Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 39
hönnu og fjölskyldu dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill. Svíður í sárum, sorg drúpir höfði, góður er genginn á braut. Minningar mildar mýkja og lýsa og leggja líkn við þraut. (Hörður Zóphaníasson.) Guðný Margrét Ólafsdóttir og fjölskylda. Kær frændi, sannur vinur, Björn Helgason er fallinn frá. Svo langt sem ég man bar ég mikla virðingu fyrir frænda mínum Birni. Það var mann- bætandi að koma til þeirra hjóna, Björns og Jóhönnu Hjaltadóttur. Björn og Jóhanna voru þau ætíð nefnd í sama orðinu á mínu bernsku- heimili og hélst það til síðustu stund- ar. Mér leið ætíð miklu betur eftir að hafa sótt þau heim. Heimilið þeirra var sannkallað menningarheimili. Björn völundur mikill. Smíðagripir hans prýða heimilið samofið lista- hannyrðum Jóhönnu. Stærstu og bestu eiginleikar Björns voru orðheldni og heiðarleiki í starfi sem og í leik. Björn var talna- glöggur með afbrigðum, hafði fallega rithönd svo af bar og var afar góður stílisti. Að lokum vil ég þakka Birni móðurbróður mínum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína. Kæra Jóhanna og fjölskylda samúðarkveðj- ur til ykkar. Blessuð sé minning Björns Helga- sonar. Sveinbjörn Benediktsson. Í dag er kvaddur mikill mann- kostamaður bæði til munns og handa. Kynni okkar og vinátta voru einlæg og kær. Björn var yfirvegaður í orði og verki, glöggur, gjörhugull, hæversk- ur, yfirlætislaus og prúðmenni í fremsta máta. Jafnaðarlega var hann fremur fátalaður en orð hans þurftu engan tryggingastimpil. Þau stóðu áreiðanleg og traust eins og þau voru töluð, svo sem hann var og sjálfur. Greiðvikinn var hann, hjálpsamur, örlátur og ráðhollur. Hann var vel lesinn og fróður – ekki hvað sízt um þjóðar- og búskap- arhætti, glaður í samræðum, skemmtilegur og hnyttinn. Hagleiksmaður var Björn í fremsta máta – smíðisgripir hans listasmíði svo af ber. Þó að ekki léti hann bera mikið á var hann vel hag- mæltur og þar kom yfirvegun hans og glöggskyggni skýrt fram. Að kynnast honum og eiga að góð- vini voru forréttindi sem ég met mik- ils. Því kveð ég hann með söknuði, þakklæti og djúpri virðingu. Kæra Jóhanna og allir ástvinirnir. Við vottum ykkur innilegustu samúð. Guð blessi ykkur. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. „Hann var sá manna, er ég vissi skjótastan að þekkja þann mann til hlítar, er hann leit í fyrsta sinn, og svo hitt að láta nálega hvern þann er leit hann í fyrsta sinn, þekkja sig til hlít- ar“. Þessi orð voru sögð í minningu mikils dánumanns um miðja nítjándu öld. Ekki get ég komist betur að orði, til að lýsa Birni Helgasyni, vini og starfsfélaga til áratuga í Húsasmiðj- unni. Hann var einstakur kostamað- ur, sem ljómaði af gæsku, viti og heil- indum. Ekki þekkti ég dæmi þess að fólk gengi bónleitt af fundi hans, þó að oft væru erindin vandmeðfarin. Af yfir- vegun og hyggindum fann hann ávallt ásættanlega lausn í hverju máli. Heil- indi hans og trúverðugleiki var slíkur, að enginn vék sér undan því að reyna til þrautar að efna hvert það sam- komulag sem við hann var gert. „En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur“. Þau orð ríma við Björn Helgason. Ég er þakklátur að hafa átt samleið með þessum öndveg- ismanni. Minningin um hann mun lifa. Ég votta Jóhönnu og fjölskyldu mína dýpstu samúð á þessari sorg- arstundu. Jón Snorrason. Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 ✝ Þökkum auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför JÓNS H. BJÖRNSSONAR, Ásgarði 125, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- þjónustunnar Karitasar og líknardeildar Landspítala í Kópavogi fyrir einstaklega góða umönnun. Elín Þorsteinsdóttir, Sigríður Lóa Jónsdóttir, Sigurður Ingi Ásgeirsson, Gunnlaugur Björn Jónsson, Kristrún Jónsdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Sigrún Jónsdóttir, Björn Þór Jónsson, Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, Vignir Kristjánsson, Þorsteinn Ágúst Ólafsson, Sandra Shobha Kumari, Árni Björnsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför HREIÐARS G. VIBORG, Hraunvangi 3, áður Barmahlíð 34, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Vífilsstöðum. Jóna Helgadóttir, Helgi Þór Viborg, Hildur Sveinsdóttir, Guðmundur Viborg, Sigríður María Hreiðarsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Sæunn Andrésdóttir, Guðrún Andrésdóttir, Konráð Andrésson, Margrét Björnsdóttir, Guðleif Andrésdóttir, Ottó Jónsson, Anna María Andrésdóttir, Arnheiður Andrésdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elsku afi Halldór. Nú þegar þú ert farinn rifjast upp allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Það var alltaf jafn gaman að kíkja í heimsókn til þín og ömmu á Bræðró þar sem vel var tekið á móti manni með kökum og fleira góðgæti. Ein af okkar fyrstu minningum um þig er þegar við vorum yngri og í pössun hjá þér og ömmu. Þú hafðir alltaf eitthvað skemmtilegt til þess að sýna okkur og voru þau ófá spilahúsin sem við byggðum utan um Legókarl- ana á meðan við röðuðum í okkur pönnukökunum hennar ömmu. Einnig rifjast strax upp þegar við ákváðum að byrja að safna frímerkj- um, við kíktum í heimsókn til ykkar ömmu og sögðum þér frá því. Þú varst búinn að segja okkur af frí- merkjasafninu þínu og þegar við komum leyfðir þú okkur að skoða það og gafst okkur slatta af frímerkjum sem nú eru undirstaðan í okkar safni. Þegar við hugsum um þig kemur fljótt upp í huga okkar hin árlega laufabrauðsgerð þar sem skorin voru út ógrynni af kökum og síðan borðað saman á eftir. Við gætum haldið hér endalaust áfram að telja upp skemmtileg og eftirminnileg fjölskylduboð og heimsóknir en einna helst viljum við nefna þorra- blót og páskaeggjaleit þar sem allir skemmtu sér vel. Ein fyndnasta minningin um þig er þegar þú varst að segja okkur frá því þegar þú varst á Flórída og sást alla karlana klædda í stuttbuxur og stuttermaboli og sagðir við ömmu Ingu að svona myndir þú nú aldrei klæða þig! Það er skrítið að hugsa til þess að næst þegar við komum á Bræðró verður þú ekki lengur á staðnum til þess að spjalla um skólann og fram- tíðina eða bara segja okkur sögur sem þú varst svo góður í. Við vitum þó að þú verður ætíð með okkur öll- um í anda. Okkur fannst alltaf jafn gaman að segja þér frá því sem við vorum að gera í kirkjunni því að þér þótti gaman að hlusta og hrósaðir okkur fyrir það. Afi, þú varst yndislegur maður, góð- hjartaður, fyndinn og skemmtilegur. Elsku afi, að lokum viljum við þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir okkur og kveðjum við þig nú í hinsta sinn, megir þú hvíla í friði og minning þín lifa að eilífu í hjörtum okkar. Eydís Ósk og Konný Björg Jónasdætur. Einlægur trúmaður, vekjandi pré- dikari, vandvirkur embættismaður. Halldór S. Gröndal ✝ Halldór S. Grön-dal fæddist í Reykjavík 15. október 1927. Hann lést á heimili sínu, Bræðra- borgarstíg 18 í Reykjavík, 23. júlí síð- astliðinn og var hon- um sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti 5. ágúst. Meira: mbl.is/minningar Allt á það við um sr. Halldór S. Gröndal, fyrrverandi sóknar- prest í Grensássöfn- uði. Fyrst og fremst var hann þjónn fagn- aðarerindisins og kappkostaði að miðla því í prédikun og sál- gæslu. Sr. Halldór var kominn hátt á fertugs- aldur þegar hann bað Guð um að koma inn í líf sitt á sérstakan og áþreifanlegan hátt. Bænheyrslan leiddi til þess að hann söðlaði um, las guðfræði, vígðist og gegndi prestsþjónustu til sjötugs. Sr. Halldór rækti vel eigið bæna- og trúarlíf. Hann bað um smurningu heilags anda og talaði opinskátt um reynslu sína af andanum. Í því efni var hann brautryðjandi innan kirkj- unnar. Það vakti tortryggni annarra á þeim tíma, jafnvel presta, en sam- komurnar í Grensáskirkju á áttunda áratugnum og fram á þann níunda bættu úr brýnni þörf og urðu mörg- um til mikillar blessunar. Sr. Halldór var mikill bænamaður og ófá bænarefnin bar hann fram fyrir drottin. Hann var einnig óspar á tíma og krafta í þágu þeirra sem þurftu uppörvun, ráð og liðsinni. Sem eftirmaður hans í Grensás- kirkju hef ég heyrt mikið af honum látið og margsinnis fengið staðfest hve vel hann reyndist þeim sem til hans leituðu í ýmsum aðstæðum. Við í Grensáskirkju þökkum alla þjónustu sr. Halldórs í söfnuðinum og minnumst hans í virðingu og kær- leika. Eftirlifandi eiginkonu, börnunum og fjölskyldum þeirra sendum við hugheila samúðarkveðju. Blessuð sé minning eldhugans sr. Halldórs S. Gröndal. Ólafur Jóhannsson sóknarprestur. Halldór Gröndal var bezti og mesti veitingamaður sem Ísland hef- ur átt; hann