Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 13
erfitt að skilja hana. „Besta leiðin til að læra tungumál er að búa í land- inu,“ segir Erna. „Í raun þýðir ekk- ert annað en að dýfa sér strax út í djúpu laugina og það hef ég gert.“ Hún segist hafa lent í svipuðum tungumálavandamálum í Svíþjóð. „Ég lærði dönsku í den og taldi mig færa í allan sjó en annað kom á dag- inn í Svíþjóð. Samt var ég fljótari að ná sænskunni en þýskunni.“ Margir útlendingar vinna í höfuð- stöðvum IKEA í Älmhult og þess vegna er enska aðaltungumálið í öll- um samskiptum. Erna bendir á að þetta eigi sérstaklega við um öll bréfasamskipti og tölvupósta. „Ef erindið er skrifað á sænsku verður þýðing á ensku að fylgja fari efnið til þriðja manns. Enska var því alls- ráðandi en í kaffitímum kom oft fyr- ir að maður talaði ensku við sessu- nautinn vinstra megin, sænsku við þann sem sat mér á hægri hlið og ís- lensku við Sigríði Heimisdóttur eða Siggu Heimis eins og hún er kölluð, en hún var hönnuður hjá IKEA og er nú hætt. Það komst upp í vana að tala þrjú tungumál á sama tíma en í Kína er enska töluð á skrifstofunni. Ég kann eitt og eitt orð á stangli í kínversku en stefni á að fara á nám- skeið fljótlega.“ IKEA-fjölskyldur Það er ekki ofsögum sagt að líf fjölskyldunnar snúist að miklu leyti um IKEA og hafi gert það í 20 ár. „Það eru til margar IKEA- fjölskyldur eins og við erum, sér- staklega í hópi starfsfólks sem flakkar á milli staða. Þetta gengur samt vel. Við höfum aldrei unnið beint saman, þó við höfum unnið í sama húsi. Við höfum alltaf verið í ólíkum verkefnum og náum vel að aðskilja vinnu og einkalíf. En margt af okkar besta vinafólki er í sömu sporum og þetta er mjög spennandi. Það þýðir samt ekki að við ætlum að bera beinin hjá IKEA, þó okkur líði mjög vel hjá fyrirtækinu. Það gefur starfsfólkinu gríðarlega mikla möguleika á að breyta til sýni það áhuga, metnað og vilja til þess að takast á við ný verkefni. IKEA fær- ir engum starfsmanni neitt á silf- urfati og því þýðir ekki að sitja og bíða eftir gullna tækifærinu, vegna þess að það kemur ekki, en gangi starfsmaður í málið og sýni að hann vilji eitthvað ákveðið fær hann að- stoð til þess að ná takmarkinu. Ég vinn hjá traustu fyrirtæki og það hefur veitt mér tækifæri til að kynn- ast ólíkum menningarheimum. Ég er þannig að eðlisfari að ég á erfitt með að hjakka í sama farinu of lengi. Ég er kannski ekki til í allt en alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Ég hafði aldrei komið til Kína þegar okkur bauðst að fara til Sjanghæ og það hristu margir höfuðið þegar við tókum tilboðinu. Við byrjuðum á því að senda gáminn og fórum síðan til Sjanghæ að leita að húsnæði án þess að hafa nokkru sinni komið þangað áður.“ Ævintýri Erna hefur upplifað skemmti- legan tíma erlendis og segir að hún hefði ekki viljað fara á mis við hann. „Þetta hefur verið hálfgert ævintýri. Það hefur verið erfitt að ná fótfestu á mörgum stöðum en það var heldur ekki auðvelt að koma aftur til Ís- lands eftir að hafa verið níu ár í Sviss, þar sem mér leið almennt vel, þó ég hafi stundum haft heimþrá og viljað reyna eitthvað nýtt. Hins veg- ar hafði ég aldrei flutt frá Íslandi heldur aðeins framlengt dvölina er- lendis um eitt ár í einu og dótið mitt var alltaf í bílskúrnum hjá mömmu og pabba. En góður vinur ráðlagði mér að flytja heim og komast þann- ig að því hvað ég vildi gera. Þetta reyndist besta ráð sem ég hef feng- ið. Ég flutti heim og vann í tvö ár hjá IKEA en þó það hafi verið æð- islegt að vera heima komst ég að því að ég var ekki tilbúin að setjast strax að á Íslandi. Ég fyllti tankinn, fór aftur út, gifti mig og eignaðist börnin. Það hefur margt á dagana drifið og við höldum öllu opnu varð- andi framtíðina. Við gerðum samn- ing til þriggja ára í Kína og verðum þar í mesta lagi í fimm ár en tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist eft- ir það.