Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 ✝ Jónína SteinunnJónsdóttir (Junna) fæddist á Söndum í Miðfirði 19. ágúst 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Salóme Jóhannesdóttir frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi, hús- freyja á Söndum, f. 27.8. 1886, d. 24.5. 1975, og Jón J. Skúla- son, bóndi á Söndum, f. 2.2. 1884, d. 28.11. 1965. Systkini Jónínu Stein- unnar voru Margrét, f. 1909, d. 1932, Málfríður Nanna, f. 1911, d. 1972, Björn Baldur, f. 1913, d. 1995, Jóhanna Ingibjörg, f. 1915, d. 1927, og Einar, f. 1918, d. 1990. Jónína Steinunn giftist 19.10. 1935 Guðmundi Georg Albertssyni, f. á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi 22.12. 1900, d. 21.3. 1989. Foreldrar hans voru hjónin Dagmey Sigur- geirsdóttir frá Ytri-Kárastöðum, f. 1867, d. 1906 og Jóhann Albert Stefánsson frá Höfðahólum á Skagaströnd, f. 1866, d. 1915. Þau bjuggu að Syðri-Kárastöðum. Jón- jana Helga, f. 1964, gift Benedikt Haraldssyni, þau eiga 2 dætur. Kristjana átti fyrir dóttur og dótt- urdóttir. Benedikt átti fyrir son. c) Vigdís, f. 1966, í sambúð með Stef- áni Péturssyni, þau eiga 2 börn. d) Guðmundur Haukur, f. 1972. 3) Sal- óme Guðný, f. 19.8. 1944, gift Helga Þór Guðmundssyni, f. 1943, dóttir þeirra er Auður, f. 1967. Jónína Steinunn bjó til 25 ára ald- urs í heimahúsum á Söndum. Árið 1929 fór hún í vist til Reykjavíkur í einn vetur og árið eftir á Kvenna- skólann á Blönduósi. Þau Guð- mundur giftu sig og hófu búskap í Reykjavík 1935 og bjuggu lengst af á Ránargötu 14, í Bröttugötu 3b og í Skaftahlíð 10. Jónína Steinunn var heimavinnandi húsmóðir og Guð- mundur starfaði sem póstfulltrúi í Reykjavík, lengst af á Bögglapóst- stofunni, uns hann lét af störfum 1970. Frá 1975 til 1982 tóku hjónin að sér umsjón með Sumarbúðum símamanna við Apavatn. Gest- kvæmt var á heimili þeirra alla tíð enda voru þau félagslynd og afar gestrisin. Jónína Steinunn var fé- lagi í kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar í Reykjavík og starfaði með félaginu svo lengi sem kraftar leyfðu. Nokkrum árum eftir andlát Guðmundar flutti hún á Kleppsveg 62 og bjó þar í 10 ár. Hún dvaldi síð- ustu tæp 5 árin á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Útför Jónínu Steinunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 30. októ- ber, og hefst athöfnin kl. 15. ína Steinunn og Guð- mundur eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Jón Grétar, f. 26.7. 1936, kvæntist Þór- unni Tómasdóttur, f. 1934, þau skildu. Börn þeirra: Stúlku- barn, dó nokkrum dögum eftir fæðingu, og Tómas, f. 1959, kvæntist Kolfinnu S. Magnúsdóttur, þau eiga 2 dætur og 3 dóttursyni. Þau skildu. Tómas kvænt- ist Katrínu Danivalsdóttur, þau eiga eina dóttur. Þau skildu. Tómas er kvæntur Hrönn Traustadóttur, þau eiga eina dóttur. Hrönn átti fyrir son. c) Jónína Steinunn, f. 1961, gift Árna Rafni Jónssyni, þau eiga 2 syni. Seinni kona Jóns Grét- ars er Sesselja Ó. Einarsdóttir, f. 1938. Sonur þeirra er Ragnar, f. 1979, í sambúð með Árnýju Þór- arinsdóttur, þau eiga 2 dætur. Sess- elja á 4 börn af fyrra hjónabandi. 2) Jóhann Örn, f. 7.10. 