Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s STIGAHLÍÐ - STÓR OG MIKIL EIGN Stórt og mikið 328,2 fm einbýlishús á þremur pöllum. Eignin skiptist í forstofu, stórt hol, 6 svefnherb., 3 stofur, sjónvarpsst., eldhús, baðherbergi, þvottahús, gestasnyrtingu, kyndi- klefa, bílskúr og stóra geymslu. Húsið er klætt að utan. Garðurinn er með miklum pöllum og gróðri, hannaður af Stanislas Bohic. V. 90,0 m. 4912 SUMARBÚSTAÐUR Á ÞINGVÖLLUM Til sölu um 70 fm sumarbústaður í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Bústaðurinn stendur í skógivöxnu landi við Þingvallavatn. Glæsilegt útsýni. Aðstaða fyrir bát. Bústaðurinn skiptist m.a. þannig: Stofa, 3 herbergi, eldhús, bað, geymslurými o.fl. Allt innbú fylgir. Stór verönd. Heitur pottur.Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. 4923 BARÐASTAÐIR - PENTHOUSE Glæsileg 270,9 fm penthouse íbúð með stórfenglegu útsýni. Tvöfaldur 64,0 fm bílskúr, samtals 334,9 fm Íbúðin er á tveimur hæðum. Íbúðin er innréttuð á afar vandaðan hátt og allar innréttingar 1. flokks. Þrjár stofur, þrjár snyrtingar, tvö svefnherbergi, þrennar svalir. V. 74,0 m. 4713 BLIKASTÍGUR - ÁLFTANES Glæsilegt tvílyft 193,9 fm einbýlishús þ.a. stakstæður 35,2 fm bílskúr á stórri sjávarlóð við Blikastíg með óviðjafnanlegu útsýni til allra átta. V. 45,3 m. 4922 GNITAKÓR KÓPAV. - GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Fallegt og vel byggt 300 fm einbýli á fallegum útsýnisstað. Húsið er nánast fullbúið að inan og hefur verið innréttað á smekklegan og glæsilegan hátt. Í húsinu eru 5 svefnherbergi. V. 75 millj. 4710 GRANASKJÓL - GLÆSILEGT RAÐHÚS Glæsilegt 185,8 fm endaraðhús á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Bílskúr. Þrjár stofur, þrjú svefnherbergi. Risloft.Gróinn og fallegur garður er við eignina. Hiti er í bílaplani. Eignin er staðsett innanlega í botnlanga. Falleg eign. V. 55,0 m. 4050 LANGAGERÐI - EINB. MEÐ AUKAÍBÚÐ Flott ca 280 fm einbýlis /tvíbýlishús á mjög góðum stað við Langagerði í Reykjavík. Í húsinu eru í dag glæsilegt efri hæð ásamt bílskúr og séríbúð 2ja herbergja á neðri hæð með sérinn- gangi en einnig er innangengt milli hæða. Góður bílskúr. Sólskáli. Stór verönd með heitum potti og sannkallaður skrúðgarður fyrir neðan húsið. Skipti möguleg á ódýrari eign. V. 72,0 m. 4905 STRÝTUSEL - SÉRLEGA GLÆSILEGT HÚS Árakur - Garðabær Fullbúið glæsilegt 5 herbergja 232 fm raðhús í þessu nýja hverfi. Eignin skiptist í anddyri, bíl- skúr, 2 baðh., 2 stofur, eldhús, 3 svefnh., þvottah. og geymslu. Mögulegt að hafa allt að 5 svefnherb. V. 51,6 m. 7824 Kelduhvammur - efri hæð Stór og rúmgóð 126,4 fm 4-5ra herbergja efri hæð í þríbýli í Hvömmunum í Hafnarfirði. Möguleiki er á að hafa 4 svefnherbergi. Íbúðin er laus strax. V. 20,5 m. 4920 Grýtubakki - barnvænt hverfi Rúmgóð fjögurra herbergja íbúð sem skiptist í hol, þrjú herbergi, baðherbergi, eldhús, borð- stofu og stofu. Íbúðin þarfnast standsetningar. V. 15,9 m. 4915 Glitvellir - fokhelt hús á fínu verði Fokhelt, samtals 178,2 fm einbýlishús á einni hæð á mjög góðum stað á Völlunum í Hafnar- firði. Húsið stendur á 718,3 fm á hornlóð. Húsið selst í núverandi ástandi. Mjög hagstætt verð. V. 19,7 m. 4916 Stórt og sérlega glæsilegt, mikið endurnýjað, samtals 304,9 fm einbýlishús sem er á tveim- ur hæðum með tvöföldum 38,4 fm innbyggðum bílskúr. Húsið stendur innst í botnlanga- götu og er mikil reisn að aðkomu hússins. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Stór fallega gróin lóð. HÚS FYRIR VANDLÁTA. V. 85,0 m. 4911 Það er með ólíkindum að Ísland skuli vera komið í þá aðstöðu sem raun ber vitni. Ekki síst með þá staðreynd að baki að hafa tekist að búa sér ágætt menntakerfi, heilsugæslu, fáa en nokkuð trausta atvinnuþætti og ekki þurft að greiða fyrir ýmsa þætti svo sem aðrar þjóðir hafa þurft að gera um langa hríð. Má þar nefna varn- armál og samgöngur á sjó og landi (járnbrautir) sem kostaðar eru af hinu opinbera. Það mátti þó alveg búast við að einmitt áður taldir þættir, flestir, yrðu okkur ofraun til lengdar. Þjóð með 330 þúsund íbúa, þar af aðeins um 190 þúsund skattgreið- endur, var aldrei í stakk búin til að standa undir endalausum lán- tökum fyrir dýrkeypt líf full- komleikans. Ofmetnaður varð landi og þjóð að bráð – eitthvað sem náttúrulög- málið segir að sé í raun sífellt yf- irvofandi