Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 44

Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 44
44 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Ferill Björgvins Halldórssonar er nú orðinn rúm 40 ár. Hann hefur tekið á svo mörgu að ógerningur er að ætla að fjalla um það allt í svona vísindalegri úttekt. Við stiklum því á stóru, einbeitum okkur aðallega að ferli Björgvins sem söngvara í hljóm- sveitum eða sem einherja. Gengisvísitalan tekur því ekki á Bó sem fjölmiðlamanni, upptökustjóra eða frasameistara. Björgvin gaf nýverið út plötu ásamt Hjartagosunum sem heitir Sígrænir söngvar og því er tilvalið að líta yfir feril stórsöngvarans. Eftir margar tilraunir í forkeppnum Eurovision varloksins kominn tími á Bó vorið 1995. Björgvin fór út með lagið Núna og var alltaf svekktur yfir því að fá ekki að syngja það á ensku en þá var hverri þjóð skipað að syngja á sínu móðurmáli. Björgvin endaði í 15. sæti og var ekki ánægður með þann árangur. Sérstaklega eftir viðtökurnar í hljóðprufunni þegar þeir sungu enska textann If its Gonna End in Heartache. Hann var svo óánægður að hann ákvað að senda sama lag í söngvakeppni á Írlandi tveimur árum seinna, þá á ensku, þar sem hann kom, sá og sigraði. Eins og sést fellur gengisvísitalaBjörgvins snemma á tíunda áratuginum. Ein hugsanleg ástæða gæti verið að á þeim tíma var Bó útvarpsstjóri Bylgjunnar og gaf ekki út sólóplötu með nýju efni í yfir áratug. Hann gerði þó glás af Íslandslögum, jólaplötum og svoleiðis. Bó segist hafa minnkað spilun á tónlist sinni á Bylgj- unni af virðingu við starfið. Samt var hann auðvitað gagnrýndur fyrir að spila sjálfan sig mikið og var á endanum sagt upp störfum. Hann starfar þó enn hjá fyrirtækinu sem rödd Stöðvar 2. Athygli vekur þó að eftir brotthvarf Björgvins af Bylgjunni hefur spilun tónlistar hans ekkert minnkað. Aukist ef eitthvað er. Nýjasta uppsveiflaBjörgvins hófst þegar hann kom fram með Baggalúti í laginu Allt fyrir mig árið 2006. Þá kom hann oft fram með sveitinni á tónleikum og vann aftur auðmýkt hörðustu gagnrýnenda sin- na. Þá um haustið fyllti Bó svo Laugardalshöll þrisvar á glæsilegum tónleikum þar sem hann fagnaði 40 ára starfsafmæli sínu. Björgvin var valinnpoppstjarna ársins á Popphátíð er haldin var í Laugardalshöll 1. október 1969 fyrir framan 4500 gesti. Bjöggaæðið byrjar og pilturinn endar á forsíðum blaðanna. Fær hundruð bréfa frá ungum meyjum er vilja eyða með honum einni kvöldstund og ungir menn hvarvetna brjóta í sér framtennurnar til þess að líkjast goðinu. Árið 1974 gekkBjörgvin til liðs við nýendurreista Hljóma í fjarveru Engilberts. Plata þeirra Hljómar ´74 þótti of framúr- stefnuleg sínum tíma og rann illa ofan í aðdáendur Hljóma og Björgvins. Auk þess kom hún út í miðju blaðaverkfalli og fékk litla umfjöllun. Björgvin hefur greint frá því í blaðaviðtölum að þrátt fyrir litlar vinsældir sé þetta ein af þeim plötum sem hann sé hvað ánægðastur með. Björgvin Halldórsson er eflaust einn duglegasti tónlistarmaður landsins ogá þeim tímum sem hann hefur verið lítið í því að trana sjálfum sér fram hefur hann iðulega verið að vinna að verkefnum sem áttu verulegri velgengni að fagna. Þannig hafa gospelseríurnar, jólaseríurnar, Íslandslögin og kvikmyndatónlistin við Djöflaeyjuna allt verið nokkurs konar „sólóskífur í dulbún- ingi” eins og Björgvin orðar það