Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 18
18 Matur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is V eitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari við Baldursgötu var stofnaður árið 1989 og markaði sér strax sér- stöðu með sjávarfangi og hefur haldið henni allar götur síðan. Úlf- ar, sem hefur komið víða við síðan hann útskrifaðist sem mat- reiðslumeistari árið 1967, hefur meðal annars starfað sem kokkur á Hótel Holti, í Leikhúskjallaranum, Laugaási og Pottinum og pönn- unni. Hann hefur verið eins konar sendiherra íslensks hvalkjöts en hann hefur líklega matreitt fleiri steikur úr hvalkjöti handa útlend- ingum en nokkur annar Íslend- ingur. Í því sambandi lumar Úlfar reyndar á nokkuð skemmtilegri sögu frá tímabilinu sem fyrstu skrefin voru stigin á veitingastaðn- um sem hann féllst á að segja mér. „Þetta var þannig að það var verið að færa þrjá gáma í Ham- borg úr íslensku skipi yfir í jap- anskt og þá hlekkjuðu meðlimir grænfriðunga sig við gámana. Í kjölfarið hætti Kristján Loftsson við að senda gámana áfram og flutti þá heim. Þetta voru síðustu gámarnir af kjöti; einn fullur af rengi, annar af gúllasi og sá þriðji af kjötstykkjum.“ Úlfar segir kjötið, sem var lang- reyðarkjöt, mikinn herramannsmat. Fínasta kjötið er svokallað „tail meat“ eða sporðakjöt sem er mjög feitt og er það notað hrátt í sas- himi-rétti með wasabi (piparrót) og sojasósu. „Þetta var fyrsta flokks kjöt í einum gámnum og ég ræddi við Kristján um hvort ég gæti ekki fengið að hamstra kjötið fyrir millj- ón. Þá segir Kristján við mig: „Þú átt enga milljón“. Mig langaði nú bara að bíta í tunguna á mér fyrir að hafa þorað að segja þetta. En tveimur dögum seinna þegar ég kom suður í Hafnarfjörð til að sækja kassa af kjöti, en það gerði ég reglulega, hitti ég fyrir verk- stjórann á svæðinu. Hann segir við mig: „Úlfar, þú ert ríkur maður.“ „Ekki get ég nú sagt það,“ svaraði ég. „Jú,“ segir verkstjórinn. „Hann Kristján kom hérna niður í gær og hann sagði: „Nú hættum við að selja allt kjöt úr þessum gámi, Úlf- ar á þetta allt saman og borgar þetta bara eftir hendinni.““ Þannig var þetta nú, fjörutíu feta gámur og ætli þetta hafi ekki verið um tuttugu tonn. Ég var þarna bara skipaður hvalkjötssendiherra lands- ins því þetta kjöt úr gámnum ent- ist í sautján ár eða þangað til við byrjuðum að veiða hrefnu aftur. Ef þeir hefðu byrjað viku seinna að veiða hefði ég orðið uppiskroppa með hvalkjöt í fyrsta skiptið í sautján ár og það var 2006.“ Nýstárleg geymslutækni Úlfar segir að Kristján hafi fund- ið upp nýja tækni við að geyma matvæli. Kjötið var í fimmtán kílóa kössum. Það var tvíglasserað, síðan pakkað í loftþéttar umbúðir, sett í pappakassa og svo geymt við 24- 26° frost. „Þetta var alltaf alveg eins og nýtt. Glasseringin er þann- ig að þú tekur frosið stykki, fimm- tán kíló, á þessu hitastigi, 24-26°, og þetta er sett ofan í vatn og þá myndast klaki utan um. Þetta er gert tvisvar og allt er þetta gert á færibandi. Vatnið frýs um leið þeg- ar þetta er gert svona. Þegar ég nota kjötið læt ég það þiðna og á þriðja degi nota ég það.“ Úlfar er fullur fróðleiks um sjáv- arfangið enda mikill reynslubolti eftir veitingarekstur undanfarinna ára. Hann segir að á sínum tíma hafi dýr á milli 50 og 60 fet verið meginuppistaðan á innanlands- markaði en núna séu dýrin stærri, 60-70 fet. Þá munar nokkuð miklu í aldri dýranna, en talið er að lang- reyður geti orðið um hundrað ára gömul. Hann segir kjötið sem hann notaði því hafa verið af yngri dýr- um, sem henti betur. Spurður hvort ferðamenn sæki í kjötið segir Úlfar svo vera – ekki virðist áróður grænfriðunga í gegn- um árin hafa komið að sök. „Ferða- mennirnir hafa látið rosalega vel af hvalkjötinu. Meira að segja hefur komið hingað sænsk kona sem var grænmetisæta og hún pantaði sér hvalkjöt. Ég spurði hvort hún væri ekkert hrædd við að þetta færi illa í hana fyrst hún væri grænmet- isæta, en það var hún nú ekki og á eftir sagði hún að þetta hefði farið vel í sig. Oft lendir fólk sem borðar lítið kjöt nefnilega í því að það fer illa í magann á því þegar það smakkar það.