Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 32
Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Einbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur eða Þingholtum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 250-350 fm einbýlishúsi í vesturborginni eða þingholtunum. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 VERSLUNAR- OG ATVINNUHÚSNÆÐI – TIL LEIGU – SMIÐJUVEGUR 3, KÓPAVOGI (á móti Orkunni, Bónus og BYKO) 4000 fm verslunar- og atvinnuhúsnæði. Þar af allt að 2300 fm á einu gólfi og í einum sal. Allt að 5,5 m lofthæð og góð bílastæði. Hugsanlegt að skipta í minni einingar. Nánari upplýsingar í síma 892 1529 og 892 1519 Suðurlandsbraut - Leiga BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON LÖGG. FASTEIGNASALAR Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI Snyrtilegt og vel staðsett 206 fm skrifstofurými á 3. hæð í góðu lyftuhúsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Glæsilegt útsýni er til norðurs og skiptist rýmið í 5 skrifstofur, fundarherbergi, opið rými, gott eldhús og snyrtingar. Parket á gólfum. Laust strax. Hagstæð leiga. Allar nánari upplýsingar veita Reynir Björnsson lgfs. í síma 895 8321 og Elías Haraldsson lgfs. í síma 898 2007. Furugerði v. Álmgerði - sími 588 2030 - fax 588 2033 Lögg. fasteignasali: Sigríður A. Gunnlaugsdóttir SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG SKÚLAGATA - BÍLSKÝLI Þriggja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi á horni Snorrabrautar og Skúla- götu. Stæði í bílskýli fylg- ir. Inngangur af svölum. V. 21 m. 8387 TVÆR ÍBÚÐIR Á VERÐI EINNAR Góð, björt þriggja her- bergja risíbúð í fjórbýli við Flókagötu, ásamt séríbúð í bakhúsi sem leigja mætti út fyrir af- borgunum. V. 22,0 m. RAFORKA, sem talið er að hægt sé að vinna með jarðvarma á Íslandi á sjálfbæran hátt, er jafn- an nefnt jarðvarmamat en það var áætlað 20.000 GWh/ári árið 1982. Jarðvarmamatið hefur nú verið endurskoðað með því að byggja á forðafræði jarðhitageyma og þeirri reynslu, sem fengist hefur af rekstri jarðvarmavirkjana á síð- ustu áratugum. Niðurstaðan gefur til kynna að jarðvarmamatið er nær 40.000 GWh/ári eða tvöfalt stærra en áður var talið. Í grein- inni er leitast við að skýra óvissu þessa mats. Til samanburðar er núverandi raforkunotkun á Íslandi um 19.000 GWh/ári, að allri stór- iðju meðtalinni. Þessi raforka er framleidd bæði með vatnsafli og jarðvarma. Gamla jarðvarmamatið Árið 1982 reiknaði Loftur Þor- steinsson verkfræðingur hve mikla raforku væri hægt að vinna á hag- kvæman hátt með vatnsafli á Ís- landi. Þetta vatnsorkumat reynd- ist vera 30.000 GWh/ári. Í framhaldi af því hringdi Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, í Valdimar K. Jónsson prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, og spurði hann um sambærilegt jarðvarmamat og var þá bara átt við jarðvarma til raforkuframleiðslu. Valdimar áætlaði 20.000 GWh/ári. Þetta þýddi þá að Íslendingar gætu virkjað til raforkuframleiðslu allt að 50.000 GWh/ári. Síðan þá hafa þessar tölur almennt verið notaðar til að meta áhrif af nýjum virkj- unum Íslendinga við erlend fyr- irtæki og almennt til að meta þau auðæfi sem felast í orku- auðlindum á Íslandi. Um þessar mundir er starfshópur á vegum Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma að vinna að jarðvarmamati og er von á skýrslu frá þeim. Þar á að taka tillit til rannsókna síðustu áratuga, sem hafa áhrif á matið. Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar Í Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar (1928-2004), fyrrver- andi forstöðumanns jarð- hitadeildar Orkustofnunar, sem gefin var út 2005, er fjallað um jarðvarmamat. Þar skýrir hann frá rannsókn sem gerð var árið 1985 á varmaforða háhitasvæða landsins og áætlar heildar-raforku sem vinna mætti úr þeirri varma- á svæðinu. Þar er nú verið að vinna miklu meiri raforku en gamla jarðhitamatið gaf til kynna og stefnt að enn frekari aukn- ingu. Hins vegar má benda á að með vinnsluborunum hafa komið í ljós óvenju- lega hagstæð skilyrði fyrir orkuvinnslu svo sem mikil lekt í berg- lögum. En auðvitað verður að passa sig, svo ekki gerist það sama og í Kali- forníu. Endurskoðað jarðvarmamat Fimm þeirra svæða sem Guð- mundur skoðaði á sínum tíma hafa nú verið virkjuð að hluta og einnig hafa verið hannaðar nýjar virkj- anir sem forðafræðingar telja að muni ekki valda of miklu álagi á jarðhita-geymana. Með því að ganga út frá gamla matinu og leið- rétta vegna framkvæmda og hönn- unar síðustu 25 árin og jafnframt gera ráð fyrir að litlar virkjanir muni koma inn í einhverjum mæli má uppfæra jarðvarmamatið og er niðurstaðan 40.000 GWh/ári eða tvöföldun frá fyrra mati. Þetta hefur þá í för með sér að Íslend- ingar gætu virkjað til raf- orkuframleiðslu allt að 70.000 GWh/ári af grænni orku. Þetta er sýnt á mynd 1, en heildaraukning á orkugetu kerfisins verður 20.000 GWh/ári eða um 40%. Mynd 2 sýnir endurskoðað jarðhitamat og jafnframt þá óvissu sem falin er í áætluninni samkvæmt mati á óvissu í afköstum einstakra svæða, sem Guðmundur notaði í gamla jarðhitamatinu. Ekki var tekið til- lit til djúpborana, en árangur verkefnis þar að lútandi í Kröflu í vor liggur ekki fyrir. Með vel heppnuðum djúpborunum mundu skapast skilyrði fyrir enn frekari raforku-framleiðslu. Þessi frameiðsluaukning gæti lagt grunn að tengingu neð- ansjávar við raforkumarkað Evr- ópu, sem gæti greitt miklu hærra verð fyrir græna raforku en nú tíðkast hér á landi. Jarðvarmamat Eftir Valdimar K. Jónsson og Skúla Jóhannsson Valdimar K. Jónsson Höfundar eru verkfræðingar. Skúli Jóhannsson Mynd 2 Óvissa í endurskoðuðu Jarðvarmamati Mynd 1 Virkjunarmat á Íslandi »Niðurstaðan gef- ur til kynna að jarðvarmamatið er nær 40.000 GWh/ári eða tvöfalt stærra en áður var talið. orku. Niðurstaðan var 169.350 MW-ár, sem jafngildir vinnslu raf- orku í 67 ár ef árleg framleiðsla er 20.000 GWh/ári eins og gamla jarðvarmamatið hljóðaði upp á. Þarna gerir Guðmundur ráð fyrir að hægt verði að ná 20% af varmaforðanum upp á yfirborð með borunum. Ekki var tekið tillit til upphleðslusvæða frá hlið, neðan frá eða ofan frá með niðurdælingu jarðhitavökva eftir vinnslu. Í jarð- hitabókinni nefnir Guðmundur að fyrirhyggju sé þörf og fjallar um Geysissvæðið í Kaliforníu og segir: „Lítið var hugað að því hversu mikið svæðið gæti gefið af sér til lengdar og allir rekstraraðilar virðast hafa treyst því, þrátt fyrir viðvaranir forðafræðinga, að nægj- anlegt vatn væri til þess að standa undir a.m.k. 3.000 MW afli“, sem jafngildir orkuframleiðslu upp á 24.000 GWh/ári. Þá fór að síga á ógæfuhliðina og þrýstingur svæð- isins hríðlækkaði og aflgetan minnkaði. Nú eru starfandi á svæðinu virkjanir með afli upp á aðeins 700 MW og þarf að dæla vatni langt að og niður í jarð- hitageyminn til að halda honum við. Í þessu sambandi má benda á að fylgst er náið með Reykjanes- virkjun og eru áhyggjur uppi um hversu hratt er farið í aflaukningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.