Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 10
10 FréttirVIÐHORF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Með mikilli ánægju bjóðum við nú upp á splunkunýja ferð til Álandseyja í Eystrasalti með fararstjóra sem ætlar að sýna sína heimahaga, en hann hefur búið á Íslandi til fjölda ára og talar mjög góða íslensku. Flogið er til Stokkhólms og farið beint í glæsilegt skip sem flytur okkur til eyjanna. Snæðum kvöldverð af víkingahlaðborði og látum fara vel um okkur. Álandseyjar er dæmigerður skerjagarður, alls eru eyjarnar 6.500 en einungis 60 þeirra eru byggðar og eru þær þekktar fyrir mikla náttúrufegurð. Komið til höfuðstaðarins Mariehamn seint um kvöld og farið beint á hótelið þar sem við gistum 4 nætur. Farið verður í skoðunarferðir, m.a. um Mariehamn, safnaskipið Pommern skoðað og verður farið með ferju til skerjakommúnunnar Kökar þar sem við fræðumst um lífið á eyjunum og skoðum okkur um. Dagsferð um aðaleyjarnar er að sjálfsögðu á dagsskrá og þá heimsækjum við Kastelholm kastalann frá 14. öld. Fiskveiði hefur alltaf verið mikilvægur atvinnuvegur á þessum svæðum og skoðum við sjóminjasafn Álendinga. Eftir ánægjulega daga á eyjunum er morgunferjan tekin til Stokkhólms og flogið heim. Í þessari ferð er nánast allt innifalið, allar ferjur, aðgangur á söfn og flestar máltíðir. Fararstjóri: Per Ekström Verð: 174.600 kr. á mann í tvíbýli ALLT INNIFALIÐ! SUMAR 14 14. - 18. september Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R ATH . Alltinnifalið Álandseyjar beitt afli sínu í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lætur nota sig. Þá er ekki síður merkilegt að lesa hvað hún segir um hinar svonefndu vinaþjóðir okkar, Norð- urlöndin, því augljóslega völdu þau auðveldu leið- ina, að styðja þá sterku: Engin lán til litla Íslands, nema það geri það sem Bretar og Hollendingar segja því að gera: að borga. Hvernig má það vera að þau Jóhanna og Stein- grímur séu búin að koma sér í þá vonlausu stöðu að vera helstu fylgismenn þess að við þegjandi og möglunarlaust samþykkjum að taka á okkur Ice- save-skuldbindingarnar hvað sem tautar og raular? Er það ekki einhvern veginn að snúa hlutunum á hvolf, að þessir tveir vinstrimenn, sem ávallt hafa gefið sig út fyrir að vera talsmenn réttlætis og jafn- aðar, skuli nú ekki sjá neinn veg annan færan fyrir þjóðina, sem þau eiga að vera að leiða út úr þeim þrengingum sem við erum í, en þann, að samþykkja að borga, hvað sem á dynur? Svo leyfði Hrannar B. Arnarsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra, sér í þokkabót að setja ofan í við Evu Joly og segja að hún ætti nú bara að skipta sér að því sem henni kæmi við. Að vísu dró strákgreyið örlítið í land og bakkaði, því vitanlega féllu þessi ummæli aðstoðarmannsins í grýttan jarðveg. Nei, við eigum ekki að vanþakka þann stuðning sem Eva Joly getur veitt okkur. Við eigum að þakka henni og biðja hana um að halda áfram að beita sér á al- þjóðavettvangi og verja okkar málstað. Grein eftir hana í virtum dag- blöðum úti í heimi ger- ir meira gagn og vinnur málstað okkar smælingj- anna meira fylgi en allar tilraunir ráðherra rík- isstjórnarinnar og blað- urfulltrúa þeirra, eins og ber- lega hefur komið á daginn. Hugsið ykkur hvað hefði gerst, ef Steingrímur J. hefði nú haft vit á því að virkja kraft Evu, reynslu