Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 EKKI færri en fjórir kórar koma fram á tónleikum í Dómkirkjunni á sunnudag sem helgaðir eru minn- ingu látinna. Messað verður í kirkjunni kl. 11, en síðdegis, kl. 16-18, verða tón- leikar í kirkjunni. Flytjendur eru Graduale Nobile, Kammerkór Dómkirkjunnar, Mótettukór Hall- grímskirkju og Voces masculorum. Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur einsöng við undirleik Arnar Magnússonar. Þá leikur Kjartan Sigurjónsson organisti á orgel Dómkirkjunnar. Fjórir kórar syngja í Dómkirkjunni Á ÞRIÐJUDAG nk. kl. 13-16 stend- ur Hugarafl fyrir ráðstefnu í hátíð- arsal Háskóla Íslands um fordóma gegn geðrænum vandamálum. Þar verða kynntar niðurstöður úr einni stærstu alþjóðlegu rannsókn sem gerð hefur verið á því sviði með áherslu á íslenskar niðurstöður rannsóknarinnar. Geðræn vandamál SJÁVARÚTVEGS- og landbún- aðarráðuneytið hefur kynnt drög að nýrri reglugerð um vigtun sjáv- arafla. Í fyrsta lagi verður heimild til vigtunar afla íslenskra skipa á markaði erlendis felld niður. Hins- vegar er reglum um úrtaksvigtun afla breytt þannig að gert er ráð fyrir að endurvigtunarleyfishafar geti framvegis valið á milli tveggja mismunandi leiða við úrtaksvigtun. Stefnt er að því að reglugerðin taki gildi þann 1. febrúar nk. Morgunblaðið/RAX Breyttar reglur SAMTÖK ungra bænda voru stofn- uð á föstudag sl. í Dalabúð á Búð- ardal með ríflega 100 stofnfélögum alls staðar af að landinu. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem skorað var á landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir bættu lánaumhverfi ungs fólks sem vill hefja búskap og liðka á þann hátt fyrir nýliðun í landbúnaði, en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar VG og Samfylkingar er það tiltekið að styðja skuli við nýliðun í bændastétt og ungu fólki auðveldað að hefja búskap. Morgunblaðið/RAX Ungir bændur vilja bætt lánaumhverfi HAFNARFJARÐARBÆR hefur nú leitað til íbúa eftir hugmyndum og tillögum um hvernig megi hagræða og spara í rekstri bæjarins. Á vef Hafnarfjarðar, www.hafn- arfjordur.is hefur verið sett inn form þar sem bæjarbúar geta sent inn tillögur. Leita til íbúa Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is JÓN Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hélt ræðu við setningu aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna. Ráð- herrann kom víða við í ræðu sinni, og nefndi meðal annars að aðildarumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu hefði sér verið afar þungbær. Hins vegar væri mikilvægt að faglega yrði staðið að umsókn- arferlinu, og það hefði sjávarútvegsráðuneytið gert. Jón nefndi að hagsmunaaðilar sjávarútvegs- ins ættu mögulega að eiga aðild að samninga- nefndum Íslendinga í viðræðum landsins við full- trúa Evrópusambandsins. „Ennþá hef ég ekkert séð um að aðild að ESB verði okkur til hagsbóta,“ sagði ráðherrann. Í ræðu sinni greindi Jón frá því að fulltrúar frá Möltu hefðu nýverið átt fundi með fulltrúum sjáv- arútvegsráðuneytisins. Fram kom í máli ráð- herrans að oft væri litið til Möltu þegar ræddar væru undanþágur á fiskveiðilöggjöf Evrópusam- bandsins. „Þeir sömdu hins vegar um sérstakar reglur um veiðar innan 25 mílna lögsögu, að þar megi einungis nota báta styttri en 12 metra