Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 16
16 Ferðalag MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S vona tækifæri býðst bara einu sinni,“ segir Fjóla Kim Björnsdóttir sem er nýkomin úr hálfs mánaðar boðsferð til Bandaríkjanna og Kanada, þar sem tilgangurinn var fyrst og fremst að kynnast Samein- uðu þjóðunum og starfsemi þeirra auk þess sem þátttakendur fengu innsýn í sögu Bandaríkjanna. Hlynur Trausti Hlynsson tekur í sama streng. „Þetta er mikil lífsreynsla,“ segir hann. Ritgerðirnar gerðu útslagið Íslensku þátttakendurnir voru valdir í kjölfar ritgerðasamkeppni í Borgarholtsskóla. Fjóla segir að hringt hafi verið í sig í júní og henni tilkynnt að hún hafi verið valin til þess að taka þátt í verkefninu í sum- ar. „Ég hélt fyrst að þetta væri ein- hver brandari en þegar ég komst að því að svo var ekki var ég mjög upp með mér.“ Hlynur segir að útnefn- ingin hafi komið skemmtilega á óvart. „Ég var mjög ánægður með hana og enn ánægðari eftir ferðina.“ Fjóla, sem verður 17 ára í sept- ember, er í viðskipta- og hag- fræðinámi og byrjar á öðru ári í haust. Hlynur er í listnámi og fer á fjórða ár í haust. Hann er 19 ára og gerir ráð fyrir að ljúka jafnframt stúdentsprófi næsta vor. Vinningshafarnir segjast ekki sjá eftir því að hafa tekið þátt í ritgerð- arsamkeppninni. Fjóla skrifaði al- mennt um sögu Sameinuðu þjóðanna með áherslu á barnahjálp SÞ, Unicef- hreyfinguna, og starfsemi hennar er- lendis. Hlynur skrifaði líka um starf- semi Unicef í þróunarlöndunum. Fundir hjá SÞ hápunkturinn Vegna ræðukeppni þátttakenda sátu þeir á fundum um margvísleg málefni. „Fundarhöldin í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna voru hápunktur ferðarinnar,“ segir Fjóla. „Þetta voru sér fundir fyrir okkur og við máttum spyrja spurninga. Við tókum niður glósur á fundunum og síðan var okkur úthlutað ræðuefni með tilliti til þessara funda,“ heldur hún áfram. Hlynur tekur undir þetta og bætir við að New York í heild hafi slegið öllu öðru við. „Dvölin þar var mesta menningaráfallið,“ segir hann. „Þó að ég hafi áður farið til Bandaríkjanna er ég hvorki vanur svona stórum borgum né svona stórum byggingum. Dagskráin hjá Sameinuðu þjóðunum var vel sett upp og efnið gert mjög skiljanlegt. Við lærðum líka mikið um sögu Bandaríkjanna, átök og sigra.“ Áður en Fjóla og Hlynur fóru til Bandaríkjanna heimsóttu þau utan- ríkisráðuneytið, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Þróunarsjóð SÞ í þágu kvenna (UNIFEM) og Unicef á Íslandi og kynntu sér hlutverk Barnahjálpar SÞ á Íslandi og á al- þjóðavettvangi. „Okkur fannst betra að vita hvernig Ísland tengdist öllum verkefnum Barnahjálparinnar og það kom sér vel,“ segir Fjóla. „Ég náði að koma þessari kunnáttu að í ræðu- keppninni og tengingin féll í góðan jarðveg hjá dómurunum.“ Dagskráin var mjög stíf og víða stungið niður fæti í Bandaríkjunum og Kanada en krakkarnir segja að ferðin hafi skilið mikið eftir sig. „Í kjölfar verkefnisins hef ég gríð- arlegan áhuga á Sameinuðu þjóð- unum,“ segir Fjóla. „Ég hef áður skrifað og rökrætt mikið í skólanum um Sameinuðu þjóðirnar og mér finnst mjög gaman að geta rökrætt og séð hluti og málefni út frá mismun- andi sjónarhornum. Það var líka áhugavert að kynnast starfi Odd- fellowa sem eru eins og litlir englar hér og þar. Við heyrðum til dæmis af heimilislausri konu í neyð, sem fékk að gista nokkrar nætur í húsakynn- um Oddfellowhreyfingarinnar á með- an Oddfellowar útveguðu henni vinnu og nú gengur henni mjög vel í lífinu. Ég kynntist líka mörgum og hef meiri skilning en áður á því hvað fólk er gríðarlega ólíkt eftir því hvaðan það er.“ Hlynur segir að þessi ferð hafi opn- að augu sín meira fyrir öðrum siðum og venjum en þeim sem hann á að venjast. „Það er líka allt annað að fara í svona fræðsluferð heldur en að fara til útlanda með fjölskyldunni eða vinum sínum. Í svona ferð fer maður til þess að læra og skilja. Hún skilur líka eftir sig aukin félagsleg tengsl.“ Hann bætir við að hann hafi mikinn áhuga á bílum og hafi séð marga áhugaverða, sem hann vildi eiga. „Rétt áður en við komum til Ottawa ókum við fram á bílasýningu. Ég keypti einn happdrættismiða þar sem Camaro SS árgerð 1967 er í verðlaun en dregið verður 27. desember. Vinn- ingshafinn má vera frá Íslandi og þarf ekki að vera á staðnum við drátt- inn. Það kemur í ljós hvað gerist.