Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 28
Borgin sem óhep Eftir Ragnar Halldórsson Þ ú brunar í sólgulum spor- vagni að núllpunkti allra vegalengda Ungverja- lands – undir Kastalahæð hjá Dóná sem greinir Búda frá Pest. Hungruð ljón á Keðjubrú opna steypt gin sín þegar þau sjá þig. Og meinfýsinn, forn kop- arörn við konungshöllina gýtur á þig auga, ýfir fjaðrirnar og mundar sverðið. Þú ert í París austursins – Búdapest. Konunglega tötralegu Habsborgaraborginni gömlu með sinn hlédræga persónuleika, harm- rænu sögu og takmarkalausu, hé- gómlegu fegurð undir hrjúfu, óhreinu yfirborðinu. Þú ert í tíma sem er ekki til: Miðöldum miðjum. Ekkert minnir lengur á villta vestrið nema föt og farartæki Ungverja – og þegar þú snýrð þér við: I’m lovin’ it. Þjáning í þúsund ár Þúsund augu mæta þér neð- anjarðar þar sem tíminn stóð í stað, undir borginni, í metro. Andlit sem kölluðu þennan heimshluta heimili sitt þegar járntjaldið blakti eins og blóðug stálleiktjöld í ofbeldisfullu leikhúsi veraldarleiksviðsins. Dimmt augnaráð fólksins, kynþokkafullar kvenlegar línur, kolsvart hár og svargrá augu sem horfa á þig úr óvæntri átt: „Það er erfitt að vera hamingju- samur og fagna ef þú þjáist svona oft á þúsund árum,“ segir Darinka Kern, 28 ára laganemi á 4. ári við kaþólska háskólann Pázmány Péter í Búdapest, þegar lestarvagninn skröltir af stað með alþýðuna inn eft- ir sólarlausum göngum gamla al- þýðulýðveldisins. „Við erum hug- arfarslega tætt vegna sögunnar, hrist og brotin. Gátum aldrei blómstrað. Ekki vegna veikleika,“ segir hún og hækkar róminn, „held- ur af landfræðilegri legu og vegna rangra pólitískra ákvarðana.“ Skugga bregður á andlit hennar. „Ég nenni að vera hérna því menntun er mjög góð,“ heldur hún áfram. „En það skiptir engu hvern þú kýst. Loforð. Loftbólur. Eftir 1990 er kosið á fjögurra ára fresti en okkur finnst árangurinn ósýnilegur. Allir þrá völd. Lofa paradís á jörð. Hvers vegna er fjárhagurinn ennþá í rúst, skattar háir, gengið lágt. Hvert fara peningarnir? Árið 2000 var ég með sömu tekjur og gat sparað en ekki núna. Fólk er úrvinda. Missir alla von. Klárasta fólkið flýr. Alveg eins og á kommúnistatímanum.“ Dökk augu hennar glóa við tilhugs- unina. Saga óheppni „Saga okkar er saga óheppni. Landinu var tvisvar rústað af Mong- ólum á 13. öld, sem herjuðu, stálu öllu og þeystu burt. Við þurftum að þola tvær árásir frá Tyrkjum, sem komu á 15. öld og hreiðruðu um sig í 140 ár, mitt í austurríska Habsborg- arveldinu. Eugene prins af Savoy svældi þá loksins út ásamt herjum Leópolds I. páfa. Óheppnin elti okk- ur í báðum styrjöldunum. Við misst- um 2⁄3 af landinu eftir fyrra stríð, stóran hluta Króatíu, hálfa Rúmeníu – Transylvaníu, stóran hluta Serbíu og Bosníu, Slóvakíu og Úkraínu. Fífl- in skrifuðu bara undir mögl- unarlaust. Eftir nokkur hamingjuár stóðum við því miður með Þýska- landi og Ítalíu í seinna stríði því Hitl- er lofaði okkur öllu til baka. En við töpuðum og kommúnisminn gleypti okkur,“ bætir hún við og heldur