1941, kvæntur Guðrúnu Helgu Hauksdóttur, f. 1943. Börn þeirra: a) Guðríður Anna, f. 1962, gift Ingvari Júlíusi Bender, þau eiga 2 börn. b) Krist- Sandar í Miðfirði, rétt fyrir aldamótin 1900, húsin mikil og vel gerð. Á bænum voru tvö timb- urhús, útiskemma, fjárhús og hlöð- ur. Túnið allt sléttað og girt og umbúnaður allur hinn besti. Þang- að komu margir til að kynna sér búnaðarhætti, ræktun og fram- kæmdir allar, svo og vinnubrögð. Gestrisni var ávallt mikil að Sönd- um og fóru þar saman góðar veit- ingar og fróðlegar samræður. Í annálum segir m.a.: „Heyleysi var yfirvofandi hjá þorra bænda og margir komnir í þrot. Þó væri einn bóndi, sem hafði miklar heybirgðir og óþrjótandi birgðir af hjálpfýsi.“ Þessi bóndi var Jón Skúlason, afi Jónínu ömmu minnar, og úr þess- um jarðvegi hagsýni, hjartahlýju, fórnfýsi, gjafmildi, dugnaði og höfðingslund var hún sprottin. Móðir hennar, Salóme, var vel að sér til bókar og handa, viðræðugóð og gestrisin svo af bar. Jón Jóns- son Skúlason var höfðinglegur á velli, bar sig vel, nokkuð ábúð- arfullur en bjó yfir glettni. Heimasætan var stúlka dökk- hærð, fagureygð, björt yfirlitum og bauð af sér góðan þokka, við- mótsþýð og viðræðugóð. Víðlendur Húnaþings, heiðar, afréttarlönd, grónar hlíðar og dalverpi mótuðu hug hennar og persónu. Amma ólst upp við almenn sveitastörf og heimilisverk. Hún sótti hústjórn- arnám, til Blönduóss, veturinn ’30- ’31, en hafði fram að því hlotið barnaskólakennslu þeirra tíma, 8 vikna farskóla á vetri, í fimm til sex vetur, auk smá enskunáms um fermingu. Kennd var m.a. mat- reiðsla, fatasaumur, útsaumur og vefnaður, auk almennra greina. Matreiðslukennslan var mjög góð og einnig var mikið lagt upp úr handavinnu. Hún hafði bæði mikið gagn og gaman af náminu í Kvennaskólanum og það nýttist henni vel á heimili sínu, sem breyttist í veislusal í hvert skipti sem gest bar að garði. Mannsefnið, Guðmundur Al- bertsson, gerðist heimilisfastur að Söndum um tvítugt og fegurð, ró- semd og töfrar húnvetnskra af- rétta gerðu hann að miklu nátt- úrubarni alla tíð. Að hefja búskap upp úr heims- kreppunni miklu hefur ekki verið auðvelt. Afi og amma stofnuðu heimili sitt í Reykjavík, þar sem þau bjuggu í mjög hamingjuríku hjónabandi og geislaði gagnkvæm virðing og væntumþykja milli þeirra alla tíð. Heimili þeirra var annálað fyrir gestrisni svo ekki sé sterkara til orða tekið og aldrei var spurt að því hve vinnudag- urinn yrði langur. Ljúfmennsku ömmu og afa þekktu allir og alltaf var gott að koma við á Ránargöt- unni og síðar í Skaftahlíðinni. Þau áttu alla tíð bíl, sem var ekki al- gengt um 1940, og nutu margir góðs af því. Sumarbústaðurinn í Prestshúsum á Kjalarnesi felur í sér ógleymanlegar minningar. Amma bjó þar til margra ára yfir sumartímann og afi fór á milli kvölds og morgna til og frá vinnu í bænum. Það var legið í sólbaði, farið í fuglaskoðun og leikið í fjör- unum. Í Prestshúsum var jafnan marga svanga maga að metta. Söknuður sár, öll þig syrgjum, sæla sómakonu trygga. Innstu tilfinningar inni byrgjum, sem lýsa þó upp hugans slóðir, elsku besta amma og móðir. (T.J.) Amma var börnum sínum afar góð móðir, barnabörnum sínum einstök amma og setti hag fjöl- skyldu, vina og ættingja ávallt í öndvegi. Við kveðjum þig öll með söknuði og þökkum fyrir allt og allt. Tómas Jónsson. Nú hefur elsku amma Jónína kvatt þennan heim. Það kemur margt upp í hugann hjá okkur systkinum þegar við sitjum saman og minnumst henn- ar. Við munum ömmu í Skaftahlíð- inni oft í bláum eldhússlopp að stússast í