“ Í Pretoríu Stoltar næðgur í Afríku í janúar 2006.festingu á ættleiðingu Bjarkar. Háhýsi Smári í Shanghai. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Erna Lúðvíksdóttir var mikil íþróttakona áárum áður og landsliðskona í handboltaog fótbolta um árabil, en handboltinn varð til þess að hún byrjaði að vinna hjá IKEA í Sviss fyrir um 17 árum. „Ég lék mér ekki með dúkkur en var alltaf úti og leitaði mikið í Gunnar bróður, var mikið með honum,“ rifjar hún upp, en á þessum árum voru strákarnir síst betri en hún í boltanum. „Ég hreinlega bjó á fótboltavellinum eða niðri í íþróttahúsi þegar ég var lítil og mamma þurfti ekki að leita að mér. Hún vissi hvar ég var.“ Í treyju af Þorgils Óttari Grótta á Seltjarnarnesi var uppeldisfélag Ernu í íþróttum, en meistaraflokkar í hennar greinum voru ekki til hjá félaginu og því gekk hún í Val. Hún lék alla 13 landsleiki Íslands frá september 1982 til 1986 og var fyrirliði í síð- ustu fjórum leikjunum. Auk þess var hún einn af burðarásum í sterku liði Vals en hætti í fót- boltanum 1987. „Það var of mikið álag að vera á toppnum í bæði fótbolta og handbolta,“ segir hún og bætir við að keppnistímabilið hafi líka lengst í báðum greinum á þessum tíma. „Ég valdi handboltann vegna þess að það var meira um að vera í honum. Slavko Bambir hafði tekið við landsliðinu og það var mikill uppgangur hjá því.“ Erna spilaði 98 landsleiki í handboltanum og það þótti mikið þá. „Við söfnuðum fyrir lands- liðsferðunum,“ segir hún og bendir á að lands- liðskonurnar hafi skafið timbur, selt rækjur, dreift bókum og nánast gert hvað sem var til að borga kostnaðinn. „Frystikistan hjá mömmu og í raun allri fjölskyldunni var alltaf full af rækjum, en það óvenjulegasta var þegar við fórum ýmist fyrir eða eftir æfingu til þess að skafa timbur við stórt einbýlishús í Skerjafirði. Við fengum lengi vel ekki eigin keppnisbúninga eins og nú tíðkast og þurftum oft að leika í treyjum af karlalandsliðinu. Ég spilaði alltaf númer 2 í landsliðinu og var því oft í treyju af Þorgils Óttari Mathiesen.“ Tilviljun Þegar Erna var 28 ára segist hún hafa hug- leitt að hætta líka í handboltanum. „Ég var orð- in svolítið þreytt á þessu, vantaði einhverja til- breytingu,“ segir hún. Hún hafði kynnst stúlku í Sviss í gegnum landsliðið og úr varð að hún ákvað að fara þangað og leika með liði í neðri deild í eitt eða tvö ár. „Þegar ég kom út frétti ég að félagið væri gjaldþrota en fyrst ég var komin á staðinn kom upp í mér íslenski nagl- inn, að gefast ekki upp. Erfitt var að fá atvinnu- og dvalarleyfi í Sviss en félagið hafði lofað mér vinnu og tilskildum leyfum og úr varð að ég endaði hjá einu stærsta félaginu í Sviss, ZMC Amicitia Zürich. Þar var verið að stofna kvenna- deild og ég var með í að byggja þá deild upp. Ég var eins konar mamma í liðinu og endaði með því að spila í efstu deild í fimm ár.