gagnkynhneigða. Hér á
landi hafa samkynhneigðir getað
gengið í staðfesta samvist frá 1996.
Vígslan var eingöngu borgaraleg
fram til ársins í fyrra, þegar trú-
félögum var veitt heimild til að stað-
festa samvist. Hverju trúfélagi er í
sjálfsvald sett hvort það staðfestir
samvist. Fríkirkjan í Reykjavík hefur
verið í fararbroddi trúfélaga hvað
þetta varðar. Samtökin 78 telja rétt-
ast að hafa ein hjúskaparlög í land-
inu, þar sem allir sitji við sama borð.
Kynlegt
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
G
leðiganga samkyn-
hneigðra, tvíkyn-
hneigðra og trans-
gender fólks,
aðstandenda þeirra og
vina hlykkjaðist niður Laugaveginn í
gær. Þúsundir flykktust niður í mið-
borg Reykjavíkur og samfögnuðu
þessum hópi, sem hér býr við einna
mest réttindi og öryggi sem þekkist
í heiminum. Yfir Hinsegin dögum
blaktir regnbogafáninn sem tákn um
mannréttindabaráttu og fjölbreytni
mannlífsins.
Ofsóknir og ofbeldi
Víða um heim eru gleðigöngur í
sams konar andrúmslofti og hér, þar
sem gleði og samstaða ríkir. Því fer
hins vegar fjarri að svo sé alls stað-
ar.
Til að gefa örlitla innsýn í þann
veruleika, sem milljónir samkyn-
hneigðra um allan heim búa við, er
rétt að líta yfir þær fréttir, sem bor-
ist hafa af þeim vettvangi á því ári,
sem liðið er frá síðustu gleðigöng-
unni hér á landi.
Í mörgum löndum fjarri okkur er
samkynhneigð ólögleg og fordæmd
með öllu. Sums staðar liggur jafnvel
dauðarefsing við samkynhneigð.
Verst er ástandið í Mið-Aust-
urlöndum og Asíu. Víða í Afríku eiga
samkynhneigðir einnig mjög undir
högg að sækja. Sem dæmi um heift-
ina má nefna, að lík manns, sem tal-
inn er hafa verið samkynhneigður,
var tvívegis grafið upp úr múslímsk-
um grafreit í Vestur-Afríkuríkinu
Senegal í maí sl. Í fyrra skiptið var
líkið skilið eftir nærri gröfinni, en
hið síðara lagt við heimili ættingja
mannsins. Einum mánuði fyrr hafði
áfrýjunardómstóll sýknað níu manns
af ákærum um samkynhneigð. Sú
niðurstaða vakti reiði klerka í land-
inu, sem fordæmdu samkynhneigða í
ræðum og riti. Sum dagblöð og út-
varpsstöðvar studdu málstað klerk-
anna.
„Siðspillingin“ upprætt
Í sama mánuði, þ.e. maí sl., bárust
fréttir um harðnandi afstöðu gegn
samkynhneigðum í Írak. Sjítaklerk-
urinn Moqtada Sadr gaf út fyr-
irmæli um að „siðspillingin“ sam-
kynhneigð yrði upprætt. Að vísu var
tekið fram að hann varaði við ofbeldi
gegn samkynhneigðum, en það hafði
færst mjög í vöxt. Sem dæmi má
nefna að í apríl voru þrír menn, sem
sagðir eru hafa verið hommar,
skotnir til bana í Bagdad. Aðrir þrír
voru pyntaðir til bana. Fjórir til við-
bótar voru pyntaðir en lifðu það af.
Hörmulegar fréttir af þessum
toga eru mýmargar. En frá fjar-
lægum heimshornum berast líka
fréttir um batnandi ástand í rétt-
indamálum. Í byrjun síðasta mán-
aðar komst hæstiréttur Nýju-Delí í
Indlandi að þeirri niðurstöðu, að
kynlíf fólks af sama kyni væri ekki
glæpsamlegt að því gefnu að þeir
sem það stunduðu gerðu það sjálf-
viljugir. Bann við kynlífi samkyn-
hneigðra fæli í sér mismunun, sem
bryti gegn grundvallarréttindum
indversku stjórnarskrárinnar.
Batnandi heimur
Jafnvel í Kína eru samkyn-
hneigðir að verða sýnilegri. Í júní
var vikulöng hátíð samkynhneigðra
haldin í fyrsta sinn í Sjanghæ.
Vissulega ekki með blessun stjórn-
valda, enda voru allir viðburðir
haldnir á stöðum í einkaeigu, en
ekki á almannafæri. Engin skrúð-
ganga var því farin, enda hefði hún
getað verið túlkuð sem mótmæli og
valdið árekstrum við yfirvöld. Kín-
versk yfirvöld skilgreindu samkyn-
hneigð sem geðsjúkdóm fram til
ársins 2001 og kynlíf fólks af sama
kyni var ólöglegt fram til ársins
1997. Kannanir sýna að meirihluti
þjóðarinnar er umburðarlyndur
þegar kemur að samkynhneigð, svo
reikna má með að staða samkyn-
hneigðra batni jafnt og þétt.