um eyrun um leið og lestarlengjan heml- ar með ískri undir miðborginni. Þá hljómar rafræn tónlist og í taktinum mætast tvö chic: Austur- evrópskt kommúnista-chic Búdapest og vestrænt chic tísku og tónlistar. Betlandi börn og svöng gamalmenni hreyfa sig með ásamt glansandi mannmergðinni þegar sólin tekur mót sálum á leið upp mót lífinu við aðalkrossgötur Pest: Oktogon við Andrássy-breiðgötu. „Ég er þreytt,“ segir Darinka óánægð þegar glæsilegt tákn borgaralegrar siðmenntunar í barokk- og ný-renaiss- ance-stíl sýnir sig með styttur 16 tónskálda á þakinu og tvær berbrjósta kvensfinxstyttur til beggja hliða – óperuhúsið í Búda- pest. Óperan var vígð 1884 og er sögð hafa kostað Franz Jósef Habsborgarkeisara eina milljón forintna í gulli. Á henni birtast fjórar forngrískar gyðj- ur sem tylla sér á tá: Gamanleikgyðjan Talía, Eratía – vernd- ari ástarljóða; dans- gyðjan Þerpsikóra og Melpómína – gyðja tragedíunnar. „Það er eins og allt sé að fara úr böndum. Það eru óeirðir á Kos- sut-torgi, ný bylting í loftinu. Það voru 200 mótmælagöngur á þjóðhátíðardaginn 15. mars. Eftir miðnætti loguðu eldar. Í stað þess að fagna er fólk að mót- mæla. Henda eggjum, múrsteinum og hestaskít í stjórnmálamennina. Það eru margar ástæður til að vera hrædd við yf- irvöld. En þú getur ekki hent molotov- kokteilum á hús stjórnmálamanna í lýðræðisríki,“ segir hún og heilsar ljósbláeygðri stúlku úti á götu. Gleðin entist ekki Andrúm Habsborgaraveldisins er nærtækt í Gerbeaud-kaffihúsinu frá 1861 við Vörösmarty-torg þar sem aðalverslunargatan, Váci utca, end- ar, en hún er tákn mektaráranna í Evrópu kringum aldamótin 1900 sem Stefan Zweig skrifaði um í Veröld sem var – þar til fyrra stríð braust út eftir morð Franz Ferdinands rík- isarfa í Sarajevo 1914. 1896 héldu Ungverjar glaðir upp á 1.000 ára eignarnám Magyara á Kar- pata-fjallahringnum sem markaði landamæri landsins og reistu Hetju- torg, með Listasafn Búdapest og Nú- tímalistasafnið hvort á sína hlið. Efst á hárri súlu stendur erkiengillinn Gabríel með Hina heilögu kórónu í annarri hendi og tvíkrossinn í hinni. Sagan segir að engillinn hafi birst páfa í draumi og gert honum að krýna Stefán hinn kristna konung með henni, sem hann gerði á jóladag árið 1000. En gleðin og bjartsýnin entust ekki. 20. öldin var Ungverjum erfið og í Búdapest má enn sjá byssukúluör eftir blóðuga bardaga og uppreisnir. Eins og örin frá seinna stríði og 22 daga uppreisninni 1956, þegar hálf milljón flúði til út- landa. Ljómi borgarinnar dofnaði svo í hálfa öld bak járntjaldsins. Ungverjar telja Trianon- samninginn eftir fyrra stríð sinn stærsta harm, þegar Habsborg- arveldið leið undir lok og 2⁄3 af landinu voru teknir af þeim. „Var það samsæri?“ spyr Darinka. Skipta átti Ungverjalandi til helminga milli Rússa og banda- manna, en það gerðist aldrei. 