Morgunblaðið - 09.08.2009, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.08.2009, Qupperneq 37
seli og var síðar sama ár send í Hallormsstað til stuðnings við heimili föður míns sem misst hafði Sigríði fyrri konu sína, en hún var móðursystir Önnu. Húsmæðraskóli var þá nýtekinn til starfa á Hall- ormsstað undir stjórn föðursystur minnar Sigrúnar Pálsdóttur Blön- dal. Sótti Anna skólann í tvo vetur og útskrifaðist þaðan vorið 1934. Reyndist námið og dvölin þar henni gott veganesti. Hún var þó ekki hraust þessi ár, greindist með berkla en náði sér að fullu eftir vetrarlanga dvöl á Reykjahæli. Veturinn 1943-1944 tók hún að sér rekstur mötuneytis stúdenta við Háskólann 28 ára gömul og hafði þar átta stúlkur í vinnu. Bar það vott um áræði hennar og sjálfs- traust, eiginleika sem komu henni vel alla tíð síðan. Hún hóf einka- kennslu heima fyrir um 1940, fékk stöðu sem kennari í Helgustaða- hreppi, en kenndi síðar á Stöðv- arfirði og á Akureyri en lengst við skólann á Staðarborg í Breiðdal steinsnar frá prestssetrinu. Anna var góður kennari, prýðilega máli farin og leiddi nemendur sína inn í heim ævintýra og skáldskapar. Á heimili Önnu og Kristins var að vonum gestkvæmt og þar ólu þau upp kjörbörn sín Hallbjörn og Guðríði. Til viðbótar húsmóður- störfum og kennslu var Anna þátt- takandi í félagsmálum heima fyrir í Breiðdal og á austfirskum vett- vangi. Þeirri hlið kynntist ég vel þegar hún átti sæti í stjórn Nátt- úruverndarsamtaka Austurlands 1978 og gekk með okkur í sum- arferð langleiðina umhverfis Snæ- fell hálfsjötug að aldri. Anna hafði ríka réttlætiskennd, skipaði sér til vinstri í þjóðmálum eins og bræð- ur hennar Skúli og Pétur og færði sig yfir á grænu línuna áður lauk. Hún var óvenju opinská og hisp- urslaus og lá ekki á skoðunum sín- um um menn og málefni. Frá henni á ég frásagnir sem ekki liggja allar á lausu af ættmennum okkar og samferðafólki. Þegar ég ritaði um Breiðdal fyrir Ferða- félagið las Anna yfir kaflann um Eydali og lagði þar margt gott til. Eftir að störfum þeirra hjóna lauk á Austurlandi áttu þau far- sælt ævikvöld í höfuðstaðnum, lengst af við bærilega heilsu. Kristinn féll frá fyrir rösku ári og eftir það hallaði undan fyrir Önnu sem var árinu eldri en hann og náði því næstum að verða hálftí- ræð. Síðast er við áttum tal saman sagðist hún hætt að afla sér fróð- leiks með bóklestri en áhuginn á þjóðmálum var enn vakandi og hugsunin skýr. Gott er að verða gamall þegar hugur og hjarta vinna þannig saman til loka. Hjörleifur Guttormsson. Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR ÁSGEIRSSON, Safamýri 51, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 25. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- heimilisins Eirar, 2. hæð suður, fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Eygló K. Celin, Guðmundur Karl Reynisson, Díana Dröfn Ólafsdóttir, Ásgeir Rafn Reynisson, Málfríður Hildur Bjarnadóttir, Reynir Ólafur Reynisson, Bjarnveig Ágústsdóttir, Steindór Kári Reynisson, Erna Magnúsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, GRÉTAR MÁR SIGURÐSSON ráðuneytisstjóri, er látinn. Dóra Guðrún Þorvarðardóttir. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST GUÐMUNDSSON bifreiðarstjóri og ökukennari, Norðurbrú 5, Garðabæ, áður að heimilis Ásgarði 149, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Robert John Severson, Margrét Ágústsson, Aðalsteinn Ólafsson, Kristján Ágústsson, Stefanía Sara Gunnarsdóttir, Ágúst Björn Ágústsson, Þórdís Björg Kristinsdóttir, Bjarni Ágústsson, Þórdís Lára Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FREYSTEINN GÍSLASON, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést þriðjudaginn 4. ágúst. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 12. ágúst kl. 13.00. Óla Kristín Freysteinsdóttir, Þorgrímur Jónsson, Gísli Björgvin Freysteinsson, Margrét S. Traustadóttir, Bella Freydís Pétursdóttir, Gunnar Örn Arnarson, Jón Fannar Þorgrímsson, Kristín Fanney Þorgrímsdóttir, Freysteinn Gíslason, Bjarni Gíslason, Sigmar Ingi Gíslason, Björgvin Gíslason, Þorkell Pétursson, Guðrún Eiríka Snorradóttir og barnabarnabörn. Alþýðuhetja er fallin í valinn. Elsku- legur bróðir minn, Hörður, laut í lægra haldi þann 23. júlí 2009 eftir snarpa við- ureign við fjanda þann, sem engum eirir, krabba- meinið. Baráttuna við sjúkdóminn háði hann af sama æðruleysi og atorku og lífsbaráttuna sjálfa. Hörður var ekki fæddur með silfurskeið í munni. Hann var ásamt systkinum sínum alinn upp við seyru og stundum jafnvel sult í agnarsmáu koti við Grettisgötu í Reykjavík, þar sem sérhver lagði af mörkum eftir getu og sam- heldnin var sterk. Á þessum for- lagatímum mótaðist skapgerð Harðar. Snemma komu í ljós mannkostir hans. Dugnaður, sam- viskusemi, reglusemi, hjálpsemi og óbilandi trygglyndi voru snar- ir þættir í fari bróður míns. Sam- vistin við hann hefur gert mig og náið samreiðarfólk að betri mönnum. Við vorum frá frum- bernsku tengdir órofgjörnum böndum. Ljúfar minningar ylja um hjartarætur. Hörður var hamingjuríkur maður. Stærsta hamingja lífs hans var eiginkonan ljúfa og dug- mikla, Hjördís Jóhannsdóttir. Saman eignuðust þau fimm börn, sem öll lifa. Smám saman hafa yndisleg barnabörn bæst í hópinn hjónunum til til yndis og ánægju. Ég votta þeim öllum einlæga samúð mína á örlagastundu. Minningin um góðan dreng lif- ir. Sverrir Benediktsson. Elsku Hörður bróðir minn, nú ertu horfinn til mömmu og ætt- menna. Það eru svo margar fal- legar minningar sem ég á um þig frá því við vorum lítil. Ég man að pabbi var nýlátinn og fátækt og basl var hjá mörgum fjölskyldum. Við vorum átta systkinin og bár- um út blöð áður en við fórum í skólann á morgnana. Mamma skúraði á nóttunni á meðan við sváfum og þegar hún kom heim vakti hún okkur í útburðinn. Ég man hvað þú varst duglegur að bera út og selja Morgunblaðið og Vísi og gafst síðan mömmu alla peningana þína. Þetta gerðir þú eins lengi og ég man eftir. Systkinin voru líka dugleg því allir hjálpuðust að, en duglegast- ur varst þú að afla peninga fyrir mömmu og heimilið. Svo varstu líka sendill hjá Silla & Valda, Skjaldberg og Sigga á horninu. Þú varst svo snöggur að koma þér að verki. Ég man eftir svipn- um á þér þegar þú komst hjól- andi með vörur heim úr búðinni. Mamma kunni sannarlega að meta þessa miklu hjálp og sagði oft brosandi: „Guð launar sínum“. Ég man svo eftir þegar ég hopp- aði í parís og bjó til kökur úr moldinni með vinkonum mínum Jóhönnu, Hrefnu og Fríði. Við skreyttum kökurnar með blóm- um. Filippía, elskulega nágranna- konan okkar, leyfði okkur að baka herlegheitin í kjallaratröpp- unum hjá sér. Þá komst þú og keyptir af okkur kökur fyrir 8 aura og við tókum á sprett yfir sundið og yfir Laugaveginn. Þar var sælgætisbúð og við keyptum okkur einseyrings fánakúlur með mentólbragði, m-mm, þær voru svo góðar. Í sláturtíðinni á haustin var alltaf nóg að gera. Þá henti slát- urhúsið kindalöppum og ýmsum óunnum úrgangi og þá varstu kominn fyrstur af öllum á hjólinu með strigapoka til að kanna hvað Hörður Benediktsson ✝ Hörður Bene-diktsson fæddist í Reykjavík 29. júlí 1930. Hann lést á heimili sínu 23. júlí