“ Samfara því að spila handbolta vann Erna hjá svissneska bankanum Credit Suisse, einu helsta styrktarfyrirtæki félagsins, í tæplega tvö ár áður en hún hóf störf hjá IKEA. „IKEA var að opna nýja verslun í Zürich og við stelpurnar í liðinu fengum vinnu við viku langa opnunarhátíðina, dreifðum gosi til gesta, blésum upp blöðrur og þar fram eftir göt- unum,“ segir Erna. „Ég tók verslunarstjóra verslunarinnar tali á opnunarkvöldinu og hann réð mig til IKEA á staðnum. Þar með var tónn- inn gefinn.“ Handboltinn skilaði sínu Morgunblaðið/Einar Falur Íþróttakonan Erna Lúðvíksdóttir var atkvæðamikil í íþróttum. Hún var burðarás í Val og lék 13 landsleiki í fótbolta og 98 landsleiki í handbolta. ’ Svo byrjaði ég að syngja með Pavarotti og hugsaði: Já! Ég get bara sungið nokkuð svipað. Bjartmar Sigurðsson, nemandi við Royal Scott- ish Academy of Music and Drama í Glasgow. Er ekki ólíklegt að eigendur Milestone hafi með skipulögðum hætti unnið að því að knésetja sín eigin fyrirtæki og eigin fjárhag? Karl Wernersson, stjórnarformaður í Mile- stone, í grein í Morgunblaðinu. Fólk hugsar gjarna allt í efnislegum verðmætum, hvað græðir maður á þessu? Gísli H. Friðgeirsson, sem fór í hringferð um landið á kajak. Það sem mér finnst standa upp úr er að við réðum vel við þennan fjölda. Páll Scheving, formaður þjóðhátíð- arnefndar. Sjálfstraustið er alveg gríðarlega gott. Grétar Sigurðarson, fyrirliði KR, er ánægð- ur með leikform liðsins. Ég hef verið kölluð rólegasta brúður sögunnar og það er mjög fyndið að tala um mig og eitthvað rólegt í sömu setn- ingu. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðs, giftist Þorvaldi Makan Sigbjörnssyni fót- boltakappa. Ég líki þessu við andlega nauðgun, því það er farið inn í alla skápa, rótað gegn- um nærföt manns og öllu umturnað. Íbúðareigandi, sem varð fyrir því óláni að brotist var inn í íbúð fjölskyldunnar meðan hún dvaldi í sumarbústað yfir versl- unarmannahelgina. Stundum skrifaði ég um kynfræði þar [á síðunni siggadogg.is] en mér var far- ið að finnast það ansi óþægilegt þar sem ég átti það til að ganga fram af ömmu minni. Sigríður Dögg Arnardóttir, meistaranemi í kynfræði í Curtin University of Tec- hnonology í Perth í Vestur-Ástralíu. Ég legg jafnframt til að ríkisstjórn Ís- lands óski eftir því við Sameinuðu þjóð- irnar að skipaður verði sáttasemjari í þessu máli [Icesave]. Friðrik Pálsson, sem hefur áratugareynslu í alþjóðlegum viðskiptasamningum, í grein í Morgunblaðinu. Við ýtum gagnkynhneigðum ekki í burtu. Dragg er listform, fyrst og fremst, og það er áhugi hvarvetna. Georg Erlingsson, framkvæmdastjóri Draggkeppni Íslands. Það er með nokkru stolti en líka auð- mýkt sem ég tek við menningarhúsinu til rekstrar. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvík- urbyggðar. Mér er sagt að ef við hefðum ekki kom- ið hér myndu Íslendingar ekki tala ís- lensku í dag heldur þýsku. Bandaríkjamaðurinn Clarence Huckaby heimsótti Selfoss þar sem hann gegndi herþjónustu í átta mánuði á stríðsárunum. Sala á barnafötum hefur aukist áber- andi mikið. Börnin halda áfram að vaxa þó að ekki sé hægt að fara í versl- unarleiðangra til útlanda. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Fyrir hagsmuni Íslands skiptir miklu máli að við séum sameinuð um þetta [Icesave]. Ég vil sjá 63-0 í þessu máli. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra Ummæli Reuters Stórsöngvari Ítalski óperusöngv- arinn Pavarotti í góðu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.