kringum okkur og bera fram kræsingar sem við fengum nánast hvergi annars staðar eins og parta, kleinur og ástarpunga. Einnig voru jólaboðin hjá ömmu og afa mjög minnisstæð og spenn- andi eins og t.d. þegar við frænd- systkinin fórum í halarófu á eftir afa fram í langagang að sækja jólaölið í geymsluna. Þegar við gistum hjá ömmu og afa þá fannst okkur rosalega merkilegt að stóri skápurinn í herberginu breyttist í rúm sem við sváfum í. Amma og afi voru húsverðir í orlofsbústöðum símamanna við Apavatn mörg sumur. Þar dvöld- um við systkinin oft hjá þeim í lengri eða skemmri tíma og bakaði amma oft hjónabandssælu handa okkur í Gúndapottinum fræga. Þó húsavarðaríbúðin væri lítil var allt- af nóg pláss fyrir okkur og nægur tími til að segja okkur sögur og kenna okkur bænir. Á fullorðinsárum áttum við yndislegar stundir með ömmu eins og t.d. þegar hún kenndi okkur að baka parta fyrir jólin en að þeim fengum við aldrei uppskrift á blaði enda aldrei eins frá ári til árs og þessari hefð höfum við haldið. Þá lék amma á als oddi og reytti af sér brandara og sagði skemmti- legar sögur. Amma var mjög róm- antísk og hún ljómaði þegar hún talaði um afa. Þegar þau voru að draga sig saman skrifaði afi mörg ástarbréf til ömmu þegar hann var í póstferðum um landið. Þessi bréf geymdi amma undir sænginni hans megin í rúminu eftir að afi lést. Nú fær amma að hitta elskuna sína hann afa aftur. Góða ferð, elsku amma. Guðríður, Kristjana, Vigdís og Guðmundur. Þær eru mér kærar minning- arnar um það þegar ég labbaði úr skólanum heim til þín sex ára gömul, hálfklædd í snjógallann og kom inn á hlýja heimilið þitt. Ég man að það var alltaf troðfullt af gestum og ljúffengar kræsingar á boðstólum. Lagt var á borð fyrir mig eins og ég væri hinn merkasti gestur þótt ég væri ein á ferð. Mér fannst alltaf gaman og notalegt í heimsókn hjá þér og að hlusta á sögurnar þínar sem þú sagðir mér með þinni skemmtilegu frásagn- argáfu. Þú sagðir að ég væri svo- lítil skvetta eins og þú hafðir verið sem barn og varst alveg sannfærð um að ég hefði erft það frá þér. Þú sagðir mér margar skemmtilegar sögur og m.a. úr sveitinni þar sem þú ólst upp á Söndum. Það sem mér fannst allra hjartnæmast var þegar þú sagðir mér frá kassanum með ástarbréfunum sem þú geymdir undir sænginni afa-megin í rúminu, sem póstmaðurinn hann Guðmundur afi skrifaði til þín. Þegar ég var unglingur þá rædd- um við oft um samtímann og mér fannst skemmtilegt hvað þú fylgd- ist vel með hvað var að gerast hjá ungu fólki. Ef þú hefðir verið af minni kynslóð hefðu sms-in milli ykkar afa staðið látlaust í fjögur til fimm ár. Það kallar maður að lifa tímana tvenna. Núna ertu komin til hans afa á góðan stað og megi Guð blessa ykkur. Ástkær kveðja Petra. Nú þegar amma mín og alnafna hefur kvatt þetta líf langar mig að minnast hennar með nokkrum minningabrotum. Ég hef alltaf verið mjög stolt af að bera nafnið hennar. Minnist ég margra góðra stunda í æsku hjá ömmu og afa í Skaftahlíðinni. Mik- ið var gott að koma daglega við hjá ömmu og smyrja nestið fyrir skólann í 1. og 2. bekk í Ísaks- skóla. Þar kom maður aldrei að tómum kofunum. Ömmu leið best í hlutverki gestgjafans, hún settist sjaldan við eldhúsborðið heldur raðaði stöðugt veitingum á borðið svo ekki komst meira fyrir. Hún gerði bestu kæfu sem ég hef feng- ið og sína rómuðu