með takmörkuðu vélarafli, sem útilokar í raun að hægt sé að sækja á þessi mið frá öðrum löndum,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Hann kvaðst óska Möltu velfarnaðar innan ESB, en bætti við: „Þessi litla saga segir mér að þangað höfum við ekkert að gera,“ sagði Jón. Vill aukna samkennd í sjávarútvegi Afar lítil velta hefur verið á kvótaleigumarkaði á undanförnum vikum. Sjávarútvegsráðherra sagði ástæðu þess meðal annars vera minnkandi afla- heimildir ákveðinna fisktegunda. Markaðurinn væri engu að síður talinn nauðsynlegur fyrir hag- kvæmni fiskveiðistjórnunarkerfisins, og mörg fyr- irtæki og sum byggðarlög reiddu sig á leigumark- aðinn. „Því bera bæði stjórnvöld og greinin ábyrgð á því að markaðurinn sé virkur,“ sagði Jón. Hann sagði ekki hægt að láta sér líka við að leiguverð á kvóta margfaldist eins og hendi væri veifað, og að meiri ábyrgð og samkennd mætti ríkja á mark- aðnum. Ráðherrann greindi frá að hafnar væru viðræður við Hagfræðistofnun um að kanna hvort einhverjir markaðsbrestir væru fyrir hendi á kvótaleigumarkaði. „Verði það niðurstaðan mun ég vel íhuga að grípa til aðgerða sem gætu falið í sér frekari afskipti opinberra aðila af þessum markaði,“ sagði Jón. Fjöldagjaldþrot ef ráðist yrði í fyrningu Þorvarður Gunnarsson frá endurskoðendafyr- irtækinu Deloitte flutti erindi um afleiðingar fyr- irhugaðrar fyrningarleiðar á starfandi sjávarút- vegsfyrirtæki. Fram kom í máli Þorvarðar að bókfærðar aflaheimildir á efnahagsreikningum út- vegsfyrirtækja næmu nú um 200 milljörðum króna samkvæmt mati Deloitte. Heildarskuldir atvinnugreinarinnar eru í dag um 550 milljarðar. Sé litið til framlegðar sjávarútvegsins á árabilinu 1997-2007 er það mat Þorvaldar að sjávarútvegur- inn geti staðið undir þeim skuldum sem á honum hvíla, en framlegð sjávarútvegsins á árinu 2010 er áætluð 35 milljarðar samkvæmt úttekt Deloitte. Þorvaldur sagði að ef ráðist yrði í innköllun á 5% aflaheimilda á hverju ári myndi það setja stærstan hluta greinarinnar í þrot. „Niðurstaðan er sú að fyrning með 50% endurleigu mundi þýða greiðsluþrot félaganna á örfáum árum, þar sem handbært fé yrði fljótlega neikvæð stærð. Fyrn- ing með 100% endurleigu þýðir að verðmæti eigin fjár greinarinnar verður lítið sem ekkert.“ Ef fjöldagjaldþrot myndi eiga sér stað meðal sjávarútvegsfyrirtækja þyrfti að afskrifa skuldir þeirra hjá bönkunum. Að öllum líkindum þyrfti þá ríkissjóður að endurfjármagna bankakerfið, og skuldir á móti bókfærðum aflaheimldum yrðu al- gerlega verðlausar. „Það er skoðun mín að vænt auðlindagjald við þessar aðstæður sé miklu lægra en talsmenn fyrn- ingarleiðar hafa gert sér í hugarlund að það gæti verið,“ sagði Þorvaldur, og benti á að slíkt gjald myndi ekki réttlæta fyrningarleiðina út frá fjár- hagslegu sjónarmiði. Boðar opinber afskipti á kvótaleigumarkaði Ráðherra mun í næstu viku kynna frumvarp um breytta stjórn fiskveiða Morgunblaðið/Ómar Í ræðustól Jón Bjarnason sagði að kvótaleiguverð væri of hátt og gaf til kynna að aukinna opinberra afskipta mætti vænta á þeim markaði. Hann sagðist einnig ekki sjá að ESB-aðild yrði til hagsbóta. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segir stærstan hluta íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja munu standa af sér þá efnahagslegu erf- iðleika sem á þau hafa herjað að undanförnu. Þetta kom fram í setningarræðu hans á aðal- fundi sambandsins í gær. Adolf ávítti þó ríkis- stjórn Íslands fyrir að kasta fram óábyrgum og óútfærðum hugmyndum um upptöku veiði- heimilda. „Þetta hefur valdið tjóni vegna þeirr- ar óvissu sem hefur skapast,“ sagði Adolf, og spáði kollsteypu íslensks sjávarútvegs ef af hugmyndum um fyrningarleið yrði. Adolf vék að skuldsetningu sjávarútvegsins í ræðu sinni, og sagði að í lok árs 2007 hefðu heildarskuldir sjávarútvegsins numið um 2% af heildarskuldum íslensks atvinnulífs, en engu að síður hefðu einhverjir farið of geyst: „Stærstur hluti skuldaaukningar sjávarútvegsins varð til vegna samruna fyrirtækja og kaupa á aflaheim- ildum, þar sem ódýrt lánsfé streymdi inn á markaðinn og kynti undir þenslu. Afleiðingarnar eru öllum ljósar,“ sagði Adolf. Segir skuldir sjávarútvegs viðráðanlegar ÁRNI Bergmann Pétursson, hug- vitsmaður og forstjóri Rafs ehf. á Ak- ureyri, hlaut í gær umhverfis- verðlaun Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) 2009 fyrir rann- sóknar- og þróunarvinnu við svokall- aða rafbjögunarsíu. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, afhenti Árna verðlaunin á aðal- fundi LÍÚ. Notkun rafbjögunarsíunnar um borð í fiskiskipum hefur ekki aðeins kveðið niður truflanir í rafkerfum þeirra heldur einnig leitt til allt að 10% olíusparnaðar með tilheyrandi minnkun útblásturs. Það staðfesta m.a. mælingar úr skipum Þorbjarnar hf. í Grindavík, þar sem þessi bún- aður hefur verið settur upp. Iðnlánasjóður lagði Árna og fyrir- tæki hans lið í upphafi og veitti víkj- andi lán til þessa þróunarverkefnis. Nýsköpunarsjóður tók síðar við hlut- verki Iðnlánasjóðs og varð til þess að ýta rannsóknarverkefninu endanlega úr vör. Sjálft verkefnið tók hins vegar mun lengri tíma en reiknað var með en að sögn Árna var um margslungna stærðfræðiþraut að ræða. Afhending umhverfisverðlauna LÍÚ er orðin fastur þáttur í störfum aðalfundar samtakanna. Verðlaunin voru nú af- hent í ellefta sinn. Sía leiddi til olíusparnaðar Morgunblaðið/Ómar Stoltur Árni Bergmann Pétursson glímdi við flókna stærðfræðiþraut. Hlaut umhverfis- verðlaun LÍÚ fyrir rafbjögunarsíu SÉRFRÆÐISETUR í ævilangri náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands var formlega opnað í gær. Helsta hlutverk þess er að auka og efla rannsóknir á sviði náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Stefnumótun í náms- og starfs- ráðgjöf er hvarvetna ofarlega á baugi og myndar sérfræðisetrið umgjörð um margvíslegar rann- sóknir á því sviði. ESB leggur til að mynda mikla áherslu á eflingu náms- og starfsráðgjafar. Vegna þessa var samstarfsnet 27 Evrópu- landa um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf stofnsett og hefur sérfræðisetrið umsjón með fram- kvæmdinni hér á landi. Verkefnið er sagt gefa einstakt tækifæri til að safna gögnum og upplýsingum um rétt fólks til náms- og starfs- ráðgjafar. Formaður stjórnar SAENS er dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, dósent í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, en verkefnisstjóri er Guð- rún Birna Kjartansdóttir, náms- og starfsráðgjafi. sbs@mbl.is Stofna sérfræðiset- ur í starfsráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.