Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 12
12 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í október í fyrra tók Erna Lúð- víksdóttir við starfi verk- efnastjóra vegna uppbygg- ingar nýrra verslana IKEA í Kína. IKEA opnaði fyrstu verslun sína í Kína fyrir áratug og nú eru sex slíkar verslanir í landinu en til stendur að opna 15 verslanir á næstu fimm árum. „Það er mikill uppgangur hjá IKEA í Kína,“ segir Erna, sem hefur yfirumsjón með öllu sem snýr að versluninni sem slíkri. IKEA er með um 300 verslanir í 86 löndum. Verslunin í Sjanghæ er með þeim stærstu, um 32.000 fer- metrar að stærð, en IKEA í Garða- bæ er um 20.670 fermetrar. Erna segir að vöxturinn nú sé einna mestur í Asíu og þá helst í Kína og Japan. IKEA finni samt vel fyrir heimskreppunni en alla tíð hafi kostnaði verið haldið í lágmarki og fyrirtækið standi vel. Sjö ár í Svíþjóð Erna og Erwin Glauser, eigin- maður hennar, störfuðu hjá IKEA í Älmhult í Svíþjóð í sjö ár áður en þau tóku atvinnutilboði í Sjanghæ. „Þetta var spurning um að festa rætur í Svíþjóð eða leita á ný mið og að vel athuguðu máli fannst okkur vera kominn tími til þess að breyta til,“ segir hún um flutninginn. Ingvar Kamprad skrásetti IKEA 1943. 1958 opnaði hann fyrstu versl- unina í Älmhult í Smálöndunum, um tveggja tíma akstur í norður frá Malmö, og þar hefur IKEA verið með eina af höfuðstöðvum sínum síðan auk þess sem miðstöð þróunar fyrirtækisins er þar, auk fleiri þátta. Þar er meðal annars 5.000 fermetra sýningarsvæði, þar sem vöruúrvalið er reglulega kynnt fyrir starfs- mönnum á sérstökum sýningum nokkrum sinnum á ári, en Erna var yfirmaður svæðisins fyrstu fjögur árin í Svíþjóð. Árlega er þar stór sýning fyrir yfirmenn IKEA alls staðar í heiminum til að kynna þeim söluvörurnar á næsta ári. Í þessu sambandi minnir Erna á að síðasta árið í Svíþjóð vann hún á samskiptasviði IKEA, IKEA Communications AB, sem sér meðal annars um alþjóðlegan vef IKEA á Netinu og alþjóðlega, árlega vöru- bæklinginn. Hún bendir á að fram- leiðsla á öllum vörum, sem komi á markað 2010, sé byrjuð enda sé vöruúrval í bæklingnum ákveðið með 12 til 18 mánaða fyrirvara. Langflestar myndir í vörubækl- ingnum eru teknar í myndveri IKEA í Älmhult. „Þetta er eitt stærsta myndver í Evrópu,“ segir Erna, en hún var einnig verkefn- isstjóri vegna breytinga á hótel- og veitingastað IKEA í Älmhult, IKEA Vardshus. Älmhult er um 15.000 manna bær og um 80% íbúanna tengist IKEA á einn eða annan hátt. Erna og Erwin bjuggu um 50 km fyrir utan bæinn og þau voru opin fyrir öllu, þegar þau ákváðu að breyta til. „Það kom eiginlega allt til greina og þegar honum bauðst að vera innkaupa- stjóri í Kína ákváðum við að slá til,“ segir Erna. 13 ár í Sviss Fyrir um 20 árum hélt Erna til Sviss til þess að spila handbolta, en á Íslandi hafði hún unnið hjá PON, Pétri O. Nikulássyni heildverslun. „Ég hafði hugsað mér að ljúka handboltaferlinum þar og spila í Sviss í eitt eða tvö ár,“ rifjar hún upp. „Svo fór að ég spilaði þar í fimm ár og bjó í landinu í 13 ár að frátöldum tveimur árum, 1998 til 2000, þegar ég var deildarstjóri út- stillingadeildar IKEA í Holtagörð- um. Ég kynntist Erwin hjá IKEA í Sviss og þegar honum var boðið starf í Svíþjóð ákváðum við að flytja þangað.“ Fyrsta verslun IKEA utan Skandinavíu var opnuð í Spreiten- bach í Sviss 1973 og vann Erna í út- stillingadeild verslunarinnar í fimm ár. „Ingvar Kamprad hafði stóra drauma og hann sagði á sínum tíma að ef IKEA gengi í Sviss þá gengi hugmyndin í öllum heiminum. Þetta er ótrúlegur maður með mikla yf- irsýn.