1945 umkringdi Rauði herinn Búdapest. Þýski herinn hörf- aði yfir Dóná, kom sér fyrir á kastalahæð Búda og sprengdi allar brýr að baki sér. Sprengjuregn banda- manna jafnaði Búdapest næstum við jörðu. Gerð var tilraun til lýðræðis eftir stríðið en samkomulag Churchills og Stalíns um að skipta Evrópu í áhrifasvæði fórnaði stærstum hluta Austur- Evrópu til Sovétríkjanna í skiptum fyrir Grikkland. Eftir gallaðar kosn- ingar 1948 komst stalínistinn Rákosi til valda og markaði upphaf lög- regluríkisins. Eftir dauða Stalíns 1953 við- urkenndi Krushchev mistök hans, en braut aftur byltingartilraunina 1956 með sovéskum skriðdrekum rúllandi inn í Búdapest. „Allir sem eru ekki á móti okkur eru með okk- ur,“ sagði Kádár, innblásinn af Kastalahæð Í janúar árið 1945 þurrkaði sprengjuregn konungshöllina á Kastalahæðum næstum því af yfirborði jarðar. Núllið stóra Undir höllinni liggur núllpunktur allra vegalengda Búdapest og Ungverjalands. Steinsteypt núll vísar veginn. Ósigur „Eftir nokkur hamingjuár stóðum við því miður með Þýskalandi og Ítalíu í seinna stríði því Hitler lofaði okkur öllu til baka. En við töpuðum og kommúnisminn gleypti okkur.“ 28 Búdapest MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009  Á 15. öld þótti Flórens fallegust borga á jafnsléttu, Feneyjar við sjó og Búda í hæðum. Þá bjuggu Magyars, Þjóðverjar, Ítalir, gyðingar og Tyrkir þar og í Pest. 1873 gengu Búda og Pest í hjónaband þegar hin 750 ára gamla, græna og hæðótta vesturborg, Búda, samein- aðist hinni flötu 1.000 ára gömlu Pest.  Átta brýr tengja saman Búda og Pest um Dóná sem sker borgina í tvennt frá norðri til suðurs. Frægastar eru Frelsisbrú, Margrétarbrú og Elísabetarbrú. Auk hinnar gömlu Keðjubrúar, sem er tákn Búdapest. Hún var fyrsta varanlega brúin yfir Dóná og vígð 1849 um leið og frægri uppreisn gegn Habsburg var hrundið.  Á jóladag árið 1000 tók Stefán, fyrsti konungur Magyara, kristna trú og þjóðin um leið þegar Sylvester páfi II krýndi Stefán, síðar dýrling, með Hinni heilögu kórónu, ásamt tvíkrossi. Aðeins ein slík heilög kóróna er til í heiminum með viðurkenningu Vatíkansins því þótt Frakkar hafi fengið eina slíka rukkaði páfi hana til baka. Kórónan hefur kross á toppnum með 23,5° skekkju eins og öxull jarðar og er skreytt gull- böndum og keðjum með enamel og perlum. Hún er tákn ungverska ríkisins, kristni, valds og áhrifa og var oft smyglað úr landi. Síðast til Fort Knox í Bandaríkjunum þegar kommúnistar vildu bræða hana, en Jimmy Carter skilaði henni til baka 1978.  Búdapest á sína Frelsisstyttu eins og New York, nema hér er hún jafnstór og litla afsteypan í París og stendur ekki heldur situr – á þaki New York Café sem var stærsta kaffihús heims þegar það var reist sem hluti af hóteli með sama nafni árið 1894.  Framkvæmdir við höllina á kastalahæð hófust á 13. öld og lauk fyrir um öld. Í janúar 1945 var hún rústuð í sprengjuregni. Höllin þjónaði Anjou-, Lúxemborgar- og Habsborgarveldunum en hýsir nú þjóðminjasafnið, bókasafn og leikhús. Fyrir framan hana er stytta Euge- nes prins af Savoy í sigurham á sperrtum fáki eftir að hafa hrundið 140 ára hernámi Tyrkja. Kórónan á Kastalahæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.