sl. og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 5. ágúst. gæti komið að gagni fyrir heimilið því mamma var mikill kokkur sem gerði góðan mat úr öllu. Kindalappirnar voru síðan sviðnar fram eftir kvöldum. Mamma bjó til sviðasultu, tók slát- ur, lét í súr og bjó til sápu úr ristlum sem hún notaði á skítugan þvott. Á þessum árum var lítið „fínerí“ í versl- unum, en stundum komu skip með jólavörur og þá var staðið í biðröðum alla nóttina. Þá var nú líf í tuskunum. Þú skipulagðir bið- ina og við systkinin skiptumst á vöktum. Þú til kl. 3, Sverrir til kl. 7 og svo sú yngsta til kl. 9, en þá kom mamma í fjörið. Svona var lífið í mörg ár, hörkulegt, krefj- andi en alltaf skemmtilegt í systk- inahópnum. Með samstöðunni gekk lífið bærilega hjá okkur. Þú tókst meistarapróf í múrverki og varst farsæll í starfi. Þú kynntir okkur fyrir yndislegri stúlku, Hjördísi, sem síðar varð konan þín og hjónaband ykkar ham- ingjuríkt. Heimili ykkar var fal- legt og gestkvæmt og börnin ykk- ar 5 uxu úr grasi og nú er stór hópur barnabarna og langafa- barn. Það er ekki hægt að segja annað, elsku bróðir, en að lífið hafi leikið við þig enda áttir þú það skilið. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Elsku Dísa mín og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Ég bið guð og engla að umvefja og vaka yfir ykkur öllum. Eygló. Farin er frændafjöld. Og nú bætist í hópinn föðurbróðir minn kær, Hörður. Eftir tiltölulega stutta sjúkdómslegu kvaddi hann hinn 23. júlí í faðmi ástkærrar fjölskyldu, sem annaðist hann af natni, ást og virðingu til hinstu stundar. Því má segja, að frændi hafi uppskorið sem hann sáði. Um alla daga var fjölskyldan efst i huga hans og hjarta. En við vorum fleiri, sem nutum góðs af góðmennsku og ástríki Harðar frænda og Hjördísar eig- inkonu hans, þeirrar fágætu sómakonu. Systkinabörnunum var ekki síður gert hátt undir höfði en eigin börnum og að þeim hlúð á alla lund. Skilin milli kjarna- og stórfjölskyldu voru býsna tor- greinanleg og kynslóðabilið nær óþekkt á þeim árum, þegar frændi minn og systkini hans komust til manns. Það var mitt happ að mega alast upp með frændum og frænkum á öllum aldri. Í lífi okkar allra var Hörður frændi mikilvægur burðarás. Ég votta elskulegri frænku, Hjördísi, frændsystkinum mínum og börnum þeirra innilega samúð mína á erfiðum tímamótum, nú þegar skarð er fyrir skildi. Arnar. Ég nýt blessunar að hafa átt eins góða vinkonu og Kollu, þó að það hafi aðeins verið í stutta stund, undanfar- in tvö ár hafa verið mjög eftirminni- leg. Ég mun ávallt varðveita þær stundir sem ég átti með Kollu, sér- taklega spjall okkar um daglegt líf og ánægju hennar með að deila af- mælisdegi sínum, 9. október, með sameiginlegu átrúnaðargoði okkar, John Lennon. Megi minning hennar lifa með okkur um ókomna tíð. Gonzo Gutierrez. Kolla er eini Íslendingurinn sem ég hef hitt, svo ljúf og skemmtileg, engri lík. Í stórum hóp af nemendum er erfitt að kynnast innbyrðis en við upphaf náms okkar við Peking-há- skóla fór ég til Kollu að skila bók og ætlaði ekkert að stoppa. Áður en ég vissi af voru fjórir klukkutímar liðn- ir! Vinátta okkar hófst með spjalli um lífið og tilveruna og þannig var það alltaf. Síðastliðin tvö ár hafa samtöl okk- ar snúist um gamla ástvini, námið okkar, nýju sérsaumuðu kápurnar hennar (sem ég dáðist endalaust að!) og framtíðardrauma okkar. Ég mun alltaf varðveita vináttu okkar og uppáhalds Íslendingurinn minn mun eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Vinur/Sandy Pho Phoenix, Arizona, USA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.