“ Erna hefur starfað hjá IKEA í fjórum löndum. Hún bendir á að erfitt sé að bera reynsluna saman vegna þess að hún hafi verið í ólík- um störfum á mismunandi stöðum. „Allt sem viðkemur versluninni sem slíkri, búðinni, er svipað, því þar er verið að gera sömu hlutina úti um allan heim, en viðskiptavinirnir eru mismunandi eftir stöðum. Það koma til dæmis talsvert fleiri í búðina í Sjanghæ en í Garðabæ. Í búðum IKEA um allan heim eru gönguleið- ir 200 til 250 sentimetrar á breidd en þrír metrar í Sjanghæ til að geta tekið á móti öllu fólkinu með góðu móti frá klukkan 10 til 22 alla daga vikunnar.“ Mikil uppbygging Skrifstofubygging er sambyggð versluninni í Sjanghæ og þar er Erna með aðstöðu. Hún segir að mjög mikill hraði sé í allri uppbygg- ingu í borginni, „það sem tekur fimm ár í París gerist á einu ári í Sjanghæ,“ segir hún og vísar til gíf- urlegra breytinga í Sjanghæ und- anfarin 10 ár. „Ég þekki fólk sem hefur búið í Sjanghæ í um 11 ár og það segir að borgin hafi algerlega skipt um lit – þau þekki hana ekki fyrir þá sömu. Þau segja að þegar þau fluttu þangað hafi verið erfitt eða nær ómögulegt að finna vest- rænan varning. Nú fást allar helstu tískuvörur heims í borginni og hægt er að nálgast vestræn matvæli. Í stærstu stórmörkuðunum og nokkr- um sérverslunum er að finna sér- stakar deildir með innfluttum mat- vælum.“ Svipuð bylting hefur verið í sjón- varpsmálum. „Fyrir 10 árum var sjónvarpsefni aðeins svart, hvítt og eingöngu kínverskar stöðvar og kín- verskt efni í boði. Nú nást erlendar stöðvar en til þess þarf reyndar að vera með móttökudisk fyrir sjón- varpsrásir sem eru sendar um gervihnött. Það sem kemur mér mest á óvart er hvað Kínverjar eru langt á eftir í tölvumálum. Int- ernetið er til dæmis ótrúlega hæg- virkt og ekki er hægt að stunda bankaviðskipti á Netinu, borga reikninga og millifæra, svo dæmi séu tekin. En það er spennandi að lifa uppganginn í Kína. Heimssýn- ingin EXPO 2010 verður í Sjanghæ og það snýst allt um að gera allt sem glæsilegast fyrir sýninguna, rétt eins og í Peking fyrir Ólympíu- leikana í fyrra. Heilu svæðunum hefur verið rutt í burtu og nýtt byggt í staðinn, byggingar, hrað- brautir, nýtt lestarkerfi og fleira. Uppbyggingin er ólýsanleg.“ Sömu vandamálin Þýska, franska og ítalska eru op- inberu tungumálin í Sviss. Þegar Erna flutti þangað kunni hún ekkert þeirra. Hún kunni heldur ekkert í sænsku þegar hún settist þar að og eftir að hafa búið í tæpt ár í Kína er kínverska enn kínverska fyrir henni. „Fyrsta árið hefur verið erfitt í öllum þessum löndum og sömu vandamálin hafa komið upp á öllum þessum stöðum,“ segir Erna. Hún segir að tungumálið sé eðlilega erf- iðasti hjallinn, en síðan séu alltaf sömu atriðin sem þurfi að koma sér inn í: finna út með læknisþjónustu, hvar sé best að kaupa í matinn, hvert eigi að fara í hárgreiðslu og svo framvegis. Erna bendir á að í Sviss sé enska valfag í skóla og þar sem svissneska sé mállýska út frá þýsku geti verið Morgunblaðið/Heiddi Starfsmaðurinn Erna Lúðvíksdóttir fyrir framan IKEA í Garðabæ en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu í fjórum löndum, í Sviss, Svíþjóð, Kína og á Íslandi. Fyrir um 20 árum hélt Erna Lúðvíksdóttir til Sviss í þeim tilgangi að ljúka þar glæstum handboltaferli og spila í eitt eða tvö ár til við- bótar. Árin í Sviss urðu 13 að frátöldum tveim- ur árum á Íslandi og síðan tóku við sjö ár í Sviss en nú býr fjölskyldan í Kína. Í Jóhannesarborg Eftir skjal-Á útimarkaði Erwin og börnin á Tanicang Lu í Shanghai.Fjölskyldan Erwin Glauser, Smári, Erna og Björk á Seltjarnarnesinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.