Morgunblaðið - 09.08.2009, Síða 41

Morgunblaðið - 09.08.2009, Síða 41
Auðlesið efni 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Páll Óskar var einn af mörgum sem skemmti á glæsi- legri opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskóla-bíói. Hinsegin dagar í Reykjavík hófust síðast-liðið fimmtu-dags-kvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin Hinsegin dagar í Reykjavík er haldin. Þetta byrjaði sem eins dags hátíð en er nú fjórir dagar, frá fimmtu-degi til sunnu-dags. Við setningu hátíðarinnar á fimmtu-dags-kvöld skrifaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar-stjóri undir sam-starfs-samning við hátíðina, en borgar-ráð hafði fyrr um daginn sam-þykkt að fram-lengja samning sinn við Hinsegin daga um þrjú ár. Há-punktur hátíðarinnar er að venju Gleði-gangan þar sem mikill mann-fjöldi fylgist jafnan með göngunni sem gengin er niður Laugaveg. Hinsegin dagar í Reykja- vík haldnir í ellefta sinn Morgunblaðið/Kristinn Frétta-konurnar Euna Lee og Laura Ling föðmuðu fjölskyldur sínar eftir að þær lentu í Banda-ríkjunum á miðviku-dag heilar á húfi eftir rúm-lega fjögurra mánaða fanga-vist í Norður-Kóreu. Bill Clinton, fyrr-verandi Banda-ríkja-forseti, tryggði í óvæntri heim-sókn sinni til N-Kóreu lausn frétta-kvennanna eftir að hafa átt fund með leiðtoga landsins, Kim Jong-II, í vikunni. Frétta-konunum var gefið að sök að fara ólög-lega inn í N-Kóreu og áttu yfir höfði sér 12 ára fangelsis-vist í þrælkunar-búðum þar í landi. Frétta-konur komnar heim Reuters Heim-koma Eunu Lee og Lauru Ling var tilfinninga-þrungin. Tals-maður breska fjár-mála- ráðu-neytisins segir bresku ríkis-stjórnina skilja sam-skipti sín við íslensku ríkis-stjórnina svo að sú íslenska sé reiðu-búin að afla stuðnings þingsins við samkomu- lagið um Ice-save sem var undir-ritað 5. júní. Íslenska ríkis-stjórnin hefur þó fyrir-vara við samninginn. Lög-fræðingar sem Morgun-blaðið ræddi við sögðu að miðað við almennar reglur samninga-réttar jafn-gildi fyrir-varar við samning höfnun á samningi og nýju til-boði. Fyrir-varar eru vægari eða kurteisari leið til að hafna samningi. Aðstoðar-maður fjár-mála-ráðherra segir marga þá fyrir-vara sem hafa verið í um-ræðunni ekki rúmast innan þess samnings sem liggur fyrir. Er búið að semja? Morgunblaðið/Eggert Fjármála-eftirlitið hefur sent mál er varða lán-veitingar Kaup-þings til Holly Beach, í eigu Skúla Þorvalds- sonar, og Trenvis LTD í eigu Kevins Stanfords til embættis sérstaks sak- sóknara vegna gruns um umboðs- svik og markaðs-misnotkun, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bæði félögin voru stofnuð af Kaup-þingi í ágúst 2008 og síðar skráð á þá Skúla og Stanford. Trenvis ltd. fékk lán til að kaupa skulda- tryggingar á Kaupþing á sama tíma og verð-myndun á markaði með skulda- tryggingar var bankanum mjög ó-hag-stæð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í bréfi til vina í janúar á þessu ári að Kaup-þing hefði gripið til þess ráðs að lána traustum viðskipta-vinum til þess að kaupa tryggingarnar að tillögu Deutsche Bank. Jafnframt hefur mál er tengist kaupum Gertner-fjölskyldunnar, á 2% hlut í Kaup-þingi í júní í fyrra, verið sent til sérstaks sak-sóknara vegna gruns um markaðs-misnotkun. Þrjú ný mál til sak-sóknara Átta naut-gripir drápust eftir að þeir urðu fyrir fjalla-bíl á Suður-lands-vegi austan við Selfoss á þriðjudags-nótt. Sjö naut dóu við áreksturinn og af-lífa þurfti eitt til við-bótar vegna áverka. Gripirnir höfðu komist út um hlið á girðingu sem ein-hver hafði trassað að loka. Anton Guðmunds-son, bíl-stjóri hjá Fjalla- jeppum ehf., ók jeppanum sem lenti á naut-gripunum en slysið varð í svarta-myrkri. „Allt í einu stóð hjörð á miðjum veginum rétt fyrir framan bílinn. Ég sá hana ekki fyrr en of seint,“ sagði Anton. Bjarni Stefáns-son, bóndi í Túni I, sem átti naut-gripina, sagði þetta vera tals-vert tjón fyrir sig. Hann missti kvígur með fangi sem áttu að bera í vetur. Það gætu því orðið tóm-legir básar í fjósi hans í vetur. Morgunblaðið/Heiddi Jeppinn er illa leikinn eftir áreksturinn við naut-gripina. Naut-gripir dráp- ust í árekstriSigurður Ragnar Eyjólfsson,þjálfari kvenna-lands-liðs Íslands í knatt-spyrnu, hefur tilkynnt hvaða 22 leik-menn fara í úrslita-keppni Evrópu-móts fyrstir Íslendinga í Finnlandi í þessum mánuði. „Maður vandaði sig kannski sérstaklega mikið við að velja þennan hóp því maður veit hvað það er mikið í húfi fyrir liðið og leik-menn. Það dreymir alla um að spila í loka-keppni fyrir Ísland þannig að það þarf að vanda til verka en mér finnst þetta vera okkar bestu 22 leik-menn,“ sagði Sigurður Ragnar. Vals-konan Kristín Ýr Bjarnadóttir er eini ný-liðinn í 22 manna hópi Íslands sem fer í úrslita-keppni EM. Fanndís Friðriksdóttir úr Breiða-bliki er aðeins 19 ára og fær hún einnig tæki-færi til þess að láta ljós sitt skína í Finnlandi. Meðal leik-manna sem ekki komust með er til dæmis mark-vörðurinn María B. Ágústsdóttir. Þá er Þórunn Helga Jónsdóttir, sem leikur með Santos í Brasilíu, ekki í hópnum og fleiri mætti vissulega nefna. Stelpurnar okkar á EM Vals-konan Kristín Ýr Bjarnadóttir og Fanndís Friðriksdóttir úr Breiða-bliki eru ánægðar lands-liðs-konur. Morgunblaðið/Ómar „Þetta er toppur sem við höfum ekki séð lengi,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðar-yfir-lögreglu-þjónn hjá lög-reglunni á höfuð- borgar-svæðinu, spurður út í inn-brota-faraldur á höfuð- borgar-svæðinu um versl- unar-manna-helgina. Brotist var inn í bíla, fyrirtæki og heima-hús. Kristján segir að það hafi gengið þokkalega að upp-lýsa málin. Í mörgum til- vikum er um svo-kallaða góð- kunningja lög-reglunnar að ræða. Alls voru til-kynnt 48 inn- brot á tíma-bilinu frá kl. 12 föstu-daginn 31. júlí til kl. 21 á þriðju-dags-kvöld. Kristján hvetur fólk til að láta lög- regluna vita verði það vart við grun-samlegar manna-ferðir í hverfum. Allar slíkar ábend- ingar séu vel þegnar og mættu þær í raun vera fleiri. Inn-brota- hrina í höfuð- borginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.