“ Fjóla hefur heimsótt 23 lönd í Evr- ópu en þetta var fyrsta ferð hennar til Bandaríkjanna og það sem hún sá og kynntist kom henni skemmtilega á óvart. „Þetta var mjög ólíkt því sem ég hef séð í bandarískum kvikmynd- um,“ segir hún. „Allir voru sérlega kurteisir og vingjarnlegir og allt var mjög stórt í sniðum. Það kom oft fyrir að ég var á eftir í gönguferðum vegna þess að ég gleymdi mér við það að horfa á skýjakljúfana.“ Vinskapur Meira en 43.000 ungmenni hafa tekið þátt í verkefninu frá byrjun. Í sumar voru um 600 þátttakendur í tveimur hópum sem síðan skiptust í þrjá hópa hvor eftir að hafa verið saman í New York í þrjá daga. Mikill vinskapur skapaðist í ferð- inni og eru þátttakendur í góðu sam- bandi á netinu, en íslensku krakk- arnir voru í hópi með ungmennum frá Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð og Danmörku. „Við kynntumst vel öllum krökk- unum í rútunni okkar en hinum eðli- lega minna þar sem við vorum bara með þeim í New York,“ rifjar Hlynur upp. „Ég tók að mér að stofna hóp á Facebook sem heitir Bus5 en við vor- um í rútu númer fimm og allir eru skráðir í hópinn,“ segir Fjóla. Hún bætir við að ekki sé hægt annað en að mæla með verkefninu og það sé eins og stór happdrættisvinningur að vera útnefndur. „Það er eitt að vinna rit- gerðarsamkeppni og fá viðurkenn- ingarskjal eins og ég hef upplifað en það slær allt út að fá svona verðlaun.“ Morgunblaðið/RAX Frumherjar Hlynur Trausti Hlynsson og Fjóla Kim Björnsdóttir brutu ísinn á Íslandi í Pílagrímsferðum ungmenna til Sameinuðu þjóðanna. Einstakt tækifæri vestra FJÓLA KIM BJÖRNSDÓTTIR OG HLYNUR TRAUSTI HLYNSSON FYRSTU ÍSLENDINGARNIR Á MEÐAL ÞÁTTTAKENDA Í PÍLAGRÍMAVERKEFNI UNGMENNA TIL SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Í NEW YORK Fjóla Kim Björnsdóttir og Hlynur Trausti Hlynsson, nemendur í Borgarholtsskóla í Reykjavík, eru fyrstu Íslendingarnir til þess að taka þátt í píla- grímaverkefni Oddfellowreglunnar í Bandaríkj- unum, Kanada og Evrópu. Í Kanada Fjóla og Hlynur fóru meðal annars að Niagarafossunum. Oddfellow-reglan í Bandaríkjunum stofnaði verkefnið Pílagrímsferðir ungmenna til Sameinuðu þjóð- anna árið 1949. Hugmyndin var að styrkja ungt fólk til þess að kynna sér starfsemi SÞ og auka þannig skilning þess á mismunandi þjóð- um til að stuðla að aukinni sátt og samlyndi þeirra á millum. Fyrsti hópurinn fór til New York sumarið 1950 og síðan hefur þetta verið ár- viss viðburður, en 60. hópurinn tók þátt í verkefninu á dögunum. Fyrsti hópurinn samanstóð af 46 krökkum, flestum 16 og 17 ára, víðs vegar að úr Bandaríkjunum. Auk heimsóknar í höfuðstöðvar SÞ fóru krakkarnir meðal annars í skoðunarferðir um New York. Þessi þáttur dagskrárinnar hefur haldist í 60 ár, en þegar árið 1951 var bætt við lengri rútuferðum til sögu- frægra staða og í tveggja vikna dagskránni fara þátttakendur nú m.a. til höfuðborgarinnar Wash- ington, Philadelpiu, Gettysburg, Ottawa í Kanada og Niagarafossa. Á hverju ári taka ekki aðeins krakkar frá Bandaríkjunum þátt í þessu verkefni sér að kostnaðar- lausu heldur einnig ungmenni víðs vegar að úr heiminum. Reglu- umdæmi í Evrópu hafa haft með sér samstarf um ungmennastarf um langt skeið og nokkur þeirra tengdust verkefninu upp úr 1970. Fyrir um tveimur árum ákvað Odd- fellow-reglan á Íslandi að sækja um aðild að Hinni evrópsku ung- mennanefnd oddfellowa. Eftir að aðild hafði verið samþykkt var ákveðið að taka þátt í Pílagríms- ferðum ungmenna til Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd Oddfellow-búðanna nr. 1, Petrusar á Íslandi, hefur Magnús V. Magnússon framhalds- skólakennari fylgt starfinu eftir. Efnt var til ritgerðasamkeppni á ensku og var nemendum við Borg- arholtsskóla í Reykjavík boðið að vera með í fyrstu atrennu. Í ljósi fenginnar reynslu er búist við að verkefninu verði haldið áfram í vetur og þá verði öðrum fram- haldsskóla boðin þátttaka. ÁRVISS VIÐBURÐUR HJÁ FRAM- HALDSKÓLAKRÖKKUM Í 60 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.