var samt betri prestur heldur en veitingamaður. Hann var einstakur. Ég er svo heppinn að hafa fengið að hitta hann vikulega núna síðari árin. Ég kom oftast á fimmtudags- morgnum kl. 10. Inga lagaði te og svo sátum við tveir saman inni í stofu og ræddum um veitingahús og þjóð- málin áður en hann las fyrir mig úr hinum ýmsu hugleiðingum sínum um Jesú, kristna trú og Biblíuna. Svo endaði þessi samvera okkar þannig að hann las úr sálmunum og við fór- um saman með bæn. Stundum sagði hann að hann hefði ætlað að lesa þennan sálminn eða hinn en svo hefði hann (Guð) viljað að hann læsi eitt- hvað allt annað og það var svo skrýt- ið að alltaf var það um eitthvað sem talaði beint inn í mínar aðstæður þann daginn. Ég hitti séra Halldór í fyrsta skipti veturinn 1971 til 1972. Ég hafði heyrt að í Ameríku væri bezti hótelskóli í heimi, Cornell, og að Halldór Gröndal hefði einn Íslend- inga numið þar. Ég hringdi í Halldór og stefndi hann mér niður á Naust þar sem hann var þá að vinna í auka- vinnu við gestamóttöku, en þennan vetur var hann einmitt að klára prestsnámið. Hann sagði mér frá námi sínu og dvöl þessi fjögur ár sem hann var í Cornell, lengri urðu kynni okkar ekki þá. Ég lét mig dreyma um Cornell en þar sem námið var langt, strangt og dýrt þá hætti ég að gera mér vonir um að komast þang- að. 1977 frétti ég af hótelskóla niður á Miami: Florida International Uni- versity. Það fylgdi sögunni að marg- ir prófessorar þar hefðu starfað við Cornell áður. Mér fannst þetta spennandi og fór þangað til að kynna mér aðstæður. Ég uppfyllti ekki skil- yrði til inngöngu og var vísað inn til skólastjórans, Dean Lattin. Hann horfði á pappírana mína, svo á mig og sagði: „Svo þú ert frá Íslandi.“ Ég sá að hann var að hugsa eitthvað, svo sagði hann „Gröndal“. Þarna var þá kominn einn af kennurum Halldórs úr Cornell. Ég hafði alltaf á tilfinn- ingunni að það hefði verið væntum- þykja fyrir Halldóri sem varð til þess að ég fékk undanþágu til inngöngu í FIU. Árið 1986 ákvað ég að fara að sækja kirkju á sunnudögum. Þá kom ekkert annað til greina en að sækja Grensáskirkju þar sem séra Halldór þjónaði. Þegar ég hafði sótt messu flesta sunnudaga í nokkur ár komu þeir að máli við mig séra Halldór og Sverrir meðhjálpari og spurðu hvort ég vildi leysa Sverri af í sumarfríi og svo jafnvel eins og einu sinni í mán- uði eftir það. Mér fannst þetta vera sá mesti heiður sem mér gat hlotn- ast. Við Halldór urðum vinir. Mér fannst eins og Halldór kynni Biblí- una utan að og að hann gæti nánast opnað hana á þeim stað sem hann vildi án þess að skoða blaðsíðurnar. Hann elskaði Jesú og talaði enda- laust um Jesú í ræðum sínum. Fyrir utan „faðirvorið“ var Jesúbænin ein af uppáhalds bænum okkar: Drott- inn Jesú Kristur, sonur Guðs, mis- kunna þú mér syndugum manninum. Ingu og börnunum óska ég alls góðs og samhryggist þeim. Ég hefi misst besta vin minn en ég veit að hann er kominn heim. Tómas A. Tómasson. Þessar fátæklegu línur eru settar á blað til þess að þakka fyrir dagana og árin. Þegar við fluttum á Bræðra- borgarstíginn með Hildi sex ára og Gunnar tveggja ára fyrir um 15 ár- um bauð Halldór okkur velkomin í húsið. Frá þeim degi einkenndist sambúðin af gagnkvæmri virðingu og vináttu sem aldrei bar skugga á. Halldór setti mjög mark sitt á það andrúmsloft sem ríkti jafnan í þess- um sælureit fjölskyldunnar með ró- lyndi sínu, yfirvegun og vingjarnleik. Ef í tal barst að færa sig um set, tóku börnin jákvætt í það, en bættu jafnframt við: „Þið megið alveg flytja – en við ætlum að vera hérna áfram!“ Þetta segir meira en mörg orð um andann í húsinu sem þau hafa alist upp í. Um leið og við þökkum sýnda vin- semd og ljúft viðmót í gegnum árin sendum við Ingu og fjölskyldu Hall- dórs okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafur Grétar Kristjánsson og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Hall- dór S. Gröndal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir mín og systir okkar, UNNUR KETILSDÓTTIR frá Ísafirði, Kleppsvegi 120, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl.15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS eða Minningarsjóð Skjóls. Auður Bjarnadóttir, Ása Ketilsdóttir, Dóra Ketilsdóttir, Guðmundur Ketilsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.