hennar, þekk- ingu og sam- bönd út um Eva Joly er eins og himnasending fyrir okkur Ís- lendinga. Hún er sannur Íslandsvinur og henni tókst með einni grein, sem birtist samdægurs í fjór- um dagblöðum í Evrópu, fyrir viku síðan, í Aften- posten, Daily Telegraph, Le Monde og hér í Mogga, það sem engum talsmanni ríkisstjórn- arinnar hefur tekist, að setja málstað okkar Íslend- inga í þannig samhengi, að það þarf hjartalaust fólk til þess að sjá ekki það óréttlæti sem ætlunin er að neyða þjóðina til að sætta sig við. Þau Steingrímur og Jóhanna og þeirra fylgi- fiskar ætlast til þess að Íslendingar taki því með þegjandi þögninni, að Alþingi samþykki rík- isábyrgð fyrir Icesave og þau virðast hvorugt vera neitt áfram um það, að einhverjir þeir fyrirvarar verði í samþykktinni, sem tryggi að við verðum ekki dæmd til þess að greiða, hvað sem gerist í ís- lensku efnahagslífi, hvort sem árar vel eða illa, hvort sem hér verður aflabrestur eða ekki. Við eig- um bara að þegja og borga. Svo kemur þessi engill, hún Eva Joly, og skrifar þessa mögnuðu grein, sem sýnir djúpan skilning á því hvernig fyrir okkur verður komið, ef við verðum svo vitlaus að samþykkja Icesave. Hún lýsir því á sannfærandi hátt hvaða ábyrgð Evrópusambandið ber á því mjög svo ófullkomna reglu- verki, sem íslenskir bankar störfuðu samkvæmt. Hún lýsir því einnig vel hvernig Bretar og Hollendingar hafa mis- allan heim, til þess að leiða, eða að vera a.m.k. til ráðgjafar samninganefndinni sem samþykkti þá af- arkosti sem nú heita samningarnir um Icesave! Haldið þið að Eva hefði ekki verið snögg að leið- rétta kúrsinn hjá þeim kumpánum Svavari Gests- syni og Indriða H. Þorlákssyni, ef hún hefði haft vald og umboð til? Hafi Steingrímur J. einhvern tíma haft ástæðu til þess að naga sig í handarbökin yfir rangri ákvörðun, þá er það vegna ákvörðunar hans um að gera Svavar Gestsson að formanni samninganefndarinnar. Svavar, sem nennti ekki að hafa samningana lengur hangandi yfir hausnum á sér! Ég hef haft djúpa samúð með Steingrími J. allar götur frá því hann varð fjármálaráðherra í þessari samsteypuríkisstjórn Samfylkingar og VG, en aldr- ei meiri en nú undanfarnar vikur. Hann kom prýði- lega fyrir í Kastljósi á fimmtudagskvöld, en tók þó þann skakka pól í hæðina að leggjast í vörn eina ferðina enn fyrir samninganefndina um Icesave. Gagnrýnin beinist auðvitað að þeim samningi sem gerður var. Steingrímur, hvernig sem á málin er lit- ið er þessi samningur hinn versti fyrir okkur ís- lenska skattborgara. Þú ert bara að berja höfðinu við stein, ef þú viðurkennir ekki þá bláköldu stað- reynd. Samninganefndin gætti ekki að hag ís- lenskra skattgreiðenda í nútíð og framtíð, eins og henni eðlilega bar að gera. Nefndin var einfaldlega ekki rétt mönnuð og ekki voru nýttir möguleikar á því að fá sjálfstæða, erlenda og óháða sérfræðinga til þess að tryggja okkar hag og því fór sem fór. Sorglegt, en svona er þetta og sést nú best á vand- ræðaganginum á heimili VG að þar er allt á góðri leið í steik, Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og fleiri þingmenn VG eru beinlínis komnir í stríð við formann sinn. Ja, öðru vísi mér áður brá! agnes@mbl.is Agnes segir… Himnasendingin Eva Joly Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Steingrímur J. Sigfússon og Eva Joly. Annir fjárlaganefndarmanna Al-þingis hafa verið meiri en ann- ir annarra þingmanna að undan- förnu, því allt kapp hefur verið lagt á það í nefndinni að ná breiðri samstöðu í nefndinni um þá fyrir- vara sem hún leggur til að gerðir verði við samþykkt ríkisábyrgðar vegna Icesave-skuldbindinga.     