þegar farið er offari. Við Íslendingar fórum offari í flestum greinum. Og það sem verra er: þjóðin naut þess í fullkomnu gá- leysi sínu. Stjórnvöld bera ábyrgð Það er eitt að kjósa til þings og annað að mynda ríkisstjórn. Það er ekki val lands- manna í kosningum sem ræður myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hér er margflokka kerfi sem gerir kosn- ingar til þings full- komlega marklausar hvað þetta varðar. Og það er þess vegna sem myndun ríkisstjórnar hér á landi verður ekki að veruleika fyrr en sam- komulag hefur náðst milli einhverra flokka eða flokks- brota um hvernig best verði komið fyrir þeim málum sem þá og þá er deilt um í þjóðfélaginu. – Það vantar ekki kröfurnar og það vant- ar ekki að þær eigi greiðan að- gang að sveimhuga fulltrúum stjórnarandstöðu jafnt og ríkis- stjórnarmeirihluta hverju sinni. Að kröfum fólksins? Á þessari stundu er deilt um Icesave-samning og svo að segja samhliða um aðildarumsókn Ís- lands að ESB. Fram hefur komið í nýlegri könnun sem Capacent gerði, að meirihluti landsmanna er á móti því að Ísland samþykki Icesave-samninginn. – Engu að síður hefur það verið stefna núver- andi ríkisstjórnar að samþykkja hann. Og er enn! Er það krafa fólksins í landinu? Það má í raun full- yrða, að sú ríkisstjórn sem nú situr gangi einna fremst í því að „aumingjavæða“ þjóð- ina sem mest hún má. Láta þegnana finna að þeir séu upp á hana komnir með hvaðeina sem til lífs- þurfta má telja. En landsmenn eru ekki að biðja rík- isstjórnina eða ráða- menn um ölmusur. Þeir vilja ein- faldlega fá að vera í friði fyrir nýjum og sligandi álögum, sem eru settar fram. Það er ekki ósk landsmanna að takast á við „vanda“ sem er tilbúinn í banka- og fjármálastofnunum hér og síðan í framhaldi á „aumingjavæðingu“ undangenginna ríkisstjórna sem hafa stjórnað líkt og land- ráðamenn en ekki landvörslumenn. Og það er ekki heldur að kröfu fólksins. Réttlæting eða sjálfsblekking? Það er alþekkt staðreynd, að þar sem eðlileg og heilbrigð víxl- áhrif eiga sér stað milli ein- staklinga og þjóðfélags, er látlaus viðleitni á báðar hliðar í þá átt að komast að viðunandi málamiðlun, jafnvel þótt í odda skerist milli þessara aðila. Þegar þessi jafn- vægisleit fer út um þúfur og of- beldi er beitt á báðar hliðar hefur átt sér stað uppgjöf sem leiðir oft til örþrifaráða. Áður en svo langt gengur þurfa stjórnvöld að taka nýjan kúrs í Icesave-málinu; fá J.P.Morgan bankann, sem tengist AGS beint, til þess að leiða Íslendinga inn í nýtt ferli samninga um málið þannig að tvennt eða þrennt vinn- ist, a) lægri vextir, b) mun lengri afborgunartími, jafnvel allt að 25– 30 ár, þannig að greiðslur komi lít- ið sem ekkert við þjóðarbúið, c) að vinna að upptöku Bandaríkjadoll- ara sem allra fyrst með tengslum við seðlabanka Bandaríkjanna. Það er sjálfsblekking að ætla, að núverandi Icesave-samningur eða nokkrir „fyrirvarar“ í honum verði samkomulagsgrundvöllur úr því sem komið er. Ennfremur eiga Íslendingar að vinda bráðan bug að endurskoðun varnarmála fyrir Ísland með það fyrir augum m.a. að semja um að íslenskir aðilar taki að sér eft- irlitsflug vegna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Það kemur enda senn að því að Ísland sinni sínum varnarmálum að eigin frumkvæði meira en hingað til. Landhelg- isgæslan tengist einnig þegar mun meira eftirlitisstörfum á þessu sviði en áður var. Orkulindir sem geyma olíu til vinnslu neðanjarðar og neð- ansjávar verður einnig að virkja. Því þarf að láta kanna strax hin þykku setlög sem Shell Intl. fann á Skjálfandaflóa. Olíuvinnsla á Drekasvæðinu er lítið annað en blekking íslenskra iðnaðarráð- herra til að afstýra umræðu um vinnslu hér við land. Núverandi fjármálaráðherra hefur orðað það svo í umræðunni um hið margnefnda „hrun“ að allt þetta verði að takast – „þetta skuli takast“. Ekki skal dregið úr þess- um hvatningarorðum ráðherrans. Hitt er mála sannast að nú verða Íslendingar að hafna sjálfsblekk- ingu í umræðunni og nota réttlæt- ingu orða og gerða fyrir gjör- breyttri stefnu. – Það er heldur ekkert réttlæti í því að „aum- ingjavæða“ þjóðina mikið lengur. Suðupottur á sagnaslóð Eftir Geir R. Andersen » Við Íslendingar fórum offari á flest- um sviðum. Og það sem verra er: þjóðin naut þess í fullkomnu gáleysi sínu. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.