parta og ást- arpunga. Amma var heimavinnandi allt sitt líf og naut hún sín vel þeg- ar gesti bar að garði. Á hátíð- isdögum klæddi amma sig í peysu- föt og mikið fannst mér þau alltaf fara henni vel. Amma flutti á Kleppsveg nokkrum árum eftir að afi dó. Þar bjó hún ein og hélt heimili þar til hún var 94 ára göm- ul. Síðustu æviár sín bjó hún á Skjóli. Þar dó hún 99 ára gömul og hvíldinni fegin. Hvíl í friði, elsku amma. Þín Steinunn. Vinátta er ein þeirra tilfinninga sem endast lengst og veita hjart- anu hvað mesta ánægju. Á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar fluttu til Reykjavíkur fjórar ungar konur norðan úr Miðfirði. Þetta voru móðir mín Hulda Sigurðar- dóttir frá Útibleiksstöðum, Helga Jónsdóttir frá Búrfelli, Svanborg Sigvaldadóttir frá Brekkulæk og Jónína Steinunn Jónsdóttir, Junna frá Söndum, sem kvödd er í dag, síðust þeirra. Vináttan batt þær fast saman og aldrei hljóp þar snurða á þráðinn og höfðu þær reglulegt samband meðan þær lifðu. Bernskuminningar mínar eru mjög tengdar þessum vinkonum móður minnar, mökum þeirra og fjölskyldum. Þær giftust allar mönnum sem hétu Guðmundur og var mikill vinskapur með þeim, sem og fjölskyldum þeirra öllum. Junna giftist Guðmundi Georg Al- bertssyni 1935, og eignuðust þau þrjú börn: Jón Grétar, Jóhann Örn og Salóme Guðnýju. Bernskuár mín bjuggu þau Junna og Guð- mundur á Ránargötu 14, og við fjölskyldan bjuggum við sömu götu. Það voru forréttindi að búa svo nálægt þessum sæmdarhjón- um, myndarlegt heimili þeirra stóð mér, og raunar öllum öðrum, opið á nóttu sem degi, þau hjón voru höfðingjar af Guðs náð. Ef mamma mín var ekki til staðar gat ég leit- að til Junnu og Junna mín hafði í upphafi meiri áhrif á lífshlaup mitt en nokkur veit. Fósturmóðir mömmu minnar, Ingibjörg Jóhannesdóttir, var móðursystir Junnu og vinátta móð- ur minnar og Junnu og systkina hennar átti rætur sínar á Hegg- staðanesi og þeirri vináttu breytti ekkert, þau systkin voru sem hluti af fjölskyldu móður minnar og á vináttu þeirra bar aldrei skugga. Móðir mín taldi það sína gæfu að hafa alist upp með þeim. Ég kom eitt sinn til móður minnar, upp úr 1990, og var þá Junna nýkomin með kjötsúpu í potti. Junnu fannst að vinkona hennar hefði gott af heimalagaðri kjötsúpu, og tók pottinn með sér. En, Junna kom ekki beina leið, hún hafði meitt sig í fæti og þurfti að koma við hjá lækni, og var búin að vera á ferðinni í strætisvögnum með pottinn og kjötsúpuna vel á fjórðu klukkustund. Svona var Junna, hún hugsaði alltaf fyrst um aðra og síðast um sjálfa sig. Og góð var kjötsúpan. Það eru margar myndirnar sem koma fram í hugann þegar litið er um farinn veg, þær vinkonur voru með eindæmum samrýndar og heimsóknir voru tíðar. Hvort sem var á Ránargötu, í Skaftahlíð, eða í sumarbústaðnum í Presthúsum á Kjalarnesi, voru glaðværð, góðvilji og hlátur þeirra hjóna, góð- mennskan og velvildin mér, sem og svo mörgum öðrum, gott vega- nesti í lífinu. Vinátta er eitt það besta sem við eignumst og mig langar með þess- um fátæklegu orðum að þakka vin- áttu Junnu og fjölskyldu, sem hef- ur yljað móður minni, föður mínum, og mér gegnum árin, og votta börnum Junnu og fjölskyld- um þeirra samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Það er gott að eiga góðar minn- ingar og minningarnar um Junnu eru þeirrar ættar, ylja hjartanu og gleðja hugann. Hjartans þökk fyr- ir samferðina og vináttuna, Junna mín. Vinkonurnar norðan úr Mið- firði og Guðmundarnir þeirra eru nú saman á ný. Garðar Jóhann. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar Jónínu sem nú er fallin frá í hárri elli. Þegar ég læt hugann reika koma upp mörg skemmtileg brot úr æsku minni sem tengjast þeim hjónum Jónínu og Guðmundi. Þau voru tengdaforeldrar Helgu, syst- ur minnar, og hjá henni og Ödda eins og ég kalla hann alltaf, var ég mikill heimagangur og kynntist ég því þessari mætu konu ágætlega. Þegar ég var níu ára dvaldi ég heima hjá henni og Guðmundi í vikutíma til að vera þeim innan handar við pössun á fyrsta barni Helgu og Ödda. Þá hafði ég aldrei farið að heiman og fannst frekar kvíðvænlegt að fara úr Smáíbúða- hverfinu alla leið niður á Bröttu- götu! Sá ótti reyndist auðvitað með öllu ástæðulaus því þau tóku mér fagnandi og fannst mér Jón- ína eins og drottning í höll sinni í þessu fallega húsi með ótal her- bergjum búnum fallegum mublum og í minningunni fannst mér vera ótal stigar og skúmaskot sem gam- an var að leika sér í. Ekki veit ég hversu mikið gagn ég gerði en Jónína var óspör á hrósyrðin sem mér þóttu góð og gekkst upp í. Það var mjög gestkvæmt á heim- ilinu og alltaf verið að hlaða á borðið kræsingum en mitt hlut- verk var meðal annars að hjálpa til við að leggja á borðið og fannst þetta þar af leiðandi helst til mikil gestrisni en enginn fór svangur frá Jónínu eða Junnu eins og vinir og ættingjar kölluðu hana. Það verða líklegast aðrir til að minnast á myndarskap hennar og þá sérstak- lega í bakstri en það er ekki hægt að skrifa um Jónínu án þess að minnast á ástarpungana hennar sem voru algert lostæti og ég man hvað ég var hissa þegar hún bauð mér þá fyrst, mér fannst heitið á þessu bakkelsi frekar skrítið og var eiginlega svolítið hissa á hvernig jafn prúð kona og hún Jónína gæti nefnt þá þessu nafni. Þorði samt aldrei að nefna þetta við hana eða nokkurn annan. Á sumrin dvaldi Jónína löngum uppi á Kjalarnesi í sumarbústað þeirra hjóna sem nefndur var Prestshús og þangað fór ég á hverju sumri með Helgu systur í heimsókn. Það var algjört ævintýri að fá að vera þar, fjaran með öllum sínum ævintýrum, eyjan sem við krakkarnir stálumst út í sem er svo auðvitað bara smásker. Krí- urnar sem ætluðu mann lifandi að drepa á leiðinni í gegnum varpið út í Junnuvík en það var strönd sem Jónína synti út frá í ísköldum sjón- um sem í dag er mikil tíska og segir okkur hvað Jónína hefur ver- ið á undan sinni samtíð í þeim efn- um. Jónína var allra kvenna fróðust fannst mér sem barni en þótti leið- inlegt að hún kynni ekki að segja „sagði og hafði“ hún sagði alltaf „saggði og habbði“ en eflaust hef- ur þetta verið einhverskonar hún- vetnska, þaðan sem hún er ættuð, fædd og uppalin. Jónína var fróð um menn og málefni og lét sig flest varða. Hún hafði mikinn og skemmtilegan húmor og var stál- minnug. Þegar ég hitti hana núna síðustu árin spurði hún alltaf frétta af mínu fólki og nafngreindi alla þó að hún væri komin langt yf- ir nírætt. Nú er komið að leiðarlokum, ég kveð Jónínu þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur. Unnur Erna. Jónína Steinunn Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jón- ínu Steinunni Jónsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.