Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 3 0 0 k r . a f v e r ð i þ e s s a r a r v ö r u r e n n a ó s k e r t a r s e m g j ö f t i l V I L D A R B A R N A Gefðu með þér Þ e i r s e m s n æ ð a g æ ð a l a x g l e ð j a V i l d a r b ö r n í l e i ð i n n i V i ð g e f u m í F e r ð a s j ó ð l a n g v e i k r a b a r n a : E N N E M M · H a g k a u p I n s p i r e d b y I c e l a n d · K a s k ó · K r a m b ú ð i n · K r ó n a n · M e l a b ú ð i n N e t t ó · N ó a t ú n · Ó p a l S j á v a r f a n g · R ý m i · S a m k a u p · S v a n s p r e n t 1 0 - 1 1 · V ö r u m e r k i n g 3 0 0 k r . a f v e r ð i þ e s s a r a r v ö r u r e n n a ó s k e r t a r s e m g j ö f t i l V I L D A R B A R N A 3 0 0 k r . a f h v e r r i s e l d r i v ö r u r e n n a ó s k e r t a r t i l V I L D A R B A R N A Helgi: „Þegar Friðþjófur fæddist var ekki til siðs að feður væru viðstaddir svo ég beið frammi meðan hann kom í heiminn. En svo fékk ég að sjá hann og hann var stór og mynd- arlegur strákur. Ég sagði konu minni að ég hefði ákveðið að fyrsti strákurinn sem við eignuðumst skyldi heita Friðþjófur. Ég á fjóra hálfbræður, pabbi missti móður þeirra, og ég var fimmti strákurinn hans, sá fyrsti í seinna hjónabandi. Friðþjófur var næstyngstur, mik- ill íþróttamaður, frekar lágur og þrekvaxinn. Hann dó af slysförum rétt rúmlega tvítugur. Hann hafði verið á fimleikaæfingu, sem var lokið en hann ákvað að taka eitt stökk í viðbót á svifránni, datt og kom niður á höfuðið og hálsbrotnaði. Hann dó tveimur dögum síðar. Ég tók dauða hans ákaflega nærri mér og nafnið tók ég að mér. Við bjuggum í Hlíðarenda þegar Friðþjófur fæddist, þá spilaði ég með Val. Svo kom Steinn, þeir Friðþjófur eru á sama árinu í níu daga. Þriðji sonur okkar er Helgi Valur og þá létum við hjónin barneignum lokið. Friðþjófur var mjög vinsæll meðal Vals- aranna. Hann var farinn að tala áður en hann tók tennur og rúmlega ársgamall stóð hann uppi á borði í búningsherberginu og söng fyrir Valsmennina. Það var sérstaklega eitt lag sem menn vildu heyra og satt að segja lærði hann það af mér. Ég tók þátt í dægurlaga- söngkeppni KK og söng eitthvað með hljóm- sveitinni og lagið Any time loddi við mig á þessum árum. Friðþjófur var fljótur að til- einka sér lagið og söng það óspart við miklar vinsældir. Hann var geðgóður og ljúfur krakki í allri umgengni og langt í frá einhver friðarspillir, enda ljúfmennska frekar tengd nafninu en það hljómar. Svo fluttum við upp á Akranes vorið 1956 og þar fæddist Helgi Valur. Satt að segja kannast ég ekki við að hafa alið drengina upp, það hlýt- ur móðir þeirra að hafa gert. Ég var á kafi í fótbolta og alltaf á ferðinni og ég man ekki til þess að ég setti ofan í við Friðþjóf eða bræður hans. Hann var reyndar ekkert duglegur að læra, en það var allt í lagi. 1965 byrjaði ég í lögreglunni og ég held að það hafi verið viss hemill á þá bræður. Kannski talaði ég eitthvað við þá um það að það væri ekki gott fyrir lögregluþjón ef synir hans væru pörupiltar eða svæsnir prakkarar. En ekkert slíkt kom upp. Hafi þeir gert eitthvað af sér, sem ég dreg nú ekki í efa að hafi gerzt, þá fóru þeir vel með það og földu fyrir mér. Ég fékk aldrei neinar ábendingar um það að ég ætti að byrja uppeldið heima hjá mér. Seinna frétti ég eitt og annað. Nei, ég er búinn að gleyma því öllu. Þeir voru samtaka um að láta mig ekki frétta neitt. Vantaði ljósmyndara á fótboltaleikina Á þessum árum var ég alltaf að skrifa, fyrst í Alþýðublaðið og svo í Morgunblaðið. Ég var orðinn þreyttur á því að þurfa alltaf að taka ljós- myndir með fréttunum, sérstaklega fótbolta- leikjunum, og þegar Friðþjófur var 12 ára hvatti ég hann til þess að fara á ljósmynd- anámskeið hjá æskulýðsnefnd bæjarins. Hann fór á námskeiðið, vann þar til verðlauna og hef- ur ekki sleppt myndavélinni síðan. Við fengum svo gamlan stækkara af Alþýðublaðinu, hann var nú eiginlega hálfónýtur en dugði Friðþjófi til að komast af stað. Hann var strax ótrúlega flinkur strákurinn og hjálpaði mér mikið. Hon- um gekk vel og hann var harðduglegur. Ég man sérstaklega eftir ferð okkar með Steinari Lúð- víkssyni, aðalíþróttafréttamanni Morgunblaðs- ins, á landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 1971. Af- rakstur ferðarinnar birtist á þriðjudegi í 12 síðna blaði, sem var allt um landsmótið, við Steinar skrifuðum og Friðþjófur tók langflestar myndirnar. Steinar fór í bæinn á miðjum sunnu- degi, við Friðþjófur kláruðum mótið og keyrð- um suður um nóttina. Svona eftir á að hyggja var það eiginlega með ólíkindum hvað Frið- þjófur var fljótur til og bráðger ljósmyndari. Hann var liðtækur fótboltamaður og fór í fyrstu Evrópumótsferðina til Möltu. Hann var líka liðtækur badmintonmaður. En mér fannst vanta í hann allt keppnisskap. Hann var ómögulegur í því að tuskast við bræður sína eða aðra. Hann gat ekki beitt sér, heldur hló bara. Ég held að hann hafi aldrei skipt skapi. Það gengur náttúrlega ekki á fótboltavell- inum! Árið ’72 fluttum við til Reykjavíkur, Frið- þjófur og Helgi Valur fluttu með okkur en Steinn varð eftir á Skaganum. Skömmu seinna hringdi Bjarni Sigtryggsson á Alþýðublaðinu og falaðist eftir Friðþjófi sem ljósmyndara. Ég sagðist ekki telja hann tilbúinn til þess, en Bjarni gaf sig ekki og Friðþjófur fór og réðst sem ljósmyndari á Alþýðublaðið. Síðan hefur ljósmyndun átt hug hans og hjarta. Sýningar og bækur saman Við höfum haldið nokkrar sýningar saman. ’92 kom ég til hans og sagðist ætla að vera með ljósmyndasýningu á afmæli bæjarins. Hvað ætlar þú að sýna? spurði hann. Ég á fullan kassa af filmum. Viltu ekki kíkja á þær fyrir mig? Láttu þér ekki detta í hug að þar sé eitt- hvað sýningarhæft. En nokkrum dögum seinna hringdi hann og sagði að innihald kass- ans væri miklu betra en hann hefði átt von á. Þetta getur orðið helvíti góð sýning hjá þér. Vilt þú ekki sýna með mér? spurði ég. Og það varð úr að ég sýndi ekki bara 30-40 myndir eins og ég hafði hugsað mér, heldur 140, og svo var Friðþjófur með myndir líka. Þetta var nú mest honum að þakka, því hann vann allar myndirnar og stækkaði þær, eins og hann hef- ur gert í sambandi við þær þrjár, fjórar sýn- ingar sem við höfum haldið. Ein var bara um Akrafjallið og önnur bara um Langasand og frænka okkar, Hrönn Eggertsdóttir listmálari, sýndi með okkur. Svo var sýning sem hét Feðgar á ferð. Það góða við Friðþjóf er að hann er óend- anlega ljúfur og almennilegur í öllu samstarfi og svo hjálpsamur. Ég væri nú ekki kominn langt upp úr filmukassanum án hans. Svo höfum við unnið saman bækur um Grímsey, þar hefur Friðþjófur tekið feikilega margar fínar myndir. Ég gaf út ljósmyndabók eftir hann, 101 Reykjavík, sem ég hef því mið- ur ekki verið nógu duglegur að ýta áfram. Það eigum við Friðþjófur sammerkt að hvorugur hefur bíssnissvit. Honum finnst bara sjálfsagt að gera hluti sem hann er beðinn um. Það eru nú bara tuttugu ár á milli okkar Friðþjófs og ég hef alltaf litið á þessa stráka mína sem vini mína, ég hef aldrei ráðskast með þá, ég styð þá þegar þeir leita til mín og ég bakka þá upp í því sem þeir vilja gera. Friðþjófur er einstakt ljúfmenni, ég man ekki til þess að okkur hafi orðið sundurorða. Hann er hæfileikaríkur og hörkuduglegur. Hann hefur ótrúlega næmt auga fyrir mynd- efnum, ég hef tekið eftir því þegar við erum að þvælast saman hvað hann tekur eftir öllum sköpuðum hlutum og hann er einstaklega vel læs á náttúruna. Svo er hann duglegur og ósérhlífinn. Það skiptir ekki máli hvaða dagur er, ef þarf að gera eitthvað, þá er drifið í því. Bæjarlistamaður Akraness Friðþjófur er rólegur og yfirvegaður í dag- legri umgengni. Hann er ekki daufgerður heldur þvert á móti glaðlyndur og hann er mikið partíljón og heldur þá uppi fjörinu með gítarspili og söng. Við stofnuðum Ljósmyndasafn Akraness ásamt Akraneskaupstað og gáfum því eig- inlega allar okkar myndir. Friðþjófur hefur unnið talsvert við safnið og margt fyrir bæinn og var bæjarlistamaður eitt sinn, þótt hann sé ekki fæddur á Akranesi né búi hér. Ef ég ætti að finna að einhverju í hans fari, þá held ég að hans stærsti galli sé hógværðin og hlédrægnin. Þetta eru kostir upp að ákveðnu marki, en mér hefur stundum fundizt Friðþjófur mega láta meira að sér kveða. Hann er um of lítillátur maður.“ Hæfileikaríkt og hörkuduglegt ljúfmenni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.