GuðbjarturHannesson, formaður fjár- laganefndar, segir hér í Morg- unblaðinu í gær að mikil áhersla sé lögð á að ná breiðri samstöðu í nefndinni um afgreiðslu máls- ins. Gríðarlega mikilvægt sé að fá stuðning allra við málið „þann- ig að Hollend- ingar og Bretar finni að það er einhuga þing á bak við það“, sagði Guð- bjartur.     Þetta er ugglaust satt og rétt hjáGuðbjarti, þótt vissulega sé engin fullvissa um það, enn sem komið er, hverju fyrirvarar sem Alþingi setur við ríkisábyrgð geti hugsanlega skilað Íslendingum í frekari samningum við Breta og Hollendinga.     Samt sem áður hlýtur það aðvera tilraunarinnar virði að reyna að ná þverpólitískri sam- stöðu á Alþingi í þessu mikilvæga máli. Kristján Þór Júlíusson á sæti í fjárlaganefnd. Hann sagði hér í Morgunblaðinu í gær: „Ég held að hlutir þurfi að breytast fljótt og vel til þess að hægt verði að taka málið fyrir á Alþingi fljótlega eftir helgi.“ Kristján hefur lög að mæla. Þingheimur má ekki fara sér óðs- lega í þessu máli, heldur gefa sér allan þann tíma sem þörf er á. Guðbjartur Hannesson Næst breið samstaða? Kristján Þór Júlíusson Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 12 alskýjað Lúxemborg 18 skýjað Algarve 17 heiðskírt Bolungarvík 11 rigning Brussel 19 skýjað Madríd 20 heiðskírt Akureyri 13 skýjað Dublin 14 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Egilsstaðir 12 heiðskírt Glasgow 16 heiðskírt Mallorca 22 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 rigning London 14 heiðskírt Róm 20 heiðskírt Nuuk 13 skúrir París 17 skýjað Aþena 27 léttskýjað Þórshöfn 12 upplýsingar bárust ekkiAmsterdam 18 skýjað Winnipeg 19 alskýjað Ósló 16 heiðskírt Hamborg 20 heiðskírt Montreal 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Berlín 24 heiðskírt New York 21 heiðskírt Stokkhólmur 19 heiðskírt Vín 17 léttskýjað Chicago 21 alskýjað Helsinki 19 heiðskírt Moskva 9 þoka Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR 9. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.13 0,5 8.13 3,7 14.19 0,5 20.26 3,8 5:02 22:06 ÍSAFJÖRÐUR 4.19 0,3 10.05 2,0 16.20 0,4 22.16 2,2 4:50 22:28 SIGLUFJÖRÐUR 0.33 1,3 6.42 0,2 12.59 1,2 18.40 0,3 4:32 22:11 DJÚPIVOGUR 5.23 2,1 11.31 0,4 17.39 2,1 23.52 0,5 4:27 21:40 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á mánudag Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og dálítil væta norðantil á landinu, en léttskýjað með köflum og stöku skúrir sunnan heiða. Hiti 10 til 16 stig. Á þriðjudag Hæg norðaustlæg átt, skýjað og skúrir, en rigning um tíma S- lands. Hiti 9 til 14 stig. Á miðvikudag Fremur hæg norðlæg átt og skúrir á víð og dreif. Milt veður, einkum SV-lands. Á fimmtudag og föstudag Hægviðri og dálítil væta, síst þó NA-lands. Kólnar heldur í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða súld S- og V-lands framan af morgni, en síðan skúrir. Skýjað með köflum og síðdegisskúrir á NA-verðu land- inu. Heldur hægari SV-til á morgun. Hiti 10 til 20 stig, hlýj- ast á NA-landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.