sjálfur. Auk þess eru ekki á grafinu nokkrar útgáfur Brim- klóar, HLH og dúettar sem Bó hefur sungið með öðrum og slegið í gegn. 3 Gengisvísitala Björgvins 1967 Goðsögn Ofurstjarna Stjarna Frægur Þekktur Efnilegur Óþekktur 1969 1971 1973 1975 1977 1979 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2 6 1 4 Halldórssonar 1 ´67 Björgvin er boðið í hafnfirsku sveitina Bendix. Fyrsta giggið er á dansæfingu í Flensborgarskólan- um og sveitin fer strax á flug. ´69 Björgvin er boðið í Flowers, eina vinsælustu sveit landsins, sem endist stutt. Ævintýri stofnuð í kjölfarið. ´72 Brimkló er stofnuð upp úr Ævintýrum þar sem menn vildu skipta um stefnu og gera sveita- tónlist. Björgvin hættir fljótlega vegna listræns ágreinings. ´74 Er reiðubúinn í slaginn erlendis og gengur til liðs við Change. Sveitin gefur sjálf út breiðskífuna Change, klæðist skrautlegum búningum og reynir fyrir sér úti. ´75 Björgvin stofnar Lónlí Blú Bojs með Hljómum í hálfgerðu gríni. Platan Stuð, stuð, stuð slær í gegn. ´76 Björgvin gengur aftur til liðs við Brimkló sem gefur út plötuna Rock N´Roll öll mín bestu ár. ´70 Útgefandi segist frekar vilja sólóplötu frá Björgvin í stað Ævintýra. Hann lætur undan og platan Þó líði ár og öld slær í gegn. ´76 Björgvin og Gunnar Þórðar- son fá þá hugmynd að poppa upp íslensk þjóðlög. Vísnaplatan kemur út árið 1976 og selst enn eins og heitar lummur. ´77 Gunnar og Björgvin að endurtaka leikinn. Út um græna grundu kemur út en nær ekki sömu vinsældum. Brimkló gengur vel. ´78 Björgvin gerir aðra sólóplötu, Ég syng fyrir þig, sem slær rækilega í gegn. ´79 Stofnar HLH flokkinn ásamt Halla og Ladda. Platan Í góðu lagi kemur út og lagið Vertu ekki að plata mig verður vinsælasta lag ársins. ´79 Brimkló gefur út Sann- ar dægurvísur. Sagan af Nínu og Geira verður eitt vinsælasta lag ársins. ´80 Björgvin gerir plötuna Dagar og nætur með Röggu Gísla um svipað leyti og pönkið byrjar. Yngri kynslóðinni finnst hún púkó en platan selst samt. ´81 Brimkló gefur út Glímt við Þjóðveginn. ´82 Björgvin gefur út þriðju sólóplötu sína, Á hverju kvöldi. Eina sólóplatan sem ekki hefur gengið almennilega í bolinn. ´90 Björgvin stofnar Sléttu- úlfanna í anda Travelling Wilbury´s. Platan Líf og fjör í Fagradal kemur út. ‘94 Björgvin gefur út sína fyrstu safnplötu, Þó líði ár og öld, og mokar gulli. ´93 Björgvin snýr sér að gospel- tónlist og gerir Kom heim, fyrstu „safnplötuna” af þremur. Lagið Gullvagninn verður eitt vinsælasta lag söngvarans frá upphafi. ´86 Björgvin snýr aftur með fjórðu sólóplöt- una sem rokselst. ´87 Björgvin gefur út fyrstu plötuna í því sem svo varð Jólagesta-serían og stimplar sig inn sem helsta jólalagasöngvara landsins. ´89 HLH flokkurinn gefur út Heima er best og slær verulega í gegn með laginu Áðan í útvarpinu. ´03 Björgvin gerir dúettaplötu með ungum íslenskum söngvurum. Krummi og Svala syngja bæði. ´07 Gefur út nýja jólaplötu og fyllir Laugardalshöll þrisvar. Endurtekur leikinn svo árið eftir, þrátt fyrir bankahrunið. ‘01 Eftir margra ára pásu frá sólóplötum með nýju efni kem- ur loksins platan Eftirlýstur þar sem Björgvin syngur kántrí. Platan gengur sæmilega. ´09 Stofnar Hjartagosana og gefur út plötuna Sígrænir söngvar. Rýkur beint á topp plötusölulistans þrátt fyrir miðlungsdóma í Morgunblaðinu. 2 3 4 5 6 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.