Jóga gegn samkynhneigð
Fréttirnar af högum samkyn-
hneigðra, tvíkynhneigðra og trans-
gender fólks eru mýmargar. Hver
neikvæð frétt vekur jákvæða og öf-
ugt. Tyrkneskur fótboltadómari
viðurkenndi samkynhneigð sína og
missti dómararéttindin í kjölfarið,
en vakti um leið þarfa umræðu um
samkynhneigð innan íþrótta.
Þegar indverski hæstirétturinn
sagði samkynhneigð ekki glæp-
samlega kvaddi jógafrömuður sér
hljóðs og sagðist geta „læknað“
ósköpin. Það gerði líka brasilískur
sálfræðingur og fékk áminningu
fyrir. Raunar eru þeir óteljandi,
sérfræðingarnir og trúarhóparnir,
sem segjast geta læknað þessar
hneigðir, sem merkilegt nokk
leggjast þyngst á þá sem ekki eru
haldnir þeim. Þeir sem „lækning-
unni“ er beint að láta sér oftast
fátt um hana finnast. Og sumir eru
svo lánsamir að búa í landi þar sem
réttindabaráttan hefur tryggt
þeim öryggi. Þar sem regnbogaf-
áninn blaktir við hún á Hinsegin
dögum.
Frelsi og helsi í heimi
Víða eru mannréttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks fótum troðin
Hér á landi hefur réttindabarátta liðinna áratuga hins vegar skilað miklum árangri.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Mannréttindi Regnbogafáninn blaktir við hún víða um land á Hinsegin dögum og miðborg Reykjavíkur var alsett
röndum þegar gleðigangan streymdi niður Laugaveginn í gær. Hér á landi þarf ekki girðingar og lögregluvernd.
„Við gætum áreiðanlega lagt
meira af mörkum í alþjóðlegri
réttindabaráttu samkynhneigðra,
enda höfum við mörgu að miðla.
Félagið er hins vegar lítið og þess
vegna höfum við kosið að vinna að
afmarkaðri verkefnum hverju
sinni. Við vinnum m.a. með Am-
nesty International. Sá samstarfs-
vettvangur kallast Verndarvætt-
irnar og vinnur að aðgerðum í
málefnum er varða mannréttindi
samkynhneigðra, tvíkynhneigðra
og transgender fólks. Þessi hópur
á víða mjög undir högg að sækja
og við komum slíkum upplýsingum
á framfæri við Amnesty, sem einn-
ig upplýsir okkur um þau mál sem
samtökin vinna að,“ segir Frosti
Jónsson, formaður Samtakanna
78, hagsmuna- og baráttusamtaka
samkynhneigðra, tvíkynhneigðra
og transgender fólks á Íslandi.
Frosti segir að ekki þurfi að
leita langt til að finna lönd, þar
sem mannréttindi eru fótum troð-
in. „Færeyjar eru nærtækt dæmi.
Þá má líka nefna að Verndarvætt-
irnar fóru til Riga í Lettlandi í
fyrra, þar sem gleðiganga fór fram
við heldur dapurlegar aðstæður, á
afgirtu svæði undir lögreglu-
vernd.“
Frosti segir Samtökin 78 leggja
áherslu á að íslenskir ráðamenn
tali máli samkynhneigðra, tvíkyn-
hneigðra og transgender fólks í
þeim löndum sem Ísland á sam-
skipti við. „Við trúum því að drop-
inn holi steininn. Það er mjög
mikilvægt að við minnum reglu-
lega á okkur og tölum skýrt gegn
hvers konar mannréttinda-
brotum.“
Skráning á ofbeldi
Samtökin 78 eru nú að hefja
sérstakt samstarf við sænsk syst-
ursamtök sín. „Við ætlum að
leggja áherslu á fræðslu til starfs-
fólks innan lögreglunnar, til að fá
fram markvissari skráningu á of-
beldisglæpum. Hér er ekki skráð
sérstaklega í lögregluskýrslur ef
ofbeldi beinist að fólki vegna kyn-
hneigðar, svo við höfum ekki yf-
irlit yfir tíðni slíkra glæpa. Svíar
hafa hins vegar reynslu af slíku
og ætla að miðla okkur af henni.“
Vilja flytja til Íslands
Þar sem mannréttindamál eru í
góðu horfi hér á landi kemur oft
fyrir að útlendingar leiti til Sam-
takanna 78. „Við fáum fyr-
irspurnir um hvernig við höfum
hagað réttindabaráttu okkar. Við
fáum líka tölvupóst frá fólki, sem
býr við hörmulegar aðstæður í
heimalandi sínu og spyrst fyrir
um möguleikann á að flytja hing-
að.“
Gætum lagt meira af mörkum
afsláttur
20-50%
er hafin
Pottaplöntu
Útsalan