“ Úlfar segist selja tvö til þrjú tonn á ári af hvalkjöti, 70-80% af gestunum séu útlendingar, og á t.d. sex manna borði séu oftast fjórir sem panta sér hval. „Oft er það þannig að fólk fær sér hráan hval, sashimi til dæmis, og oft kaupir það tvo diska svo allir geti smakk- að. Það er mikil stemning fyrir þessu.“ Ég spyr hvort það sé þá mýta að grænfriðungar hafi haft mikil áhrif á fólk úti í heimi með áróðri sínum gegn hvalveiðum: „Ég get nú blásið á það. Það hafa um 530 þúsund manns borðað hér síðan ég opnaði og sjö hafa gengið út vegna þess að það var hvalur á matseðlinum! Þetta er ekkert annað en hávaði í fólki. Fámennur hópur er að búa sér til eitthvað til að hrópa yfir. Þetta fólk sem fer t.d. í hvala- skoðun, það hringir hingað til mín til að vita hvað það sé lengi að ganga hingað til okkar! Fólk sem skoðar hvali borðar þá líka. Fólk fer í húsdýragarðinn og fær sér lambakótilettur á eftir! Það má ekki segja að þetta sé bara svart og hvítt. En eitt verðum við að passa því ef við förum í Evrópu- bandalagið þá falla hvalveiðar sjálf- krafa niður. Við megum t.d. ekki selja hvalafurðir til Evrópusam- bandslanda.“ Fjölbreyttir möguleikar í matseld Úlfar er þekktur sem einn fremsti fiskréttasérfræðingur landsins og því býr hann yfir mik- illi þekkingu t.d. þegar kemur að matreiðslu hvals. „Ég nota hvalinn meðal annars í sashimi og gef kjöt- ið hrátt eins og Japanir hafa það. Svo eru piparsteikurnar mjög vin- sælar, þá með piparsósu. Þetta er líka geysilega skemmtilegt kjöt á grill,“ segir Úlfar og ítrekar að kjötið sé bæði hreint og hollt. „Ég var spurður að því af blaðamanni frá Independent hví í ósköpunum ég sem fiskréttamaður væri að bjóða upp á hvalkjöt. Ég sagði blaðamanninum að það væri ósköp einfalt að segja frá því: Ég veldi hreinasta rauða kjötið sem til væri í heiminum. Það er ekki búið að sprauta neinum lyfjum gegn blóð- kreppusótt eða búið að gefa þessu hormóna. Þá sagði blaðamaðurinn: „Því í ósköpunum hefur enginn sagt þetta áður fyrst þetta er svona?“ – því þetta fannst henni at- hyglisvert. Ég gat ekki svarað því en hún sagði að þessu ættum við að halda á loft. Auðvitað ætti þetta að vera merki grænfriðunga, meðal annarra, að setja ekki hvaða drasl sem er ofan í sig heldur leita að hreinustu afurðinni. Þeir berjast gegn kjarnorkuverum vegna meng- unar en svo er ráðist á aðferðina við að skjóta hvalinn og þetta er hreinasta afurðin sem við setjum ofan í okkur.“ Tekur tíma að torga 20 tonnum af hvalkjöti Morgunblaðið/Eggert Gómsætt Tilbúin hrefnusteik að hætti Úlfars er sérlega tælandi. Útlendingar koma beint úr hvalaskoðun til Úlfars til að smakka hvalinn. Morgunblaðið/Eggert Fær Hvalkjöt hefur verið á borið á borð fyrir gesti og gangandi um langt skeið á veitingastað Úlfars enda afar vinsælt. Morgunblaðið/Eggert Hollt Úlfar segir hvalkjöt vera hreina náttúruafurð. Hrefnukjötið er meyrt og safaríkt og hentar vel í steikur. ‘‘ÉG VAR ÞARNA BARASKIPAÐUR HVALKJÖTS-SENDIHERRA LANDSINSÞVÍ ÞETTA KJÖT ÚR GÁMNUM ENTIST Í SAUTJÁN ÁR EÐA ÞANGAÐ TIL VIÐ BYRJUÐUM AÐ VEIÐA HREFNU AFTUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.